Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1954, Page 11

Fálkinn - 17.09.1954, Page 11
FÁLKINN 11 FRAMHALDSGREIN. III. Horlent Dietrich „STRÍÐSHETJAN" OG AMMAN. VINSÆLL HERMAÐUR. ÞjóSverjar reyndu hvað eftir annað að ná í Marlene til Berlinar. Von Ribbentr.op heimsótti hana sjálfur á gistihúsi í London er hann var sendi- herra þar. En prússneska herforingja- dóttirin svaraði honum hiklaust neit- andi. Marlene var trú hinni nýju ættjörð sinni, og hún reyndist góður U.S.A.- borgari er Bandaríkin lentu í stríðinu 1941. Hún gaf sig þegar fram sem sjálfboðaliði, fyrst við þýsku útvarps- sendingarnar og síðan ferðaðist lnin milli herstöðvanna, ýmist æfiiiga- stöðvanna i U.S.A. eða herslöðva á fjarlægari stöðum. Marlene reyndist „góður hermaS- ur“ — hún fór möglunarlaust hvert á land sem hún var send, hvort heldur var til Alaska, Evrópu, Asiu eða Af- ríku, þó að Hollywood þyrfti á henni að halda, þvi að nú liafði fundist mót- leikari sem henni var samboðinn: franskur flóttamaður sem kom vestur 1941: Jean Gabin! En Marlene lagði samkvæmiskjól- ana á hilluna og fór í hermannaföt og fórnaði þægindunum heima fyrir kalda braggavist. Margir ypptu öxlum yfir þess háttar „herþjónustu" og töldu að Marlene gerði þetta í aug- lýsingaskyni. En þetta var alls eng- inn gamanleikur. Oft fór Marlene í margra mánaða ferðir við hin erfið- ustu skilyrði og oft skaif hún i svefn- poka í köldum bröggum. En aldrei kvartaði hún. — Þetta er það eina þarflega sem ég hefi gert á ævinni, sagði hún hróðug. Rétt eftir að bandamcnn höfðu náð fótfestu á Ítalíu var Marlene komin þangað. í Bari fékk hún lungnabólgu og varð að leggjast á hersjúkrahæli, en hélt áfram störfum undir eins og hún var komin á fætur. Hún var ein af fyrstu einkennisbúnu Ameríku- mönnum sem fór með Clark hers- höfðingja inn í Róm, og sania kvöldið skemmti hún í gamalli lilöðu, ekki langt frá vigstöðvunum. í janúar 1945 er Þjóðverjar voru að undirbúa síðustu varnarsókn sina var Marlene i klofsnjó uppi í Ardenna- fjöllum með hernum. Patton hershöfð- ingi heimtaði að tveir lífverðir yrðu látnir fylgja Marlcne. Hann vildi ekki eiga á hættu að hún gengi í greipar fyrrverandi landa sinna. En Marlene hvorki særðist né var liandtekin í orr- ustunum miklu i Ardennafjöllum. Hins vegar kól hana svo illilega á höndum, að hún var lengi að gróa eftir ])að. En erfiðið á vígstöðvunum kom henni samt að gagni. Hún hafði lengi þjáðst af svefnleysi, en nú steinsofn- aði hún undir eins og hún hallaði sér út af, og svaf eins og steinn. Marlene var orðin vinsæl sem leik- kona áður en striðið hófst. Nú varð persónan vinsæl líka. Og þegar hún skilaði einkennisbúningnum sínum aftur fékk hún æðsta heiðursmerkið, sem Ameríkumenn eiga handa borg- aralegu fólki: Medal of Freedom. Hún var oröiii þjóðhetja. Hún lék líka í ýmsum myndum A stríðsárunum, m. a. „Sjö syndarar“, „Kona meöal karla“ og „Kismet". MARLENE OG JEAN GABIN. Eftir stríðið sá Marlene sjón sem hana sveið: Hún sá Berlin. Þar var engin „Iieimkoma". Henni fannst hún vera í annarri veröld er hún gekk um göturnar, scm hún hafði þekkt svo vel forðurn — allt var horfið og eyði- lagt. En luin lét þetta ekki ganga fram af sér. Hún hafði ákveðið erindi til Berlínar. — Skönmm eftir að þjóð- verjar gerðu innrásina í Tékkóslóvak- íu hafði fjölskylda Rudi Siebers vcrið „tekin í geymslu“ og var nú í fanga- húðum á rússneska hernámssvæðinu. Marlene sigraðist á öllum vandkvæð- um uns hún stóð andspænis rússnesk- um ofursta. Og luin kom sinu fram. Sieber-fjölskyldan var látin laus og fékk fararleyfi til Ameríku. Fyrsta myndin sem Marlene lék í eftir stríð, „Sköpuð fyrir karlmenn" var leikin í París og þar lék Jean Gabin á móti henni. Það var einkenni- legt umliorfs í París eftir striöiö. Há- værir „existentialistar“ skvöldruðu í nið nýrra dægurlaga á kaffihúsunuip, skuggamarkaðsprangarar voru á hverju götuhorni og nenicillín og ame- rískar sígarettur gengu kaupum og sölum með sihækkandi verði. Marlene heillaðist af þessari París, sem minnti hana á ólgulífið í Berlin á árunum eftir 1920. Nú hófst ný frægðaröld hjá henni sem mótleikara Jean Gabins og blöðin orðuðu þau saman. Marlene er fræg fyrir að hún er stórgjöful, svo að stundum fer út í öfgar. Þegar hún hafði leikið í París og séð live frönsku verkamennirr.il- við kvikmyndastöðina voru illa til fara, lét lnin senda sér á eigin kostn- að 30 klæðnaði frá Ameríku. En París og Gabin gátu ekki haldiÖ i Marlene. Ameríka seiddi — Marlene var orðin meiri Ameríkani en Evrópu- maður. Hún dró sig í hlé og fór vest- ur, en Gabin varð eftir. Hann kvænt- ist skömmu síðar ungri sýnistúlku, en vinir liahs segja að hann hafi aldrei náð sér eftir Marlene-missinn. Ma Grande .... kallaði hann hana. Franski leikarinn Jean Gabin, mót- leikari Marlene eftir stríðið. Marlene og Heidi horfa á sirkussýningu. UNGLEGASTA AMMA í HEIMI. Ný hlutverk biðu Marlene þegar til Bandaríkjanna kom. Og svo varð hún amma. Sonur Heidi var skirður i New York haustið 1948. Og nú var hin fyrrr um fcita Heidi orðin grönn og falleg og glöð móðir, og orðin kunn úr sjón- varpi undir nafninu Maria Riva. Eftir stutt og leitt hjónaband, sem ekki stóð nema tæpt ár kynntist Heidi ungum leikhúsmanni, William Riva, og nú búa þau sainan i besta yfirlæti i New York. Þegar barnið var skirt sat Márlene hjá manni sínum, Rudi Sieber. Hún var hrærð — ef til vill yfir fleiru en barnabarninu. Svo keypti hún hús fyrir kringum 700.000 krónur og gaf dótturinni. Oft gekk hún í Central Park meS dóttur sinni og Micliael litla og vanalega hélt fólk að hún væri hvorki móðir né frænka barnsins held- ur ammá þess. En auglýsingastjórar hennar voru ekkert lirifnir af þessu. Hingað til hafði hún verið auglýst sem konan mcð fallegustu fætur í heimi, en nú var farið að kalla hana „unglegustu önimu i heimi“. Loks fannst Marlene nóg uffl og sagði: — Víst er ég amma, og ekki dettur mér i hug að leyna því. En það er nú samt ekki aðalstarf mitt. En ömmuheitið varð henni enginn Þrándur í Götu. í Þýskalandi lék hún i myndinni „Vörður siðferðisins" — það var fyrsta myndin sem hún lék í á móðurmáli sinu eftir „Bláa eng- ilinn“. í Bandaríkjtmum lék hún i „Zigaunablóð" og i Engíandi í reyf- aramynd seín heitir „Sakleysissönn- unin mikla“. Árið 1952 lék hún i ame- rísku myndinni „Notorious“. Marlene er eina leikkonan á.þeim aldri, sem aldrei liefir verið frá verki í lengri tíma. MARLÉNE ER ÆRLEG. Ýmsir hafa furðað sig á hvers vegna Marlene hafi ekki verið vandfýsnari i hlutverkavali en raun ber vitni, en leikið hvað sem henni hefir verið boðið. Svarið cr það að hún mátti til. Greta Garbo var búkona og hafði lag á að safna peningum, en Marlene eyðir alltaf þvi sem hún aflar. Hún hefir marga hildi háð við skattheimt- una og einu sinni þegar luin stóð búin til Evrópuferðar á bryggjunni i New York var gert lögtak i farangri henn- ar! — Og i öðru lagi hefir hún verið hógvær og tekið því sem að hcnni var rétt en aldrei sett sig á háan liest. Hún hcfir talið hlutverk sitt að skemmta, en lagt minni áherslu á listrænt gildi þess sem hún fór með. Hún notar tækni sem engin önnur beitir. Það eru bæði fegurri fætur og andlit en henn- ar til í Hollywood, en aðeins ein Marlene er til. Ernest Hemingway segir um hana: — Ég legg ekki á mig að ígrunda i •hverju dularmáttur hennar er fólginn. En ætti ég að nefna eitthvaÖ af því sem vissulega er hægt að finna hjá sumum öðrum, en er sameinað í einni persónu hjá Marlene, þá segi ég: Mar- lene er ærleg. Hún hatar að falsa sjálfa sig og játar að sér þyki vænt um þegar henni er hrósað. Leti og slóðaskapur er ekki til i henni. Hún er hraust og höfðinglcg. Og trygg — fyrst og fremst gagnvart kalli sínu og lífsreglum. Falleg, greind, gáfuð og dáð gæti lnin gert allt sem lienni dylti í hug. En hún gerir aðeins það sem liún heldur að sé rétt. Hún er mjög ströng gagnvart sjálfri sér. Það er tíska i Hollywood núna að skrifa endurminningar sínar og fólk er forvitið um hvernig endurminningar Marlene verði. Þegar blaðamaður spurði hana hvað bókin ætti að heita svaraði hún brosandi: Hún á hvorki að heita „Um ást“ né „Menn, sem ég hefi þekkt heldur: „Fegurðin skyn- villa“. Marlene dvelur oft i New York síð- ustu árin því að nú hefir dóttirin eignast annan strák. Og svo á liún lika íbúð þar. Hún er farin að stillast. Það eru einu ellimörkin, sem séð verða á henni. Hún eyðir enn 114 tima á dag fyrir úflitið á sér, en er ekki eins mikið i samkvæmum og áður. Hún liittir dótt- ur sína og manninn sinn nær daglega, og það mundi ekki liða yfir gamla vini þeirra þó að þeir fréttu að þau væru tekin saman aftur. Marlene hefir enst vel. Fyrir 25 árum varð hún heimsfræg og ]iað ljómar af henni enn þann dag i dag. * ENDIR. SKRÍTLUR. —• Reyndu að geta upp á hvað ég hefi til miðdags í ilag, góði! — Komdu með mgtinn á borðið — þá skal ég reyna að geta. — Hafið þér heyrt að öll bréf sem koma frá Ameriku eru opnuð? — Og lil hvers er það gert? — Til þess að hægt sé að lesa þau.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.