Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1954, Page 6

Fálkinn - 20.08.1954, Page 6
6 FÁLKINN CHURCHILL MÚRARI. — Þrátt fyrir bilun á heilsu er Winston Churchill enn í fullu fjöri, og nýlega hafði hann tækifæri til að sýna, að hann rækir enn skyldur þær, sem hvíla á bresk- um forsætisráðherra. Hann var beð- inn um að leggja hornstein að nýrri byggingu, „Borgarahúsinu“ í London, og hér sést hann vera að múra stein- inn. VEL AF SÉR VIKIÐ. — Ursala Ober- iiber er meistari á svonefndu „rhön- hjóli“ og sýnir hér að hún getur vald- ið því þó að hún noti ekki hendurnar. Þessi hjól eru mjög vinsæl í Þýska- landi, ekki síst hjá kvenfólkinu. „BEST SEM VITLAUSAST“, virðist stundum vera boðorðið sem fólk í engilsaxneskum löndum virðast vera að keppast um að rækja, er það held- ur páskaærslin sín. — Myndin, sem sýnir „páska-ærsla-hatt“ í Luton í Englandi, er dæmi um þetta. Á „þak- inu“ sést dansinn kringum maístöng- ina. FRAMHALDSGREIN. KVEIVHETJAN FRÁ ALASKA „ÉG SKAL EKKI ÞAÐ VAR erfitt og ekki sársauka- laust að ná fötunum ofan af snúr- uni, sem ])au hengu á, en mér tókst að nú í flest af því, sem ég þarfn- aðist. Sápu fann ég líka og hand- klæði — og hreinar þurrkur til þess að binda um handlegginn. Ég hvíldi mig mikið. Eg gat risið upp á hægra hnéð, en ekki staðið í hægri fótinn. Eg hafði talsverðar áhyggjur af þeim fæti, því að ég kenndi til mikils sársauka í honum. Ég gerði annan eld og gat náð í dálítið vatn. Leðurstígvélið á hægra fætinum var erfitt viðureignar og ég komst ekki úr því — ef til vill hefi ég ekki kært mig um það af ótta við, að fótleggurinn liti verr út en ég vildi vita. Ég þvoði mér með svampi eins vel og ég gat og skipti um umbúðir á handleggnum. Það hýrnaði yfir mér, þegar ég sá, að bólgan var farin að hjaðna talsvert og handleggurinn virtist vera alveg beinn. Ég borðaði þurrkuð epli og feitmeti, sem ég náði í, lagaði mér te, sem ég drakk dýsætt og sjóðandi heitt, og bar lampaolíu í hárið á mér til að fæla mýsnar burt. Þegar ég komst upp i rúmið með dúnsængina í fyrsta skipti eftir að ó- happið skeði, var ég orðin mjög lang- þreytt og þurfi fyrir góða svefnhvild. Fyrstu nóttina, sem ég svaf i rúminu, naut ég þeirrar hvíldar líka i rikum mæli. MÉR VERÐUR oft hugsað til Dons. Eg man vel, hvenær ég sá hann fyrst. Það var i jólaveislu hjá frænda mínum. Ég dansaði meira við hann en alla aðra. Við höfðum djúp áhrif hvort á annað þá strax. Að vísu skynj- uðum við ekki strax, að ástin hafði gagntekið okkur bæði, en það leið ekki á löngu, uns við skildum það. Við giftumst tveimur árum og fjórum mánuðum seinna. Ég man vel öll þau sumur, sem Don og félagi hans, Sam, höfðu varið i námuleitina. Sérstaklega minntist ég þeirra sumra, er við Lloyd — eftir að hann liafði aldur til — dvöldumst í óbyggðunum með þeim. Og þá féllu mér ekki úr minni öll þau skipti, er þeir félagarnir héldu sig hafa fundið gull, en urðu aðeins að þola sár von- brigði. Þeir liöfðu leitað víða, áður en þeir komu liingað, ef til vill á 100 stöðum. En aldrei fannst náma. Hér urðu þáttaskil í gullleitarsög- unni. Don fann fyrsta kvartsmolann niðri á ströndinni, og hann glitraði af gulli. Þeir gengu úr skugga um, að þeir hefðu fundið gullæð, þar sem liægt væri að vinna góðmálminn með arðbærum árangri. Leitin að gullinu — með öllu erfiðinu og vonbrigðunum GEFAST UPP“. — hafði þá ekki orðið til einskis. Ég man hve hreykin við vorum yfir fundi okkar. Þarna mundi verða kom- ið á laggirnar námufyrirtæki — og því ekki af lakara taginu. Svo sögðu Don og Sam að minnsta kosti. Og það þýddi mikla peninga i aðra hönd — peninga, sem gætu veitt okkur ýmis- legt af þvi, sem við hingað til höfðum orðið að neita okkur um. Hitt var okkur miklu meira virði en peningar, að svitadroparnir, þreyt- an, kuldinn, liungrið og vonleysið, sem liafði oft þjakað okkur siðustu árin, virtist ætla að bera ávöxt. NÚ MUNDUM við verða talin „hepp- in“ af þeim, sem ekki skilja það átak og strit, sem að baki þessu liggur. Og þeim er það fyrirgefanlegt, því að við köllum okkur sjálf heppin. Erfiðleik- arnir hverfa, ef uppskeran er góð eins og döggin hverfur fyrir sólu. Já, við töldum okkur gæfusöm, þangað til óveðrið hrifsaði Don til sin og skriðan gerði mig óstarfhæfa. Hvi gat ekki annað okkar sloppið heilt á liúfi og óskaddað úr greipum ofviðr- isins? Hvers vegna varð svo að vera, að Don gæti ekki hjálpað mér eða ég honum, þegar þörfin var mest. Hví þurfti ógæfan að dynja yfir okkur bæði í senn? Ég hata þessa námu. Eg þrái Don. Eg þykist viss um, að eitthvað liræði- Iegt hafi komið fyrir hann. Mig grun- ar margt — allt hið versta — en veit þó ekkerh í fyrstu vildi ég þó ekki trúa því, að dauðinn hefði hrifið liann til sín. Og enn reyni ég að þrjóskast við að trúa því, þótt grunurinn ásæki mig. Ef Sam gæti komið, þá mundi við- horfið breytast. Já, livers vegna kem- ur hann ekki? Hvenær í ósköpunum skyldi hann láta sjá sig? Sam er góður maður, en samt hefir mér aldrei geðj- ast sérstaklega vel að honum. Hann er eirðarlaus og óþolinmóður — einn af þessum mönnum, sem mega ekki vera að þvi að staldra við til að liugsa, af því að þeir eru svo önnum kafnir við að fullnægja eirðarleysi sínu. SAM HEFÐI auðvitað átt að bíða okk- ar. Honum lá ekkert á, fyrr en við vorurn öll tilbúin til brottferðar. Nám- an er hans eign ekki síður en okkar. Eiginlega er þetta allt Malt Logan að kenna. Hann er gamall kunningi Sams og honum reyndist auðvelt að fá Sam til að slást i för með sér suður á bóginn. Þrátt fyrir allt þetta verð ég að viðurkenna, að Sam er góður maður — jafnvel sérstaklega hjartagóður, þrátt fyrir allt eirðarleysið. Ég iðr- ast þess nú, að ég skyldi ekki liafa liaft meiri mætur á honum, og oft hefi ég óskað þess að undanförnu, að hann væri hérna hjá mér. Hann mundi hafa leitað Don uppi, komið honum heilum á húfi hingað til mín og annast okkur bæði svo af mestu kostgæfni. Nú er það mín eina von, að Sam koini. Eftir því verð ég að biða. Hvað mundi Don annars helst vilja, að ég gerði, meðan ég bíð? Don var svo blíður og góður. Hann hugsaði alltaf fyrst um velferð mína. Sumarið hafði verið gott og Don liafði hælt okkur Lloyd mjög fyrir dugnað. Hann sagði, að við værum fyllilega jafnokar tveggja góðra vinnu- manna. Mér reyndist erfitt að slita hugann frá Don og afdrifum hans. Ef hann er dáinn, vil ég finna lík lians og hylja það rnoldu, áður en hrafnarnir koma og gera því skil. En ef liann er á lifi og hjálpar þurfi, þá verð ég að leita hans strax og ég verð rólfær. Ef til vill er liann einhvers staðar niðri í gljúfrinu. Rödd lians bjargaði mér þaðan. Nú verð ég að fara og freista þess að endurgjalda honum þá hjálp. Ég fer strax á niorgun. ÉG ER ÞREYTT og mædd i dag. Eg fór upp á liæðina í gær, en gekk að sjálfsögðu vel frá veikari fætinum áð- ur. Ég vissi, að ég varð að fara úr stígvélinu, sem meiddu mig æ meira og meira. Ég sá strax, að fótleggurinn var ekki brotinn, því að bann var al- veg beinn, en ég óttaðist að hann kynni að vera sprunginn eins og bolli, sem brestir eru í. Þess vegna þorði ég ekki annað en fara varlega úr stígvél- inu, því að annars gæti bresturinn orðið að broti. Til þess að gera þetta auðveldara, skar ég sólann af stígvél- unum og botninn úr sokkunum og nuddaði síðan iljarnar vandlega. Þá fór mér strax að liða betur. Eftir nokkra hvíld lagði ég af stað upp brekkuna. Eftir langan tima komst ég loks þangað, sem skriðu- fallið hafði orðið. » SKRIÐAN er eins mikil og búast mátti við. AIls konar rusli ægði þar saman innan um aurinn og grjótið. Einkum bar mikið á trjám, ýmist brotnum eða lieilum. Sums staðar hafði gljúfrið hálffyllst. Nokkru fyrir neðan námugöngin okkar hafði skriðan myndað eins konar stiflu þvert yfir gljúfrið. Og náman okkar sem svo miklar vonir höfðu verið tengdar við, var horfin. Ég sat góða stund á gljúfurbarmin- um og horfði á eyðilegginguna fyrir neðan mig. Siðan hélt ég áfram upp með gljúfrinu og ætlaði upp á hæðina til að svipast frekar um eftir Don, en þgar þangað kom, var ég dauðupp- gefin.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.