Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1955, Page 11

Fálkinn - 28.10.1955, Page 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. Sporhnndurinn ÞAÐ hafði verið stolið kápu úr þvotta- bjarnarbjórum frá Jeremei Babkin kaupmanni. Og Jeremei Babkin kaup- maður æpir, því að bann kann ekki við þetta með kápuna, sjáið þið. — Loðkápan, segir hann, er úr- vals kápa, félagar. Mér sárnar þetta og skai allt til vinna að fá hana aftur. Og þess vegna gerir Jeremei Babkon orð eftir sporhundi. Og svo kemur rnaður með hermannahúfu, legghlífar og hund. Það má segja að þetta sé kempa af hundi að vera, svartur og með mjótt, ófélegt trýni. Og þessi maður setur hundinn á sporið við dyrnar og segir: — Svona'? — Hundurinn þefar út í loftið, skoðar alla viðstadda (vitanlega hafði fjöldi manns safnast þarna saman) og skokkar svo beint að Fjólu gömhi í nr. 5 og þefar af pilsinu hennar. Sú gamia felur sig bak við hina. Hundurinn glefsar i kjólinn. Sú gamla reynir að komast burt. Hundurinn á hælunum á henni. Hann nær í hana og varnar henni að komast burt. Sú gamla fellur á liné fyrir framan lögregluþjóninn: — Jæja, segir hún, — þarna náðuð þið i mig. Ég neita engu. Það eru finim skjólur af heima- bruggi. Þær standa í baðklefanum. Farið þið bara með mig á lögreglu- stöðina. Hinir verða auðvitað hissa. — En hvar er kápan? spyr einhver. Farið þið bara með mig, ég skal afplána mína réttlátu refsingu. Og svo er farið með kerlinguna. Aftur er farið með hundinn á spor- Heimsfrægur vísindamaður sfötugur Að ofan: Niels Bohr. .— Til hægri: Hinn heimsfrægi danski kjarnorku- vísindamaður Niels Bohr varð sjö- tugur 7. október s.l. í stofnun þeirri í Iíaupmannahöfn, sem fæst við fræði- lega eðlisfræði og Niels Bohr hefir stjórnað um 35 ára skeið, var afmæl- isins minnst á veglegan hátt. Myndin er tekin við það tækifæri. Talið frá hægri: Niels Bohr, frú Bohr, H. M. Hansen rektor Kaupmannahafnarhá- skóla og kona hans. ið við dyrnar og lögreglumaðurinn segir: - Svona? — IJundurinn litur leitandi kringum sig, þefar út í loftið og gerigur svo að húsrráðsmanninum, sem náfölnar. Það dregur úr honum allan mátt. —- Setjið þið á mig liandjárnin, kæru vinir, þið sem hafið þjóðholl- ustu hugarfar. Ég hefi krafið ykkur um vatnsskattinn en ekki skilað pen- ingunum. Og auðvitað ræðst mannsöfnuður- inn að ráðsmanninum og bindur hann. En meðan á þvi stendur lallar hund- urinn að samborgaranum úr nr. 7 og heggur tönnunum í buxnaskálmina hans. Borgarinn náfölnar og heykist í hnjánum. — Sekur, segir hann, — ég er sek- ur. Ég hefi falsað vinnubókina mína, segir hann, — ég, þorskurinn, átti að starfa i hernum og verja ættjörð- ina. En í staðinn bý ég í nr. 7 og eyði rafmagni og öðrurn gæðum þjóðfé lagsins. Takið þið mig! Nú fara hinir að tvístíga. — Hver fjárinn er þetta, hugsa þeir með sér, — þetta er merkilegur hundur! Jeremei Babkin kaupmaður deplar augunum, skimar laumulega kringum sig og réttir lögregluþjóninum pen- inga. — Farðu með hundinn þinn hvert á land sem þú vilt. Við skulum ekki fást um loðkápuna. Fjandinn hafi hana. En þá er hundurinn þar. Stendur fyrir framan kaupmanninn og dinglar rófunni. Þá reynir Babkin að komast undan. En hundurinn eltir hann og fer að hnusa af skónum hans. Kaúpmaðurinn föinar og fer að stama. — Já, segir hann. Guð sér sann- leikann. F^g er hundingjasonur og þorpari. Og ég átti alls ekki kápuna. Ég fékk hana lánaða hjá bróður min- um og ætlaði ekki að skila henni aft- ur ... Nú hlaupa allir viðstaddir eins og fætur toga, sinn í hverja áttina. Hund- urinn getur ekki einu sinni þefað, en nær í þá næstu. Framhald á bls. 14. ★ Tískumyndir ★ -----------------1 FALLEG DOPPÓTT SAMSTÆÐA. — Svona lítið þarf til þess að fötin verði falleg. Pilsið er svart með hvítum doppum en bolurinn hvítur með svört- um doppum. Þetta er ensk hugmynd. Pilsið er rykkt á mjóan streng og bolurinn mjög látlaus. ANNAÐ DÆMI um vel heppnaða samsetningu tveggja lita sést á þessu sýnishorni frá Grés í París. Bolurinn hvítur en ermarnar og pilsið marin- blátt. Hálsmálið er kragalaust en tvö horn eru að framan og undir þeim er hnýtt marinblá silkislaufa.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.