Fálkinn - 20.09.1957, Blaðsíða 4
4
FÁLKINN
arana hjá hvíta fólkinu. Þær fóru í
birtingu á morgnana, komu ekki heim
fyrr en seint á kvöldin. Móðirin var
síhrædd um ]3að mundu lenda i hönd-
um þorpara, og þessi hræðsla smitaði
barnið. — Þú skalt alltaf vikja úr
vegi fyrir hvíta fólkinú og forðast
það, sagði blökkukonan við Josephine
litlu. Barnið kynntist þvottakjöllur-
unum til hlítar. Og þegar liún varð
þreytt lét móðir hennar hana fleygja
sér á hrúgu af óhreinum þvotti og þar
sofnaði hún vært.
varð fljótt vör við, að kynþáttamis-
rétti var til, og mörgu sem gerðist í
því sambandi gleymir hún aldrei.
Einu sinni var heilt svertingjahverfi
brennt til ösku, af þvi að svartur
maður hafði móðgað hvita konu.
Fólkið sem hreysin voru brennd ofan
af hrósaði happi að fá að halda líf-
inu, og svo byrjaði það baráttuna
fyrir tilverunni á nýjum stað.
Lítið varð úr skólavist, þvi að börn-
in urðu að vinna fyrir sér, og kenn-
ararnir i svértingjaskólunum hirtu
losephine Baker -
Miss Ameríka 1948 heimsótti Josephine Baker bak við tjöldin í Folies-
Berges í París og dáðist af höfuðfatinu hennar.
Fyrir 32 áruin var uppi fótur og fit
i París. Eitt gleðileikhúsið þar hafði
komist yfir þeldökka stúlku, náttúru-
barn og sent hana inn á leiksviðið og
látið hana syngja og dansa. Og þessi
blökkustúlka kom, sá og sigraði. Hún
iagði París fyrir fætur sér á svip-
stundu, svo að gleðigoðin Mistingu-
ette og Maurice Clievalier höfðu fulla
ástæðu til að grænka af öfund. En
enginn spáði þvi þá, að hún mundi
verða boðberi nýrra hugsjóna og
heimsfrægur mannvinur. Flestir spáðu
að hún mundi von bráðar fara í hund-
ana eins og sumar „stjörnurnar“, sem
verða jafn skammlifar og þær eru
skærar meðan þær lýsa.
Suður i Frakklandi stendur litið
þorp við ána Dor dogne, og heitir
Milandes, en torgið i þessu þorpi hef-
ir fyrir nokkru verið skirt Place
Josephine. í innskoti á hornhúsi við
torgið er lítil Maríumynd og hjá
henni eru sjö börn. Andlitsdrættirnir
á myndinni eru þeir sömu og á Josep-
hine Baker, sem á heima i hÖllinni
uppi á hæðinni skannnt frá þorpinu,
ásamt sjö krökkum, sem eru hvert
öðru ólík og engin þeirra tvö eins
á litinn. Einn er franskur, fæddur í
París, glettinn og greindarlegur. Ann-
ar finnskur, bláeygur og alvarlegur á
svip og einbeittur. Þá’ kemur svart-
liærður peyi frá Kóeru, með skásett
augu, og svo gulur Japani, sem hirtur
var í óskilum á götu í Tokió. Næst
má tejja kynblending, son hvítrar
stúlku og blökkumanns. Og tveir
snáðar frá ísrael og Cuba reka lestina.
Þessir sjö bræður —allir kjörsynir
Josephine Baker og hins franska
manns liennar, Jo Bouillon, hafa ný-
lega eignast þann áttunda, ungverskt
I'Jóttabarn, sem nýtur mikils dálætis
lijá kjörforeldrunum og heimsborg-
urunum, bræðrum sinum.
Stórbýli fylgir liöllinni, og móðir
Josephine, Richard bróðir liennar og
Margaret systir hennar ásamt Ehno
manni sinum, sjá um búskapinn. Þessi
fjölskylda byrjaði tilveruna i skugga-
hverfinu í St. Louis í Bandaríkjun-
um, og lieimilisfaðirinn var spánsk-
ur Gyðingur og verkamaður, en liús-
freyjan var svertingi og þvoði þvott
fyrir hvítt fólk. Hreysið sem þau áttu
heima í var komið að hruni fyrir
finnntiu árum, en það stendur enn!
Stofan, sem þau leigðu i þessu húsi
var ekki stór, og systkinin þrjú urðu
að sofa i sama rúmi, Josephine og
Margaret við höfðagaflinn en Richard
til fóta. Josephine var elst, og meðan
hún var eina barnið, liafði móðir
Iiennar hana með sér í þvottakjall-
Þegar Josephine var sex ára voru
Richard og Margaret fædd líka, og nú
tók hún að sér húsmóðurstörfin
heima og hugsaði um börnin. Fátækt-
in var mikil, og Josephine, sem keypti
í matinn, var oft í vandræðum með
aura. En þegar hún var orðin átta
ára hafði hún fundið lirræði til að
draga i búið. Hún hvolfdi þvottabala
og dansaði á honum og krakkarnir
úr nágrenninu þyrptust að. Þau borg-
uðu skemmtunina með mat. Þrifnað
lærði Josephine í bernsku og enginn
þvoði stiga eins vel og hún. Smám
saman fór hún að taka til innanhúss
hjá hvítum nágrönnum og lærði að
sjóða mat, svo að hún gat annast
eldamennsku hjá fólki lika.
— Ár i ótta og fátækt, kallar Josep-
hine Baker þessi bernskuár sín. Hún
*
lítt um, þótt börnin vanræktu skólann.
Það eina sem vakti umhugsun Josep-
liine í sambandi við námið, var trú-
arbragðakennslan. Hún átti bágt með
að gera sér ljóst, að Drottinn var
stór, hvitur maður með Ijóst hár og
að allir englarnir hans skyldu vera
hvítir. Þetta braut hún oft heilann
um, og það lagðist i hana, að ef til
vill væri til sérstakt svertingja-
himnaríki, sem alveg væri þagað um
i skólanum.
Söngur og dans voru eina huggun
svertingjanna er þeir voru hryggir
og liræddir. 'Þeir voru sjaldan glaðir.
Fyrir nokkrum kynslóðum höfðu for-
feður þeirra verið frjálsir frumskóga-
búar, og hrynjandin og söngurinn
var enn i blóðinu frá þeim tima.
Josephine hafði fengið þessa frum-
kynnti sig fyrst sem vísnasöngmær, en varð fulltrúi samúðar, og boðberi
jafnréttis allra þjóða veraldar.
Ségurel borgarstjóri í Dordogne gefur Josephine og Jo Bouillon saman
í hallarkapellu hennar í Milandes.
Josephine Baker í einum kjólnum frá Balmain, sem hún notaði í Ameríku-
ferðina.