Fálkinn


Fálkinn - 09.09.1955, Blaðsíða 8

Fálkinn - 09.09.1955, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN r~ Hver •— ----------------------------■ ■—■ O PURNINGIN um livort þú hafir gifst rétta manninum, gelur vakn- að viku, úri eða tiu árum eftir brúð- kaupsdaginn. Nína upplifði þetta eftir fjögurra vikna hjónaband, og það byrjaði — þó thún gerði sér það ekki ljóst einmitt þá — þegar maðurinn hennar fór að leggja það i vana sinn, að skiija eftir skákborð 'hér og hvar í borðstofunni. — Heyrðu, Frank, sagði hún og elti hann eins og krakki, sem langar til að læra nýtt tafl. — Hvað er þetta? Ætlarðu í damm? Er það keppni? Kunningjar okkar taka þátt i bridge- lceppni og þeir spila canasta, en ég hefi aldrei heyrt talað um damm- keppni fyrr! Iíannske ég eigi að bjóða rjómakökur og límonaði ...? Frank sneri sé,r við og smellti kossi n nefið á henni. — Nei, barnið mitt, sagði hann, — þetta er allt annað. Og það er eins gott að ég meðgangi fyrir þér undir eins, að ég er vitlaus i að tefla skák. Nina hugsaði sig um. Jæja, verra gat það verið. Fað gat jafnvel orðið gaman að því. — Segðu mér betur frá þessu, sagði liún. — Ég tefli skák skriflega. Skilurðu —enginn af kunningjum okkar hérna nálægt teflir skák, og þess vegna verð ég að skiptast á leikjum í pósti. Við sendum hverjir öðrum leikina bréf- lega, þangað til annar hvor er orðinn mát. — Einmitt, já! En hvað á ég þá að gera? sagði Nína. Hann varð vandræðalegur. Þú get- ur ekki tekið þátt í því. Ég hefi þetta mér til dægrastyttingar meðan þú ert að setja saman leppateppin þín og b.ekla ... Nú er best að stilla sig, hugsaði hún með sér. Hún sleppti að segja honum frá, að leppateppin og hekludótið fengist hún við til að gera heimilið vistlegra, þó að hægt væri að eyða kvöldunum i annað skemmtilegra. Og á (eikinn? svo settist hún á stólbríkina hjá hon- um meðan hann var að raða mönn- unum á skákborðið. Svo tók hann bréf úr vasa sínum. — Hvenær kom þetta? spurði hún og hnyklaði brúnirnar. — í morgun. Ég sagði strákunum, að ég hefði ekki tima fyrr en eftir nokkrar vikur. — Áfsakið mig, strákar, ég þarf bara að gifta mig, sagði hún ertandi. — Skrifið þið mér eftir nokkrar vik- ur, þá er ég til! Hún hellti aftur í bollann sinn og settist út i horn. En hann lét sem hann vissi ekki af henni. Hann var niðursokkinn í taflið, var utan við þennan heim i einn klukku- tima og tíu mínútur. Svo kom hann til hennar og togaði í hárið á henni og lét eins og ekkert væri. Eins og hann vissi ekki, að það var meira en klukkutími síðan hann liafði kysst hana. — Ég verð víst svokölluð „skák- ekkja“, sagði liún alvarleg. — Bull. Yið förum í bíó á morgun. En svo leið að því, að hún taidi sig ■ekki geta komist hjá að taka til sinna ráða. Frank hafði setið yfir skákborð- unum fjögur kvöld í röð. Nú var eitt á skenknum, annað á tevagninum og |jögur á útvarpstækinu. Hún hafði fengið ströng fyrirmæli um að hreyfa ekki við þeim, og þegar hún hafði spurt hvernig hún ætti að fara að því að þurrka rykið af, hafði hann svarað: — Vertu ekki að hugsa um það. Þið kvenfólkið eruð alltaf að hugsa um að þrífa til. En Nína vildi nú ekki sætta sig við þetta. Hún tók hvert taflborðið eftir annað og stakk þeim inn i skáp. Svo þurrkaði liún rykið og fágaði hús- gögnin þangað til þau urðu gljáandi. Þegar Franlc kom heim leit hann yfir stofuna áður en hann sneri sér að Ninu og spurði: — Hvar eru töfl- in mín? -----------------------------------------í — Ég stakk þeim inn í skáp, svar- aði hún ofur rólega. — Nina! Hann starði á liana eins og mannýgt naut. — Ég sagði þér að þú mættir ekki snerta þau. Þarna kemur fægisóttin þín. Hvernig á ég að geta munað taflstöðuna núna? Og égj'sem var að þvi kominn að máta Berner! — Já, skelfing var það leiðinlegt, sagði hún reið. — En ég tók alls ekki skákborðin vegna þess að ég þyrfti að þurrka af, heldur af þvi að ég er orðin hundleið á að sjá þig koma heim kvöld eftir kvöld og hanga yfir þessum skákum og segja ekki eitt ein- asta orð. Manstu ekki að ég er til? Hvernig fyndist þér ef ég settist og sneri bakinu að þér og steinþegði? — Þetta er nú ósanngjarnt. Hann átti erfitt með að hafa taumhald á röddinni. — Við vorum í bíó tvö kvöld í síðustu viku, og við vorum i tveimur hundleiðinlegum samkvæmum, sem þú vildir endilega fara í. Og ég sit ekki allt kvöldið yfir skákinni — aldrei meira en tvo tíma. Og auk þess sagð- irðu, að þú hefðir svo gaman af bók- inni, sem þú fékkst léða i safninu ný- lega. — Mér þykir alls ekki gaman! hreytli hún framan í hann. — Ég verð veik af að sjá þig hlaupa í póstkass- ann á hverjum morgni, eins og ein- livern strákbjálfa. Og sitja yfir þessu allt kvöldið, eins og þú ættir lífið að leysa! Þú sagðir mér aldrei af því að þú værir svona — hefði ég vitað það þá hefði ég aldrei gifst þér! Þú giftist mér á fölskum grundvelli! Það gat nú verið skap í Frank líka. — Og þú sagðir mér aldrei að þú lægir með pappirssnifsi i hárinu á nóttinni og að þú reyktir i baðkerinu. Ég hefi andstyggð á hvoru tveggja, en mér fannst að úr því að ég væri giftur þér á annað borð, yrði ég að sætta mig við það. — Þú þarft alls ekki að „sætta þig við“ mig! æpti hún. — Nei, það segirðu dagsatt. Ég þarf þess ekki! svaraði hann og rauk út. Hún heyrði að hann skellti útidyr- unum. Hann er farinn frá mér, hugsaði hún með sér, milli steins og sleggju. Hún bjóst við tárunum fram i augu, eri þau komu ekki. Hún var ánægð með sjálfa sig, að hún skyldi hafa verið svona skýr á annarri eins al- vörustund. Hann er farinn frá mér, hugsaði hún með sér. En ég hleyp nú ekki heim til hennar mömmu fyrir það. Hún útmálaði fyrir sér live forviða kunningjar þeirra yrðu, þegar hún segði þeim frá slitunum, rólega og afdráttarlaust: — Jú, við skildum að borði og sæng fjórum vikum eftir að við giftumst. Vissuð þið það ekki? Alveg eins og í Hollywood, finnst ykkur ekki? En svo þyrmdi yfir hana og liún grét og fannst hjartað vera að springa.. Fallegi svæfillinn i sófanum vöknaði af tárunum. NÍNA fór ekki að hátta fyrr en seint og lá vakandi og þráði Frank. ■— Hvei einasta taug í henni lilustaði eftir fótataki hans, og hún hoppaði hátl i rúminu, er liún heyrði fótatakið hans í stiganum. Kannske hefir hann iðrast, hugsaði hún vonglöð með sér. En hún ætlaði að láta sem hún svæfi, og láta það bíða til morguns að hrosa sparibros- inu og láta sem allt væri fyrirgefið. Þá mundi hann grafa hausinn á sér við öxlina á henni, og hún mundi strjúka honum um hárið og segja, að þetta gerði ekkert til. Æn hann virtist alls ekki iðrandi Hann var þungstígur þegar liann kom inn i svefnherbergið. Svo fór hann að afklæða sig. — Ég verð að fá að sofa einhvers staðar, sagði liann þumbaralega. — Það er svo erfitt með húsnæði núna. Svo lagðist hann endilangur upp i rúmið og breiddi yfir höfuðið. Og að vörmu spori steinsvaf hann. Nú veit ég að mér hefir skjátlast, hugsaði hún beiskjufull. Ég hefði aldrei átt að giftast honum — aldrei! Hún lieyrði Frank fara á fætur morguninn eftir og fara inn í bað- klefann. Ég ætla ekki að fara á fætur og veifa til hans úr glugganum, hugs- aði hún með sér. Ég skal ekki! Hún heyrði að hann blistraði er hann setti upp ketilinn úti í eldhúsinu, og svo kom lykt af steiktu fleski inn í her- bergið. ‘ Síðan varð þögn um stund, og svo heyrði smella í gangahurðinni og svó ný, hræðileg þögn. Hún bylti sér í rúminu og fór að gráta. Hún fór á fætur kringum klukkan ellefu og klæddi sig vandlega. Held- ur en að gera ekkert fór hún út og keypti ýmislegt smávegis. íbiiðin var ein af morgum í stóru leiguhúsbákni, og er hún kom fram á ganginn sá hún að dyrnar stóðu upp á gátt að einni ibúðinni. Fyrir innan stóð maður við málara- hring og sneri bakinu að henni. Það var eitthvað heillandi við þetta breiða bak og jarpa hárið, sem var hrokkið i hnakkanum. í herberginu óð allt á súðum og sterka kaffilykt lagði fram á ganginn. — Afsakið þér, sagði hún, — ég

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.