Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1954, Blaðsíða 9

Fálkinn - 26.11.1954, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 „Veslingurinn," sagði hann og snerti sem snöggvast höndina á henni, „ég skil vel hvernig yður líður. En nú eruð þér ekki einstæðingur lengur — þér hafið föður miijn .......... og mig „Þökk fyrir,“ sagði Karen. „Þér eruð svo vingjarnlegur við mig og þó þekkið bér mig ekki neitt.“ „Pabbi segir að hann hafi aldrei gleymt yður síðan þér voruð svolitil hnáka, en ef hann fengi að sjá yður núna........ Guð lijálpi mér! En eigið þér ekki spegil?" „Ekkert bnl 1!“ sagði Karen. „Ég kunni betur við yður áðan.“ „Fyrirgefið þér. Ég get ekki að þvi gert að ég er hreinskilinn, en ef yður fellur ]>að illa, þá ........?“ Karen hló. „Ekki beinlínis illa, en þáð er auð- j veldara að tala við yður ef þér haldið yður ...... innan ákveðinna tak- marka ...... Ég hefði kannske átt að bjóða yður eitthvað. Hvað má ég bjóða yður?“ „Heyrið þér, ungfrú Björlein. Mér skilst að sambúðin sé ekki sem best milli yðar og frænku yðar. Haldið þér að henni mundi líka að þér byðuð mér eitthvað?“ „Auðvitað,“ sagði Karen en þagnaði og varð rjóð í andliti. „Ég skil hvað þér hugsið,“ sagði Sveinn, „en þér snúið ekki á mig. Frú Lövström rnundi bjóða mér góðgerðir ef hún væri lieima, en þér ........“ „Einmitt,“ svaraði Karen, , ég hefi engan rétt lil að koma fram sem hús- rnóðir." „Þess vegna dettur mér annað í hug! Viliið þér ekki verða gestur minn í kvöld? Ekki hérna heldur á veitinga- húsi.“ Karen sat hljóð um stund. Það mundu hljótast óþægindi út af því, auðvitað, hann var tengiliður milli hennar og fortiðarinnar, sem hún vissi svo lítið um. „Ég tek á mig ábyrgðina,“ sagði hann. „Eg vona að þér séuð ekkert' hrædd við mig? Þér verðið að líta á mig sem frænda og lofa mér að kalla yður Karen .........“ „Þökk fyrir, Sveinn,“ sagði hún. NÝJAK UPPGÖTVANIR. Hugvitsmenn hafa opnað hina árlegu sýningu í Versailles fyrir utan París. Þar sýna 900 hugvitsmenn ýmsar uppgötvanir, sem vitanlega eru meira og minna gagnlegar. Fjöldi uppgötvana, sem sótt er um einkaleyfi á, er aldrei hagnýtt- ur, en aðrar breiðast út um allan heim. Þetta flutningareiðhjól virðist ekki hafa -neitt sérstakt til síns ágæt- is, en það bætir úr, að falleg stúlka situr á því. „Þú mátt ekki halda að ég sé alltaf svona beygð! Ég er oftast í góðu skapi, en það var endurminningin um pabba og mömmu, sem gerði mig svona dapra." „Jæja, ætlarðu að koma?“ „Ekki strax,“ sagði hún, „ég verð að þvo þvott og viðra fötin, sem frú Lövström sagði mér að láta út, áður en hún fór.“ „Kallar þú hana frú Lövström?“ sagði Aamann og linyklaði brúnirnar. „Eða .......?“ „Ég kalla liana alltaf svo. Fyrst vildi hún að ég segði það þegar gestir væru viðstaddir, en ég ka-as þá lieldur að gera það að staðaldri, og hún am- aðist ekki við því.“ „Hvað segir þú þá við dóttur henn- ar, frænku þína?“ „Ekkert, ef ég kemst hjá þvi, ann- ars segi ég ungfrú Siri.“ „Þetta tekur út yfir! Og þetta er kallað ættrækni! Hvenær get ég komið og sótt þig? Klukkan sex?“ „Já, ég verð sjálfsagt tilbúin þá, ef ég hefi þá eitthvað til að fara i. Við megum ekki fara í mjög fínan stað.“ „Nei-ei,“ sagði hann, „en ég veit að þú sómir þér i hverju sem þú ert.“ Karen roðnaði en hún andmælti honum ekki, því að þetta sem hánn sagði var eitt af því, sem Lövström þótti verst. Og klukkan sex var hún komin í einfaldan, svartan kjól, sem Siri hafði átt. Karen hafði sprett af honum paljettunum, sem höfðu verið á hon- um í fyrslu, en voru farnar að losna. I staðinn hafði hún þrætt ljósbláa líningu í liálsmál og ermar, til að lifga kjólinn upp. Það bláa fór vel við liára- litinn. Aamann horfði aðdáunaraug- um á hana. „Þú ert ljómandi, Karen,“ sagði liann. „Enginn sem sér þig skyldi halfla að þú hefðir staðið yfir þvotta- balanum í dag. Góða huldumærin hefir sent þig með töfrasprota ....“ „Kannske er það koma prinsins sem veldur þessu ......“ Hún þagnaði og liló vandræðalega, því að hún minntist niðurlagsins á ævintýrinu. „Ég er nú enginn prins,“ sagði liann, „en ef Öskubusku líst vel á mig skal ég reyna að gera mitt besta. En nú gleymum við öllum þvotti og fatnaði. Við erum prinsessan og prins- inn í Ævintýralandinu.“ Hann tók i aðra höndina á henni, þær voru lirjúfar en nettar og ekki rauðar, vegna þess að þær höfðu verið vel hirtar, þó vinnuhendur væri. Það hafði Ivaren leyft sér að gera. Kvöldið leið eins og í draumi og Karen var ósegjanlega þakklát. Þegar klukkan sló eitt sagði Karen að það mundi vera tími til kominn að Öskubuska hypjaði sig heim, og Sveinn reyndi ekki að andmæla því. Ilann ætlaði að sjá um að þetta yrði ckki síðasta skemmtikvöldið sem Öskubuska lifði. Þegar bifreiðin nam staðar við lnisið sem Lövström bjó í hrópaði Karen: „Sjáðu! Það er ljós í íbúðinni. Ég er viss um að ég slökkti. Þær eru áreiðanléga komnar heim!“ „Þá kem ég með þér upp og heilsa,“ sagði Sveinn. „Það verður gaman að heyra hvcrnig þær taka á móti þér. Ég ætla að hafa mig hægan og gera ekki vart við mig strax.“ Karen liafði ekki fyrr stungið lykl- inum í skráargatið en einliver kom æðandi fram að dyrum og opnaði upp á gátt. Það var frú Lövström. „Jæja, þarna ertu þá komin, dækj- an! Ég vissi alltaf að það er ekki hægt að treysta þér. Hvar hefirðu verið?“ „Ég var úti og dansaði við kunn- ingja minn,“ svaraði Karen rólega. „Því skyldi ég eiga að sitja heima sí og æ.“ „Já, það mun vera laglegur félags- skapur, sem þú hefir náð í bak við mig! Komdu hingað, Siri, við skulum sjá hvaða kjól liún hefir stolið af þér.“ Dyrnar stóðu opnar, svo hver sem kom upp stigann gat heyrt rausið í frú Lövström. Og nú kom Sveinn Aamann fram. „Gott kvöld,“ sagði hann. „Ég veit ekki livort frú Lövström þekkir mig aftur. Eg var svo litil! þegar þér flutt- uð í höfuðstaðinn. Ég lieiti Sveinn Aaman, og með yðar leyfi ætla ég að koma inn fyrir og taka svari Karenar." „Sve.......Sveinn Aamann! En þér ætluðuð ekki að koma fyrr en á morg- un ......?“ Sveinn fór inn í ganginn og lét hurðina aftur eftir sér. Karen stóð i sömu sporum. Hún var náföl, en hún virtist ekki lirædd. „Nei, cn það varð breyting á ferða- áætluninni," sagði hann. „Og af því að það var fyrst og fremst Karen, sem ég ætlaði að heimsækjapbauð ég henni út til að borða kvöldverð með mér. Og svo dönsuðum við á eftir. Hvað getið þér fundið að því?“ „Komið þér inn!“ sagði frú Löv- ström byrst. „Hvað eigið þér við með því, að það hafi verið Karcn, sem þér ætluðuð að hitta?“ Sveinn fór úr frakkanum eins og hann væri kominn i 'héimsókn á miðj- um degi. Nú var Siri komin fram, en enginn gaf henni gaum fyrst í stað. Hún beið átekta til að sjá hverju fram yndi. „Það er best að byrja á byrjuninni,“ sagði Sveinn þegar hann var sestur. „Það sem ég ætla að segja, er frétt fyrir Karen lika. Við höfum skemmt okkur i kvöld, en ekki talað um al- varleg mál. Þér vitið kannske, frú Lövström, að faðir Karenar og faðir minn ráku kaupsýslu saman? Fyrir- tækið gekk ekki sérlega vel, og ef Björlein verkfræðingur hefði lifað, mundi hann hafa staðið í skuld við föður minn, sem lagði til peningana. Faðir minn hefir aldrei minnst á þá skuld, og hver liefði átt að borga hana? Eftir því sem mér heyrðist áðan mundi frú Lövström varla hafa gert það ......“ „Eins og við höfum ekki gert nóg fyrir stelpuna!" fnæsti frúin. „Þeirri hlið málsins ætla ég ekki að skipta mér af núna,“ liélt Sveinn áfram. „Enda hefir enginn gert kröfu til peninga. Hins vegar er svo mál með vexti, að náma, sem Björlein og faðir minn höfðu lagt peninga í, hefir nú loksins sýnt að hún er gróða- fyrirtæki. Hún liefir ekki verið rekin vegna þess að enginn liafði trú á lienni, en nú hafa verið gerðar tilraunir með hana á ný, og tekist vel. Karen á rétt á helmingnum af ágóðanum ....“ Ivaren andvarpaði. Gat þetta verið satt? En frú Lövström, sem fann að hún stóð berskjölduð reyndi.ekki að fara dult með ágirndina. „Þá get ég kannske fengið einhverj- ar bætur fyrir allt sem liún hefir kostað mig,“ sagði hún. „Það er á valdi fátækrafulltrú- anna að reikna út livers þér gætuð krafist. En annars er best að þér reynið að verða yður úti um vinnu- konu strax. Ivaren kemur með mér lieim til föður mins. Ég sé að luin liefir ekki átt neina sældardaga liérna — hjá yður og dóttur yðar.“ Hann benti með liöfðinu þangað sem Siri stóð. „Það er of seint fyrir hana að ferð- búast í kvöld, en ég kem og sæki liana i fyrramálið. Þú skalt vera ferðbúin klukkan tíu í fyrramálið, Karen." Sveinn gekk til stúlkunnar sem stóð þarna eins og opinberun frá öðrum heimi. Hann tók í báðar axlir henni, liorfði beint inn i augu hennar og kyssti hana að þeim mæðgunum ásjáandi. „Vertu hughraust, nú byrjar nýtt líf hjá Öskubusku." • Frú Lövström var svo reið að hún sýndi sig líklega til að ráðast á Karen. „Prinsinn má taka hana með sér strax, hún liefir fengið sig fullsadda á norninni," sagði Karen. Og prinsinn lét ekki segja sér það tvisvar. Ilann fór með Karen inn og hjálpaði henni til að taka saman dótið hennar. Svo náði hann í bifrcið, og með því að tala við næturvörð- inn og stinga að honum peningum, tókst honum að fá herbergi handa Karen á sama gistihúsinu, sem hann var i. Það var liamingjusöm Öskubuska, sem hallaði glóbjörtu hö.fðinu á kodd- ann. Hún vissi hvernig sögulokin mundu verða, og fannst sem hún hefði vcrið að bíða komu Sveins alla ævi. Og þetta með peningana var gott lika. Fyrir bragðið gat liún orðið laus allra mála við Lövström. En vit- anlega liefði Sveinn útkljáð þá hlið málsins líka. En Sveinn brosti í kampinn inni i herberginu sínu. Það sem náman gaf af sér var ekki fyrir meiru en skuld Björleins við föður lians. Hann hafði gert meira úr þessu en vert var, til þess að auka Karen sjálfstraust. — Vafalaust var til nóg af vitnum að því hvernig frú Lövström liafði farist við Karen, þegar til þess kæmi að gera upp skiptin við liana. Og hér eftir var það hann, Sveinn Aamann, sem ætlaði að koma fram fyrir hönd Karenar! * STERK STÚLKA. — Alice Penfold heitir 21 árs stúlka, sem á heima í Bury-þorpi í Sussex, Englandi. Hún er allmiklu sterkari en kvenfólk ger- ist, því að það eru engar ýkjur að hún sé margra manna maki. Undan- farið hefir hún unnið hjá föður sínum, sem er ölmaður, en nú ætlar hún að ráða sig að fjölleikahúsi og sýna aflraunir. Hérna sést hún bera öl- kagga á maganum og stelpu á herð- unum, en það veitist henni létt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.