Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1954, Qupperneq 1

Fálkinn - 12.11.1954, Qupperneq 1
42. ReyJcjavík, föstudagur 12. nóvember 1951/. XXVTL. Adenouer d Islondi Það þótti mikill viðburður, er dr. Konrad Adcnauer, forsætisráðherra Vestur-Þýska- lands, kom í opinbera heimsókn til Islands þriðjudaginn 26. okt. s. 1. í fylgd með hon- um voru m. a. dr. Walter Hallstein, aðstoð- ar-utanríkisráðherra, Hans Heinrich von Herwarth, skrifstofustjóri þýska utan- ríkisráðuneytisins og Felix von Eckhardt, blaðafulltrúi þýsku stjórnarinnar. Dr. Adenauer er tvímælalaust einn mesti stjórnmálaskörungur síðari ára. Honum hefir í senn tekist að skapa traust og vin- samlega sambúð milli þýsku þjóðarinnar og vesturveldanna, sem haft hafa með höndum hernám Vestur-Þýskalands frá stríðslokum, og einnig tekist að reisa at- vinnulíf þjóðarinnar úr rústum á ótrúlega skjótum tíma. — Þótt dr. Adenauer sé hinginn á efri aldur, þá á hann þó eldmóð æskumannsins, og ber framganga hans öll þess greinilegan vott. Það sópar að hon- um, hvar sem hann fer, og viðmótið skapar í senn traust og vináttu. Fjallkonan skartaði sínu fegursta, þeg- ar dr. Adenauer kom til landsins. Veður var kyrrt og bjart og útsýni frá Reykjavík óvenjulega skírt og fagurt. Forsætisráð- herrann lét einnig í ljós mikla hrifningu á hinni sérstæðu fegurð landsins. Dr. Adcnauer kom flugleiðis til Iandsins. Dr. Kristinn Guðmundsson, utanríkisráð- herra og dr. 'Oppler, sendiherra Þjóðverja á íslandi, tóku á móti honum á Keflavíkur- flugvelli. Þaðan var haldið til Reykjavíkur, þar sem Ólafur Thors, forsætisráðherra, kom til móts við dr. Adenauer. Síðan var haldið til Bessastaða á fund forseía ís- lands, en þaðan var haldið austur á Þingvöll, þar sem hinir þýsku gestir skoð- uðu hinn fornhelga þingstað. Hafði dr. Adenauer sérstaldega óskað þess að fá að koma þangað. Að lokinni Þingvallaförinni hafði hann síðan fund með blaðamönnum í þýska sendiherrabústaðnum. Hér sést forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, bjóða dr. Adenauer velkom- inn til Bessastaða. — Ljósm.: P. Thomsen.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.