Fálkinn - 28.10.1955, Blaðsíða 4
4
FÁLKINN
★
Glæsilegur
æviferill
★
7tlounibaiíen lávarður situr í iignustu slöðu breska
fjlolans, eftir að ha$a verið varakonungur Jndlands
og haflt á hendi yfiirsliórn TMiðiarðarhafjsHlota
yiÁCO-bióðanna
í október 1914 sást maður í aðmír-
álsbúningi koma út af flotamálastöð-
inni i London. Hann var hár og bein-
vaxinn og með mikið af orðumerkj-
um á bringunni, svo að auðséð var
að þarna fór ekkert smámenni. Hann
leit aftur fyrir sig á flotastjórnar-
bygginguna, lyfti hendinni til að
kveðja verðina og ók burt. Hann hafði
verið húsbóndi í þessu húsi, en var
að ganga um dyrnar i siðasta sinn.
Aðmírállinn var enginn annar en
Louis prins af Battenberg. Hann
hafði verið „Fyrsti sælávarður" og
æðsti maður aðmirálaráðsins og
stjórnað stærsta herflotanum, sem
þá var til i veröldinni.
Hann hafði orðið breskur ríkis-
borgari 1868 og helgað Bretlandi allt
sitt starf frá þeirri stundu. Starfaði
í flotanum alla tíð og hækkað stig
af stigi uns hann varð „Fyrsti
Sealord" árið 1912.
Það var hann sem gaf út skipunina
um hervæðing flotans er stríðið skall
á sumarið 1914. Hann hafði ávallt
reynst þjóðhollur Breti. En hann var
af pólsk-þýskri ætt. Það vóg þyngra
en hitt, að hann er kvæntur dóttur-
dóttur Victoriu drottningar. Því að
eftir að breski flotinn hafði orðið fyr-
ir tilfinnanlegu tjóni i byrjun stríðs-
ins var Mountbatten kennt um. Hann
hefði — af ásettu ráði — vanrækt
viðbúnað flotans. Sagan hefir lagt
sinn dóm á þetta, og nú brigslar eng-
inn Mountbatten um vanrækslu. En
flotinn hafði fengið verkefni, sem ekki
var hægt að vinna tjónlaust, svo sem
að vernda skipin er fluttu breska
herinn til Frakklands. Hinu gleymdi
fólk, að hervæðing flotans hafði tekist
mjög skipulega og flotinn var vel bú-
inn i alla staði.
Gagnrýnin bitnaði auðvitað fyrst
og fremst á fyrsta sælávarði, og var
dregið í efa að liann væri jafnhollur
Bretum og vera bæri. Þetta varð til
Mountbatten sem síðasti varakonungur í Indlandi, á tali við Nehru for-
sætisráðherra.
Lord Mountbatten er yngsti „Fyrsti sælávarður", sem verið hefir í Bret-
landi síðustu 50 árin. Hann er 55 ára.
þess, að í okt. 1914 fór hann til flota-
málaráðherrans og bað um lausn.
Churchill var flotamálaráðherra þá,
og beygði sig fyrir almenningsálitinu
og veitti lausnina.
Það hefir verið fullyrt að Churchill
hafi ráðlagt Mountbatten að stíga
þetta skref, en ekki verður það séð
af bréfum, sem fóru þeirra á milli.
En hvernig sem því er varið var þetta
mikið áfall fyrir lávarðinn af Batten-
berg. Þvi nafni hét hann þá. En þegar
þýsku nöfnunum innan bresku kon-
ungsfjölskyldunnar var breytt, 1917,
tók hann sér nafnið Mountbatten, sem
var bein þýðing af fyrra nafninu og
fékk aðalsheitið „markgreifi af Mil-
ford Haven, jarl af Medina og greifi
af Alderney".
Hann dó 1921 og hafði þá lifað í
kyrrþey í sjö ár.
í flotanum var nýliði, sem tók sér
mjög nærri þessa afsögn lávarðarins.
Hann var 13 ára, og sonur hans. Og
hann strengdi þess heit að þvo af
nafninu þann smánarblett, sem óvin-
ir föður hans höfðu sett á það. Og
hann hefir efnt heitið. í vor skipaði
Chruchill hann í sörúu stöðuna, sem
faðir hans hafði orðið að vikja úr
40 árum áður.
Mountbatten yngra hefir verið veitt
athygli frá því að Nikulás Bússa-
keisari hélt honum undir skírn og
þuldi nöfnin lians yfir skirnarfont-
inum: Louis Francis Albert Victor
Nikulás, en við sama tækifæri reif
barnið gleraugun af langömmu sinni,
Victoriu drottningu, er hún fór að
gæla við það.
Victoria var sjálf fyrsti keisari
Indlands. Og barnið sem þarna var
skírt varð síðasti varakonungur Breta
í Indlandi. Hann tók að sér að afsala
Indverjum öllum breskum yfirráðum.
Mountbatten yngri er mikið glæsi-
menni. Það er sagt að frændi hans,
hertoginn af Edinburgh hafi tekið
hann sér til fyrirmyndar öllum öðr-
um mönnum fremur. Philip hertogi
varð breskur rikisborgari 1947 og tók
sér þá nafn frænda síns Mountbatten.
Þeir eru miklir vinir og Philip hafði
lengstum dvalið hjá frænda sínum
eftir að hann kom til Englands, og
var síðar adjútant hans, t. d. i her-
ferðinni til Burma.
Louis Mountbatten liafði ráðist i
flotann 1913, þá 13 ára. Hann mann-
aðist vel þar, og árin milli styrjald-
anna var hann ýmist í flotanum eða
við hirðina. Hugur hans var allur á
sjónum. Hann var mikill vinur prins-
ins af Wales — hertogans af Windsor
— og fór með honum í ferðalag um
öll samveldislöndin.
Árið 1921 kynntist hann ungri og
fallegri stúlku, Edwinu Ashley, dóttir
Mont Tempte lávarðar og erfingja að
7—8 milljón sterlingspundum. Þau
trúlofuðust í New Delhi árið eftir og
giftust í London. Konungshjónin voru
i veislunni og prinsinn af Wales var
svaramaður Mounlbattens.
En Mountbatten féll ekki landlífið.
Ilann fór í sérskóla í Portsmouth og
Greenwich, lærði loftskeytafræði og
tók túlkspróf í frönsku og þýsku. Og
ioks fékk hann sjálfur skip til umráða
árið 1934. Það var tundurspillir, sem
hét „Daring“ og fremur litilmótlegt
skip, en Montbatten var ánægður.
Þremur árum síðar varð hann „comm-
ander“ — sá yngsti í flotanum.
Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst
tók hann við stjórn flotadeildar og
hafði sjálfur spánýjan tundurspilli,
„Kelly“. Þetta var 5. tundurspilla-
deildin og lenti henni fljótlega i orr-
ustum. Og í desember 1939 rakst
„Kelly“ á dufl. Skipið kom'st í höfn
hálffullt af sjó og öll yfirbyggingin
af því.
Árið eftir fórst „Kelly“ í orrustu
við þýsk herskip hjá Krít, en hélt
skothríðinni áfram til síðustu stund-
ar. Mountbatten var einn af þeim fáu,
sem komust lífs af. Hann þótti hafa