Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1954, Page 4

Fálkinn - 01.10.1954, Page 4
4 FÁLKINN Zigaunar - llökkuþjóðin ísland er eina land Evrópu, sem zigaunar flakka ekki um. Annars staðar eru þeir algengir, en þykja yfirleitt litlir aufúsugestir. Óhjákvæmilega rifjast þjóðsagan um Gyðinginn gangandi upp í huganum, þegar minnst er á zigaunana. Enda sögðu þeir sjálfir, er þeir fóru að leggjast í flakk um vesturliluta Ev- rópu fyrir 500 árum að þeir væru eins konar flóttamenn og eirðu hvergi síð- an forfeður þeirra ofsóttu Jósep og Maríu mey, er þau voru á flóttanum til Egyptalands. Það er að vísu tals- vert önnur saga en sagan um Alias- verus, en jjjóðsögur er að vísu svo fljótar að breytast. Þeir sögðust vera komnir frá „Litia Egyptalandi“, en það land hefir aldrci verið til. Þó kalla enskumælandi þjóð- ir þá „gypsies", sem er stytting á „Egypti". Sjálfir kalla þeir sig „rom“ eða „manusch“ sem þýðir maður eða manneskja. En enginn veit með vissu hvaðan þeir eru komnir. Til Vestur-Evrópu komu þeir úr Dónárlöndunum, en þar voru þeir orðnir allfjölmennir á 15. öld. En líklegast er talið að þeir hafi komið til Austur-Evrópu úr norður- hluta Indlands; það eru málfræðing- arnir sem hafa sýnt fram á likindin til þessa með því að benda á mörg indversk orð, sem zigaunar nota. Það sem fyrst og fremst einkennir zigauna er, hve mikil náttúrubörn þeir eru. Þeir kunna best við sig í skauti náttúrunnar, þeir hafast við í tjöldum og flytja stað úr stað eins og liirðingjar, þó að engan eða lítinn hafi þeir búpeninginn. Þeim er ó- mögulegt að hlýða lögum og reglum og þeir virða eignarréttinn litils. Það er táknrænt að í hinu forna máli þeirra eru engin orð til yfir hugtökin „eign“ og „skylda“. í ævagamalli zigauna-rímu stendur: „Veraldarauður þinn á þig og skemmir þig. Ástin á að vera eins og vindurinn, frískur og hressandi. Innan múranna er vindur- inn molla. Opin tjöld — opin hjörtu. Látu vindinn blása!“ Þá sjaldan zigaunar verða bólfast- ir liætta þeir að verða zigaunar og senija sig að háttum annarra. Það kemur fyrir að þeir brenna vagninn sinn og allt sem í honum er, þegar fjölskyldufaðirinn deyr. En flökku- þráin er i blóðinu. Það kemur oft. fyrir að zigaunabörn,’ sein fólk hefir tekið til fósturs og alið upp eins og sín eigin börn, strjúka og leggjast út þegar þau stálpast. Zigaunar hafa mestu óbeit á reglu- bundinni vinnu. Þeir geta unnið nokkrar vilcur eða mánuði, en aðeins til þess að afla sér peninga svo að þeir geti lagst í flakk aftur. Og undir eins og vorar halda þeim engin bönd. Þangað til fyrir einum mannsaldri gátu þeir komist af án þess að ráða sig nokkurn tíma í fasta innivinnu. Þeir seldu skran á götunum, fléttuðu tágakörfur, gerðu við katla og potta og brýndu hnífa og skæri fyrir fólk, og á þann hátt höfðu þeir ofan af fyrir sér. En með vaxandi fjölbreytni í verksmiðjuiðnaði hefir orðið minni þörf fyrir þúsund þjala smiði þeirra. Og siðan bifreiðunum fjölgaði hefir hestum fækkað og hestaprang, sem áð- ur var ein atvinnugrein zigauna, hefir lagst niður. Zigaunar vilja helst taka útivinnu þegar lnin fæst, svo sem að hjálpa til við ávaxtauppskeru og blómatínslu. í Englandi vinna þeir við blómasöfn- unina í Cornwall og lialda svo áfram til Kent, Cambridgeshire og Worcest- ershire til að vinna að ávaxtauppsker- unni þar, og enda sumarvinnuna með því að tína humla í Kent. Bændurnir telja sér þennan vinnukraft vísan, þó að engir séu ráðningarsamningarnir, og sömu zigaunahóparnir koma á sömu bæina ár eftir ár. Þeir sem best eru stæðir eiga hring- ekjur og rólur og önnur skemmtitæki og sækja markaðina í bæjunum og hafa talsverða peninga upp úr þvi, en kerlingarnar spá í spil og græða \el. Zigaunar fóru ekki að venja komur sinar til Vestur-Evrópu fyrr en á 15. öld. Auk þeirra nafna sem áður var getið, kalla þeir sig „atzigans" og af því er leitt orðið „czigánvok" i Ung- verjalandi, „zigeuner", í Þýskalandi og „zingari“ á Ítalíu. En í Englandi eru þeir kallaðir „gypsies", á Spáni „gita- nos“ og í Grikklandi „gyptos" og eru þau nöfn dregin af Egyptalandi. En vegna þess að þeir kölluðu sig „rom“ þegar þjóðflutningur þeirra voru sem mestir yfir Hellusund, kölluðu sumir þá „romani". Þeir hafa dreifst um öll lönd Ev- rópu nema ísland og einnig um Asíu, Afríku, Ameríku og nú síðast til Ástralíu. Á Norðurlöndum eru þeir þó fámennir; þeim finnst of kalt þar til að eiga heima í tjöldum yfir veturinn. Hjá Linköping í Svíþjóð er zigauna- nýlenda, sem smám saman er að bland- ast fólkinu í kring. Alls eru um 800 zigaunar í Sviþjóð og kringum 1000 í Noregi. Þar stunda þeir hrossaprang og gera við katla og brýna hnífa og dveljast nokkra daga á hverjum stað. Flestir zigaunar Evrópu eiga heima í Suðaustur-Evrópu, frá Balkanskaga til Suður-Þýskalands. Þeir eru alls ekki sjaldséðir í Dónárlöndunum. Þar fara þeir milli markaðanna og sýna birni ofan úr Karpatafjöllum, sem þeir liafa tamið og kennt að dansa. Og þeir eru alls ekki sjaldséðir sem liljóð- færaleikarar á krám og kaffihúsum, ekki síst í Ungverjalandi. Þeir eru í cssinu sínu þegar þeir fá að syngja, spila og dansa. í Dónárlöndum munu um 700 þúsund zigaunar eiga heima, en samtals um 150 þúsund annars staðar í Evrópu. Á Balkan voru þeir svo fjölmennir að þeir gátu látið kveða talsvert að sér. Þeir héldu zigaunaþing í Sofia í Búlgaríu árið 1900 og þar kröfuðst þeir kosningar- réttar og annarra réttinda handa zig- aunum í Tyrklandi. Allar blómasölu- stúlkur í Bukarest eru zigaunar og öll rúmensk tónlist er frá zigaunum. Tónskáldið Franz Liszt telur ung- versku þjóðlögin i heild komin frá zigaunum, og hann færði kynstur af þessum lögum í þann búning, sem heimurinn hefir kynnst þeim i. Og það eru fleiri en Liszt sem hafa gert þetta. Bæði Sarasate, Brahms og Schubert bjuggu til tónverk upp úr lögum, sem þeir höfðu heyrt lijá flökkuhópum zigauna á mörkuðum og skemmtistöðum. Zigaunar þykja vita jafnlangt nefi sínu, hafa spádómsgáfu og sjá fyrir óorðna hluti. Zigaunakerlingarnar eru taldar göldróttar og sagðar kunna galdraþulur, sem geti skaðað óvini og bjargað vinum. Líka geta þær létt á- lögum af fólki. Þær eru kunnar fyrir að sná í spil, og nota þá alltaf „tarok“- sþil, en ekki venjuleg whist-spil. Zigaunar eru fastheldnir við forna siði, hvar sem þeir eru. Hver flokkur hefir sinn „konung“ eða höfðingja. í enskum kirkjugörðum má víða sjá grafir zigaunakonunga. Brúðkaup sin halda þeir með mikilli viðhöfn; þá verður allur hópurinn að vera við- staddur og brúðkaupið er ógilt nema „kóngurinn" leggi blessun sína yfir það. Venjulega takast brúðhjónin i hendur og „blanda blóði“ á þann hátt að liendur beggja eru rispaðar til blóðs og liendurnar bundnar saman þannig að rispurnar mætist. Stundum borða þau köku, sem blóði úr þeim báðum hefir verið blandað i. Lika eiga þau að hoppa yfir grein eða snúru, en að svo búnu tekur brúðgum- inn brúðurina og ber hana inn í tjaldið sitt. Þeir hafa sérstaka aðferð til að finna aftur fólk úr flokki sinum ef það verður viðskila við sjálfan hóp- inn. Það eru svokölluð förumerki, til dæmis tvær spýtur, önnur lengri eu liin, sem lagðar eru i kross meðfram stígunum sem hópurinn fer. Lengsta álman í krossinum bendir í áttina sem hópurinn liefir farið. Auk þess eru ýmsar upplýsingar gefnar með því að rista rúnir á spýturnar, en þær geta ekki aðrir ráðið en zigaunar. Það hefir komið á daginn, að kring- um jiriðjungur allra orða i „romani" — máli zigauna — er mjög svipaður tungu indverska jat-þjóðflokksins, og þykir þetta benda og til að zigaunar séu komnir frá Indlandi. Ýms líkams- einkenni benda og til þessa: dökkt hörund, hrafnsvart hár og fegurð ungu stúlknanna, sem er horfin þegar þær eru komnar um þrítugt. Zigauna- kveqfólk er líka mjög hrifið af sterk- um litum og skartgripum eins og ind- verskar konur. í New F"orest í Suður-Englandi eru þrír zigaunafíökkar, mörg hundruð manns, sem búa þar i tjöldum allan veturinn og vinna fyrir sér við ávaxta- uppskeru og humlasöfnun á sumrin. Drottning þeirra, Mary Lee, þótti ekki af smámennum komin, því að hún var afkomandi hinnar frægu spákerlingar, sem spáði fyrir Victoriu Bretadrottn- ingu. Á hverju vori i maí er haldin zigaunahátíð í þorpinu Saintes Maries- de-la-Mer, slcammt frá Arles í Frakk- landi. Helgisögn cr um það að þar hafi Lola Medina heitir zigaunadrottningin í Granada. Hún býr í helli. Myndirnar bera með sér að þetta er ekki óveglegur bústaður. Þar eru alls konar þægindi og mikið skraut. T. v. er drottningin að tala við blaðamann, og til hægri hellir hún manzanilla í glös handa gesti, af kútnum sínum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.