Fálkinn


Fálkinn - 23.09.1955, Side 12

Fálkinn - 23.09.1955, Side 12
12 FALKINN CUNNE — S5MSÆR1Ð Lögreglusaga eftir; RALPH INCHBALD- fannst þeir vera að mála fjandann á þilið, en brátt varð mér ljóst að þarna var hætta á ferðum. Um þær mundir voru að minnsta kosti fimm hundruð leynihreyfingar í Evrópu, — en hver stóð bak við þetta allt? Það var spurningin. Stjórnin sendi mig til gamals vin- ar míns, Tony Brocklesdowne, sem stjórnaði einni njósnadeildinni. Ég spurði hann hvaða starf ætti að fela mér, og hann svaraði því, að sér væri kunnugt að ég hefði staðgóða þekk- ingu á ýmsum löndum í Evrópu, og það var satt, enda tala ég nokkur mál eins og innbor- inn maður. Og nú ætlaði hann að fela mér að grafast eftir aðalstöðvum þessara leyni- hreyfinga og fletta ofan af höfuðpaurnum. Hann rétti mér miða, sem sex orð stóðu á. Þau voru ekki skrifuð heldur klippt úr blaði og límd á miðann. Þar stóð: „Leitið í útlöndum að EN heima.“ Orðið EN var klippt úr fyrirsögn, en hin með venjulegum lesmálsstöfum. EN gat ekki táknað einhvern og einhvern, það hlaut að tákna nr. 1, með öðrum orðum höfuðpaurinn, leiðtogann. Það áleit Tony líka. En ég taldi vonlaust að fara í þessa leit án þess að hafa eitthvað til að styðjast við. Ég las vandlega öll plöggin, sem Tony hafði viðað að sér, og þar rak ég augun í nokkrar línur. Hver veit nema þarna væri fær leið. Sama kvöldið fór ég fljúgandi til Róm, ég hafði njósnaravega- bréf og meðmæli til ítölsku lögreglunnar. En ekkert gagn varð mér að þeim. Hins vegar leitaði ég uppi prest í fátækrahverfinu og fyrir hans tilstilli komst ég í samband við „undirheimana“. KIT saup á glasinu og kveikti aftur í pípunni og hélt svo áfram: — Það var lítill vandi að rekja ýms spor. Þau voru ógreinileg en mað- ur þokaðist spölkorn áfram. Nú skal ég ekki þreyta þig með því að segja allar mínar ferða- sögur ýtarlega, því að ég fór um þvera og endi- langa Evrópu. En þræðirnir sem ég hafði náð í, röknuðu hver eftir annan. Og nú fór mér að verða ljóst að allt mitt starf hefði verið til ónýtis, og að það væri vegna þess áð eng- inn vissi nokkurn hlut. Það voru svo margir milliliðirnir og fólkið fékk skilaboðin sín með sendlum, sem fóru mann frá manni. I neyð minni tók ég það örþrifaráð að njósna um einn af þessum sendlum í Dússeldorf og elti hann að litlu húsi í Beethovenstræti. Þegar hann hafði læst sig þar inni braut ég upp hurðina og lét hann skilja að ég óskaði ým- issa upplýsinga; fengi ég þær ekki mundi það koma honum sjálfum í koll. Ja, þú skilur að ég beitti ofbeldi. Þetta var litil angi, sem reyndi í lengstu lög að snúa sig af mér. Ég tók fyrir kverkar honum og kreisti að, þang- að til við urðum málkunnugir. Þegar ég spurði hann hvaðan hann fengi fyrirskipanir sagðist hann ekki vita það, en sagðist halda að þær kæmu frá Englandi eða Skotlandi. Skilaboð- in kæmu til Norður-Hollands og væri dreift þaðan um alla Evrópu. Ég hugsaði um þetta um stund, og komst að þeirl’i niðurstöðu, að eitthvað gæti verið til í því. Var hugsanlegt að aðalstöðvarnar væru í Englandi eða Skotlandi? Þá datt mér nokkuð í hug og spurði: — Hvers vegna fór Rudolf Hess til Skot- lands? Hann gretti sig í framan, og ég vissi að ég var á réttri leið. Hess hafði spurt eftir kunn- um, enskum aðalsmanni, en gat það ekki staf- að af því að hann hafði lent á öðrum stað en hann hafði ætlað sér? Maðurinn svaraði að Hess hefði verið brjálaður og hefði ætlað til Englands til að koma á friði milli Englands og Þýskalands, en hann gat ekki blekkt mig. Annars var vafasamt hvort hann þekkti leynd- armálið; hann vissi tæplega að Hitler hafði sent Hess til að komast í samband við nr. 1 — höfuðpaurinn. Ég þvingaði hann eins og ég gat og ég spurði og spurði, en hafði lítið upp úr krafs- inu. Loks gafst hann upp. Hann stakk hend- inni í innvasann og dró upp silfurskjöld. Á hann var grafin talan „1“ og lárviðarkrans í kring. Og nú gerðist það, sem ég hafði ekki búist við. Meðan ég var að skoða skjöldinn dró hann upp skammbyssu og skaut sig í hjartað. Kit rétti út höndina og saup á glasinu, en ég var orðinn forvitinn. Ég leit á Angelu, sem ekki mun hafa heyrt þetta áður, því að hún sat með opinn munninn og starði á Kit. — Maðurinn hneig niður á gólfið og hafði fengið bana, hélt Kit áfram. — Ég laut niður að honum og áður en hann tók síðasta and- varpið hvislaði hann einu orði: — Gun (byssan), sagði hann. Já, skammbyssan lá á gólfinu. Ég vafði vasaklútnum mínum um hana og stakk henni í vasann. Svo slökkti ég ljósið og fór. Um nóttina hélt ég til Hollands og þaðan áfram til London, og þóttist sannfærður um að hafa rekið erindi mitt, þó að árangurinn kynni ekki að virðast mikill að svo stöddu. Hvað hafði ég eiginlega afrekað? Ég hafði hvorki fundið aðalstöðvarnar né leiðtogann. Ég hafði komist yfir minjagrip, skammbyssu, sem manngarmur hafði beðið mig að stinga í vasann. Ég hafði skoðað hana hvað eftir annað, ég hafði skrúfað hana sundur til að athuga, hvort þar væri ekkert leyndarmál. En ég varð ekki annars vísari en að þetta var amerískt vopn, Derringer-skammbyssa, ekkert annað. Hvað gat maðurinn átt við? Það var gáta, sem ég gat ekki ráðið. Kvöld eftir kvöld var ég gestur hjá Durr- ance aðmírál. Og þar var ég kynntur manni, sem ég fékk þegar andstyggð á. Það var Ric- ardo Gunne. Ættarnafnið sló mig. Gun og Gunne er bor- ið fram eins. Var það þetta nafn sem mað- urinn í Dússeldorf hafði átt við? Sama kvöldið fór ég með járnbrautarlest til Skotlands, því að ég vissi að Tony Brocklesdowne var þar sér til heilsubótar. Ég sagði honum alla söguna, og hann varð ekk- ert hissa þegar ég stakk upp á að Ricardo Gunne yrði athugaður svolítið nánar, enda leggur hann það ekki í vana sinn að verða hissa. Ég held varla að það mundi líða yfir hann þó að honum væri sagt að bróðir hans væri bendlaður við samsæri gegn konungs- fjölskyldunni. — Gunne, sagði hann bara. Röddin var ró- leg og hlutlaus. Við urðum samferða til London, og svo varð ég hans ekki var í hálfan mánuð. En þá gerði hann boð eftir mér, einn góðan veð- urdag. — Gunne, sagði hann. — Já, hvað er um hann? spurði ég. — Ég held þú hafir rétt fyrir þér, Kit. Viltu gera svo vel að taka hann að þér. At- hugaðu hann vel. Ég gerði það eins vel og ég gat, en varð ekkert ágengt, en svo fól ég Barry Townsend að skyggja hann. Barry var réttur maður í það. Hann var skarpur og athugull, flestum mönnum fremri, en sauðheimskur að sjá og heyra. Hann kom beint frá Oxford í utanrík- isráðneytið og starfaði í upplýsingadeildinni. Loks tókst honum að verða einkaritari hjá Gunne, og sendi utanrikisráðuneytinu margar fróðlegar skýrslur. Hann kom aldrei hingað, en við hittumst í London þegar hann hafði eitthvað á hjarta. Síðustu skilaboðin fékk ég frá systur hans. Þar stóð: „Kem í klaustrið 24.“ Ég fékk þessa orðsendingu 22. OG I DAG er tuttugasti og sjötti, sagði ég. — Já, það var ekki líkt Barry að vera óstundvís, svaraði Kit. Hann er stundvisasti maðurinn sem ég hefi þekkt. En hann hefir verið umsetinn, og hann ... hindraðist. Við sátum þegjandi nokkrar mínútur. Svo að það var þá hann, þessi myrti maður þarna inni í dagstofunni! Loks stóð Kit upp og barði úr pípunni. — Að hann var myrtur fyrir utan hús- dyrnar hjá mér, finnst mér benda til þess að ég sé umsetinn líka, sagði hann. — Það er aðvörun. — Ég skil það, sagði ég. — Get ég orðið þér að nokkru liði? — Já, viltu ganga í stað Barrys, sagði hann. Ég klóraði mér bak við eyrað. — En ... byrjaði ég. — Ég veit hvað þú ætlaðir að segja. En þetta er viðfangsefni handa þér. Að vísu ertu ekki eins flónslegur og Barry var, en ... — Fallega mælt, sagði ég. — En ég er hræddur um, að ég reynist meira flón en ég sýnist. Nei, annars, svo bölvað er það ekki. — Hvaða bull, Bill. En enginn grunar þig um njósnir? — Hann sá mig í veitingahúsinu. — En þú talaðir ekki við Angelu! — Nei. Ekki þar. En hann mætti okkur á leiðinni. — Heldurðu að hann hafi tekið eftir þér þá? — Já, ætli ekki það. Hann er ekkert flón. — Jæja, þá það. En viltu gera þetta, Bill? — Það er mjög freistandi sagði ég og leit á Angelu. — Þá skal ég segja þér betur frá öllu, sagði

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.