Fálkinn


Fálkinn - 09.09.1955, Blaðsíða 5

Fálkinn - 09.09.1955, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 gælu verið öðrum til fyrirmyndar. Og börnin eru niiklu betur til fara, en fullorðna fólkið. Gyðingarnir leggja mikið kapp á að vera sem þjóðlegastir í háttum. Fyrst og fremst er keppt að því að hebreskan verði hin opinbera tunga þjóðarinnar. Og flestir innfluttir Gyð- ingar taka sér hebreskt nafn — maður scm lieitið hefir mr. Jackson vestur í Ameríku heitir Bar Yaakov, þegar hann er kominn til Tei-Aviv. Á sumrin er sólin beint yfir höfði manns um hádegið og oftast logn, nema gola frá hafinu dálitla stund kvölds og morgna. Úti er heitt, en inni er svo kæfandi heitt, að flestir, sem geta, sitja úti við vinnu sína, í skugga pálmanna — því að pálmar eru við hvert hús. Á auðum reit við Allenby Road er afgirt svæði, þar sem fólk er gefið saman. Og skammt frá undir hálfþaki silur lögreglufulltrúi og er að skýra lög fyrir ungum Yem- en-Gyðingi. Og veitingastaðirnir eru undir beru lofti, við gangstéttirnar. Þangað fara nienn með konurnar sín- ar á kvöldin og drekka te — annað sést varla á boðstólum á veitinga- stöðunum i Tel-Aviv. — Kvikmynda- Iiúsin eru full af unglingum, hljóm- leikar og málverkasýningar eru vel sótt, en hins vegar sækja fáir hinar hebresku leiksýningar. Það eru útiveitingastaðirnir, sem flestir leita til eftir erfiði dagsins. Þar er mikill fjöldi og mislitt fé. í miðbænum eru allar götur vel lýstar og neonljósaauglýsingar á húsveggj- unum og þökunum. En þegar kemur út í íbúðarhverfin er allt liljótt þeg- ar kvöldar. Þó einkenilegt megi virð- ast er Gyðingum yfirleitt illa við hávaðann, sem venjulega fylgir stór- borgarlífinu. Fögur gata hefir verið gerð með- fram Miðjarðarhafsströndinni og þangað fara þeir, sem vilja ganga ir börn. og er þeim ekið milli skóla og leikvalla í hinum ýmsu hverfum Iborgarinnar. Enu börnunum láhuð leikföng endurgjaldslaust. Þetta er góð hugmynd og vafalaust kærkom- Silvana Pampanini hin fræga ítalska leikkona, sem er talsvert þrýstin um bringu og mjaðmir, var fyrir nokkru 'spurð hvernig henni litist á H-liriu tískukóngsins Diors. „Æ, ég veit ekki,“ svaraði Silvana, „en það er alveg á- reiðanlegt, að þegar Dior var strákur hefir hann haft gaman af að hleypa loftinu úr bílhringum.“ Prins Charles ríkiserfingi Breta hef- ir nú fengið kennara. Franska er það, sem hann leggur mesta stund á núna, og honum gengur vel. Hann hefir gam- an af tónlist, eins og móðir 'hans, og hún hefir kennt honum byrjunarat- riðin í píanóleik, en nú hefir kennslu- kona tekið við. Og á liverjum fimmtu- degi er Charles á dansskóla með Anne systur sinni, sem er tveimur árum yngri en hann. Leopold fyrrverandi Belgakonung- ur og de Réthy prinsessa, kona hans, hafa keypt sér bústað skannnt frá ilm- vatnsbænum Grasse í Suður-Frakk- landi. I húsinu eru m. a. 15 gesta- herbergi og 7 baðherbergi. Þó kost- aði eignin ekki nema sem svarar 720.000 islenskum krónum. Barbara Ann Dorsay heitir 23 ára ungfrú, sem amerískir læknar hafa kjörið „Miss Heilbrigði“. Hún hefir aldrei fengið neina barnasjúkdóma, aldrei fengið kvef, aldrei haft höfuð- verk og heyrir og sér prýðiiega. Hún hagar mataræði sínu eftir eigin geð- þótta, baðar sig i volgu vatni, reykir 25 sigarettur og drekkur tvær flöskur af öli á dag. sér til skemmtunar, og þar eru bað- staðirnir. Á aðra hönd eru stór gisti- hús og mikið blómaskrúð, en hinu- megin fjaran og Miðjarðarhafið. Arabi frá Jaffa á asna sínum á götu í Tel-Aviv. Að neðan til hægri Arabi með körfu sína á höfðinu. in öllum þeim mörgu börnum, sem aðeins þekkja til leikfanga gegnum rúður leikfangaverslananna. — Á miðri götu í miðborginni, All- enby Road — eftir hershöfðingjanum, sem stökkti Tyrkjum á burt 1917 — hefir fyrrverandi kapteinn í búlgarska hernum og kaupmaður í Sofia, Sof- oklus að nafni, sett upp lítinn sölu- skúr og hefir á boðstólum rakblöð, ódýra vasaspegla, sólgleraugu, sápu, vasaklúta, lélegar sígarettur og fleira, sem liann kemst yfir. Þangað til fyrir tveimur árum rak hann ásamt tveimur sonum sínum myndarlega verslun í Sofia. En svo féll hann í ónáð hjá stjórninni og flýði til ísracl. Annar sonurinn er bifvélavirki og hinn á skrifstofu. Konan stundar þvotta nokkra tíma á dag til að hjálpa upp á fjárhaginn. „En því skal hún nú hætta bráðum," segir Sofoklus. Hann er kaupmaður af lifi og sál. Aleiga hans var tekin af honum i Búlgariu, en hann gerir sér von um að eignast boðlega verslun í Tel-Avív. Hann er of gamall til þess að verða maður nýja tímans og líka of gamall til þess að læra hebresku, því að hún er erfið. En Sofoklus 'hefir fyrr kom- ist í hann krappann og hann er bjart- sýnn. Þarna kringum hann eru margir búlgarskir Gyðingar, en þeir eiga eng- an skúr, en lifa á skuggamarkaðs- verzlun. Sofoklus fyrirlítur slíkt, og talar ekki við landana, þegar aðrir eru viðstaddir. Austur-Evrópu-Gyðingar eru einir um skuggamarkaðinn, þar stendur þeim enginn snúning, enda hafa þeir slundað þessa atvinnu síðan herir Hitlers réðust inn i grannalöndin. Þeir hafa nóg að starfa, þvi að mat- arskorttir er mikill, en hins vegar hef- ir fólk mikla peninga handa á milli. Og þeim tekst furðu vel að snúa á lögregluna. Allir hata þá — en versla við þá samt. Enginn lifir í allsnægtum — allir liða skort. Maður þarf ekki að ganga langt, til þess að rekast á biðraðirnar fyrir utan malarverslanirnar, þar sem allt er naumt skammtað. Samt eru Gyðingarnir í ísrael yfir- leitt bjartsýnir. Þeim finnst þeir vera að leggja grundvöllinn að því góða, sem koma skal. Einn þátturinn í því er sá, að vanda uppeldi barnanna. Það er óvíða gert meira fyrir börnin, en í Tel-Aviv. Skólarnir eru ágætir, leikveilir mjög víða og barnaheimilin Nýjung fyrir leihvelli í Berlín hefir Rauði krossinn lótið gera nokkrar „umferðaleikstofur'í fyr-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.