Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1954, Síða 4

Fálkinn - 12.11.1954, Síða 4
4 FÁLKINN FRAMHALDSGREIN. „Hans himneska hátign" Japanskeisari Hirohito er orðinn fullvalda keisari aftur og les brosandi friðarsamning- inn milli U.S.A. og Japans, sem hefir verið undirskrifaður eftir sjö ára liernám. MIKIÐ UNDUR! Fyrir nokkru gerðist fáheyrður at- burður i Janan. Hrein bylting, svo ósennilegur því að liann hafði aldrei gerst í sögu Japans áður: Nagako, „hin góða dóttir“ — keisaradrottningin — hafði látið sjá sig á almannafæri — ein síns liðs! Alein, eða sama sem ein, því að ekki voru aðrir með henni en mágkona hennar, Chichibu prinsessa, önnur mágkona, Takamastu prinsessa, þrett- án ára dóttir hennar sem heitir Suga- nomiya og ung frænka drottningar, Fumiko Hagashikuni, fyrrv. prinsessa. Þær höfðu allar verið í Hibya-leik- húsinu, sem stendur 200 metra frá keisarahöllinni, og hlustað á franska píanóleikarann Alfred Cortor, sem hélt hljómleika til minningar um látnu drottninguna Tomoko. Hljómleikarnir vöktu fögnuð, pían- istinn hlaut mikið klapp og var kall- aður fram hvað eftir annað. Drottn- ingin sat brosandi allan timann og klappaði eins ákaft og hinir. Það var eins og hún í hrifningu sinni „upp- lifði“ að verða eitt með þegnum sínum. Hún var einkar fallega klædd, í rauð- um, sandelviðarlitum silkikímonó, öllum útsaumuðum krystantemum- blómum og englavængjum úr gull- þræði. Þegar liún var komin lieim í höllina aftur hafa þau eflaust verið ánægð bæði, keisarinn og hún, yfir því að nú liefði hún i fyrsta sinn komið á almannafæri án þess að vera sjálf miðdepillinn eða að þurfa að leika guðdómlega veru eða „skugga hinnar upprennandi sólar“. Vafalaust hefir hún heldur ekki farið dult með að hún hefði gaman af að „slá sér út“ oftar, ef hún fengi leyfi til þess. En þetta er auðvitað ósk, sem ekki verður veitt. Allt verður að vera í gömlu skorðunum. Keisarafrúin i Japan á að vera fjarlæg og engum fært að nálgast hana. Samtalið sem fór milli hennar og saumakonunnar henn- ar dagnn eftir, sýnir það: „Kýs liennar volduga hágöfgi, henn- ar óforgengilega hátign þetta bláa efni fremur en það græna?“ Keisarafrúin kinkar kolli. „Vill hennar eilífa viska, liennar lýsandi réttlæti, tilkynna sinni auð- mjúku ambátt hvort hún á að sleppa gömlu tískunni og sauma samkvæmt tísku vesturlanda?“ Drottningin kinkar kolli aftur. „Gæti hennar geislandi ljómi, henn- ar óforgengilega viskudís hugsað sér þetta sem skraut?“ spyr saumakonan og réttir fram ljómandi fallega knippl- inga. HLUTVERK VÖKUKONUNNAR. Hans himneska hátign, Hirohito keisari Japans liefir lengi þjáðst af kláða í hárinu, og einu sinni nálgað- ist herbergisþjónn lians hann til að reyna að lina þjáningarnar með því að nudda liársvörðinn. En keisara- drottningin var á verði. Gat dauðleg- ur maður leyft sér að koma nær en á þetta lögskipaða sex skrefa færi og snerta við syni gyðjunnar Amateratsu, gyðju hinnar upprennandi sólar? Aldrei! Það er lilutverk drottningar- innar einnar að lina þjáningar „hins æðsta allra drottna“. Engir aðrir mega snerta við keisaranum, jafnvel læknar hans verða að nota hanska ef þeir eiga að snerta á honum. Að vaka yfir keisaranum — það er hlutverk Nagako drottningar. Hún hefir gert allt sem vænst var af henni. Hún liefir átt sjö börn, og af þeim lifa fjórar stúlkur og tveir piltar. Hún hefir alið nýjan guð, en svo breyttist veröldin og hún varð móðir dauðlegs manns, þó að svo sé að sjá, sem Akihito ríkiserfingi verði tignaður eins og guð, eins og fyrirrennarar lians, þegar hann sest í hásæti feðra sinna. Hún sættir sig við það, á sama hátt sem hún hefir sætt sig við alla duttlunga örlaganna áður. Nagako — „hin góða dóttir“ — möglar aldrei. Hvað svo sem skeður þá þarf drottningin aldrei að hafa frumkvæði að neinu sjúlf. Hún þarf ekki að kunna neitt eða vita neitt. Hún má ekki eiga neinar óskir, og liún hefir engan vilja. Hún getur ekki liugsað um börn sin á sama hátt og aðrar mæður. Hún fær ekki að tala við þjóna sína eða aðra. Og þó lnin mætti það þá getur hún það ekki þvi að hún talar ekki sama mál og þeir. Peningar þekjast ekki i meðvitund Nagako, hún hefir aldrei keypt sér nokkurn hlut sjálf. Hún veit ekki einu sinni hvað orðið „að eiga“ þýðir. Tilvera Nagako drottningar er í því fólgin að brosa, taka þátt i trúarat- höfnum eins og sýningargripur, taka á móti liyllingum þegnanna, vera hlé- dræg, elta hinn goðumborna eigin- mann sinn niðurlút og í hæfilegri fjarlægð og láta sem liún heyri ekki athugasemdirnar um að hún sé orðin full digur ..... Að afmá sjálfa sig, vera ekki neitt — það er skyldustarf Nagako drottningar. NAGAKO OG BÖRNIN. Nagako drottning i Japan fæddist ö. mars 1903 og var elsta dóttir Iíuni prins Kuniyoshi (þ. e. hins eilífa). Hún menntaðist sex ár i aðalsbarna- skóla. En þegar lnin var að komast í efsta bekk fréttist að hún mundi eiga að verða drottning í Japan. Upp frá því fékk hún sérstaka menntun, og árið 1918 fékk hún nafnið „Hin útvalda prinsessa krúnunnar“. Árið 1922 giftist hún Hirohito krónprinsi, elsta syni Taisho keisara. Og á jóla- daginn 1925 varð hún drottning og ambátt keisarans, sem rikja skyldi á „öld hins lýsandi friðar“. Magako eignaðist fyrst fjórar stúlk- ur: Shigeko-nomiya (Sólargeisii hall- arinnar), Hisa-nomiya (Von hallar- innar), sem dó þegar hún var eins árs, Faka-nomiya (Dúfa hallarinnar) og Yori-nomiya (Ljósálfur hallarinn- ar). Og loks eignaðist hún tvo drengi: Akihito og Yoshi-nomiya. Og eina telpuna enn: Suga-nomiya. Árin liðu og drottningin drap tím- ann með því að yrkja 31. vísorða kvæði og sitja tímunum saman i te- samkvæmum. VERÖLDIN í RÚSTUM. Svo kom önnur heimsstyrjöld- in. Nagako klæddist kímono úr khaki-efni til að gefa öðrum gottfordæmi í 'sparnaði Hún flutti úr höllinni í lítið sumarhús og kom ekki aftur til Tokio fyrr en sumarið 1945. Höllin var í rústum og drottningin og keisarinn leituðu liælis í gömlu bókasafni og neituðu því að höllin yrði endurreist fyrr en byggt hefði verið yfir húsnæðisleysingjana. Þarna liýrðust þau og horfðu upp á að það sem hafði verið heimur þeirra fyrir stríðið hvarf smátt og smátt. Því að setuliðsstjórn bandamanna hafði svipt hér um bil 10.000 prinsa, prins- essur og stórhöfðingja metorðum þeirra og ákveðið að þeir skyldu vera venjulegir borgarar. Þetta ákvæði var tekið inn i stjórnarskrána frá 1946, en hún er kölluð „Mac Artliurs-lög“. Þrír bræður keisarans fengu þó að lialda tigninni, en eignir þeirra voru teknar af þeim. Hirohito keisari varð öreigi, því að samkvæmt 88. grein nýju stjórnar- skrárinnar skyldi allt, sem taldist eign keisarafjölskyldunnar framvegis verða eign ríkisins. Var gerð skrá um eignir keisarans og töldust þær 30 milljón dollara virði, mest jarðir og skógar. Af öllu þessu hélt keisarinn ekki öðru eftir en lausum aurum og persónulegum munum. Á öllum sviðum féll hin gamla ver- öld þeirra í rúst. Keisarinn varð venju- legur dauðlegur rnaður og varð að af- neita goðsögninni um guðlegan upp- runa sinn. Um skeið virtust meira að segja horfur á að hann yrði látinn svara til saka sem striðsglæpamaður. Og nú varð ógerlegt að halda hinar gömlu trúarhútíðir framar, þvi að gömlu guðirnir, sem taldir voru for- feður keisarans, voru bannaðir. Keisarafjölskyldan reyndi að fylgj- ast með viðburðunum úti í heimi. Ákveðinn tími á hverjum degi var ætlaður til blaðalesturs, en sannast að segja skildi fjölskyldan ekki fylli- lega það sem hún las, því að gaman- semin í greinunum fór fyrir ofan garð Keisarafjölskyldan. Frá vinstri: Suga-nomiya prinsessa, Akihito krónprins, Yoshi-nomiya prins, keisarinn og Nagako drottning.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.