Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1954, Page 3

Fálkinn - 17.09.1954, Page 3
F ÁL KIN N mv i 3 M/b Svanur, RE-88. BlaSamönnum var boðið að fara reynsluför með m/b Svan, RE-88, síðastliðinn laugardag, en í hann hefir verið sett ný, létt og hraðgeng diesel- vélasamstæða, sem framleidd er hjá General Motors Corporation, en um- boðsmenn fyrir vélarnar eru Gísli Halldórsson h.f. Svanur er skráður 74 smálestir, byggður úr eik i Gautaborg 1941, einn af hinum svokölluðu „blöðrubátum". Eigendur bátsins eru Skaftafell h.f. en útgerðarstjóri þess og skipstjóri báts- ins er Andrés Finnbogason. iBáturinn hefir undanfarin 9 ár stundað línuveiðar frá Reykjavík en eins og í fleiri bátum, sem keyptir voru notaðir hingað til landsins eftir strið- ið, hefir vélin reynst of lítil til þess að fullnægja þeim kröfum, sem nú er farið að gera til ganghraða fiskibátanna, sérstaklega liér við Faxa- flóa. Hafa því fjölmargir eigendur þessara báta skipt um vélar í þeim á undanförnum árum, tekið burtu, hinar gömlu, þungu glóðarhausvélar, og sett í staðinn léttar og hraðgengar diesel- vélar. Hin nýja General Motors diesel- vélasamstæða í Svan er 480 hest- öfl, en við olíusparasta snúnings- hraða er hún 410 hestöfl og áætlaður ganghraði bátsins við venjulegar að- stæður 1014—11 mílur á klst. Hægt er að láta aðra vélina eingöngu knýja bátinn, sem er mikið öryggi fyrir sjó- menn á hafi úti, þannig að þótt önnur vélin bili er örugglega hægt að ná landi með Iiinni. Alla vinnu við niðursetningu vél- anna annaðist Vélaverkstæði Björns & Halldórs. Skipasmíðastöð Daníels Þorsteinssonar & Co. h.f. sá um tré- smíðavinnu alla, en raflögn annaðist Segull h.f. Rargeymarnir, sem ræsa vélarnar eru islenskir, frá Rafgeyma- verksmiðjunni Pólar h.f., en geymar frá þeirri verksmiðju eru notaðir við allar General Motors dieselvélar í fiskibátum hér á landi, og hafa reynst sérstaklega vel. Samkvæmt ' upplýsingum frá um- boðsmönnum General Motors diesel- vélanna, Gísla Halldórssyni h.f., eru nú um 50 fiskibátar af öllum stærðum frá 10 upp í 100 smálestir búnir General Motors dieselvél- um, og er það 10% af öllum skrásett- um fiskibátum. Útgerðarmenn og skipstjórar láta mjög vel af þeim, sök- um lágs viðhaldskostnaðar og olíu- sparnaðar. * Mulai Ismadl Marokkosoldán (1646 —1727) átti 888 börn. í einni hersveit hans voru 540 dátar, og þeir voru allir synir hans. Rakarafélagið í Fez, höf- uðborginni, hélt nákvæmar skýrslur um barneignir soldánsins, en það kom ekki til af góðu. Rakararnir urðu nefnilega að fara i kvennabúr soldáns- ins og færa hverju nýfæddu barni gjöf. Væri það sveinbarn var gjöfin gullbúinn rakhnífur, en spegill i silf- urumgerð ef barnið var stúlka. Þegar tign Mulai Ismaels lauk taldist rak- arafélaginu svo til að þeir höfðu orðið að láta af liendi 548 rakhnífa og 340 spegla. Jean Gai frá Bordeaux átti engin börn. Þó kvæntist liann 16 sinnum og allar konurnar höfðu með sér börn í hjónabandið. Þannig eignaðist hann með tímanum 121 stjúpbarn, en ekk- ert þeirra bar nafn hans. Ný brú á Rín Unnið er af fullum krafti að því að fullgera hina nýju brú yfir Rín, sem tengir saman bílabrautina Köln — Rodenkirchen. Af myndinni sést að þetta er ekkert smávegis mannvirki. Mendés- France í NATO Eftir að hugmyndinni um Evrópuher var kollvarpað með afstöðu franska þingsins, gekk franski forsætisráð- herrann, Mendés-France, á fund fasta- ráðs Atlantshafsbandalagsins í París og gerði grein fyrir afstöðu Frakka til þess. Hérna sést Mendés-France á fundinum. Sinn til hvorrar handar honum eru framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, Ismay lávarður (t. v.) og aðstoðarframkvæmdastjórinn, Richard D. Colleridge. : i

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.