Fálkinn - 12.11.1954, Síða 9
FÁLKINN
9
hann ætlaði. Áður en Tony áttaði sig
var hún horfin.
Hann síniaði til hennar livað eftir
annað um kvöldið en hún vildi ekki
svara i simann og loksins gafst hún
upp.
ELSIE var svo beygð yfir þessu að
hún gat ekki þagað yfir hvernig komið
var. Nú var ekkert gaman að halda
áfram að spara, svo að liún keypti sér
iiádegisverð á hverjum degi, og borð-
aði oftast með Babs, sem iiafði góð
ráð á hverjum fingri.
— Þú hefir hlaupið á þig, Elsie,
sagði hún alvarlega en þó með svo
góðlátlegu brosi að Elsie sárnuðu ekki
orðin. — Tony var farinn að venjast
þér, og þetta er blátt áfram hörmung.
Þú verður að muna, góða mín að karl-
mennirnir eru ekki nærri eins sólgnir
i að giftast og við kvenfólkið erum
— ekki ef þeir eiga móður eða ein-
liverja nærgætna manneskju, sem
sljanar við þá. Maður verður að beita
bæði slægð og byggindum til að geta
ráðið við þá.......
— Það mundi ég aldrei gera, Babs,
sagði Elsie, — það liggur ekki fyrir
mér að beita slægð og hyggindum.
— Hvaða bull, það geta allar stúlk-
ur gert, ef þær eru nægilega ástfangn-
ar í piltinum. — Karlmennirnir eru
skritnir. Tökum til dæmis hann John.
Hann er alltaf að skamma mig fyrir
hvað ég sé eyðslusöm, en svo er liann
grútmontinn af mér þegar vinir hans
sjá okkur saman. Allir karlmenn vilja
eiga kærustu sem þeir gela verið
montnir af — það eykur þeim sjálfs-
traust.
Elsie andvarpaði. — Það er víst orð-
ið of seint fyrir mig að læra nokkuð
um karlmennina. Ég sá Tony með
annarri stúlku á mótorhjólinu nýiega
— ljómandi fallegri rauðhærðri stúlku.
— Já, já, sagði Babs ibyggin, — þá
verðurðu að finna þér annan. Ef þig
langar til að koma með mér í dans-
klúbbinn á laugardaginn skal ég biðja
John um að hafa með sér nokkra
kunningja sina. Það er að minnsta
kosti skárra en að sitja og stúra.
Elsie var henni þakklát fyrir, en
taldi að það mundi ekki vera heppilegt
að hún færi með henni.
— Keyptu þér kjól, sagði Babs, þú
trúir ekki live það ræður miklu.
Elsie eyddi öllum seinni hluta laug-
ardagsins til að fara í búðir og sitja
á hárgreiðslustofunni. Þegar hún kom
heim hneig lnin niður í stólinn og
liorfði á alla bögglana sína. Hún tók
fram sparisjóðsbókina og það fór
lirollur um hana. Hver eyrir af þess-
um 1500 krónum var eyddur! Skór,
kvöldtaska, ljómandi fallegur kjóll
með tilheyrandi sjali — allt saman
lá fallega umbúið kringum hana.
— Ég er brjáluð — kolbrjáluð ....
muldraði hún meðan hún sleit segl-
garnið utan af bögglinum og tók af
þeim umbúðirnar.
Babs hafði talað um að hitta Elsie
í anddyrinu í klúbbnum.
— Elsie! lirópaði hún er hún sá
hana, — livað hefirðu gert?
John sagði ekkert en augnaráð hans
var talandi.
Því að Elsie leit út eins og prinsessa
úr ævintýri, i rósrauðum kjól með
silfurflúri.
— Viltu ekki kynna mig, sagði John
og lagaði á sér liálsbindið. — Þú liefir
smekk til að velja þér vinsfúlkur,
hvsílaði hann.
Og fleiri voru á sömu skoðun og
ekki skorti Elsie dansherrana um
kvöldið. Það var meðan liún sveif um
gólfið með einum vini Johns, sem Bill
hét, að hún kom auga á Tony á gólf-
inu að dansa við rauðhærða stúlku
í grænum kjól. Henni brá við svo að
hún missti taktinn og dansherrann
hennar ralc tærnar í.
— Það var mér að kenna, sagði
Bill og horfði á hana ástaraugum. —
Þú gerir mig ringlaðan, Elsie.
UPP frá þessu gekk Elsie upp í liinu
nýja hlutverki sínu af lífi og sál. Hún
duflaði, dansaði og hló eins og luin
hefði aldrei gert neitt annað. Þegar
John og Babs voru að dansa uppá-
haldsvalsinn sinn, sá hann Elsie i
faðmi einstaklega laglegs manns, sem
hafði dansað við hana lengst af kvöld-
inu. — Ég sé ekki betur en Elsie
bafi gert Larry snarvitlausan, sagði
hann hlæjandi.
Og í sömu svifum beygði Larry sig
yfir Elsie og horfði fast í augun á
henni. — Ef nokkur reynir að taka
þig frá mér núna, gef ég honum utan-
undir, sagði hann og þrýsti henni enn
fastar að sér. — Má ég aka þér heim?
Ég hefi bíl hérna fyrir utan.
Elsie sá Tony og þá rauðhærðu
dansa fram hjá og kastaði höfðinu
ertnislega um leið. Svo leit hún fram-
an í Larry og svaraði glaðlega: — Ég
verð guðsfegin.......
En Babs var ekkert hrifin af þessu
þegar hún heyrði það. — Það er betra
að Bill fylgi þér heim, sagði hún. —
Larry er dálitið hættulegur.
— Ég segi þér alveg satt, svaraði
Elsie lilæjandi, — að ég er ekkert
barn lengur ....... Hún flýtti sér að
standa upp því að nú kom Larry til
að biðja hana um síðasta dansinn.
Það voru ekki nema fáir bílar á
stæðinu, þvi að fæstir meðlimirnir i
klúbbnum höfðu efni á að eiga bil.
Larry tók í handlegginn á Elsie og
leiddi hana er þau komu út í myrkrið,
og þegar þau komu að bílnum dró
liann liana að sér og kyssti hana.
Hún braust um til að losa sig. —
Hættu þessu, sagði hún þegar hún
loksins gat komið upp orði. — Ég
kann ekki við að láta ókunnuga menn
kyssa mig.
— Við verðum ekki ókunnug hvort
öðru lengi, sagði hann hlæjandi. —
Nú ökum við dálitla stund og svo
liugsa ég að við kynnumst.
— Nei, sagði Elsie einbeitt, en dá-
lítið lirædd. — Ég fer heim undir
eins.
— Nei, heyrðu nú! Larry reyndi að
faðma hana aftur. — Ég er ekki vanur
að láta stúlkurnar fara svona með mig
— hættu nú þessari vitleysu........
Elsie liljóðaði er hann togaði hana
að sér aftur, en i sömu svifum var
eins og Larry hefði orðið fyrir felli-
byl. Hausinn skall utan í bilinn, þvi
að hann hafði fengið hnefahögg undir
kjálkann.
— Komdu, þessi hundur verður að
sjá um sig sjálfur! Tony hafði aldrei
talað í þessum tón við hana áður, og
Elsie fylgdi honum auðsveip eins og
lamb. — Það er auðséð að þú ert ekki
fær um að gæta þín, sagði liann kulda-
lega.
— En hvað ætlarðu að gera við
rauðhærðu slúlkuna sem þú dansaðir
við? Hver fylgir lienni heim? spurði
Elsie með grátstafinn i kverkunum.
— Hann bróðir hennar. Ég sá að þú
fórst út með þessum flagara, og allir
vita hvernig hann liagar sér við kven-
fólk. Hann breiðir út kvennafarssög-
urnar af sér sjálfur, og þykir sómi að
þeim. En ég vil ekki að kærastan mín
tali við svoleiðis hunda, livað þá
meira.
— Kærastan þin? Elsie reyndi að
sýnast kaldhæðin. — Þú hefir mótor-
hjól — hvað ætlir þú hafir þá við
kærustu að gera?
— Nei, það er orð að sönnu, svar-
aði liann. — En mótorhjólið á ég varla
miklu lengur, guði sé lof hefi ég
vitkast. En hins vegar verð ég að fá
mér konu sem allra fyrst. Annars á
ég á hættu að missa hana.
— Við höfum enga peninga til að
gifta okkur, stundi Elsie. — Ég er
búin að eyða öllum peningunum
minum .......
— Héðan í frá er það ég sem ræð,
svaraði Tony einbeittur. — Það er
ekki allt fengið með peningunum. Hef-
irðu ekki heyrt að tvö geta lifað jafn
ódýrt og einn?
Og Elsie brosti og þagði. *
Marie de Medici, Frakklandsdrottn-
ing, sem var uppi 1573—1642, átti dýr-
asta og þyngsta kvenbúning, sem nokk-
urn tíma hefir verið til i veröldinni.
Á honum voru 39.000 perlur, sem vógu
samtals 50 pund, og 3.000 demantar.
Kjóllinn var 19 milljón dollara virði.
Hún kom aðeins einu sinni í þennan
kjól, 14. septeniber 1606, er sonur
hennar var skirður.
Forsetar á 9. allsherjarþingi Sameinnðu þjóðanna
Hér eru myndir af átta fremstu forystumönnum á níunda þingi Sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir í New
York. Talið frá vinstri, í efri röð eru: Eeclo van Kleffens frá Hollandi, sem er forseti Allsherjarþingsins; Franc-
isco Urrutia frá Columbia, formaður Fyrstu nefndarinnar; Thor Thors sendiherra íslands í Washington. for-
maður Sérstöku stjórnmálanefndarinnar; Sir Douglas Copland frá Ástralíu, formaður efnahags- og fjármála-
nefndarinnar. — í neðri röð frá vinstri: Jiri Nosek frá Tckkóslóvakíu, formaður Félags- og mannúðarmála-
nefndarinnar; Rafik Asha fró Sýrlandi, formaður Verndargæslunefndarinnar; Pote Sarasin frá Thailandi,
formaður Fjárhagsáætlunarnefndarinnar og Francisco V. Garcia-Amador frá Cuba, formaður Laganefndarinnar.