Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1954, Síða 8

Fálkinn - 20.08.1954, Síða 8
8 FÁLKINN NILS BRANTZEG: Hátíðleg jarðarför IGINLEGA syrgði enginn Agötu frænku þegar hún sálaðist. Þetta var útaf fyr- ir sig eðlilegt: Agata frænka — hún var móðursystir hennar mömmu — varð yfir 89 ára, hún var með æðakölkun, æðahnúta og hægðaleysi og hafði fyrir löngu lifað sitt fegursta. Sú eina sem tók sér þetta nærri mun hafa ver- ið hún sjálf. Hún hafði einsett sér að verða níræð, því að það var eins konar met. En það tókst með öðrum orðum ekki. Það fóru ýmsar sögur af henni. Svona rétt eftir andlátið voru þær sagðar meinleysislega, en hún var löng og alltaf svartklædd og hend- urnar eins og fuglsklær, svo að hún var stundum kölluð krumma- kerling meðan hún lifði. Hún lagði það í vana sinn að gefa hluti sem gljáði á, svo sem nælur, hringi og lítið gullúr, en heimtaði þetta allt- af aftur þegar verst stóð á. Hún gleymdi að hún hafði gefið það, og svo þegar hún sá hringinn, næluna eða gullúrið næst á móður minni eða einhverri af systrunum hennar, heimtaði þetta aftur og þjófkenndi þær. Hún vílaði held- ur ekki fyrir sér að draga óvið- komandi fólk í málið og kalla það sem vitni. Það gat verið óþægilegt að verða fyrir barðinu á henni á götunni eða í strætisvagni. En eftir að hún var dauð reyndu ættingjarnir að gleyma þessum óþægilegu endurminningum en drógu heldur fram ýmislegt ann- að, sem væri fremur fallið til þess að sýna hve hún hefði verið hjartagóð, barnsleg og saklaus. Ég var langyngstur í hópnum og var ekki laust við að ég færi hjá mér þegar Friðrik, næstelsti bróð- ir mömmu, sagði söguna af Agötu og skattstofunni í 36. sinn; Agata frænka var — eða hélt að hún væri — í ætt við hina frægu frönsku sjóhetju sir Walter Raleigh (sem er líka til sölu sem tóbak). Þegar hún var á 85. árinu varð þessi göfuga frændsemi til þess að hún gerði sér ferð á skatt • stofuna og heimtaði að fá að tala við gjaldkerann sjálfan. Frammi fyrir þessum forviða starfsmanni hafði hún hlykkjað sig tvöfalda og var þetta hirðhneiging. Svo kynnti hún sig og sagði svo blíð- rödduð sem hún gat orðið: „Ég er skyld sir Walter Raleigh. Hald- ið þér ekki að ég fái að sleppa við skattinn?" Annar og meiri æðakölkunar- atburður (sem ég sagði ekki frá) gerðist þegar ég fyrir nokkru — sem nýbakaður stúdent — heim- sótti hana í þeirri von um að geta haft út úr henni fimm-kall. Ég hafði fengið félaga minn til að slást í förina, dökkhærðan ítur- vaxinn pilt með möndluaugu, og Agata hafði elskað hann við fyrstu sýn. Þegar hún hafði talað við hann í hálftíma, sýnt honum í albúmið og teygt fram fæturna á sér, sem henni fannst vera eink- ar nettir, benti hún allt í einu á mig — sjálfan frændann — með titrandi fingri: „Og hver er nú þessi ungi maður?“ Að undanteknum tvö þúsund krónum í bankanum voru það ekki miklar eignir sem hin látna jómfrú lét eftir sig, og aleigunni hafði eiginlega verið skipt áður en hún dó. Sem betur fer, lá mér við að segja. Því að það forðaði okkur frá öllu því ljóta, sem stund- um skeður í fjölskyldum við slík skipti. Þar draga alltaf þeir ó- skammfeilnustu mest á bátinn. Þeir sem höfðu safnast heima til þess að bíla saman út í grafreit- inn voru ekki ginkeyptir fyrir ruslinu sem Agata lét eftir sig. Kvenfólkið talaði saman um dag- inn og veginn — hús, heimili og börnin, og þrír bræður mömmu höfðu ekki sést lengi. Því að þetta var merkisdagur, þótt engin jarð- arför hefði verið: þetta var í fyrsta skipti í mörg ár, sem f jölskyldan hafði komið saman. Það var dautt í vindlinum hans Friðriks. Hann var hæglátur, mið- aldra og með fallegar broshrukk- ur kringum augun og rak litla bókaverslun í smábæ suður með sjó. Nú sat hann og virtist ekki líða vel og smádreypti á teboll- anum, en Tómas, eldri bróðir hans, var að skamma hann há- stöfum og kallaði hann tusku og ómenni. Tómas frændi hafði rauða nell- iku í hnappagatinu og dökkbrún- an drykk í glasinu; hann hafði sjálfur hellt í það úr viskíflösk- unni og sparað sér vatnið. Sjálfur bar ég óttablandna virð- ingu fyrir þessum digra manni, sem svo margar merkilegar sögur fóru af. Hendurnar á honum voru eins og soðnir krabbar, og andlit- ið með írugráu yfirskegginu var nærri því hrottalegt. Að nokkru leyti varð ég að vera honum sam- mála þegar hann sagði að Friðrik frændi væri tuska, en ég skildi líka ástæðuna til þess að hann sagði það. Tómas frændi hafði ný- lega misst skipið sitt í ofsaveðri við Skotlandsströnd. Hann var eins og mannýgt naut og ofsareið- ur við alla veröldina eftir áfallið, sem hann átti að vísu enga sök á sjálfur. En skip er skip og úr því að hann var kominn á þennan ald- ur var vafasamt hvort hann fengi skip aftur. Þess vegna sat hann þarna og úthúðaði Friðrik frænda, sem hins vegar var svo hygginn að kingja ósómanum þegjandi. Pábbi fékk sér næfurþunnan sjúss líka, eiginlega mest af kurt- eisi. Annars hafði verið ákveðið að veita te og smurt brauð fyrir jarðarförina og sjússinn á eftir, en þegar mamma fór að andmæla sjússinum í fyrstu, drukknuðu orð hennar í rámu öskri Tómasar frænda: „Skál, öll saman!“ og svo fór sem fór. Hálftíma áður en við áttum að fara kom einn gesturinn enn, frænka mömmu, sem alls ekki hafði verið boðin, en sem allir buðu velkomna samt. Við kölluð- um hana öll Möggu frænku, þó að hún gæti eiginlega alls ekki talist til fjölskyldunnar. Það hýrnaði yfir henni líka þeg- ar hún sá áfengisflöskuna, og pabbi var ekki seinn á sér að blanda henni í glas, mátulega sterkt. „En hvað er að sjá þetta sem þú hefir á höfðinu?“ spurði hann kankvíslega hissa. „Hvað heldurðu það sé nema hattur? Spánýr, mjög fallegur hattur!" sagði Magga frænka. Og eftir dálitla þögn hélt hún áfram í afsakandi tón: „Já, þið vitið nú öll hvernig ég er, uppáþrengjandi og allt svoleiðis, og hálfgerður úlfur í samkvæmislífinu. En ég þekkti nú hana Agötu líka, eins og þið vitið, og mér fannst ég ekki mega forsóma að koma í jarðar- förina. Jæja, skál!“ Hún svolgraði hálft glasið í einu og fór svo að tala um hattinn aftur. „Finnst ykkur hann ekki fal- legur — hvers vegna segið þið ekki neitt fallegt um hann? En hann var líka dýr — hræðilega dýr. Það er kannske hálfgert guð- last að fara með hann í jarðarför, en það er nú ekki eingöngu sorg- arhátíð heldur, þegar manneskja deyr. Við sem lifum áfram verð- um að minnsta kosti að reyna að láta týra á skarinu meðan hægt er.“ Hatturinn var tvímælalaust hneykslanlegur. Þetta var gríðar barðastór hlemmur, líklega ekki ósvipaður hengigörðunum í Baby- lon. Þar var alls konar jurtafæða — ber og grænmeti og gerviblóm. Lítil kirsiberjagrein hoppaði hvenær sem Magga sagði eitthvað eða saup á glasinu sínu, og það var ekki sjaldan. 1 hendinni hélt hún á hálfs meters löngu vindl- ingamunnstykki úr rafi eða gleri, sem var hentugt að því leyti, að vindlingurinn í því náði út fyrir hattbarðið. En nú var ég sendur út af örk- inni til að ná í tvo leigubila, sem áttu að skutla líkfylgdinni upp í líkbrennslukapelluna. Ég lenti í bíl með Möggu frænku og Tómasi frænda upp eftir, og með blygðun verð ég að játa að samtalið í reykjarsvælunni í bíln- um var hávært og afar veraldlegt. Tómas frændi hafði þó hugsun á að drepa í vindlinum um leið og hann fór út og hvarf inn í svart- klæddu fylkinguna fyrir utan kap- elluna. Fyrst í stað fór allt eftir áætl- un. Fólk heilsaðist með viðeigandi alvörusvip — þarna í þorpinu þekktust allir — og Tómas frændi, sem enn var skreyttur nellikk- unni, talaði nú í hálfum hljóðum og vinsamlega við bóksalann, bróður sinn. Samtalið snerist að ég held um það, að Tómas kynni bölvanlega við þessar útfarir, eins og þær færu fram á þurru landi, og óskaði innilega að þetta yrði nú einhvern tíma búið. Hattur Möggu frænku vakti allmikla eftirtekt innan um allan svarta litinn, en hún baðst sjálf afsökunar á honum: „Ég tek hann vitanlega ofan þegar við komum inn,“ sagði hún við þá, sem næstir stóðu, og brosti. Við höfum verið eitthvað 30— 40, sem gengum inn þegar dyrnar voru opnaðar og samtalið drukkn- aði í tónunum frá orgelinu er við settumst í hálfrökkrinu í kapell- unni. Ljósin, fögur skreytingin í húsinu, blómin og sjálft andrúms- loftið, kom okkur í hið rétta jarð- arfararskap. Tómas frændi hafði hiklaust hlammað sér á miðjan fremsta bekk. Hann hafði tekið mömmu undir arminn, hvort það var með eða móti vilja hennar veit ég ekki, en pabbi elti þau ofur lágkúru- legur og settist eins og mús. Ut- ast á bekknum sat Magga frænka. Mér létti er ég sá að hún hafði tekið ofan óviðeigandi kirsiberja- skrautið og sett það á gólfið við hliðina á sér. Nú gekk presturinn fram og fór að tala um hið nálæga og um hvað væri hinumegin, með skjálf- andi bassarödd. Það var svo að heyra sem hann þættist viss um að Agata frænka mundi fá góða ævi í öðru lifi, þótt ekki hefði hann séð hana í þessu. En þegar sótti fram í ræðuna og presturinn komst lengra burt frá því, sem varaði okkar hundheiðnu frænku Agötu, virtist presturinn verða efablandari. Fallegi bass- inn sprakk og snerist í skræki;

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.