Fálkinn - 28.10.1955, Síða 6
6
FÁLKINN
13 Lukkan
varpar akkerum
Framhaldssaga
eftir ALEX STUART,
OFT MÁLUÐ.
Notre Dame-kirkjan í Paris er tal-
in sú bygging, sem flestir hafa reynt
að gera myndir af. En þó er sagt,
að tiltölulega fá góð málverk séu til af
kirkjunni.
STÆRST í HEIMI?
Albert Trussler, 52 ára Englend-
ingur, hefir gert nákvæmt líkan af
hafskipinu „Pretoria Castle“. Líkanið
er 7—8 metra langt og talið stærsta
skipslíkan, sem gert hefir verið, en
„Pretoria Castle“ er 27.000 lesta skip.
Sjónvarpsleikkona var fengin til að
skíra líkanið og að svo búnu var það
sýnt á Waterloo Station í London.
ZULU-DANSARI. — í Albert Hall í
London var fjölbreytt skemmtun
haldin í júlílok til ágóða fyrir börn
úr nýlendunum. Meðal þeirra, sem
komu þar fram var þessi hraustlegi
negri frá Karibaeyjum, sem sýndi
þjóðdansa af mikilli leikni.
— Já, ég var það. Anne fékk tár
í augun. En lnin mátti ekki undir nein-
um kringumstæðum koma Ben í bölv-
un, þó að hún liefði gert sig seka
um flónsku sjálf.
— Já, — og hvað svo? spurði Nic-
holas.
Anne var Ijóst að afsökunin var lé-
leg, en þó sagði hún: — Þetta er ekki
þriðja stýrimanni að kenna, hann veit
ekki að ég er hérna. Skilurðu, ég —
mér varð illt í höfðinu og einsetti mér
að fara niður í skip, og þess vegna
laumaðist ég burt úr veitingasalnum
án þess að Iiann tæki eftir. Og svo
— svo kom þessi maður og bauð mér
leigubíl.
Nicholas var reiður. — Ef satt skal
segja, Anne, hefirðu liagað þér eins
og glópur! Ég get hugsað mér að þú
hafir orðið ósátt við þennan einlæga
tilbiðjanda þinn, Farrell, — en Port
Said er ekki hentugur staður til að
tapa sér í. Hvit kona ein síns liðs
innan um þetta glæpahyski hérnal Þú
hefðir getað lent í sorprennunni á
grúfu, með rýting í bakinu.
Anne titraði er hún sá reiðilogann
i dimmum augunum.
— Mér — mér þykir þetta afarlcið-
inlegt, Nicholas. Þrátt fyrir allar til-
raunir liennar til að harka af sér
runnu tárin niður kinnar hennar.
Hún var óstyrk í hnjánum, svo að
hún gat varla staðið í fæturna.
Nú varð Nicliolas mildari, og tók
handleggnum um axlir hennar. — Þú
varst hrædd. Röddin varð mýkri. —
Styddu þig við mig.
— Já, ég — ég — ef þú hefðir ekki
komið, þá ....
— Það var heppni að ég skyldi
heyra að þú hljóðaðir. Við ætluðum
á Hotel Royal til að fá okkur að borða,
en afréðum á síðustu stundu, að við
skyldum heldur fara á Rosenbank.
Ég kom til að sækja Oharlestonhjón-
in, sem sátu hérna og biðu eftir okk-
ur. Eg geri ráð fyrir að þú kærir þig
ekki um að fara til ... vinar þins
... aftur? Nú var röddin orðin köld.
— Nei, ég vil helst komast niður á
skip. Ef þú — gætir gert mér þann
greiða að útvega mér bil. Áreiðanleg-
an bíl. Ég vil ekki spilla kvöldinu
fyrir þér.
— Þú hefir spilit deginum fyrir
mér, sagði Nichoias rólega. — En við
tölum ekki meira um það. Ég skal
aka þér til baka. Við getum komið
við hjá Rosenbank í leiðinni og skilið
Charleston eftir þar.
Þau komust aflur niður á aðalgöt-
una, og andardráttur hennar varð
titrandi er hún hugsaði til bófans. —
Ég — ó — Nieholas, ég veit ekki
hvernig ég get þakkað þér þetta. Eg
var svo hrædd — að ég vissi ekki
. .. Hún beit á vörina og augun voru
full af tárum.
Nicholas nam staðar og sneri sér
snöggt að henni. — Ég þoli ekki að
liugsa til þess, Anne. Það hefir aldrei
munað minnu, að ég fremdi morð,
en núna í kvöld. Fyrirgefðu mér hvað
ég var þurr á manninn áðan. Ég var
ekki tilfinningalaus — þvert á móti.
Ég — Hann þagði og dró hana að
sér. Þú gerðir mig óðan af hræðslu.
Hann liélt henni fast að sér og dimmu
augun horfðu rannsakandi á hana.
Hún gat ekki séð andlitið á honum
fyrir myrkrinu. Rétt svo að hún sá
að bros lék um varir hans.
— Guði sé lof að þetta fór ekki
verr, sagði liann. — Sem sjálfskip-
aður verndari þinn finnst mér ég
bera ábyrgð á þér, Anne. Þú verður
að lofa mér því, að gera aldrei svona
flónsku oftar.
Hún kinkaði kolli skjálfandi.
Hún vissi ekki hvcrnig hún átti
að skilja þessar snöggu breytingar á
framkomu hans. Annað augnablikið
var likast og hann væri fokreiður við
hana — en á næsta augnabliki varð
hann svo viðkvæmur og bljúgur,
rærri þvi eins og hann — eins og
hann . .. Anne gat ekki trúað sínum
eigin augum. En það var alveg eins
og þetta væri í fyrsta sinn, sem hann
horfði á hana sem konu — sem full-
vaxta kona — sem heillaði hann.
Anne leit allt í einu upp og bauð
fram varirnar, knúð af innra afli,
sem ekki skeytti um neina skynsemi.
Hún óskaði að Nicholas kyssti hana
— hún átti enga ósk heitari til ...
— En, Anne! Rödd hans var undr-
andi. — Anne ...
Hann þrýsti vörunum að vörum
hennar, en kossinn var mjúkur, eins
og þegar fullorðinn maður kyssir
barn — innilegur, en undarlega kæl-
andi.
— Þú ert væn, Anne mín. En ég
hefi ekki hugsað mér að dufla við þig
eða koma þér á óvart, þegar þú ert
geðshræringu ... Hann strauk fingr-
inum um tárvota kinn hennar. — Við
höfum bæði fengið taugaáfall i kvöld.
Þurrkaðu af þér tárin, — svo skal
ég hjálpa þér inn í bílinn.
Anne hlýddi, veik af auðmýkt. Hún
var þögul og fálát þegar Nicholas koin
aftur með Charleston ofursta og frú
hans, og sagði egypska bílstjóramun
að aka til Rosenbank Hotel.
MILLI TVEGGJA ELDA.
Hitt fólkið, sem var með Nicholas
liafði safnast saman í danssal veit-
ingahússins. Lilly, sem liafði verið að
dansa við Tim Lane kom að borðinu
i sömu svifum og nýkomna fólkið var
að setjast.
— Við rákumst á fyrir utan Hotel
LÉTT Á SÉR. — Hve margir mundu
ekki óska að geta sveiflað sér eins
og unga stúlkan hér á myndinni gerir,
í kætinni yfir loftinu, sjónum og sól-
skininu. En flestir verða að láta ein-
hverjar jarðbundnari líkamsæfingar
duga.
Royal. — Anne liafði verið þar inn;
og borðað, sagði Nicliolas og bcnti
eihiun þjóninum. — Veslings barninu
líður ekki vel. Það er best að þú fáir
svoiítið kondak, Anne, svo skal ég
aka þér niður að skipi á eftir.
— En, Nicky, góðurinn minn —
þú ihefir ekkert borðað, er það? Rödd
Lilly var með áliyggjuhreim.
— Ég cr lélegur gestgjafi, sagði
Nicholas. — Eg bið afsökunar, en ég
hefi enga matarlyst. Hann sneri sér
að Anne og brosti. — En ef Anne vill
gefa mér tíu mínútur til að bæta upp
það, sem ég hefi vanrækt við gestina
mina þá ... viltu gera það, Anne? Ég
held að skemmtilegt fólk sé betri
lækning fyrir þig núna en nokkuð
annað.
Anne beit á vörina. Ef til vill hafði
hann rétt fyrir sér, en hún hafði helst
ekki viljað koma inn í gistihúsið. Það
var auðséð að Lilly féll miður að sjú
hana koma inn með Nicholas.
Nicholas tæmdi glasið og stóð upp,
en Lilly stóð upp líka, og sagði um
leið og hún brosti til Anne, að hún
þættist viss um að Anne hefði ekkert
á móti því, að hún fengi að dansa
einn dans við Nicliolas áður en hann
færi.
Þegar dansinum lauk brosti Lilly
enn og sagði að sér væri hálf óglatt
og að hún vildi helst verða þeim sam-
ferða til skips. Hún tók undir hand-
legginn á Nioholas og þau gengu á
undan út úr salnum.
Þegar þau komu niður á hafnar-
bakkann benti Lilly á lundganginn,
sem var alsettur ljósum. — Góða mín,
þarna er þá víst aðdáandinn yðar,
systir Anne? Hann liefir sjálfsagt séð
til okkar — hann kemur niður! Þér
megið ekki vera mjög slæm við hann,
syslir. Þetta er ljómandi laglegur pilt-
ur, og hann er alveg hamslaus af ást
til yðar.
Anne gat engu svarað.
Lilly dró Tim og Nicholas eftir sér,
og Anne hitaði í kinnarnar er hún sá
svipinn á Nicholas og heyrði Lilly
segja hlæjandi: — Æslcan er of
grimm! Komdu nú, Nicky minn, og
láttu skjólstæðing þinn fá að vera
i friði með unga piltinum. Lofðu þeim
að kyssast og sættast aftur. Henni