Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1954, Side 8

Fálkinn - 12.11.1954, Side 8
8 FÁLKINN MOLLY GRAHAM: Ekki er allt fengið með peningunum ELSIE lagði töludálkinn saraan einu sinni enn, svo hallaði hún sér aftur á bak og brosti sæl. Jafnvel sjálfur Midas konungur hefir ekki verið á- nægðari þegar hann var að telja gull- peningana sína en Elsie var þegar hún hafði lagt saman innlögin i sparisjóðs- bókina sina. — Fimmtán hundruð krónur, sagði hún við sjálfa sig — og allt þetta liafði hún sparað síðan hún kom úr sumarleyfinu. Og hver eyrir flutti hana nær brúðkaupsdeginum. Eins og vanalega hafði Elsie skrif- stofuna fyrir sjálfa sig i matartíman- nm, þvi að allar hinar stúlkurnar fóru út til að borða. En nú heyrði hún skvaldrið í þeim úti á ganginum, og sumar stúlkurnar komu inn. Miðdep- illinn í þeim fjöruga hóp var Babs, geðsleg ljóshærð ung stúlka, sem hafði svo gaman af fötum að oft keypti lnin ýmislegt sem hún þurfti ekki á að halda og sem hún hafði ekki efni á að kaupa, með þeim litlu launum sem hún hafði. í dag var það nýr hattur, sem liinar stúlkurnar voru að dást að — og öfunda hana af. — Þetta er módell, sagði Babs mont- in og strauk skinnið og flauelið í liatt- inum eins og hún væri að gæia við kött. — Hann er frá „Maison Chic“. — Ertu gengin af göflunum? sagði ein. — Hvað þurftirðu að borga fyrir þetta? — Aila peningana sem ég fékk í jólagjöf og afmælisgjöf — og vel það, svaraði Babs hlæjandi. Hann kostaði 220 krónur. Umvöndunartónninn hjá Elsie heyrðist upp úr kliðnum. — Tvö liundruð og tuttugu krónur fyrir einn hatt! Ég lield þú sért ekki með öllum mjalla, Babs. Ekki átt þú neitt í spari- sjóði þegar þú ferð að hugsa um að gifta þig. Babs sneri sér við og leit kersknis- lega til Elsie. — Skítt veri með það, sagði hún og hló. — Þegar John sér mig með þennan hatt verður hann svo hrifinn af mér að hann lætur sér standa á sama um hvort ég spara eða ekki. Honum þykir gaman að ég líti vel út, og ég vil heldur vera bláfátæk og ganga sómasamlega til fara en eiga peninga í bankanum og lita út eins og fuglahræða. — Jolin mundi verða leiður á mér ef ég reyndi ekki að vera eins fallega til fara og ég get, og til hvers er að vera að spara og safna peningum í bústofn ef enginn vill giftast manni. Elsie roðnaði. Undir niðri hafði liún öfundað Babs lengi. — Já, síðán Babs hafði sagt henni að liún og John væru búifi að ákveða brúðkaupsdaginn. Tony gat alltaf fundið einliverja af- sökun þegar Elsie fór að ympra á hvenær þau ættu að giftast. Síðasta afsökunin var sú, að þau hefðu ekki efni á þvi ennþá, og það var þá sem Elsie hafði farið að spara af kaupi. Nú fann hún að tárin voru ekki langt undan og hljóp út til þess að láta hinar ekki sjá hvernig henni var innan- brjósts. Babs starði á eftir henni og þótti miður. — Alltaf þarf ég að gera öðr- um mein með þvi sem ég segi, sagði hún og andvarpaði. — John segir að ég sé fædd ónærgætin, en ég meinti ekkert illt með þessu. Ein af stúlkunum hristi iiöfuðið og strauk nýja hattinn. — Elsie hefir ekki gert annað en spara upp á síðkastið. Hún hefir meira að segja með sér bollur og brauð á skrifstofuna til þess að spara sér að kaupa almennilegan mat. Hún hefir kannske haldið að þú værir að sneyða að henni, Babs. — En ég gerði það ekki, — svei mér þá, sagði Babs. Elsie stóð frammi í fatageymslunni og var að liugsa um það sem Babs liafði sagt, meðan hún greiddi sér og farð- aði ofurlitið á sér nefbroddinn. Hún horfði gagnrýnandi á hárið á sér. Hún var hætt að leyfa sér það óhóf að fara í hársnyrtingu. En kannske hafði Babs rétt fyrir sér að nokkru leyti? ÞEGAR vinnutíminn var liðinn var Elsie ein af þeim fyrstu sem fóru, þvi að þennan vikudag voru þau Tony venjulega saman á kvöldin. Þau voru fyrir löngu hætt að fara i leikhús eða dýr veitingahús. Ef rigning var fóru þau í bíó og ef veðrið var gott gengu þau út. Það var gott á sumrin og haust- in, en nú var vetur og ekki alltaf gam- an að ganga. Elsie bretti upp kápu- kraganum þegar hún kom út og fann svíðandi gustinn við andlitið á sér. Þau hittust á venjulega horninu og fóru í venjulega matstaðinn. Tony virtist svo undarlegur i kvöld, fannst Elsie, alveg eins og hann skammaðist sín fyrir eitthvað. Þegar þau höfðu fengið kaffið spurði hún: — Hvað gengur að þér, Tony? Þú ert eitthvað svo skrítinn. — Skrítinn? Hvernig skrítinn? spurði Tony um hæl. Hann var alltaf svo strákslegur að sjá, með freknótta andlitið og úfna hárið. í kvöld fannst Elsie liann minna sig á strákling, sem liefði verið staðinn að því að stela úr búrinu. Hann hrærði i bollanum sínum án þess að lita á hana og ioks kom það: — Ég liefi keypt nokkuð, Elsie, nokk- uð sem ...... Hún horfði spyrjandi á hann og brosti, á báðuni áttum. — Góði, finnst þér ekki að við ættum að vera saman um að kaupa i búið? Hvað er það sem þú hefir keypt? Ilún hugsaði um fallegan mosagrænan gólfdúk, sem þau höfðu séð og báðum þótt svo fallegur. Gat hann hafa farið og ...... — Þú heftir þó ekki keypt gólfdúkinn? Þennan sem við sáum hjá Hale? Það er misráðið að kaupa gólfdúk þegar maður á ekkert gólfið að leggja hann á, — og við erum ekki einu sinni trú- lofuð ennþá. — Það er þér að kenna, muldraði Tony. — Ég vildi að við opinberuð- um á afmælisdaginn þinn........ -— Ég er á móti löngum trúlofunum, sagði Elsie einbeitt. — Við getum opinberað þegar við erum ákveðin i hvenær við giftum okkur. En — livað keyptirðu? —• Mótorhjól! Tony roðnaði og varð niðurlútur. — Hvað segirðu? Elsie trúði ekki sínum eigin eyrum. — Tony, þér getur ekki verið alvara! Hvað ætlar þú að gera við mótorlijól? — Aka á því, svaraði Tony þegj- andalegur. — Mig hefir alltaf langað til að eignast mótorhjól og þetta voru kjarakaup. Ég fékk það fyrir 2500 krónur. Ja, vitanlega átti ég ekki svo mikið, en ég fékk það með afborg- unum. i ■ 1 — 2500 krónur! sagði Elsie svo liátt að frammistöðustúlkan leit við og horfði á þau. — Ertu þá kominn í tvö ! þúsund og fimm hundruð króna skuld? Tony stóð upp snúðugt og sagði: — Við getum talað um þctta þegar við komum út. Það er ekki þörf á að tala um það fyrir áheyrendahóp. Hann borgaði og þau fóru út í kuld- ann og rokið. 'Þau héldu áfram að rífast meðan þau voru á gangi um garðinn. — Ég reyndi að spara og spara svo að við gætum gift okkur, sagði Elsie fokreið, — og hvað gerir þú? Fleygir aleigu þinni í gamalt mótorhjól. Við getum haft gagn og gaman af því bæði, sagði Tony afsakandi. — Á sumrin getum við ....... — Ég kæri mig ekki um neitt mótor- hjól! Elsie spýtti orðunum út úr sér, svo reið var hún. — Þú verður að segja manninum að kaupin verði að ganga til baka. En nú var Tony orðinn jafn reiður og Elsie. — Mér detlur það ekki í hug, sagði hann þver. — Ég spara og spara og neita mér meira að segja um almennilegan mat, og ég hefi ekki keypt mér eitt einasta fataplagg i ár. Ég er meira að segja hætt að fara á hárgreiðslustofu. Elsie sagði þetta síðasta eins og það væri mesta fórn, sem hægt væri að hugsa sér í þessari veröld. Oll reiði var runnin af Tony þegar hann svaraði: — Já, ég veit það, Elsie. Ég vildi óska að þú eyddir svo- litið meiri peningum í sjálfa þig. Þegar öllu er á botninn hvolft langar mann nú til að unnustan sé fallega ldædd, og....... — Og ég er ekki fallega klædd! Elsie var svo reið að hún gat varla komið orðunum út úr sér. Tony hélt áfram eins og liann liefði ekki heyrt svarið. — Mig langaði til að gefa þér hring, en þú þvertókst fyrir það, — það væri að fleygja pen- ingum i sjóinn. Ég er orðinn hundleið- ur á að fá ekki að brúka peningana til neins, og veita mér ekki aðra á- nægju en að rápa um garðana og .... — Gott og vcl, þú skalt ekki þurfá að rápa með mér framar. Elsie snerist á hæli og hljóp eins og fætur toguðu niður stíginn og út á götuna. Hljóp upp i fyrsta strætisvagninn sem kom, án þess að hafa hugmynd um hvert

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.