Fálkinn


Fálkinn - 09.09.1955, Blaðsíða 13

Fálkinn - 09.09.1955, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 þarna, sem Shelah fékk hugmyndina,“ sagði hann dræmt. „Ég held nefnilega að þetta bréf hafi komið hingað eftir að Clive dó. Mig minnir nefnilega að ég væri að leita að því til að endursenda það, en ég fann það hvergi. Ég er viss um að Shelah hefir rifið það upp og lesið það. Og þegar hún afréð að drepa ömmu áður en hún fyndi erfðaskrána, notaði hún sömu aðferðina til að gera hjúkrunar- konuna meðvitundarlausa, sem hún hafði les- ið um í bréfinu . ..“ ,,Þú hefir sennilega rétt fyrir þér,“ sagði Jed. „En nú verð ég að fara.“ Hann lyfti glasinu sínu. „Skál fyrir hamingju ykkar. Mig grunar að hún verði mikil.“ Þau stóðu á svölunum og horfðu á hann aka burt í svarta bílnum. Ken tók utan um mittið á henni. „Hann er góður vinur,“ sagði Ken. „Besti maður sem hægt er að hugsa sér.“ Rödd hennar var loðin. „Ég hefi verið svo heppin.“ Hann beygði sig niður að henni og kyssti hana. „Stúlkurnar verða alltaf ástfangnar af skakka manninum,“ sagði hann. „Meðan þær halda áfram að elska skakka manninn." „Ég held að ég haldi því áfram,“ ságði hún og hallaði sér upp að öxlinni á honum. Eftir dálitla stund sagði hann: „Við skul- um svipast um í húsinu. Við skulum fara inn í hvert einasta herbergi. Við skulum reka alla drauga á burt héðan. Ertu. til í það?“ „Ég er til í allt, ef þú ert með mér.“ Þau gengu á milli herbergjanna. Kveiktu á ljósunum. En hvergi sáu þau vofur. Og hús- ið var hætt að hlusta. Loks opnuðu þau gamla barnaherbergið. Þegar Ken kveikti á lampanum heyrðist garg- að, „Halló, elskan!“ Sunrise sat á uppáhalds- staðnum sínum, gömlu klukkunni, sem hafði verið sett á sinn stað aftur. „Halló, Sunrise!" sögðu þau bæði í senn og hlóu. Hláturinn rak síðustu döpru endur- minningarnar á burt. „Góða nótt, elskan,“ sagði Sunrise. Og rétt á eftir: „Góðan daginn, elskan!“ Ken hló aftur. Hann þrýsti June að sér. „Þetta er góðs viti — ágætur fyrirboði ... Góða nótt til margs góðs, góðan dag til meira góðs. Ég elska þig. „Góðan daginn, elskan!“ sagði hann og hermdi eftir gjallandanum í páfagauknum. Svo kyssti hann hana. E ndir. „Hvers vegna verður þú alltaf svona vand- ræðalegur, þegar ég segi þér að ég sé „self- made“ maður?“ „Ég er alltaf í vafa um, hvort þú sért að af- saka þig eða gorta.“ „Ó, Georg við getum ekki hitst hérna — því að hann bróðir minn sér til okkar.“ — Hvar er hann? GUNNE - SAHKSÆRIÐ heitir ný framliáldssaga, sem hefst í næsta blaði. Segir hún frá baráttu hátt- settra enskra leynilögreglumanna og njósnara, gegn glœpamannaflokki, sem hefir sett sér það markmið að hrifsa völdin i Englandi og víðar, og foigprakk- arnir eru enskir auðmenn og lávarðar. — Ungur maður, Bill Stroode majór og ung stúlka, Angela Durrance, eru aðal- persónurnar í sögunni, og rata i hin ó- trúlegusty ævintýri, en tekst að ná í sannanirnar fyrir sekt höfuðpauranna. — Sagan er mjög spennandi og viðburðir gerast jafnt og þétt svo að aldrei verð- ur lát á. Fylgist vél með sögunni frá upphafi. Faðirinn er að ljúka sögunni um öll afrek- in sín í stríðinu: „Og svo vannst stríðið, son- ur minn.“ Sonur sat hugsi um stund. „Heyrðu pabbi — til hvers voru allir hinir hermennirnir þá notaðir?" Ein leikkonan í Hollywood kom heim til sín með nýja manninn sinn og segir við dóttur sína: „Hérna kemur hann nýi pabbi þinn, væna mín.“ „Jæja,“ segir telpan. „Heyrðu manni. Viltu gera svo vel að skrifa nafnið þitt í gestabók- ina mína?“ — Hafið þér staðið hérna lengi? spurði ríki maðurinn. — Marga klukkutíma, svaraði betlarinn kjökrandi. — Er yður ekki kalt? — Jú, mér er helkalt. — Þá skal ég kenna yður ráð. Þér skuluð hlaupa héðan sem fyrst! Gamall maður og frómlegur, svo að líklega hefir hann verið prestur, hleypur við fót og er að ná í strætisvagn á biðstöðinni. Það er rigning og mikið af forarpollum á götunni. 1 því að hann er að lcomast á biðstöðina ekur vagninn af stað og skvettir rækilega á hann. — Friður sé með sálu þinni — og það sem allra fyrst! kallar hann á eftir bifreiðarstjór- anum. — Konan mín er farin í sumarfrí austur að Laugarvatni. — . . . . Og nýtur tilverunnar þar? — Já, og ég f jarverunnar hér. Gamall maður nemur staðar við barnavagn- inn og fer að skoða krógann. „Þetta er mynd- arlegt barn,“ segir hann við móðurina. „Þér verðið að gera úr honum hraustleikamann.“ „Það getur nú orðið erfitt.“ „Sei, sei, nei. Snemma beygist krókurinn „Já,“ andvarpaði móðirin. „Það er bara það að athuga, að þetta er telpa.“ Hún er hraðritari á alþjóðafundi og einstak- lega falleg. Kemur til vinkonu sinnar eitt kvöldið og fer að kvarta undan að einn af er- lendu stjórnarerindrekunum hafi verið nær- göngull við sig. — Hvers vegna rakstu honum ekki utan- undir? segir vinstúlkan. — Heldurðu að það megi. Hann hefir stjórn- arpassa og er friðhelgur. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. ADAMSON Hættulegt hljóð þaggað niður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.