Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1954, Side 11

Fálkinn - 20.08.1954, Side 11
FÁLKINN 11 MILLI HAFSBOTNS OG HIMINS. VI. GREIN. Dýpro 09 dýpm Meðan við vorum að tala um þetta sá Jacques lireyfingu á vatninu fyrir utan gluggann. „Við erum lausir! Við erum að stíga!“ Við hefðum gjarnan viljað líta á hafsbotninn aftur, en sá- um ekkert fyrir grugginu. Við hljótum að liafa setið fastir, þvi að undir eins og við losnuðum steig skipið hratt. Stóri Haenniþrýstingsmælirinn teiknaði beina skálínu. Það var hugg- un að horfa á þessa línu á mælitækinu. Gamlar endurminningar rifjuðust upp: Það var 27. mai 1931. Kipfer og ég höfðum vigt fyrsta loftþétta far- klefann í fyrsta háloftsflugi mínu. Við höfðum verið í nálægt 15.000 metra hæð, en snúran á gasventlinum hafði bilað og við gátuin ekki hleypt út gasi til að komast niður aftur. Sólin liitaði loftbelginn sí og æ og loft- þyngdarmælirinn teiknaði langa lá- rétta línu. Við vissum vel að við mundum lækka þegar loftið kólnaði með kvöldinu, en súrefnið okkar var nærri þvi þrotið. Mikið létti okkur þegar línan á hæðarmælinum tók aðra stefnu! í dag höfum við engar slíkar á- kyggjur. Við stígum og erum komnir upp í sjávarborð eftir nokkrar min- útur, og því er öðru vísi varið með sjóinn en landið — þar eru allir stað- ir jafn góðir, nema ef við skyldum ienda undir skipi. En við vitum að „Fenice“ heldur vörð. Öll skip nema einn gúmmíbátur hafa fengið skipun um að lialda sig i fjarlægð. Við slökkum kastljósin og á 400 m. dýpi förum við að greina dagsbirt- una. Velkomin, dagsbirta! Sólin sendir geisla sína alla leið niður til okkar. Við leikum á als oddi. Það eru 40 ár síðan mig fór að dreyma um köfun- arskip, sem byggðist á sömu liugmynd og loftbelgirnir, en væri fyllt með bensíni i staðinn fyrir gas. Árið 1948 hafði skipið FNRS 2, smíðað eftir teikningum minum, kafað 1380 metra mannlaust, fyrir ulan Dakar. Og fyrir skömmu hafði sama skipið, sem nú var eign franska flotans og liét FNRS 3 byrjað fyrstu kafanirnar. Og á þessu augnabliki var „Trieste" að stíga upp i sjávarborðið með Jacques son minn og mig ........ Birtan varð skærari og skýrari. Loftþyngdarmælarnir rituðu þrýsting- inn með fullri nákvæmni. Á þessu augnabliki finnum við á rugginu að við erum að komast upp á sjávar- borðið. Gegnum ventilinn i liurðinni sjáum við sólskin i forklefanum, og svo sjá- um við upp á sjávarborðið — öldurn- ar glitra i sólskininu. Eftir nokkurra minútna bið heyrum við loksins að barið er þrisvar sinn- um á skipsskrokkinn. Það er merkið sem við höfum aftalað við Salvio verk- fræðing, sem á að taka á móti okkur í gúmmibátnum. Nu vitum við að hann hefir séð okkur. Augnabliki síð- ar er hringt í simann til okkar og við heyrum rödd Salvios. Og rétt á eftir höfum við loftskeytasamband við „Tenace“. Og svo heyrum við skruðn- inginn í skrúfunni á dráttarbátnum. Nú er lofti dælt inn i göngin niður að klefanum okkar og vatnið tæmt úr þeim og innan skannns erum við komnir upp á stjórnpallinn á djúp- skipinu okkar. Mikið er gaman að sjá sólina aftur! MEIRA DÝPI? Haenni-mælarnir okkar fjórir hafa sýnt 110-faIda loftlirýsting. Þegar tillit er tekið til seltunnar í sjónum og hitastigsins svarar þetta til 1070— 1080 metra dýpis. Og það kemur lieim við mælingu „Fenice“. Það má vel likja saman dýpi sem kafað er og hæðinni sem loftbelgir komast i. En munur er þó á: Sú hæð sem hægt er að komast á í loftbelg er eingöngu komin undir rúmtaki loftbelgsins, þyngdinni og gastegund- inni sem notuð er. Þessu er öðruvísi varið með djúpskipið. Frá þvi augna- bliki sem lsað byrjar að kafa sekkur það áfram án þess að „skipstjórinn“ skipti sér af því, þangað til það kem- ur í botn. En klefinn verður að vera nægilega sterkur til að þola þrýsting- inn, og ennfremur verður að liafa nógu mikla kjölfestu til þess að hægt sé að komast upp aftur. Klefinn á FNRS 3 mun sennilega þola þrýsting á 4000 metra dýpi, og um klefann á „Trieste“ er óhætt að segja að liann er öllu sterkari. Um borð í „Fenice“ glöddust alíir yfir þeim ágæta árangri sem vi£ höfð- um náð. Að visu krafðist einhver sannana fyrir því að við hefðum kom- ist á þetta dýpi. Og þær komu. Bucher liðsforingi hafði kafað niður að klef- anum á „Trieste" og rétti fram hönd- ina með hnefafylli að leðju, sem hann hafði fundið á klefanum. Ég fór svo um borð í „Tenace“, sem dró „Trieste“ daginn eftir inn á höfn i Castellamare fyrir utan Napoli. í ÞJÓNUSTU VÍSINDANNA. Um hvað var ég að hugsa á leiðinni, meðan verið var að draga djúpskipið til lands? Ég var ánægður, það er víst um það, en ég var ekkert undr- andi. Þegar verkfræðingurinn hefir reiknað út einhverja vél, treystir hann verki sinu. Ég hefi oft lieyrt menn segja: „Jú, fræðilega er vafa- laust hægt að gera þetta, en hvernig fer það i framkvæmdinni?“ Nei, langt frá því. Á minni löngu starfsævi sem verkfræðingur og eðlisfræðingur hefi ég aldrei séð neitt fara í bága við það fræðilega. Ef citthvað óvænt kemur fyrir þá er það því að kenna að fræði- setningin hefir ekki verið rétt notuð. Hve langt erum við komnir á leið núna. Ekkert er enn ráðið um fram- T ískumyndir SNOTUR LÉREFTSKJÓLL. — Síðast- liðin ár hefir farið mjög í vöxt að stúlkur gangi kápulausar úti á hlýj- um sumardögum. Þessi mynd sýnir snotran kjól úr röndóttu bómullar- efni, sem er í senn látlaus og klæði- legur. Blússan er með skyrtusniði, pilsið vítt og prýtt afar stórum vösum. ÍBURÐARMIKILL STRÁHATTUR. — Þessi hattur er gerður af hinum þekkta franska snillingi á sviði hatta- gerðar Simone Gange. Hatturinn er fléttaður úr grófu, gulu og svörtu strái og eins og myndin sýnir er kollur nær enginn en í þess stað mjög breið börð sem slúta lítið eitt fram á ennið. tið „Trieste". En fyrst og fremst er skipið til afnota hverri þeirri vísinda- stofnun sem hefir löngun eða fjár- muni til að nota skipið. Það á að nota þetta skip til allra þeirra djúphafs- rannsókna, sem ekki verða fram- kvæmdar með sjálfvirkum tækjum. Og „Trieste“ hefir svo sterk kastljós, að hægt er að kvikmynda og ljós- mynda dýrariki hafsins. Oft er ég spurður um livort ég geti veitt djúphafsfiska og framkvæmt ýmiss konar rannsóknir. Ég svara alltaf að það sé hlutverk liaffræðing- anna, takmark mitt var aðeins að smíða köfunarskip handa hafrann- rannsóknarmönnum. Ég vona að ég geti haldið starfi mínu áfram, en hvort það verð ég eða aðrir sem njóta ár- angursins af þvi skiptir engu máli. En liugmyndin að köfunarskipi mínu hefir öðlast viðurkenningu. Mér er mikil ánægja að hverju afreki sern „Trieste“ eða álíka skip vinna. Ég hefi aldrei litið á háloftsmetfiugin í Framhald á bls. 14. „Trieste" að koma úr kafi. í baksýn sést ítalski dráttarbáturinn „Ten- ace“ og ströndin á Capri. Jacques Piccard, sem sá um smíði „Trieste“ og hefir tekið þátt í köfunar- ferðunum með föður sinum niður á yfir 3000 metra dýpi.. . .

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.