Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1954, Blaðsíða 14

Fálkinn - 17.09.1954, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Lárétt skýring: 1. deila, 6. álfkona, 12. varanlegt, 13. girðingarefni, 15. tveir samhljóðar, 16. skrúð jarðar, 18. verkfæri, 19. end- ing, 20. um óorðna iiluti, 22. örnefni í Norður-Afriku, 24. boltaleikur, 25. maður, 27. hár, 28. mannsnafn, 29. æsðtipresturinn, 31. ætt, 32. freri, 33. bæta við, 35. vötn, 36. til ferðalaga. 38. sem snýr út, 39. úrgangur, 42. ljót, 44. ég (útl.), 46. skjálfa, 48. viður- kenna, 49. rauf, 51. stillir, 52. sögu- maður, 13. piltur, 55. hjálparsögn, 56. ónefndur, 57. kró, 58. klifra upp uin, 60. málmur, 61. krydd, 63. plöntuhlut- ar, 65. vondar, 66. í norðri. Lóðrétt skýring: 1. farið, 2. vætl, 3. félag, 4. veiða, 5. sætis, 7. krans (þf.), 8. hjálp, 9. korna, 10. ending, 11. húsdýrs, 12. mál- ið, 14. ýfast, 17. ráðabrugg, 18. væta, 21. óska, 23. Elísabet, 24. eyðir, 26. spil, 28. tré, 30. höfuðból, 32. hluti af skynfæri, 34. flatareining, 35. síld- arfæða, 37. ærunnar, 38. ávarpaði, 40. er nýtísku kveðskapur kenndur við, 41. öryggisútbúnaður, 43. efni i máln- ingu, 44. matbúa, 45. gerð í vefstól, 47. sungið, 49. tindur, 50. þátttakandi, 53. einnig, 54. hreyfist, 57. fönn, 59. að viðbættu, 62. tveir samhljóðar, 64. organleikari. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. Nielsi, 6. þýskur, 12. húðlát, 13. Magnús, 15. et, 16. írak, 18. æsar, 19. rne, 20. líf, 22. urriðar, 24. rak, 25. umla, 27. fínir, 28. mest, 29. nauma, 31. agn, 32. feiti, 33. geta, 35. senn, 36. rafurmagn, 38. vísa, 39. iita, 42. stakt, 44. eða, 46. nurla, 48. taka, 49. gruna, 51. nían, 52. Rut, 53. lakrima, 55. ata, 56. um, 57. kuli, 58. Saba, 60. ía, 61. rafali, 63. belinn, 65. rellin, 66. valska. Lóðrétt ráðning: 1. nútími, 2. ið, 3. Elí, 4. Láru, 5. starf, 7. ýmsar, 8. Saar, 9. kgr, 10. un, 11. rúmast, 12. helund, 14. sektir, 17. kría, 18. æðin, 21. flug, 23. Ingi- ríður, 24. rein, 26. Ameríka, 28. mennt- un, 30. atast, 32. fegin, 34. afa, 35. sal, 37. ostrur, 38. vakt, 40. aría, 41. Kan- aan, 43. taumar, 44. erki, 45. anis, 47. latina, 49. galli, 50. amaba, 53. lull, 54. Abel, 57. kal, 59. Als, 62. Fe, 64.1. K. Nýstárleg fishveiöiaðferð gefor góða raun Fyrir nokkru siðan byrjuðu fiski- menn i Noregi á nýjum veiðiaðferðum, sem nú eru að ryðja sér tjl rúms hér á landi. Norsku fiskimennirnir gerðu tilraunir með nylon-færi af sérstakri gerð. — Glansandi fleygsakka var notuð á færið, en á millibili, sem nam nokkurn veginn hálfum öðrum faðmi, voru 30—40 svokallaðar gúmmíslöngu- beitur festar á færið neðan frá og upp á við. Færinu var síðan rennt á venjulegan hátt, en þegar sakkan var komin nokkurn veginn 60 faðma niður, var byrjað að draga færið aftur. Jafnskjótt og einn fiskur hafði tekið beitu, virtist sem hinar beiturnar yrðu sérstaklega freistandi fyrir fiskinn vegna hinnar sérkennilegu hreyfingar, sem þá kom á þær, enda kom í ljós, að jafnskjótt og einn fiskur hafði tek- ið, virtist sem margir aðrir kæmu á i viðbót. 'Það kom oft fyrir, að 150—160 kíló af fis.ki væru þannig dregin i einu útkasti. Oft fékkst fleiri en ein tegund af fiski i einu útkasti, og voru þá stund- um ýsur á neðstu önglunum, þorskur á miðönglunum og ufsi á efstu öngl- unum. Fiskiaðferð þessi hefir verið að þróast um nokkurt skeið í Noregi, og enginn vafi er á því, að hún mun verða fullkomnuð frekar en orðið er. Til dæmis mætti nefna, að sumir hafa tekið upp þá aðferð, sem stundum hef- ir verið nefnd atóm-aðferðin, að báðir endar færisins eru tengdir saman þannig að úr þvi verður nokkurs kon- ar hringlina, sem beiturnar hanga á með vissu millibili. Með sérstöku einföldu áhaldi, sem fest er á borð- stokk bátsins, er hægt að láta hring- línuna renna án afláts út og inn. Þann- ig er hægt að láta öngulinn falla í sjóinn aftur, jafnskjótt og fiskur hefir verið tekinn af, og verður að þessu mikill tímasparnaður. Aðferð þessi hefir verið notuð bæði á stórum og litlum bátum, og fer þá útbúnaðurinn eftir stærð bátanna og ennfremur eftir stærð fisksins á mið- unum. Stærð önglanna og beitanna fer að sjálfsögðu eftir þeim miðum, sem veitt er á. Þess mætti geta, að þegar línur slíkar sem þessar hafa verið notaðar á stærri bátum, hefir oft þurft að nota spil til dráttarins. Gúmmíslöngubeiturnar hafa einnig verið notaðar þannig, að færið hefir verið dregið á eftir bátinum í hæga- gangi. Þessi aðferð hefir reynst sér- staklega afkastamikil til þess að veiða fisk, sem heldur sig nálægt yfirborð- inu. Ofanskráð gefur hugmyndir nm þær aðferðir, sem norskir fiskimenn hafa tekið upp, en hins vegar liefir það komið i ljós, að ýmsar tilbreyt- ingar á aðferðum hafa átt sér stað, og fer það að sjálfsögðu bæði eftir að- stæðum og sömuleiðis áliti hvers og eins, hvernig best sé að liaga í ein- stökum atriðum meðferð þessara veiðitækja. Þess má geta, að framleiðendur þessa veiðitækis er firmað O. NILSSEN & SÖN A/S, Bergen. Hvað má bjóða manninum? Enskt tímarit hefir birt skýrslu um, hvað menn hafi þolað mest af ýmsu misjöfnu. Hér er sýnishorn af afrek- unum: Vaka samfleytt í 115 tima. Lifa vatnslaus í 22 sólarhringa. Lifa matarlaus i 75 sólarliringa. Halda niðri í sér andanum i 20 mín- útur og 22 sekúndur. Vera i kafi undir vatni i 6 mínútur 29 sekúndur. Þola 120 stiga kulda á Celsius. Komast í 8600 metra hæð án þess að noota meðflutt súrefni. Kafa á 152 metra dýpi. Hoppa í fallhlíf úr 9394 metra liæð. Bílstjórar í Lyon lentu í hörðum bardaga og lágu margir eftir marðir og blóðugir á vígvellinum. Þegar að var gáð höfðu þeir ekki barist með járnbútum, eins og fyrst var haldið — heldur glerhörðum spegipylsum. — Hefirðu átt heima í þessu húsi alla þína ævi? — Nei, ekki ennþá. Kakan með kvöldkaffinu: Köual- 'KRYDDKAKA (Borðist köld) Húsmæður: íloxjal lyftiduft tryggir yður öruqgan bakstur Sáldríð saznan 225 gr. hveiti, 4 te*k. Royal-lyftiduft, */8 tosk. salt, 1 tesk. engifor, ‘/s tesk. kanell, */4 tesk. múskat. 110 gr. smjör, 110 gr. púð- ursykur, 2 egg, 2 matsk. dökkt siróp. 1 matsk. raspaðar möndlur Va tesk. vanilludropar. Hálfur bolli soðið vatn (120 gr.) Bakist i h&u tertuformi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.