Fálkinn - 12.11.1954, Side 7
FÁLKINN
7
Dominique stóð þar, með álösunar-
svip á svörtu andlitinu.
— Það er orðið framorðið, sagði hún
kuldalega, — mjög áliðið.
Ghris vætti varirnar með tungunni.
— Dominique .........
Lengra komst hún ekki. Hún fleygði
sér í faðm svertingjakonunnar og grát-
urinn hraust fram í sárum andköfum.
Morguninn eftir var krökkt af tjós-
myndurum og blaðamönnum á iög-
reglustöðinni og The Carribee. Á lög-
reglustöðinni urðu þeir að gera sig
ánægða með að hafast við í forsainum,
en á The Carrihee lögðu þeir undir
sig allt húsið, og fældu burt svert-
ingjakerlinguna, sem var að sópa út-
skitið steingólfið. GÍampana frá ijós-
myndavélunum lagði um allan salinn,
þar sem stólarnir stóðu á hvolfi á
horðunum, háværar raddir gullu við
og það skrjáfaði í perlutjöldunum i
dyrunum eins og í þurru páimalaufi
i stórviðri. Jafnvel i klæðaherbergi
Cliris var fullt af fréttasnötum. Þeir
sátu á brúninni á farðaborðinu og
reyktu, opnuðu alls konar öskjur og
duftið rauk upp úr þeim eins og ský.
Þeir leituðu og grömsuðu meira að
segja í fötunum hennar, sem liengu
bak við forhengið.
En þeir biðu árangurslaust eftir a^
fá að sjá Chris Emery bregða fyrir.
Wittol var eina lierfangið sem þeir
náðu, hann kom þarna seinnihluta
dags. Hann sagði þeim það litið sem
hann vissi og afsakaði að hann gæti
ekki komið þeim í samband við Chris
Emery. Sýningum hennar hefði verið
frestað um sinn. Þessari frétt var tek-
ið með óánægju og mögli, en svo urðu
flestir leiðir á biðinni og fóru sina
leið. Undir kvöldið var gestaganginum
iíka lokið á lögreglustöðinni, og dag-
inn eftir hafði áhuginn á málinu
dvínað stórlega. Þá kom aðeins einn
blaðamaður og tveir ljósmyndarar
tóku mynd af dyrunum að skrifstofu
Smythes. Ailt í einu leit annar ljós-
myndarinn upp og blístraði.
Ung kona kom utan af götunni. Hún
gekk hratt, niðurlút og yppti upp öxl-
unum. Hún var í dökkum, látlausum
kjól, sem ástæðulaust var að reka
augun í en það var citthvað í göngu-
iagi hennar og svo líkamsvöxturinn
og gullrauða liárið, sem vakti atiiygli.
— Jimmy, sagði ljósmyndarinn. —
Sjáðu hver kemur ljarna!
Blaðamaðurinn leit upp og á næsta
VÍNUPPSKERA í SMIÐJUNNI. — í
stórsmiðju einni í Hamburg-Fuhls-
biittel er vínberjauppskera. Vínviður
vex upp með húsveggnum að utan, en
greinast síðan víða um undir þakinu,
sem er úr gleri.
augnabliki var hann kominn að Cliris
Emery.
— Halló, liinkrið þér ofurlitið við.
Má ég tala nokkur orð við yður. Þér
getið sjálfsagt sagt mér eitthvað af
þessu máli ......
Chris færðist undan. — Ég veit
ekki mikið um það, sagði hún og skotr-
aði augunum til hans. Jimmy brosti
ísmeygilega til hennar.
— Það er augljóst mál að þér vitið
ýmislegt, sagði hann. — Verið þér nú
liðleg við landa yðar. Við getum
haft talsvert upp úr því, bæði.
Hún fékk velgju við tilhugsunina
um að eiga að græða peninga á sjálfs-
morði Neals.
Þegar hún reyndi að komast undan,
þreif hann í liandlegginn á henni og
rak nefið upp að andlitinu á lienni.
— Heyrðu nú, gullið mitt. Þér ferst
ekki að láta dextra þig. Ég hefi komið
og skoðað svaðhælið sem þú dansar
í ........
NÚ tók myndug karlmannsrödd fram
í: — Ef frú Emery þarf arm að styðja
sig við, þá hugsa ég að hún kjósi minn
heldur ...... Og nú var fínleg liönd
með gljáðar neglur rétt fram. Hún
þreif i Jimmy, en hann snerist á hæli
og fúkyrðin voru komin fram á var-
irnar á honum, en þegar hann sá hver
þarna var þótti honum ráðlegra að
brosa en bölva.
— Vitanlega, herra Fabian, — en
ég ætlaði mér alls ekki að vera óþægi-
legur. Chris leit á hann með viðbjóði.
Það var eitthvað eitrað í þessum fleðu-
skap. Fabián bauð lienni arminn og
klappaði á höndina á henni.
— Svona ætti ekki að þurfa að koma
fyrir þig, sagði liann með djúpri og
heitri rödd, sem bar vott um einlægni.
— Chris, hvers vegna simaðir þú ekki
til mín og sagðir mér livernig komið
var?
— Því skyidi ég gera þér óþægindi
með áhyggjum mínum, sagði hún lilé-
dræg.
Hún vissi ekki hvers vegna hún
hefði ekki símað. Kannske voru það
ummæli Smythes, sem höfðu valdið
því að hún hafði hliðrað sér hjá að
leita til Max.
— En Chris! Það var dálítill ásök-
unarhreimur i rödd Fabians. — Ég
sem var vinur Neals. Og ég er vinur
þinn ennþá. Eg vona að minnsta kosti
að þú viljir lofa mér að vera það.
Þessi „sólsikka" er 270 cm. há og
stöngullinn er gildur eins og manns-
handleggur. Hið myndarlega blóm er
í garði í Berlín-Friedenaud. Dreng-
urinn varð að nota stiga til að ná í
blómið, en það er 27 cm. í þvermál.
Þetta hlýjaði Cliris. Já, hann var
vinur hennar. Eini vinurinn sem hún
átti. Alltaf kurteis, alltaf nærgætinn,
boðinn og búinn til að geta sér til
um óskir hennar áður en hún nefndi
þær. En hann fór aldrei yfir þau tak-
mörk, seni vináttan setti. Það gat kom-
ið fyrir að hann tók um herðar henni
þegar þau gengu yfir götu, en það var
ekkert nærgöngult í því. Hann hjáip-
aði henni út úr bifreið án þess að nota
tækifærið til að jjrýsta að hönd henn-
ar, og hann dansaði við hana án þess
að leggja vanga að vanga. Hann kom
yfirleitt fram við hana eins og hún
væri honum jafnfætis í mannfélaginu.
— Góði Max, sagði hún, — þú ert
allra besti vinur minn.
Fabian hrosti glaður. Munnur hans
var í rauninni það, sem henni fannst
minnst til um. Hann var mjór, nærri
því efrivararlaus, og alitof lítill í sam-
anburði yið svipmikið andiitið og arn-
arnefið og loðnu augnabrúnirnar, sem
voru farnar að hærast.
En hann var vinur iiennar og trygg-
ur vinur. Nú kom lögregluþjónn til
þeirra:
-— Smythe fulltrúi biður, frú Emery.
— Já, einmitt, sagði Chris. — Af-
sakaðu mig, Max. Smythe fulltrúi þarf
að tala við mig.
— Ég licfi verið inni hjá honum,
sagði Fahian. — Eg bíð eftir þér hérna,
svo get ég ekið með þig á eftir.
SMYTIIE fulltrúi var niðursokkinn í
einhver skjöl og leit ekki upp þegar
Chris kom inn. Við skrifborðið stóð
svertingi, illa til fara og liringsneri
derhúfunni í sífellu milli handa sér.
Chris liorfði forviða á hann. Hvað
var liann að vilja iiérna? Það var ang-
ist í augum hans þegar hann leit á
liana. Svo leit hann niður á gólfið.
Góð stund leið áður en Smythe sýndi
þess merki að hann vissi að Chris
væri komin inn. Svo leit hann snöggt
upp og einblíndi á hana.
— Hafið þér vegabréfið yðar?
— Já, sagði Chris felmtruð, — það
held ég ......
— Má ég fá að sjá það?
Smythe rétt fram höndina yfir
skrifborðið og Chris tók vegahréfið
upp úr töskunni og rétti honum.
— Þökk fyrir, sagði Smythe. — Ég
verð nefnilega að hafa tryggingu fyrir
að þér farið ekki frá Trinidad.
Hann iagði vegahréfið umsvifalaust
niður i skúffu og læsti lienni. Svo hall-
aði hann sér á olnboga fram á skrif-
borðið og horfði luigsandi á liana.
— Frú Emery, sagði hann. — Mað-
urinn yðar framdi ekki sjálfsmorð.
— Hann var myrtur.
Hún stóð með hálfopinn munninn.
Starði tortryggin á liann. Það gat ekki
verið mögulegt að hún liefði heyrt
rétt. Smythe horfði rannsakandi á
hana. Þögnin var eins og eiiifð, svo
sagði hann:
— Það sáust margir áverkar' á lik-
inu. Hauskúpan brotin og að það lief-
ir orðið honum að bana, en skotið
gegnum gagnaugað hefir hann ekki
fengið fyrr en eftir að hann var dá-
inn. Liklega til að villa lögreglunni
sýn.
Cliris reyndi að segja eitthvað en
kom ekki upp nokkru orði. Hún tók
andköf hvað eftir annað.
— En þetta er svo ósennilegt, sagði
hún loksins. — Hver ætti að hafa
myrt Neal?
Smythe liafði ekki af henni augun,
en benti svertingjanum með hend-
inni.
Framhaid í næsta blaði.
UNDRABARN. — Það er alls ekki of-
sagt, þó að Astrid Riiggeberg frá
Mamborg sé kölluð undrabarn. Þó að
hún sé ekki nema tíu ára sést nafn
hennar oft á augiýsingaspjöldunum.
Hún leikur alls konar tónlist — barna-
vísur og dægurlög — og allt þar á
milli. Hér sést frú Riiggeberg vera að
að æfa lög með Astrid.
Elsti íbúi Þýskalands er Karl
Glöckner, 106 ára. Hér sjáum við hann
ásamt barnabarni sínu.
ERFIÐ LIST. — Það er erfiðara en
margur hyggur að hlaupa um með
skutla, fulla af glösum og flöskum og
jafnvel fagmönnum bregst stundum
bogalistin. Á þjónasamkeppni í Lon-
don nýlega reyndi ein þernan að kom-
ast framhjá keppinaut sínum, í einni
beygjunni, en þá datt flaska hjá henni,
og fyrir óhappið var hún dæmd úr
leik.