Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1954, Page 9

Fálkinn - 01.10.1954, Page 9
FÁLKINN 9 um og hvessa ásakandi augum á yður. Tónninn varð byrstari og byrstari. Henni fannst hún mega til að búast til varnar. — Hvers vegna haldið þér að hann hafi svo mikið að áfellast mig fyrir? — Maðurinn yðar var ekki hamingjusemur. Ég gat séð það á honum. Og það var vegna þess að hann sá í gegnum yður. Hún stundi. Hún vissi að hún gat beðið þennan mann að fara út, en það var eins og dregið hefði úr henni allan mátt. Og ein- hvers staðar innra með henni var eitthvað sem krafðist þess að þessi viðkvæma yfirheyrsla færi fram. — Hann þekkti yður sjálfsagt miklu betur en þér hélduð að hann gerði. — Hefir hann gert yður að trúnaðarmanni sínum? — Ekki beinlínis. En það var enginn vandi að skilja hvert hanr. fór. Og nú eigið þér loksins að svara öllum spurningunum, sem hann hafði ætlað að leggja fyrir yður fyrir löngu. Þér eigið að standa reikningsskap á svikum yðar, ótryggð og lygasögum. Hann brýndi röddina svo að hún varð gjallandi. —r Þér hafið ekkert leyfi til að segja þetta, hrópaði hún. — Ég hefi ekki hagað mér eins illa og þér segið. Hann var líka léttúð- ugur stundum. Hann hefir........ hún reyndi að rifja upp myndir frá ýmsum tímum, er hann hafði duflað við ungar konur að öllum ásjáandi. — Ef hann hefir hagað sér þannig, hélt óvingjarnlega rödd- in áfram, — þá hefir það verið yð- ur að kenna. Við karlmenriirnir teljum konuna hreina og heilaga. Þegar hún bregst þá hrynur svo mikið af tilverunni í rústir. Yður þýðir ekkert að reyna að flýja frá þessu — eða frá honum. Ég veit að hann fylgir yður eftir .... gét- ið þér ekki séð hann fyrir yður? Henni varð litið af augum kær- andans og út að glugganum, eins og hún vildi flýja á náðir þok- unnar. Allt í einu fór krampatitringur um hana og það var eins og blóð- ið yrði að klaka. Hún sá hann þarna úti. Andlit hans birtist allt í einu í þokunni. Nú var andlitið rétt fyrir utan rúðuna, — augun störðu köld á hana. — Getið þér ekki séð hann fyr- ir yður? hélt röddin fram. — Jú, vitanlega getið þér það, ég sé það á yður. Mér þykir það leitt, að nú eigið þér ekki nema eins úr- kosta: að verða honum samferða. Viljið þér gera það? Núna undir eins? Ég get hjálpað yður. Og ég er fús til að gera það..... Hann stóð upp og færði sig Súrar hvihmyndadísir fii sór epli- frá blaðamannokonum hægt nær henni. Hann hafði hægri höndina í vasanum á sloppnum. AU sátu í strigastólunum á þilfarinu. Loftið var kyrrt og þrungið af sól. Þau héldust í hendur og augu þeirra fylgdu máv- unum eftir. Það hafði verið heillaráð að hann fór með hana í þessa ferð eftir áfallið mikla. Það var ekki fyrr en löngu eftir að hún hafði fengið taugaáfallið, sem hann sagði henni hvernig í öllu lá. „Brun aðstoðarlæknir" var sjúklingur og hafði strokið af sálsýkisdeildinni á sjúkrahúsinu. Hann hafði stolið sér læknisslopp og farið út, og það var einber til- viljun að hann hringdi í húsi Holms yfirlæknis. Kona sjúklings- ins hafði farist í bifreiðarslysi nokkru áður og maðurinn brjál- ast, og það hafði riðið honum að fullu að hann frétti síðar að kon- an hafði verið með elskhuga sín- um er hún fórst. Og svo hafði hann tekið sér dómsvald yfir öðr- um eiginkonum. — Líður þér vel, Elisabet? Hann þrýsti að hendinni á henni. — Já, Paul. Hún brosti til hans og þakklæti skein úr augunum. — Mér finnst svo undarlegt að ég skuli hafa fengið þig aftur, eins og gjöf frá lífinu. Þegár ég sá geiðveika manninn standa yfir þér með hníf í hendinni, sá ég þeg- ir að stað líf okkar í nýju Ijósi. Geturðu skilið það? Hún kinkaði kolli. — Ég skil það vel, því að ég varð sjálf að ganga gegnum alllar hörmung- arnar til þess að finna þig — og — sjálfan mig. Fæðing, líf og dauði endurtekur sig sí og æ, en á miðri ævi getur maður byrjað nýtt 'líf. Hann stóð upp og dró hana brosandi með sér út að borð- stokknum. Sjáðu, sagði hann og benti á spegilslétt hafið — það er land framundan. * Ungur enskur maður skrifaði af rælni ofurlítið bréf aftan á peninga- seðil. Og seðillinn gekk niann frá manni uns hann lenti hjá ungri ríkri ekkju, sem las orðsendinguna og skrifaði manninum hlýlegt bréf. Nú eru þau gift. Og í þakkarskyni hafa þau gefið safni Englandsbanka lukku- seðilinn sinn. — í því safni er mikið af fáséðum mótuðum peningum, og seðlum sem eitthvað sögulegt er við. Þar er m. a. seðill sem hefir bjargað mannslífi. Árið 1856 komst þessi 5- punda scðill í hendur ensks höfuðs- manns suður í Capetown. Hann tók eftir að máðir stafir voru á seðlinum og tók stækkunargler og gat þýtt staf- ina. Þetta var orðsending frá hvítum manni, sem hafði lent i höndum svert- ingjaflokks, scm hafði hann í haldi. Tilvisunin á seðlinum var svo glögg, að hægt var að senda liermannaflokk á staðinn og bjarga manninum. Pressuklúbbur kvenna í Hollywood úthlutar á hverju ári verðlaunum leik- ara þeim og leikkonu, sem hafa ver- ið „samvinnuþýðust" við blöðin, þ. e. fúsust til að veita blöðunum viðtal. Verðiaunin heita „gullna eplið“, en eru þó ekki epli, heidur fá leikkon- urnar gullnælu og ieikararnir bók- merki úr gulli. Á síðasta ári fengu þau hjónin Dale Evans og Roy Rogers „gulleplið“. Þau leika oft saman i kúrekamyndum hans. En svo tilnefnir sama blaðakvenna- félag líka á liverju ári þá leikara, sem erfiðast er að eiga við, og sem mesta skömm hafa á blaðafólki. Þeir fá „súra eplið“ svonefnda, en þeirri nafnbót fylgir enginn minjagripur heldur — skammargrein i öllum blöð- um. Það var Esther Williams, er fékk þessa nafnbót á síðasta ári og hafði þá unnið hana í annað sinn. Hún af- sakaði sig með þvi að hún hefði alls ekki mátt vera að því að taka á móti blaðafólki því að hún hefði haft mikið að gera við kvikmyndaleik og auk þess eignast barn. Þessa afsökun vilja þó blaðastúlk- urnar ekki taka gilda. Þær segja að Virginia Mayo hafi haft miklu meira að gera en Esther, en liafi samt alltaf tima til að veita blöðunum viðtal og láta taka myndir af sér í öllum hugs- anlegum stellingum. Enda munaði minnstu að hún fengi „gulleplið" síð- ast. Og hjónin sem fengu gulleplið. Dale og Roy Rogers, hafa líka nóg að hugsa. 'Þau eiga mörg börn og hafa leikið i mörgum myndum og komið fram í útvarpi og víðsjá. Og þau hafa haldið einkaskemmtanir og aðstoðað á skemmtunum til ágóða fyrir liknar- starfsemi, en samt hafa þau alltaf tima til að tala við blaðafólk. Af karlmanna hálfu var það Dale Robertson, sem fékk súra eplið. Þegar hann var að verða frægur svaraði hann blaðamanni með þessum orð- um: „Ég er i þessu til að græða pen- inga.“ Mitzi Gaynor tók fram í fyrir honum og sagði, að til þess að geta leikið yrði maður að liafa áhuga á hlutverkinu. „Ekki ég,“ svaraði Dale með þjósti, „ég hefi aðeins áhugá á peningunum, sem ég liefi upp úr þessu.“ Árið 1944 var það Sonja Henie, sem varð að bita í súra eplið. Dansar fjórtán kíló- metra á kvöldi Næst kvikmyndunum er dansinn vinsælasta skemmtun Englendinga. Er talið að 5 milljónir Englendinga sæki dansskemmtun að minnsta kosti einu sinni í viku, og hinir 10.000 dansstaðir í landinu fengu 25 milljón sterlings- pund i inngangseyri á síðasta ári. Hvað samkvæmisdansa snertir hefir hinn svokallaði enski stíll verið fyrir- mynd annarra þjóða um langan aldur. Englendingar dansa allra manna prúðmannlegast. Fyrir 40 árum fóru Englendingar til París og Wien til að læra að dansa. En nú fara danskenn- arar þusundum saman til London til að læra nýjasta nýtt i dansi. Á dansstöðunum er kvenfólkið í meirihlúta. Það kemur þangað karl- mannslaust, en karlmennirnir eru svo Esther Williams, sem fékk súra eplið 1953 og 1954. hæverskir að þeir hafa oftast dömuna með sér á dansstaðina. Mestu dansfiflin koma á dansstaði sex kvöld i viku, en allur fjöldinn ekki nema eitt eða tvö. Á 3—4 timum getur maður dansað 12—14 kílómetra vega- lengd. Það kvað vera hollt fyrir vaxt- arlagið. Og dansinn er ódýr skemmt- un, kostar ekki nema kringum 5 kr. á flestum stöðum. Mikil áhersla er lögð á að fallega sé dansað og ef mikið bregður út af er fólki vísað út. Ekki er krafist samkvæmisklæða á þessum stöðum nema við sérstök tæki- færi. En fólk verður að vera sæmi- lega til fara. Á sumrum mega karl- menn dansa snöggklæddir, en — axla- bönd mega ekki sjást. Kvenpilsin mega ekki vera mjög stutt og kjólarnir ekki mikið flegnir. Góðir danskennarar geta haft 40 punda tekjur á viku og dómarar við samkeppni láta borga sér 50 pund. Góð hljómsveit liefir 200 punda tekjur á kvöldi og góð dægurlög eru oft gefin út i 300.000 eintökum. Sir Arthur Sloggett hershöfðingi var skotinn gegnum hjartað í orrustunni við Ondurman árið 1898. ÖUum lækn- um til mikillar furðu lifði hann í 31 ár eftir þetta og varð 71 árs. Maður nokkur kom inn í áfengisút- sölu ,en á gangstéttinni fyrir utan sá hann blindfullan mann liggjandi. Þeg- ar inn kom segir maðurinn alvarleg- ur við afgreiðslumanninn: „Þér verð- ið að fara út og hengja upp auglýsing- una yðar. Hún hefir dottið niður á götuna."

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.