Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1954, Blaðsíða 4

Fálkinn - 26.11.1954, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN MARIAN ANDERSON- blökkustúlkan, sem varð heimsfræg söngkona. til söngfræðingsins Giuseppe Boglietti. Saga er sögð af því þegar liún söng fyrir liann í fyrsta sinn. Hann hafði verið að kenna allan daginn og var þreyttur og lítt upplagður, og fleygði sér í iiægindastólinn og sagði Marian að syngja eilthvað. Hún söng uppá- halds svertingjalagið sitt, „Deep River“, og Boghetti scgir að þetta hafi verið likast og stofan liefði allt í einu fyllst af sólskini. Marian hélt áfram hjá Boglietti. Hún var kappsöm og fór mikið fram. Á hljómleikum í Town Hall í New York AÐ er ekki alltaf, sem undra- börnin efna það, sem búist var við af þeim í æsku. Það verður hljótt um þau þegar þau komast af barnsaldrinum, vegna þess að þau hætta að þroskast í listinni, sem gerði þau fræg í fyrstu. Þau hafa fengið þroskann fyrr en venjulegt er, og hlotið athygli fyrir það, en lcomist af þroskastiginu að sama skapi fljótt. en sum halda áfram að þroskast og fara sívaxandi fram á miðja ævi. Meðal þeirra er söngkonan Marian Ander- son. Sem fullþroska kona hefir hún hrifið veröldina, ef til vill meira, en nokkur söngkona sem henni var sam- tiða. Eftir að Arturo Toscanini hal'ði heyrt hana syngja í Salzburg 1935 sagði hann: „Það sem ég liefi lieyrt í dag heyrir maður aðeins.einu sinni á hundrað árum.“ Og það var ekki ein- göngu röddin, seiii hann átti við held- ur öll túlkun og tækni Marian Ander- son. Hún hefir óvenju næma altrödd en flutningur hennar er svo blátt áfram og talandi, að það er undan- tekning. Hvergi kemur það eins vel fram og i svertingjasöngvunum henn- ar, „negro spirituals“. Þá er hún öll í söngnum og draumar og þrár svert- ingjanna koma fram í ljóðunum. Enda eru það þessi lög, sem einkum hafa gert hana fræga um víða veröld. Marian Anderson fæddist í Phila- delphiu 1903. Faðir hennar seldi kol, en ekki voru tekjurnar af þeirri at- vinnu svo miklar að hann gæti fram- fleytt fjölskyldunni. Móðir hennar varð að vinna fyrir heimilinu líka. En heimilisbragurinn var góður og glaðvær, og hagur Marian var ekki verri en gerist hjá svertingjabörnum. Það kom snemma i ljós að liún var sönghneigð, og foreldrar hennar h.öfðu gaman af söng og létu telpuna syngja sem mest. Oft komu gestir á heimilið á kvöldin og þá voru kyrjaðir svertingjasöngvar. Þegar Marian var sex ára var hún tekin i barnasöng- flokk, og nú var hún komin á sporið. Hún lærði mikið og tveim árum síðar var hún farin að syngja á samkomum hjá ýmsum félögum. Þegar lnin var tólf ára missti hún föður sinn og varð ævin þá erfiðari en áður hjá henni. í bókinni „Marian Anderson, A Portrail“, sem finnski píanóleikarinn Iíosti Venanen hefir skrifað um söng- konuna, og kom út 1941, segir liún sjálf meðal annars: „Ég man að þegar ég var sex ára langaði mig til að eignast fiðlu, sem ég Qskaði að ég ætti. Hún kostaði þrjá dollara og 45 cent, en ég sá fram á að ég gæti fengið 5 eða 10 cent fyrir að skúra stiga, og þeir voru margir i Philadelphiu. Ég sparaði lengi, og loks gat ég farið til veðlánarans til að kaupa fiðluna. Ég þóttist vera viss um að þetta væri Stradivarius. Ég man að ég spurði kaupmanninn hvort þetta væri verulega góð fiðla, og hann full- yrti að svo væri. Ég var ósegjanlega hamingjusöm í fyrsta skipti sem ég handlék fiðluna, og fór strax að æfa mig. Ég lék lengi á hana, eða þang- að til strengirnir biluðu, en þá liafði hún líka gert sitt gagn.“ Það var snemma farið að dást að söng Marian í Philadelphiu og þegar liún var tíu ára var hún orðin kunn fyrir söng sinn i kirkjunni. Hún var kölluð „tíu ára kontra-allinn“, en þó komst hún fyrirhafnarlaust upp á háá C, og söng oft sopran-raddir. Allir kunningjar hennar réðu henni til að lialda söngnáminu áfram, og þeir héldu hljómleika til ágóða fyrir hana, svo að hún gat keypt sér kennslu. Hún var orðin 17 ára þegar liún komst Yfir 75.000 manns voru viðstaddir hljómleika Marian Anderson á torginu fyrir framan Capitol í Washington páskamorgun 1939. Henni hafði verið meinað að syngja í hljómleikasalnum. Marian Anderson syngur svertingjasöngva við móttöku í Royal Festival Hall í London 1952. vakti hún mikinn fögnuð, og 1925 sigr- aði hún í samkeppni 300 söngkvenna og söngmanna. En þó að gagnrýnend- urnir væru á einu máli um afburða hæfileika liennar, reyndist henni mjög erfitt að komast áfram sem söngkona, og var það fjandskapur Bandaríkja- rnanna til svertingjanna, sem réð því. En svo fékk hún styrk til framlialds- náms og nú sneri hún baki við Ame- ríku um sinn. Evrópa stóð henni opin, og þar var hún í mörg ár. Eftir hljómleika, sem hún hélt í Berlín 1930 fóru stórborgirnar að sækjast eftir lienni, og forsjáll hljóm- leikaagent sænskur sá fram á, að negrastúlka sem héti Anderson mundi draga fólk að í Svíþjóð. Hann gerði samning við hana um söngför um Norðurlönd og hún byrjaði haustið 1930. Hún söng á Norðurlöndum næstu fjögur ár. Það var ekki nafnið Ander- son, sem réð vinsældum hennar heldur rödd hennar og list. Hljómleikarnir vöktu feikna fögnuð. Og á þessum fjórum árum þroskaðist hún mjög sem söngkona. Reidar Mjöen, einn af reyndustu tónlistardómurum Noregs skrifaði m. a. um hana eftir aðra hljómleika hennar í Osló, 1931: „Svo fagur getur mannlegur söngur verið, svo undrafagur, þegar forsjónin er í góðu skapi og býr til barka og raddbönd samkvæmt sínu órannsakan- lega, hljómfræðilega hugviti. í rödd Marian Anderson eru hljómhrif, sem ekki er unnt að lýsa. Röddin er dimm og djúp eins og Afríkunótt, hún hefir brons-hreim og maður getur talað um bæði cello og bratsj í þvi samabndi. Það er gaman að tapa sér alveg og eiga ekki neinar likingar til, sem geta lýst þessari dæmalausu raddfegurð. En að auki er Marian Anderson göfug sál með ríkan skilning á því sem fag- urt er, og mikil listakona. Hún er blátt áfram, einkennileg, frumleg, — það er ekki hægt að lýsa henni.“ Hafi norskir áheyrendur verið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.