Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1954, Qupperneq 5

Fálkinn - 12.11.1954, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 og neðan. Gamansemi iiafði aldrei Jiekkst í keisarahöllinni. HIROHITO KEISARI. Ljóminn hvarf meira og meira af þessari tignu fjölskyldu, og hún hjúfr- aði sig í kvíða kringum keisarann — Hirohito. Og þessi litli maður, sem lengi var haldinn krypplingur vegna þess að bannað var að ljósmynda hann aftan frá, reis upp sem táknmynd þjóð- ar sinnar og tókst að halda virðingu sinni gagnvart hinum nýju liúsbænd- um, þó að ameríska flaggið blakti á stöng fyrir framan keisarahöllina. Keisarinn dvelur lengstum á vinnu- stofu sinni. í mörg ár hefir hann feng- ist við rannsóknir á lagardýrum, en árangur þeirra rannsókna hefir aldrei komist út fyrir hallardyrnar, og nafn hans er aldrei nefnt í neinum vísinda- ritum. Hann er lítill og hægur, fer á fælur klukkan sex á morgnana og æfir morgunleikfimi útvarpsins. Síðan borðar hann morgunverð með drottningunni. Auðvitað að japönsk- um liætti, en þó með nokkrum frávik- um. Hann er t. d. ekkert gefinn fyrir te, en það drekka Japanir tuttugu sinnum á dag. Keisarinn er mjög neyslugrannur. Hann drekkur heldur ekki japönsk vín, segir að þau svífi á sig, og hann reykir aldrei. Keisarinn lifir eins og meinlætamað- ur. Hann hefir alltaf gert sér far um að lifa ekki við betri kost en almenn- ingur, heldur vera hinn auðmjúkasti allra Japana, og afneita öllum lysti- semdum. En þetta minnist enginn á. I augum þjóðarinnar er Hirohito ,,hinn guðdómlegi sonur himinsins", maður- inn sem er hátt hafinn yfir allt hið mannlega. En í æsku gekk á ýmsu fyrir honum þrátt fyrir að hann hafði siðavanda kennara. Annar þeirra var Nogi hers- liöfðingi, sigurvegarinn frá Port Art- hur í striðinu við Rússa 1905, og hinn var Togo aðmiráll, sem kunnur er úr siðari lieimsstyrjöldinni. Hirohito hef- ir gaman af íþróttum, syndir, leikur golf og tennis. Líka hefir hann gaman af ferðalögum. Sem krónprins rauf liann gamlar venjur og fór í utanlands- ferð, fyrstur allra japanskra rikiserf- ingja. Og hann lét meira að segja ljós- mynda sig i sundbol, við sundlaug í París. Hann langaði líka að fara með neðanjarðarbrautinni í París, og af því að hann liafði ekki aura á sér — hann má nfl. ekki snerta peninga — reyndi hann að smokra sér fram hjá eftirlits- manninum. Af þessu leiddi árekst- ur milli sendiráðsins og útanrikis- málaráðuneytisins. Farmiðamaðurinn þekkti ekki japanska krónprinsinn og kærði hann ....... Þegar Hirohito kom til Japans aftur varð hann ástfanginn af Nasimoto prinsessu, fríðri könu og bráðgreindri. En það var ekki hægt að brjóta erfða- venjurnar: drottningin varð að vera af einhverri liinna fimm ætta hins gamla Fuzivara-ættbálks. Og Hiro- hito varð að afsala sér elskunni sinni. Ilann vildi ekki brjóta venjuna og giftist Nagako, elstu dóttur Kuni Kuniyoshi. Þegar hann varð keisari fór hann að temja sér hlutverk sitt sem „guð“. En hann gleymdi aldrei því sem liann hafði lært í æsku. Og honum hefir tekist að láta Akihito son sinn fá þá menntun sem hann sjálfur vildi. Akihito hafa staðið allar leiðir opnar, hann hefir alist upp eriendis að mestu leyti og ferðast mjög mikið, og það getur hann þakkað föður sínum, litla manninum með yfirskeggið — Hiro- hito keisara. * 1 næsta blaöi: Akihito krónprins og uppéldi hans. Diskur á málarastofunni. — Ég elska þig svo heitt að ég gæti vaðið cld til að hitta þig. Og á morgun ætla ég líka að koma — ef ekki rignir. — Nú verðum við að finna annað ílát undir ruslið. Þessi er fullur. — Nú verður þú að vakna, Alfred, og taka svefnpillurnar sem þú gleymd- ir að taka áður en þú sofnaðir! Frægra manna kenjar INN frægi fræðasjór dr. Samuel Johnson hafði ýmsar skrítnar venjur. Ein þeirra var sú að þylja ..Faðir vor“ hvað eftir annað í miðri máltíð. Þegar hann var á gangi úti og átti leið með- fram rimlagirðingu, lét hann end- ann á stafnum sinum snerta rimarnar og taldi þær. Ef honum fipaðist i talningunni sneri liann við þangað sem hann hafði byrj- að og fór að telja á nýjan leik. Eitt var það enn, sem hann lét aldrei undir höfuð leggjast: að láta tiltekinn fót vera á undan þegar hann steig inn í herbergi. Yrði lionum það á að stíga skökk- um fæti fyrst, steig hann út fyrir oröskuldinn aftur og gekk svo inn á ný. Isaac Newton, stærðfræðingur- inn mikli, sem fyrstur gerði grein fyrir þyngdarlögmálinu, var þeirra skoðunar sjálfur, að stærð- fræðirit hans væru lítils virði í samanburði við athuganir þær, sem hann gerði á Opinberunar- bókinni. Hann var sannfærður um að sér mundi takast að ráða af Opinberunarbókinni ýmsan fróðleik, til dæmis að geta vitað það upp á dag hvenær jörðin hefði verið sköpuð. Amadeus Mozart talaði oft um einhverja dularfulla veru, sem stæði oft við hliðina á sér og væri að þvinga hann til að semja sorg- argöngulag, sem yrði notað við hans eigin jarðarför. En Chopin ætlaði að ganga af göflunum hvenær sem hann sá flugu inni í herberginu, sem hann sat i. Benjamin Franklin taldi það mikinn heilsugjafa að stæla líkamann gegn kulda. Þó að ís- kalt væri í svefnherbergi hans á morgnana gekk hann allsnakinn um gólf þar, áður en liann fór að klæða sig. Og til þess að sér skyldi ekki verða of heitt i bólinu á nóttinni hafði hann fjögur rúm í svefnherberginu. Þegar heitt var orðið i einu flutti hann sig i það næsta. Montaigne og Byron voru báðir ótrúlega hjátrúarfullir, þeir túlk- uðu litilfjörlegustu atvik sem fyrirboða og réðu drauma. Mon- taigne skrifaði til dæmis aldrei staf á föstudögum og forðaðist töluna 13 eins og fjandann sjálfan. John Donne, sem var prestur við St. Pálskirkjuna i London á 17. öld, hafði líkkistu inni í svefn- herberginu sínu til þess að minna sig á „fótmál dauðans fljótt er stigið“. Og til þess að innprenta sér þetta enn rækilegar lá liann nokkrar mínútur á hverjum degi í líkkistunni. Balzac var lika mjög kenjóttur. Hann skrifaði aldrei staf nema logandi kerti stæði á borðinu hjá honurn, hvort heldur var um miðja nótt eða miðjan dag. Schiller skrifaði mikið af verkum sínum í baðkerinu, — og það var kalt vatn í þvi! Og stundum fannst honum best að luigsa ef liann' var berfættur með klaka- skjöld undir fótunum. Voltaire, hinn djarfi talsmaður mannréttindanna og mikli liáð- fugl, var afar myrkfælinn. Hann háttaði aldrei nema að minnsta kosti eitt kerti logaði í herberg- inu, en lielst áttu þau að vera fleiri. Margir frægir menn og lærðir eru mjög viðutan, en enginn nmn hafa komist lengra í því en hinn frægi þýski guðfræðingur Johann Neander, sem uppástóð, einu sinni er hann kom heim til sín, að liann væri orðinn haltur. Þetta var at- hugað, en ekkert reyndist vera að fætinum á honum. En á leið- inni heim til sín hafði hann geng- ið með annan fótinn uppi á gang- stéttarbrúninni en liinn niðri í rennunni. Þess vegna var hann haltur! * Það er þjáning að vera fahír FLESTIR þeirra sem gerast fakirar gera það ekki til’að græða fé, heldur af forvitni. Þeir vilja reyna á sjálf- um sér hve langt er hægt að komast með sterkum vilja. — Ég fæddist farlama, segir franski fakírinn Yvon Yva, sem er 22 ára. — Ég var með tvo klumbufætur þegar ég fæddist og var orðinn sjö ára þegar ég gat staulast á þeim. Krakkarnir hæddust að mér. Mörgum árum siðar lærðist mér að skilja, að maður á ekki að taka sér það nærri sem krakkar segja. En þá fannst mér það kvöl. Fimmtán ára var ég beiskur mann- hatari. Eg fór einförum, þoldi ekki að vera innan um annað fólk. Og þó vissi ég að það var undir mér einum komið að sigrast á vanmáttarkennd- inni, sem var að eyðileggja mig. En ég vissi ekki hvernig ég átti að fara að því. Svo dregur Yvon Yva ofurlítið bögglað kver upp úr vasanum. — Ég fann þennan pésa um fakírlistir einu sinni í öskutunnu, og þar fann ég leiðina. Ég varð að læra að stjórna vilja mínum. Svo byrjaði ég með ýms- um auðveldum æfingum, svo sem því að stinga nál gegnum kinnarnar á mér, og færði mig svo upp á skaftið. Innan skamms fann ég að ég var hættur að óttast mennina þegar ég fann til líkamlegra þjáninga. Eftir nokkur ár var vanmáttarkenndin liorfin — sálarkvalirnar liur'fu fyrir líkamsþjáningunum. Nú bitur það ékkert á mig þó að ég sé vanskapaður, svo að þeirra hluta vegna þyrfti ég ckki að vera fakír. Enda hætti ég þvi bráðum. Og þá ætla ég að skrifa bók úm það sem ég liefi reynt. En nú er Yvon Yva á frægðartind- inum. Hann jafnast á við bestu fakíra heimsins. Á við Scara Bey, sem hefir stungið göt á hálsinn og bringuna á sér svo oft, að nú hafa myndast æxli, líkust krabbameini, ' á skrokkinn á lionum. En hann heldur að hann geti læknað þau með því að beita hugan- um. Yvon Yva telur sig jafn færan Karah-Kavak, sem getur dáleitt ljón, tígrisdýr og krókódíla, og segist geta skákað Yama-Kevadi, sem hefir livað eftir annað sett heimsmet i þvi að liggja grafinn lifandi í jörðu. Yama-Iíevadi ætlar að láta grafa sig þrjá metra ofan i jörð í líkkistu og liggja þar í 72 tíma. Yvon Yva heldur þvi fram að hann geti lifað án súrefnis. Hann segist hafa látið grafa sig lifandi í Geneve einu sinni, undir lækniseftirliti. Á eftir lét hann gegnumlýsa sig og læknirinn sagði að lungun sýndu merki um að þau hefðu vantað súrefni, og aðrir hefðu kafnað undir sömu kringumstæðum. Yvon Yva þarf alls ekki að gripa til kveljandi tilrauna, því að hann hefir nóg að liugsa að beita viljaþrek- inu gegn þvi, sem hann verður að upp- lifa sjálfur. — Það eru margir sem halda að ég finni ekki til sársauka þegar ég er að leika listir mínar, segir hann. — En ég líð óþolandi þjáningar og eftir sársaukamiklar sýningar finnst mér eftir á að ég sé að missa vitið. Og alltaf verður eitthvað al' þjáning- unni eftir, þó að æfingin sé endurtekin livað eftir annað. Ég þykist til dæmis vera orðinn vanur naglaflekanum svo- kallaða. Öllum fakirum finnst þetta kvalafull æsing í fyrstu. Þegar maður Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.