Fálkinn - 12.11.1954, Qupperneq 11
FÁLKINN
11
R U Z I C K A :
Brúðkaupsferð
i
CLLEN og James Callaghan fóru
L' hjá sér. Þau voru feimin, því að
þau voru í brúðkaupsferð og ekki
nema tveir dagar síðan þau voru púss-
uð saman. Þau gátu ekki hugsað sér
annað, hvar sem þau komu á gistihús,
en að allra augu hvíldu á þeim. Og
þess vegna höfðu þau afráðið að láta
eins litið á sér bera og hægt væri, og
Charley, bílstjórinn sem stýrði stóra
Buick-bilnum þeirra, hafði orðið að
lofa því hátíðlega að kjafta því ekki
í nokkurn mann að þau væri nýgift.
Fyrst var ferðinni lieitið til Brigh-
ton. Þar fóru l)au á fínasta gistihús
þessa fræga baðstaðar og voru í sjö-
unda himni í sinni ungu hamingju.
Og af þvi að enginn virtist veita þeim
athygli, hvorki þegar þau voru úti
á gangi eða þegar þau voru að borða,
kom þeim saman nm að best væri að
dveljast sem lengst i Brighton.
En livernig sem á því stóð breyttist
háttalag gestanna þriðja daginn. Þeg-
ar Ellen og James komu niður í stóra
matsalinn og fóru út i hornið sitt til
að fá sér morgunverð, fannst þeim
allra augu hvíla á sér. Og þetta átti
eftir að verða verra. Augnaráð g'est-
anna'varð frekjulegt og ögrandi, og
við sum borðin fóru þeir að piskra og
hlæja, og héldu höndunum fyrir
munninn — eða svo sýndist nýju
hjónunum að minnsta kosti.
Og ungu hjónunum leið illa. Þarna
sátu þau niðurlút og óskuðu sér að
vera sokkin ofan i jörðina.
Loks kom þjónninn með morgun-
verðinn. En ungu hjónin urðu for-
viða er þau sáu að reikningurinn fyrir
herberginu fylgdi með.
„Hvers vegna komið þér með reikn-
inginn?“ spurði Callaghan. „Ég hefi
alls ekki beðið um hann.“
„Því miður, herra Callaghan,“ svar-
aði þjónninn ergilega kurteis, „en
herberginu ykkar hefir verið ráðstaf-
að handa öðrum frá klukkan tólf á
liádegi í dag.“
James og Ellen góndu á þjóninn,
eins og hann væri að tala kínversku.
„Má ég tala við forstjórann?“ spurði
James svo.
„Þvi miður er það ekki hægt,“ svar-
aði þjónninn jafn ergilega kurteis og
áður, „forstjórinn fór til London í
morgun .......“ Svo óskaði hann
hjónunum „góðrar matarlystar“ og
hvarf. Ellen og James horfðu hvort
á annað. Þau botnuðu ekki í neinu en
reiðin sauð í þeim.
„Skilur þú þetta?“ spurði Callaghan.
Ellen hristi höfuðið og skildi ekk-
ert heldur. Svo beygðu þau sig yfir
bollana sína og drukku teið sitt. Þetta
var beiskasta te sem þau höfðu smakk-
að á ævi sinni, og þeim fannst augna-
ráð gestanna stinga sig eins og titu-
prjónar.
Charley kom rétt fyrir klukkan níu
til að sækja þau. Það hafði verið af-
ráðið að þau færu í bílferð.
„Charley,“ sagði Callaghan við
hann, „hafið þér sagt nokkrum að við
værum í brúðkaupsferð?"
„Nei, herra Callaghan ....“
„Og hefir enginn spur* yður hvort
við værum nýgift?" spurði Ellen.
„Jú, ýmsir liafa verið að spyrja mig
að því......“
Framhald á bls. 14.
Þær efndu það!
Það var dag nokkurn árið 1850 sem
lögreglan í New York rakst á minnis-
lausa flækingsstúlku á götu i hafn-
arliverfinu í New York. Hún talaði
frönsku og franskt líknarfélag í borg-
inni tók hana að sér. Fékk hún minnið
aftur og reyndist heita Adéle og vera
dóttir skáldsins Victors Hugo, og var
tvítug. Hún hafði farið vestur um haf
í trássi við föður sinn, með unnusta
sínum, enskum prestssyni, sem reynd-
ist vera hið mesta skítmenni og yfir-
gaf liana undir eins og vestur kom,
eftir að hafa sólundað peningum
hennar.
í beiskjunni út af raunum sinum af-
réð hún að hætta að tala. Og liún lifði
i 65 ár eftir þetta og mælti aldrei
orð frá munni. Hún dó árið 1915,
hálfniræð.
Frú Regnier hét kona, gift hæsta-
réttarlögmanni i Versailles. Einu sinni
fann maður hennar að þvi að hún
talaði of mikið. Hún kipptist við og
sagði: — Þá skal ég aldrei segja orð
framar!
Og þegar hún dó, 30 árum síðar,
hafði hún ekki sagt stakt orð í allan
þennan tima.
Enska frúin Mary Wisklow var orð-
in leið á að vera senditík og i sífelldu
snatti fyrir fjölskyldu sína. Og eitt
gamlaárskvöld afréð hún að binda endi
á þetta og liggja í rúminu það sem
eftir væri ævinnar. Hún efndi það og
lifði í rúminu i 40 ár.
En er það ekki meiri sjálfsafneitun
að þegja árum saman en að liggja heil-
brigður i rúminu?
ÞEIM LEIÐIST EKKI AÐ GIFTAST!
Sibbie Goodwinsky giftist í fyrsta
sinn átján ára. Þá dreymdi engan við-
staddan um að hún ætti eftir að endur-
taka jáin sín fjórtán sinnum, fyrir
presti eða fógeta. — Frú Wilson frá
Hugo í Oklahoma giftist fjórtán sinn-
um, en mennirnir voru ekki nema
ellefu, því að þremur þeirra giftist
hún tvisvar. Nú er liún orðin 78 ára
og margföld amma. Hún man ekki i
hvaða röð hún giftist mönnunum sín-
um og liefir gleymt nöfnunum á sum-
um þeirra. Fyrir einu ári sagði hún
um síðasta manninn sinn, nr. 14: —
Nú giftist ég ekki oftar. Hann er besti
maðurinn sem ég hefi nokkurn tíma
kynnst. Hún var þá skilin við hann
fyrir nokkrum mánuðum.
í Hong Kong býr gamall maður, sem
hefir skýrt frá því að hann liafi gifst
tiu konum og átt sæg af frillum og
mörg heimiji. Hann giskar á að liann
hafi átt kringum 90 börn.
Bruce Steele er pípulagningarmað-
ur í Texas. Þegar hann giftist Estellu
sinni i E1 Paso fyrir nokkru, undir-
skrifaði hann lijúskaparsamning í 17.
skipti. Hann hefir átt 14 konur, en
einni þeirra giftist hann tvisvar og
annarri þrisvar.
Francesco Julias er bóndi i Brasiliu
og segist hafa komist að þeirri niður-
stöðu, að hjónabandið geti orðið
skrambi flókið. Hann ætti að vita það
þvi að hann býr með tólf konúm á
bænum sínum skammt' frá Rio de
Janeiro. Tvær af konum hans áttu
nýlega sinn strákinn livor, svo að nú
eru börnin orðin 25.
Betty Calamusa, hin glóhærða, hefir
vakið athygli fyrir dugnað i giftingum.
Hún er 39 ára en hefir gifst tólf sinn-
um á siðustu 15 árum, og segist ekki
iðrast eftir neina giftinguna. *
Iíitstjóri: RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR.
Tvennt sem alltaf er í tísku.
Þaö, sem alltaf er í tísku, er efniö og
sniöiö. EfniÖ er jei}sey, þetta létta,
mjúka efni, sem smám saman .liefir
veriö bœtt svo aö nú þolir þaö allt án
þess aö togna eöa aflagast og er nú not-
aö í dragtir og kjóla til allra tíma dags-
ins. Hvaö sniöinu viökemur er þaö liiö
sígilda spenserpils sem nota má viö alls
konar blússur. Pilsin þurfa aö vera víö,
hringskorin eöa margdúka.
Á HAUSTIN
má alltaf búast viö köldum dögum og
meö tilliti til þess hefir Michele Lam-
bert saumaö þennan fallega kjól. Þó
er hann fleginn í hálsinn og gerir þaö
hann sumarlegan. Kjóllinn er úr gráu
flúneli, ermalangur og hnepptur niöur
úr. Beltiö úr rósrauöu efni.
FRAKKINN
er tvihnepptur með breiöu lieröastykki.
1 Ameríku velja ungu dömurnar frakk-
ana í Ijósum litum meö viöeigandi sam-
litum húfum og klútum.
HLÝR KJÓLL.
Þaö er gott aö eiga svona kjól í fórum
sínum þegar haustar aö. Þessi er úr
léttu ullarefni meö gamaldags sniöi.
Saumarnir á reglan-ermunum eru á-
berandi og kraginn Ihár.