Fálkinn


Fálkinn - 23.09.1955, Side 11

Fálkinn - 23.09.1955, Side 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. Húsið tions Henribsens ÞETTA gerðist í þá dásemdardaga, sem ekki þurfti byggingaleyfi. ÞaS er langt síðan þetta "var, en ennþá stendur húsið hans Henriksens á traustum grunni og ekki að sjá að nokkurn tíma hafi orðið grátur og ■ gnistran tanna i því eða út af því. Pétur Henriksen var þrjátíu og átta ára piparsveinn, einn af þessum traustu mönnum, sem hafa unnið sig upp úr vinnukonuherbergi með tága- stólræfli og smurðu brauði með mysu- osti í gilda bókhaldarastöðu hjá ríku firina, og eignast sparisjóðsbók með háum tölustöfum í. Þess vegna kom það flatt upp á bæði hann og aðra er það sannspurðist að hann væri trú- lofaður Veru Hábrá. Harðtrúlofaður. Þetta kom ekki eins flatt upp á Veru sjálfa, ef trúa má þvi sem hinar stúlk- urnar á skrifstofunni sögðu, að hún hefði „hramsað hann“! Þeim liafði öllum fundist Henriksen girnilegur, en talið ógerning að fá hann til að bíta á. Vera Hábrá —eða Vesta, sem móðir hennar og eldri systurnar tvær köll- uðu hana; þær lágu báðar við stjóra á hjónabandshöfninni — vissi hvað hún vildi. Og Henriksen vildi það sama. Og nú ætlaði liann að byggja sér hús. Það er að segja: þau ætluðu að / byggja hús. Og ekki þau tvö ein. Það urðu allt i einu svo margir um gamla drauminn hans. Því að gamla Hábrá vildi leggja orð i belg. Og systurnar tvær, Súreng lektorsfrú og Bertelsen lögmannsfrú líka. Og svo mágarnir tveir, vitanlega. Því að þeir áttu báðir svo þægileg hús, sagði sú gamla. Henrilcsen sagði ekkert. Hann hafði afráðið fyrir löngu hvernig allt ætti að vera. Hann hafði teiknað húsið sjálfur og gert það í samræmi við lóð- ina sina. Skógarlóðina, sem hann hafði dottið ofan á fyrir nokkrum árum. Hann fékk Veru til að koma þangað með sér eina fyrst. Þetta var ilmandi vorkvöld og liann benti og útskýrði. Jú, lienni fannst þetta skrambi fal- legt. En var það ekki nokkuð út úr? — Út úr? Rétt við aðalveg með strætisvögnum, hálftíma leið í bæinn. Og rétt við rafleiðslu og símalinu. — En vatnið? — Ágæt vatnsæð fimmtíu metra uppi í brekkunni. — En sorpræsi? Því að vitanlega urðu þau að hafa bað og vatnskamar. — Rotþró, sagði Henriksen. Eins og hann hefði ekki hugsað fyrir þessu öllu. En næsta sunnudag kom lögmaður- inn með bílinn sinn og ók þeim öll- um út að lóðinni. Þau liorfðu hvert á annað og hristu höfuðið. — Dettur þér í liug að láta hana Veru eiga heirna bérna? sagði gamla Hábrá. — Hér úti i eyðimörkinni. Þú ætlar að einangra ykkur, ég sé það. — Eða þá kaupmað- urinn! sagði frú Bertelsen. — I al- vöru talað, þú ættir að athuga þetta betur, sagði lögmaðurinn. — Já, Pési minn, sagði Vera. — Við verðum að athuga þetta betur. Nú fór að síga í Pétur, liann beit fast í pípumunnstykkiði. Hann var enn dulari á svipinn en áður, þegar hann afþakkaði boð málaflutnings- mannsins um að verða með i bilnum upp að nýbýlahverfinu á Hofsási. ★ Tískumyn4ir ★ __________________' Málaflutningsmaðurinn hafði kaup- rétt að nokkrum lóðum þar. Hann kom þangað síðar og varð að játa að staðurinn hafði margt til síns ágætis, og verðið á lóðunum var sann- gjarnt líka. En þetta var bara ekki hans lóð. Vera horfði dreymandi kringum sig og andvarpaði. — Mikið er útsýnið dásamlegt hérna! sagði hún. •— Þú mátt ekki misskilja mig, Pétur — þin lóð er falleg líka. En hugsaðu til mín, sem á að vera þar alein allan daginn. — Það er auðvelt að selja þá lóð, sagði málaflutnings- maðurinn. — Nei, fari það í helviti, sagði Henriksen. — Þú ræður þessu, elsku Pétur, sagði Vera. Nokkrum vikum síðar var hann far- liann er þeir voru í sunnudagsmatn- um hjá gönjlu Hábrá, hvort hann væri búinn að selja lóðina sína i skógin- um. — Henni er ráðstafað, svaraði Henriksen stutt. Mágurinn móðgaðist, en Vera klappaði unnustanum á hand- arbakið og deplaði um leið 'augunum til mágs sins. Henriksen leit upp og sá það og roðnaði. En Vera roðnaði ekki. Það var einn af kostum Veru, þessi, að hún var svo nærgætin. Enda veitti ekki af. Eftir því sem húsið komst lengra áleiðis risu fleiri og fleiri deilumál sem þurfti að jafna. Gamla Hábrá sletti sér fram í af lífi og sál. Og systurnar fóru heldur ekki dult með skoðanir sínar á því hvernig lilut- irnir ættu að vera og ekki að vera. Og svo bættist það ofan á að Súreng lektor reyndist vera sérfræðingur í byggingum. — Ég hefi heyrt að þú værir kunnáttumaður í frönsku lika, sagði Henriksen. — Fjölhæfni, kæri mágur — fjölhæfni, sagði Súreng. — En hann Pési er svo fjölhæfur líka, sagði Vera, — hugsið þið ykkur hve teikningarnar hans eru rómantískar, og hvað allt er hagfellt. Hún var svo nærgætin, hún Vera. Fyrst og fremst varð nú að útskúfa öllum teikningunum hans Henriksens, svoleiðis hús máttu eltki sjást á Hofs- ási. Og svo féllst hann á hús, eins og Vera vildi hafa það, i samráði við húsameistarann. Súreng, gamla Hábrá, málaflutningsmaðurinn og systurnar höfðu öll gert leiðréttingar á teikn- ingunni, svo að luin var fulikomin. Svo fullkomin að Henriksen var alveg ofaukið. Það er að segja, það vir hægí að nota hann til ýmiss konar púls- vinnu undir eftirliti hinnar samein- uðu hugsjónar. En þar varð fjölskyld- an að láta í litla pokann, Henriksen skrópaði. Allt í einu hætti hann að láta sjá sig eftir skrifstofutíma. Hann sagðist hafa svo milda yfirvinnu. Gamla Há- brá nöldraði, en Vera sagði að það væri best að láta Pétur í friði. — Það gengur betur við húsið þegar hann er ekki við, og svo vinnur hann sér peninga á yfirvinnunni, sagði hún. — Og við höfum nóg við peningana að gera. Daginn sem málararnir tóku til starfa í nýja húsinu á Hofsási var veisla hjá gömlu Hábrá. — Eigum við að skreppa og skoða húsið, sagði Vera er þau höfðu borðað. — Við skulum fara og skoða kofann, sagði Henrik- sen. —v Nú skuluð þið fá að sjá dálítið skrítið. Þau fóru að ókyrrast er þau sáu að ferðinni var heilið upp að skógar- lóðinni. Og þegar þau nálguðust sáu þau að þar var komið lágt og langt luis. Húsið hans Henriksens. — Hérna ætla ég nú að eiga heima, FERÐBÚIN. — Það er auðséð að þessi ungfrú er altilbúin í ferðalag mariubláum ullartausfrakka með hvít- um hnöppum. En mesta athygli vekur hin rúmgóða kálfskinnstaska sem er óvanalega falleg og þægileg að hafa með sér og góður hlutur að eiga þegar heim er komið. NÝTÍSKU SCOOTERJAKKI úr rauð- og hvítröndóttu efni. Hann er alveg sléttur, með klauf að aftan svo að hann verður ekki bögglaður þó óvar- lega sé með hann farið. Undir hinum stóra kraga með stóru hornunum má hafa klút sem helst ætti að vera.svart- ur eins og hanskarnir. sagði Henriksen. •— Hitt luisið sel ég þeim sem best býður. Viljið þið gera boð í það? Þannig atvikaðist það að Henriksen er enn eldri og traustari piparsveinn en hann var fyrir tuttugu og tveimur árum. * FALLEG BLÚSSA. sem má nota allt órið og hvort sem maður vill utan yfir eða undir pilsinu. Efnið er hvítt jersey með svörtum röndum. Það sem gerir hana svo sér- stæða og fallega er hvernig röndun- um er fyrirkomið. BEIGO-FRAKKI frá Desses með hinu fallega prinsessusniði. Frakkinn'gerir konur sérstaklega grannar vegna stóra kragans, sem má ef vill hneppa sam- an. Amerikumeyjar sem langar til að fá mynd af sér um leið og þær eru * að ljúka við að farða sig, geta nú fcngið spegilinn og ljósmyndavél sam- byggt og tekið mynd af sér sjálfar, á þvi augnabliki sem þær þykjast allra fallegastur. Þessi spegill kostar 850 dollara.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.