Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1954, Síða 10

Fálkinn - 20.08.1954, Síða 10
10 FÁLKINN — Vertu rólegur, kunningi, — þetta er ekkert sárt. 23 — Gættu nú að — hann ætlar eflaust að víkja til vinstri. — Þetta var viðvíkjandi „knallertu- hjólinu“, sem ég er nýbúinn að fá úr viðgerð frá yður. Þér áttuð að gera við hemlana. LITLA SAGAN. Framhald af bls. 5. myndara að koma. Og svo fór hann til dyra. Sygnir þessi reyndist vera Jói Brands vinur okkar beggja. Hann heilsaði, og kynnti sig ungfrúnni og kvaðst vera Sygnir frá Miðvikudags- blaðinu. Hann var góður áhugaljós- myndari og var með fallega véi. En ekki veit ég livort nokkur spóia var i henni. — Nú skuluð þér fara úr sokkun- um, sagði Eirikur. — Sygnir takið þér tvær myndir af fætinum og tvær myndir af ungfrú Frist sitjandi í stóln- um, svo að lesandinn geti séð að fót- urinn er af henni! Hún fór úr sokkunum og varð enn sætari á svipinn en áður. En ég velti fyrir mér til hvers leikurinn væri gerður. Undir eins og Ijósmyndunni var lokið þurfti dansmærin að flýta sér og fór. 'Þegar hún var komin út úr dyrunum sagði Jói Brands: — Jæja, ég hafði þá liundrað krónur upp úr þessu! —Og ég fjögur hundruð, sagði Ei- ríkur. — Hvað eruð þið nú að bulla? — Skilurðu það ekki, sagði Eiríkur. — Ég lofaði Jóa 100 krónum fyrir ljósmyndirnar. Ég veðjaði nefnilega 500 krónum við Hans Espólin um að mér skyldi takast að fá mynd af sokka- lausum vinstri fætinum á Lísu Frist. * STÆRRI BITI EN HÚN GAT KINGT. Framhald af bls. 9. sem sansaði hann. Hún beit hann — ekki þó í arm laganna heldur í þumal- fingurinn, og svo beit hún og sló, reif og kþíraði, og jafnframt gusaði hún úr sér ýmsuin vel völdum orðum, sem áttu að lýsa leikhússtjóranum og starfi hans. Verjandi Lolu, þegar fyrir réttinn kom, komst aldrei að, þvi að Hoff- mann dómari tók orðið og jós skömm- unum yfir Lolu greyið. Það var sann- kölluð brennisteinsdemba en Lola þorði ekki annað en bíta í súra eplið og ríghalda kjafti. — Þér höfðuð engan rétt til að virða reykingabannið að vettugi. Þér gerðuð það til þess að koma öl!u í uppnám. Þér eruð smánarblettur á kvenþjóðinni, þrumaði Hoffmann dómari og lét þess getið um ieið, að samkvæmt skýrslunni sem tekin liafði verið af Lolu hefði liún enga trú á hjónabandinu, og hefði lifað i hneykst- anlegri sambúð áður en hún giftist. Fram til 1930 voru herðablöð úr kindum notuð til þess að spá um ó- orðna hluti, í ýmsum afskekktum byggðarlögum i Skotlandi og írlandi. í Tyrklandi og víðar í Litlu-Asíu er herðablaðið ennþá notað af fólki, sem vill segja fyrir óorðna hluti. PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI 1. mynd. — Siggi svarti, en hve þú ert óheppinn, segir Pína. — Þú hefir þó ekki handleggsbrotnað. — 2. mynd: — Við skulum setja klút utan um, svo að þetta batni sem fyrst. — 3. mynd: — Þú ættir ekki að vera að borða korn, segir Lóra. — Það er aðeins fyrir þá, sem hafa nef til þess. — 4. mynd: Hérna er sykurmoli, segir Pína. — Hann er betri en kornið hennar Lóru. — 5. mynd: Skömmu síðar kveðja Pína, Pusi og Siggi svarti Marenu gömlu. — 6. mynd: Það er löng leið heim til þeirra og þau eru orðin þreytt. — 7. mynd: — Sjáðu, Pusi, segir Pína, það er farið að skyggja. Bara að við komumst heim, áður en myrkrið skellur á fyrir alvöru. — 8. mynd: Þau ganga lengi, lengi. — Sjáðu, nú erum við bráðum komin heim, segir Pina. Vitið þér...? að milljarðaverðmæti tapast við umferðateppu í stórborgunum? I New York einni er áætlað að það kosti milljarð dollara í bensíni, sliti á gúmmí og bifreiðum og tímatöf, að ekki er hægt að aka óhindrað um göt- urnar. — Þess vegna er þeim pening- um vel varið, sem ganga til þess að greiða fyrir umferðinni. að amerískt félag, sem hefir smíð- að tæki til sjónvarps hefir orðið að ní-falda hlutafé sitt til að hafa undan pöntununum? Sjónvarpið með tilheyrandi hijóði byggist á afar stuttum rafbylgjum, en þær hafa þann galla að þær rekast á og stranda á þéttum efnum, svo sem húsum, hæðum og sjálfri jarðbung- unni. Þær komast aðeins það sem maður „getur séð“. Þess vegna verð- ur að reisa kerfi af háum möstrum og endurvarpsstöðvar og styrkingar- stöðvar svo að sjónvarpið komist leið- ar sinnar „yfir holt og hæðir“ úr því að það kemst ekki „gegnum holt og liæðir“. að því stærra sem hjartað er í skepnunni því hægar slær það? Ýmsir sem hafa haldið smáfugli milli liandanna hafa orðið þess varir hve hratt hjarta hans slær. Það eru ekki allir sem fá tækifæri til að at- huga hjartaslög fíls eða hvals, en vís- indamennirnir hafa samt gert það. Og hérna kemur samanburðurinn: Hjarta kolíbrí-fuglsins, minnsta fugls verald- ar, slær 1000 slög á mínútu, en hjarta fílsins aðeins 40 slög og hvalsins ekki nema 20 slög á minútu. Venjulegt mannshjarta slær 60—70 slög á mín- útu.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.