Fálkinn - 01.10.1954, Síða 10
10
FÁLKINN
^brítlur
— Hvers vegna þurftir þú líka að
hafa með þér baunabyssuna þína.
— Hugsið þér yður
ekki til að taka lýsi!
ég fæ hann
6R^S£-19
Gagnrýni.
— Gerðu svo vel. Nú opna ég
meðalaskápinn.
Miðgarðormurinn afhjúpaður.
Árum saman liefir fólkið í Silver
Lake-sveit verið fúst á að segja að-
konuifólki sögurnar af Miðgarðsorm-
inum eða vatnaskrýmslinu, sem forð-
um hafðist við í vatninu og vakti ugg
og ótta hjá almenningi en ginnti fjölda
forvitins skenmitiferðafólks til Silver
Lake. Þessi skepna var 30 metra löng,
með gínandi kjaft og marga ugga og
hnúða eftir endilöngum hryggnum. —
Nú er sagan ekki yfirnáttúrulegs eðl-
is lengur. Þegar hið mikla gistihús A.
B. Walkers brann og farið var að
hreinsa til í rústunum, fannst þar mik-
ið af gúmmílérefti og mörg hundruð
metra langt snæri. Þetta voru leifarnar
af Miðgarðorminum!
Erkibiskupinn söng kúrekavísur.
Milljónir kaþólskra Ameríkumanna,
sem horfa á sjónvarp, urðu heldur en
ekki forviða fyrir nokkru, er þeir sáu
Fulton Sheen erkibiskup sinn á sjón-
varpsplötunni, syngjandi fullum hálsi
miður siðsamlegar kúrekavísur. Var
erkibiskupinn þó með hinum mesta
guðræknisvip. Svo stóð á þessu, að
tekin hafði verið skökk hljóðræma
með myndinni af erkibiskupinum, og
væntanlega hefir þá ræman með ræðu
biskupsins ient með kúrekamynd.
„Öruggur vinningur“.
Það eru auðsjáanlega ekki allir gest-
ir, sem koma á veðreiðar í Tljistle-
down, er kæra sig um „öruggan vinn-
ing“ þótt þeir sjái hann fyrir augunum
á sér. Að minnsta kosti fór svo, að
þegar hestur með þessu nafni sigraði
í hlaupi nýlega, voru þeir sem veðjað
höfðu á hann svo fáir, að þeir fengu
í vinning 295 dollara fyrir 2.
Kona ein í Göteborg fékk fyrir
nokkru taugaáfall, er liún sá vinkonu
sína standa alstrípaða fyrir utan
dyrnar hjá sér, og varð að senda hana
á sjúkrahús, en þeirri beru varð ekki
meint við. — Svo var mál með vexti
að sú strípaða hafði verið úti í bæ áð
versla. Þegar hún kom heim setti hún
frá sér töskuna fyrir utan gangdyrnar,
opnaði og fór beint inn í baðherberg-
ið. Það var heitt og hana langaði að
fá sér bað. En þegar hún hafði af-
klæðst og var komin ofan í baðkerið,
mundi hún eftir að hún hafði gleymt
töskunni úti á ganginum og fór því
fram til að sækja hana. En þá skall
hurðin í lás á eftir henni og hún var
lokuð úti. Ilún vissi að vinkona henn-
ar á næstu hæð fyrir ofan hafði lykil
að íbúð hennar og hljóp þvi upp á
loft ög hringdi. Vinkonan opnaði, en
þegar hún sá allsbera konu með tösku
í hendinni fyrir utan dyrnar, varð
henni svo mikið um að hún datt kylli-
flöt, rak hausinn í borðbrún og varð
að fara á spítalann.
PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI
L mynd: „Það er hreint ekki svó auðvellt að vera línudansmær," segir Pína.
— 2. mynd: „Við verðum að reisa stengurnar við aftur, svo að Siggi svarti geti
reynt. Hann er svo iitill." — 3. mynd: „Sjáið þið, Siggi svarti getur staðið á
línunni. Hérna er sólhlífin, svo að þú getir borið jng rétt að.“ — 4. mynd:
„Þarna datt hann. Það var leiðinlegt." Stór græn lirfa horfir á þau. „Hvað
eruð þið að gera?“ spyr hún. — 5. mynd: „Við eruin í sirkusleik, en það getur
enginn gengið á línu.“ „Það get ég vel,“ svarar lirfan. — 6. mynd: „En sólhlífin
er of stór. Hérna færðu nokkuð, sem gerir sama gagn,“ segir Siggi svarti. —
7. mynd: „Þetta er engu lakara en í raunverulegum sirkus. Lirfan er fyrsta
flokks línudansari.“ — 8. mynd: „Nú erum við fimm,“ segir Pusi, „en ættum
við ekki að vera fleiri? Þá líktist þetta meira sirkus.“
Vitið þér...?
að á miðöldum var það vanda-
samara en nú, að vera svara-
maður?
Það var. ekki fátitt á miðöldum, að
unnustinn nam á burt konuefnið sitt,
til þess að geta kvænst henni — í
óþökk við foreldrana, og koma siðan
til þeirra og segja, að gert væri gert,
og engu liægt að breyta um það. Til
þessa þurfti. jafnan hjálp bestu vina
brúðgumans, sem tókust á hendur að
vera „verndari“ brúðurinnar, ekki
síst gegn föður hennar. Gat einvígi
og ýmislegt annað ineinlausara, handa-
lögmál“, hlotist af þessu. Nú á dögum
er það minni ábyrgðarhluti að vera
svaramaður.
að mörgæsirnar við suðurheim-
skautið unga út eggjum sínum
standandi?
Hún verpir aðeins einu eggi og
hjónin skiptast á um að unga því út.
Eggið láta þau liggja á tánum á sér
og þekja það að ofan með maganum,
eij í honum er djúp felling, svo að
maginn umlykur eggið. Þannig skipt-
ast hjónin á um að halda egginu hæfi-
lega heitu í þá G2 daga, sem á útung-
uninni stendur.
að 800 verksmiðjur í Bandaríkj-
unum framleiða íþróttatæki og
selja fyrir einn milljarð dollara
á ári, samanlagt?
Það er eigi liægt að gera grein fyrir
hve mikils hver einstök íþrótt krefst
af tækjum. En nefna má þó að golf-
leikarar kaupa sér tæki fyrir 80 mill-
jón dollara á ári, enda krefst engin
íþrótt jafn dýrra tækja.