Fálkinn - 01.10.1954, Side 5
FÁLKINN
5
T. v. Drottningin hugsar vel um blómin sín. Til hægri sést betri stofa drottningarinnar. Hún situr t. v., en til
hægri er „fyrsta stofustúlka hirðar-innar“ að bera gestinum dýrt sherry.
tvær heilagar Maríur komið að landi
i bátkænu ásamt Söru vinkonu sinni,
sem var frá Egyptalandi. Athöfnin er
m. a. í þvi fólgin að bátur er dreginn
á land og fylgir skrúðganga honum
um þorpið. Sara liin svarta er dýrl-
ingur zigauna. Á þessari hátið er fal-
legasta stúlkan kjörin drottning.
Frægasta zigaunanýlenda í heimi
heitir Gitaneria og er skammt frá
Granada á Spáni. Flestir zigaunarnir
þar eiga heim'a í hellum, er þeir hafa
höggvið sér í berg, en þarna eru lika
nokkur hús, og þar geta aðkomumenn
keypt sér aðgang og séð naktar konur
dansa. 'Það er líka hægt að sjá zigauna-
meyjar dansa á götunni, fyrir borgun,
en þá eru þær klæddar. En þær lofa
miklu fallegri dansi ef farið sé með
þeim inn í húsið. Fara ýmsar sögur
af því, "að forvitnir skemmtiferðamenn
hafi verið rændir þar; svo mikið'er
víst að þeir fara þaðan snauðari en
þeir komu, því að zigaunastelpurnar
hafa alls konar lystisemdir til sölu.
Þessi zigaunaflokkur hefir yfir sér
koriung, sem er mjög svipaður mar-
skálki frá Haiti i klæðaburði. Kon-
ungurinn veitir gestum fúslega viðtal
en vill selja þeim eitthvað um leið
og það þykir sjálfsagt að gefa betlandi
krökkunum sem safnast að, rikulega
ölmusu. Spánverjum liggur illa orð
til zigaunanna í Granada. Karlmenn-
irnir eru þjófar og konurnar lauslátar.
En þetta fólk berst miklu meira á en
zigaunarnir i Dónárlöndum. Nýlendan
Gitaneria er dæmi um zigauna, sem
hafa fasta bústaði, en varðveita þó
siði þjóðar sinnar. Þeir blandast ekki
Spánverjum en vegna aðsóknar
skemmtiferðafólks' hafa þeir nóg að
bita og brenna. Ög smygl reka þeir
i stórum stil. *
Yegamálastjórnin í Indiana hefir
tapað máli við frú Dave Magnusson,
75 ára gamla konu, sem heldur því
fram að dauðir eigi að fá að hvíla i
friði, eins og á legsteinunum þeirra
stendur. Vegamálastjórnin hafði á-
kveðið að leggja nýjan veg fyrir marg-
ar milljónir doilara og átti liann að
liggja yfir kirkjugarð, sem að vísu
hefir ekki verið notaður í 70 ár. En
þarna liggur systir frú Magnusson
og hún hefir mótmælt. — Og í iögun-
um segir, að ekki sé leyfilegt að um-
lurna kirkjugörðum svo framariega
sem nokkur ættingi þeirra, sem þar
hvíla, mótmæli því.
Þegar Mohamed Abdul Matalip lá
fyrir dauðanum kallaði hann til sín
syni sína og sagði þeim brosandi, að
þeir þyrftu engu að kviða i framtíð-
inni. Hann benti á stein í veggnum og
sagði þeim að þeir skyldu losa um
hann og mundu þeir þá finna holu i
múrnum og þar væru 12.000 breskar
gullguineur, sem væru mikils virði
með núverandi gullverði. „Ég hefi
verið venjulegur verkamaður alla
mina ævi, en braskað dálítið i fri-
stundum mínum. Nú kemur til ykkar
kasta að nota þessa peninga til að
koma upp atvinnurekstri og veita
öðrum starf,“ sagði gamli maðurinn
áíSur en hann lognaðist út af. Synirnir
fundu peningana og hafa nú sett upp
bómullarspuna og hafa 200 manns i
vinnu.
garðurinn
okkar
Súrsið hvítkálið
Hvítkál þrifst vel hér á landi og
gefur mikla uppskeru, ef rétt er að
farið. Það er hollur og ljúffengur mat-
ur, bæði hrátt og soðið og getur verið
til mikilla búdrýginda. En íslenskt
hvitkál geymist naumast lengur en til
áramóta, þótt í svalri geymslu sé.
Hægt er að sjóða það niður, salta og
jafnvel þurrka — og vel geymist það
fryst. (Sjá grein Helgu Sigurðardótt-
ur um fryst grænmeti i Garðyrkjurit-
inu 1953). Víða erlendis, t. d. i Þýska-
landi, tíðkast mjög að súrsa livítkálið
og liafa þannig á boðstólum allt árið.
Þykir súrkál fyrirtaks matur. Best er
að kálhöfuðin, sem notuð eru i súr-
kálið, séu þétt og ný; blöðin ljósgul á
litinn. Ystu, grænu blöðin má eigi
nota, þvi að þá verður súrkálið bragð-
verra og hætt við að það fúlni. Kál-
ið er ekki þvegið, þvi að á blöðunum
sitja mjólkursýrugerlar, sem eiga að
sýra kálið, en mundu skolast burt
við þvottinn. Allt skemmt og óhreint
kál er hreinsað frá. — Siðan er kálið
skorið niður í ræmur, sem eru V±—
Vi cm. á breidd; blandað vandlega
fíngerðu matarsalti og siðan pressað
(t. d. með höndunum) niður í tré-
kvartil eða leirkrukku. Notuð eru 10—
30 gr. af salti í hvert kiló af káli. Ef
niðurskorið kálið er elt nógu vel með
saltinu, verður kálið rakt, og með því
að pressa það vel niður í ílátið, verður
rakinn nógur til að þekja kálið alger-
lega. Þegar kálið er komið í ílátið, er
hreinn klútur lagður ofan á kálið; þar
á ofan á götótt fjöl (helst úr beyki
eða eik) og ofan á fjölina hreinn
steinn, svo kálið sé alltaf þakið safan-
um. Á ílátinu verður að vera um 5
cm. borð, því að kálið lyftist og freyð-
ir af gerjuninni. Nú er ílátið sett i
lilýtt herbergi, svo að kálið gerjist. Til
gerjunarinnar er heppilegastur góður
stofuhiti — um 20° C. Lifa og timgast
mjólkursýrugerlarnir vel við þann
hita, og er þá gerjuninni lokið að
tveim—þrem vikum liðnum. Þá er
kálið flutt á kaldan stað, svo að það
súrni ekki um of, og geymt þar. —
Eftir nokkurn tima sest mygluskán
ofan á safann, sem stendur á súrkál-
inu. Skal helst taka þessa skán ofan
af öðru hverju og Ijvo klútinn, fjölina
og steininn jafnframt i heitu vatni. —
Þess skal þá gætt, að safinn hylji kál-
ið vel. Ef svo skyldi ekki vera, er bætt
á loað hreinu, köldu vatni. ■— Sé kálið
verkað og geymt eins og hér er sagt,
gerist þess engin þörf að þvo það, áð-
ur en það er notað.
Skyldi forðast allan þvott á því,
vegna þess að ella þvæst burtu mikið
af næringarsöltum úr kálinu og safan-
um. Söniuleiðis C-fjörefnið, en af þvi
er súrltál auðugt. — Súrkál er að jafn-
aði soðið áður en þess er neytt. En
það er líka ljúffengt lirátt og má nota
það i salat o. fl. Suðutimi súrkáls er
V2—1 klst. og er það soðið með litlu
vatni eins og annað grænmeti. Gott
er að bæta i það dálitlu af smjöri eða
svínafeiti, og til bragðbætis smáskorn-
um láuk, hvítvini, eða rifinni kartöflu.
Lika er ágætt að sjóða með þvi reykta
flesksncið eða sneið af vel reyktu
hangikjöti. Þykir mörgum það lang-
best þannig og verða fljótt sölgnir í
það. — Súrkál má nota með öllum
kjötréttum og einnig með fiski, sér-
staklega steiktum fiski. Reynið súr-
kálsgerð að hausti og hagnýtið hvit-
kálið þannig og liafið til matar allan
veturinn.
(Tekið að mestu eftir grein frú
Marianne Vestdal, „Súrsað grænmeti“
í Garðyrkjuritinu 1943. Þar er einnig
lýst súrsun gúrkna).
Gamli órangútaninn er kannske að
velta því fyrir sér, hvort Darwins-
kenningin um skyldleika apa og
manna sé virkilega rétt.
LÍKA AFREK! — Peter Bowie er átta
ára, og faðir hans, sem er ofursti,
stjórnar kanadiskri herdeild. Peter
hefir verið með föður sínum á sumar-
æfingum herdeildarinnar og hún hcfir
gert strákinn að heillahrólf sínum eða
„mascot“. — Fyrir skömmu sæmdi
einn af frægustu hermönnum Kanada,
F. F. Worthington generalmajór, Peter
litla heiðursmerki, fyrir afrek sem
hann hafði unnið. Hann hafði sem sé
drukkið meiri mjólk í sumarherbúð-
unum en nokkur hermaðurinn hafði
gert.
COLA
(Spur) OJty/c/C