Fálkinn


Fálkinn - 21.01.1955, Síða 12

Fálkinn - 21.01.1955, Síða 12
12 FÁLKINN JEAN DARBOT: 11; Fangi hjartans Framhaldssaga. >♦♦❖<>♦»♦♦❖»♦♦♦<>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ fullt af óþvegnum borðbúnaði. En hún var þannig uppalin, að hún tók ekkert eftir að herbergin voru þrifin og fáguð. Hún hafði van- ist því alla sína nevi að skilja við rúmið sítt óumbúið, og koma að öllu i röð og reglu eftir nokkrar mínútur. Ef hún hefði yfirleitt hugsað nokkuð um það mundi hún hafa komist að þeirri niður- stöðu að hann hefði stúlku sem tækí til hjá honum á morgnana, því að hún hafði enga hugmynd um hvað húshjálp kostaði, í hlut- falli við það sem Clyde hafði úr að spila. Hún lagði töskuna sína og hanskana á borðið við sófann, og tók blaðið sem lá þar. En henni var órórra en svo að hún gæti fest hugann við blaðið og botnaði lítið í fréttunum, sem þar voru- Hún fór fram í eldhúsið og lit- aðist um, gekk síðan um dagstof- una og nam staðar við glugga og horfði út á sjóinn. Hann var ekki jafn tignarlegur þarna, þar sem aðeins sá í lítinn blett milli tveggja húsþaka, og hann var úr glugg- anum heima. Hún leit á klukkuna sina og fór að bókaskápnum hans. Mest læknisfræðibækur — ekkert um geðsjúkdóma. Hann mundi ekki hafa verið kominn svo langt þeg- ar hann varð að hætta. Nokkrar sakamálasögur. öll rit Platons i stóru, þykku bindi. Hún komst að þeirri niðurstöðu eftir hálftíma, að rit Platons mundu ekki vera rétta lesningin þegar maður væri hræddur og æstur. Hún reyndi eina sakamála- söguna, en fyrsti kaflinn var lýs- ing á samkvæmi, þar sem fjöldi fólks var á sífelldum erli, svo að það þurfti stálminni til að átta sig á hver var hver. Hún leit aftur á klukkuna. Hélt að hún hefði setið þarna hálfan dag, en svo var það ekki nema klukkutími. Sólin virtist standa kyrr. Ennþá var hún hrædd og kvíðin, en hún hafði ekki þessa kæfandi tilfinningu um að hún væri að sökkva í botnlaust díki. Það var einhvers konar friðsæld í þess- ari stofu, ró og öryggi. Eins og persóna hans væri þarna á sveimi með orðlaus loforð um að gæta hennar. Já, hann mundi gæta hennar, hún var viss um það. Allt mundi fara vel. Hún mundi halda frelsinu, ekki verða læst inni. Hann mundi fá peningana og geta lokið prófi. Þetta var allt jafn- hentugt þeim báðum. Og síðan — þegar hún væri orðin fullveðja og hann orðinn læknir — gætu þau skilið í bróðerni. Hún leit aftur á klukkuna. Sólin hafði hreyfst dálítið til hliðar við pálmann þarna. Nú höfðu þau borðað hádegisverðinn heima — höfðu þau saknað hennar, eða haldið að hún hefði farið í sjó og gleymt að láta vita að hún kæmi ekki í hádegisverðinn ? En þau mundu fara að verða hrædd um hana þegar hún kæmi ekki í mið- degisverðinn. Þau borðuðu klukk- an sjö. Þá mundi hún verða far- in af stað til Arizona- Hún fann ekki til neins trega, neins samviskubits við tilhugsun- ina um að hafa yfirgefið þau. Henni datt alls ekki i hug að hún ylli þeim sársauka, að þau yrðu kvíðandi og hrædd er hún hyrfi. Að þau mundu liggja andvaka og brjóta heilann um hvað væri orðið af henni. En þau hlutu að gera það! Hún var eina barnið þeirra, þó brjáluð væri. Þau hlytu að verða voðalega hrædd. Hún reyndi að vekja hjá sér með- aumkun með þeim — reyndi að gera sér ljóst hve kvíðáhdi og hrædd þau yrðu út af hvarfi hennar. En það var ómögulegt. Hún gat það blátt áfram ekki. Faðir hennar mundi bölva, eins og hann var vanur þegar hann missti stjórn á sér, sem ekki var oft. Þau mundu gera lögreglunni aðvart. Mamma mundi fara að gráta. Allt myndir, sem runnu saman í eina sviplausa flatneskju. Og undir flatneskjunni var ekki neitt. Hvernig gat hún litið svona á þetta. Þau sem elskuðu hana! „Gera þau það?“ sagði hún upp- hátt. „Ég hefi aðeins heyrt þau segja það — aldrei séð þau sýna það nema í orði. Hvernig sýna aðrir foreldrar að þau elski börn- in sín? Hvers krefst ég eiginlega? Hún leit enn einu sinni á klukk- una. Tíminn skreið áfram, aldrei ætlaði dagur að koma að kvöldi. Clyde kom aldrei heim. Hún settist á sófann og geisp- aði. Það var eitthvað eftir í henni af svefnpillunum sem hún fékk í gærkvöldi. Hún var þreytt. Tók af sér hælaháu skóna og lagðist á sófann, stakk svæfli undir vang- ann og sofnaði. Djúpt niðri í glitríki draumanna upplifði hún dásemdir. Hvert smáatriði var glöggt og skýrt, en samt hvarf það í móðu undir eins og hún kom úr djúpinu og vakn- aði. Síð, grá tjöld höfðu verið dregin fyrir gluggann, ljós logaði á lampa á skrifborðinu í horninu og varpaði daufu Ijósi um her- bergið. I eldhúsinu var bjart og einhver skellti kæliskápshurð aftur. „Clyde?“ Hann kom inn með stórt hvítt handklæði bundið um mittið. „Ég hlýt að hafa sofið í marga klukkutíma,” sagði hún. „Þú hefir að minnsta kosti sofið síðan ég kom heim,“ sagði hann. „Mér lá við að fá slag þegar ég kom heim og sá að dimmt var í glugganum. En mér varð rórra þegar ég kom inn og sá að þú svafst." „Varstu hræddur um að þau hefðu náð í mig?“ „Náð í þig? Nei, það datt mér alls ekki í hug — ég hélt að þú hefðir iðrast eftir allt og farið heim.“ „Og lá þér við slagi út af því?“ „Já, svei mér þá. Ég var að enda við að selja bílinn minn til þess að ná í peninga fyrir brúð- kaupsferðinni. Það hefði verið dá- laglegt ef ég hefði staðið hér eft- ir — bifreiðarlaus.“ „Það var þá aðeins bíllinn, sem þú varst að hugsa um,“ sagði hún vonsvikin. „Hvað hélst þú? En komdu nú fram í eldhús og fáðu þér að borða því að ,við verðum að komast af stað sem fyrst. Ég hefi hitað marga lítra af kaffi, svo að við höfum eitthvað vékjandi og sofnum ekki við stýrið.“ Enginn franskur yfirbryti hefði getað bakað betri eggjahræru og kaffið var eins gott og kaffi á að vera< Sylvía kunni ekki að meta það, hún hugsaði jafnlítið um það og um að íbúðin hefði verið snyrtileg — hún hafði aldrei á ævinni borðað sóðalegan eða illa gerðan mat og vissi ekki að matur getur verið lélegur. Hann talaði dálítið um áformin meðan þau voru að borða. 'Hann hafði selt bílinn, því að þau þurftu að geta borgað prestinum og á einhverju urðu þau að lifa næstu daga. Undir eins og þau hefðu verið gef- in saman í Yuma yrðu þau að selja Packard-bílinn hennar, því að ha.nn mundi vekja eftirtekt, og kaupa annan minni og ódýrari, og þá fengju þau peninga i milligjöf. „Þú munt hafa skilríki fyrir því að þú eigir bílinn?“ spurði hann. „Þarf maður skilríki fyrir því?“ sagði hún undrandi. „Trúa þeir mér ekki þegar ég segi að ég eigi hann? Annars veit ég ekki hvort ég á hann, pabbi á hann kannske. En hann gaf mér hann — svo að vitanlega á ég hann.“ „Góða min, enginn bílaprang- ari tekur það gilt að þú segir „pabbi gaf mér hann“ — allir heimta skilríki. Annars verðum við að selja hann fyrir miklu

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.