Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1957, Blaðsíða 7

Fálkinn - 06.09.1957, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Ölfus-jarðskjálftinn 1706 varð úr að ég fór með honum. Vicky sat innan við diskinn. Hún var ung, ljóshærð og mjög lagleg. Á einum trjónustólnum sat ljómandi fallega vaxin jarphærð stúlka, með eitt af hessum sviplausu, snoppufríðu andlit- um, sem aldrei þoka eigandanum ofar en svo, að þær geta orðið kórstelpur í fremri röðinni. „Z“ kynnti mig og bað um glös. Framan af var viðræða Lili aðal- iega fólgin i orðunum: „Ó, gerðirðu það, elskan?" og „Þú ert dæmalaus!“ en eftir nokkur glös fór hún að segja okkur livað á daga hennar hefði drif- ið fyrir skemmstu. — Ég rakst á auglýsingu um að kór- stúlkur vantaði í skemmtileik, og svo gaf ég míg fram og fór til viðtals. Þetta var nálægt Charing Cross Road. Stofan var lítil, ljósunum komið fyrir á áhrifamikinn hátt, og stóll og grammófónn i einu horninu. Við skrifborðið sat laglegur ungur maður. Hann var stuttur í spuna eins og skrifstofumenn eru, og ég gat varla sagt að hann liti á mig. — Ég sagði honum að ég hefði lesið auglýsinguna og hann bað um að fá að sjá skankana á mér. Þegar ég dró upp pilsið leit hann drumbslega á mig og fór að skrifa. Svo sagði hann mér að ég yrði að bíða eftir frúnni, en hann gæti tekið mál af mér á meðan. Hann sagði þetta svo blátt áfram, að ég fór hiklaust úr piisinu þegar hann kom með málbandið. Hann mældi og skrifaði og mig grunaði ekki neitt. Þegar hann hafði lokið þessu bað hann mig um að liafa sig afsakaðan og stakk upp á, að ég slcyldi æfa nokkra dansa áður en frúin kæmi. — Frúin vill gjarnan sjá hvernig þér eruð vaxin, svo að það er óþarfa fyrirhöfn að þér farið í fötin áður en lnin kemur, sagði hann. Og svo lét hann grannnófóninn fara að ganga — og livarf. — Og nú var ég alein þarna, og grammófónninn spilaði „Tabu“. Svell- andi hrynjandi i því lagi! Ég fór að dansa og allt hvarf af mér smátt og smátt. Næst kom lagið „Jungle Drums“ og svo „Caravan" og ég vagg- aði og ruggaði cins og hula-hula- stelpa og gaf mig alla dansinum á vald. Loks varð ég að hvíla mig um stund og stöðvaði glymskrattann. Eft- ir tíu minútur var mér farið að verða kalt, svo að ég fór að klæða mig. Ég gekk að skrifborðinu, til að sjá hvað strákurinn liafði skrifað á minnis- blaðið. En þar voru engin sentimetra- mál heldur mjög persónulegar athuga- semdir um útlitið á mér. Ég varð fjúkandi vond og rauk inn i næsta herbergi. En þar var ekki nokkur sál. Reyndar voru engin húsgögn þar lieldur. En ég tók eftir ofurlitlu gati á þilinu. Þegar ég gægðist gegnum það sá ég vel yfir þann hluta „skrif- stofanna", sem ég hafði æft dansana mina í. Ég afréð að hlaupa niður á götuna og ná i fysta lögregluþjóninn, sem ég rsekist á. En þegar ég kom fram í ganginn sá ég að skiltið á hurðinni hafði verið tekið burt, og þegar ég sagði söguna á lögreglustöðinni, var ég frædd á þvi, að ég væri ein af mörgum kórstúlkum, sem liefðu orðið fyrir þessu sama. Lögreglan sagði mér, að gatið á þil- inu væri gert fyrir ijósop á kvik- myndavél, sem væri látin ganga með- an stúlkurnar væru einar. Það var ekki til mikils að kæra. Náunginn skipli í sífellu um sama- stað, og lögreglunni hafði ekki tekist að ná í eina einustu af kvikmyndun- um, sem hann hafði komist yfir svona. GLORIA, SEM VILDI LEIKA. Einn daginn þegar ég gekk um bið- stofuna á leið inn i skrifstofuna mina, kom ég auga á Ijómandi fallega stúlku með lirafnsvart hár. Hún var allt önnur kventegund en venjulegu sjúklingarnir mínir. Þegar hún kom inn til mín sagði hún mér, að sér hefði alveg upp úr þurru dottið í hug að ná tali af mér. Hún vildi ekki að faðir hennar fengi að vita að hún væri veik. Hún hafði fengið snögg höfuðverkjaköst og átti bágt með að sofa. Hún hét Gloria. — Mér finnst Soho töfrandi staður, sagði hún, — sérstaklega þessir klúbbar. Ég hefi komði í marga þeirra nú þegar, og ég á einstaklega viðfelld- inn vin, sem býður mér með sér. Einu sinni þegar við vorum úti saman, fór hann með mig i spilavitið hérna í kjallaranum í þessu húsi. — Gerald! hrópaði ég. — Hvar í ósköpunum hafið þér kynnst honum? — Ég kynntist honum i samkvæmi í gistihúsi í Westend. Ég spurði hana hvenær höfuðverk- urinn hefði byrjað að kvelja hana. — Þó skrítið sé, sagði hún, — var það morguninn eftir að ég hafði verið að skemmta mér með Gerald i fyrsta skipti. Hann bauð mér á gildaskála og danssýningu hérna i Solio. Draum- urinn minn er að verða kabarett-list- mær í Westend. Ég get sungið visur þannig að fólk hafi gaman af að hlusta á þær, og ég dansa sæmilega líka. — Hvað drukkuð þér þetta kvöld? — Aðeins cinn kokkteil. Einhver tegund, sem Gerald mælti sérstaklega með. Mig fór að gruna sambandið milli Gcralds og höfuðverkjarins í stúlk- unni. Gerald er einn af hinum al- ræindu „kvennagullum" herra „Z“, sem sjálfur er einn af ófyrirleitnustu fjárplógsmönnunum i Soho. Nokkrum dögum siðar sendi Gloria mér nafnspjaldið sitt í póstinum. Aft- an á spjaldið hafði hún skrifað: „Klukkan 10 í ... .klúbbnum, daglega alla þessa viku. Komið og sjáið Wanda. Hausverlcurinn horfinn. Gloria.“ Ég afréð að taka boðinu. í einu horni klúbbsins var hring- myndaður vínfangadiskur og tveggja eða þriggja manna hljómsveit i öðru liorninu. Bak við hljóðfæraleikarana var dökkrautt tjald fyrir leiksviðs- opinu. Hljómsveitin hætti að leika rétt fyr- ir klukkan tíu, svo var dregið úr Ijós- unum en kastljósi beint á leiktjaldið. Svo heyrðist trumbusláttur og djúp rödd kallaði: „Wanda!“ Tjaldið var dregið til hliðar og nú sást kvenmað- ur standa á pallinum og snúa bakinu við áhorfendumim. Hún var í siðum samkvæmiskjól. Svo fór trumbarinn að eftirlikja frumskógatóna og War.da teygði úr handleggina og fór að rugga mjöðmunum. Svo heyrðist hljóð, eins og sirspjatla væri rifin, og samkvæm- iskjóllinn skiptist i tvennt, ofan frá hálsmáli og niður á ökkla og hvarf. Dansmærin stóð eftir í svörtum nær- kjól, sem náði tæplega niður á hné, og hélt áfram vagginu. Svo heyrðist aftur hljóð eins og í pjötlu sem rifn- ar, og nú stóð Wanda i brjósthöldum, lendabrók og nylonsokkum með hæla- háa skó. Trumburnar héldu áfram og vaggandi fór Wanda að leysa af sér annað sokkabandið. Setbergsannáll segir frá (1706): Á þessum vetri voru oft jarðskjálftar, sem var nóttina fyrir þ. 28. Januari tveir, í Martio einn, einn sá stóri á skirdag, 1. Aprilis, en sá hræðilegi, slóri og mikli jarðskjálfti skeði þann 20. Aprilis, sem var þriðjudaginn seinastan i vetri urn morguninn í dögun. í þeim mikla jarðskjálfta lirundu niður i Ölvesi 24 lögbýli og að auki hjáleigur margar, en þessir bæir niður hrundu gjörsamlega: Staðurinn Arnarbæli allur nema kirkj- an, hver þó mjög laskaðist, einninn Ossabær, Kröggulsstaðir, Þurá önn- ur og Ivotferja í Flóa. í Kaldaðarnesi varð og stórskaði, dóu kýr í fjósi. Þar féll svo til, að tveir kvenmenn vöktu yfir kálfsjúkri kú, sátu þar í básun- um undir kverkinni á tveimur kúm, hverjar kýr báðar dóu, en kvensvift- irnar báðar komust heilar af. í þess- Allt i einu heyrðist rödd kalla úti við dyrnar: „Stopp!“ Ég snerist á hæli og gapti af undrun. Rétt fyrir innan dyrnar stóð hr. „Z“. Ég trúði varla minum eigin augum. Wanda hafði snúið sér fram og pirði augunum gegn glampanum frá kastljósinu. Þetta var Gloria. Hún rak upp skræk og hvarf bak við tjöldin. Hljómsveitin byrjaði að leika glamrandi „quick-step“. Hr. „Z“ gekk eins og í svefni yfir dansgólfið og muldraði um leið og hann sá mig. — Komið þér með mér læknir. Ég þarf á lijálp að halda. Ég fór með honum inn i dimrna kompu bak við leiksviðið. Þar var Gloria. Hún var að hneppa að sér kjól, sem hún hafði hlcypt sér í. Hún var skjálfhent og sjáöldrin í henni voru óeðlilega stór. Hr. „Z“ gekk til hennar, lyfti hendinni og gaf henni löðrung. Og áður en ég gal hindrað það — annan í viðbót. „Hver hefir komið þér að hérna?“ spurði hann. Gloria svaraði hvíslandi: „Ungur maður sem ég þekki — Gerald.“ „Hittir þú hann í gistihúsi?“ vildi .,Z“ fá að vita. Gloria hengdi hausinn og þögn hennar var sama og samþykki. „Z“ sneri sér að mér og var hinn reiðasti. „Hún hefir fengið eiturlyf, læknir. Lítið þér bara á augun i henni. Getið þér gert nokkuð við því? Gloria er dóttir mín, læknir. Ég reyndi að stía henni frá þessu öllu ... Ég bauðst til að reyna að lækna Gloriu, en þau komu aldrei til min. Þau lnirfu eins og rcykur — bæði. E n d i r . um jarðskjálfta dóu kýr víða og lösk- uðust, matur og drykkur skemmdist, mölbrotnuðu tré i húsum og það und- arlegast má þykja, að undirstöður veggjanna eru sagðar efstar orðnar. Varð þetta húsahrun sumstaðar meira, sumstaðar minna, því sum hús voru sumstaðar heil. Stóðu og líka eftir þeri kofar aldeilis lieilir, sem voru langtum veikari en húsin, sem niður hrundu, meiddist ekki né dó nema ein 28 ára kona. Mikil er mildi og miskunnsemi drottins ... (Næst tekur við skrá um húsa- skemmdir á 40—50 bæjum, og er henni sleppt hér). Fyrst þegar vart varð við þessa liræðilegu jarðskjálfta, það skeði á skírdag, sem var sá 1. Aprilis um liá- degi, hver hræring var svo hörð, að allmargt hrundi og steyptist niður, það inni í húsum var, og menn úti standandi á jörðu hrutu áfram, og fannst öllum sá svipur koma af út- norðri. Jafnvel þóttust nokkrir að- gætnir menn hafa fundið þá hræring á sjó. Þaðan af var ei svo greinilega eftir tekið fyrr en þann 13. dag s. m., þá mest um gjörði. Það skeði um aft- urbirtutima, þá ekkert fólk var upp slaðið og fátt vaknað. Var og ei held- ur heima á bæjum nema kvenfólk og unglingspiltar, örvasa menn og ómag- ar, en karlmannafólk allt verkfært við sjó. Hafa skynugir menn kunn- að svo skýrlegast frá að segja, að lieyrðist fyrst koma þytur yfir húsin, og þvi næst hafi allt hrærst og titrað með óttalegustu skelfingum, og virtist þeim sem mjög litið hléaði við, en þó mjög skjálfandi og hcrti svo á aftur með mestu hræringar, og ei linnti það fyrr en allt var til grunns hrapað. Hefir ei orðið nær komist eftir að taka en svo, að undir eins liafði geng- ið veggir undan húsunum og jafnvel undirstaðan, sem og sundurdregist og brotnað trén og rjáfrið og svo niður brotnað, þar hús hröpuðu helst, sem inni var og menn og fénaður, og þau, er sterklegast voru byggð með miklu þaki, en hin stóðu helst, sem einstök voru með léttu þaki .. . Samt skeði það svo fyrir náðarríka verndun drottins, að enginn maður, ungur né gamall, í þessu byggðarlagi skaðaðist né lestist i nokkurn máta. Komust þó sumir út naktir og flestir litt klædd- ir mjög, og þeir, eð út komust, gátu til grafið og náð hinum út nm þekj- una. Líka komust sumir naktir til næsta bæjar og fengu svo styrk til að ná hinum, er ei gátu sér sjálfir bjarg- að ... Viða urðu sprungur miklar i jörðinni, þó nú taki þær að síga saman. Uppi á Gnúpafjalli, segja kunnugir menn, að sprungið sé sund- Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.