Fálkinn - 20.09.1957, Blaðsíða 13
FÁLKINN
13
sönnun dugi. Hann tók upp ljósmynd. Þar
sáust tveir menn í stuttbuxum, sem hölluðu
sér upp að væng á flugvél. Caroline sá strax
að annar þeirra var Geoffrey. Hinn var mað-
urinn, sem sat við hliðina á henni, það var
ekki um að villast. Á myndinni studdi
Geoffrey hendinni á öxlina á Scott.
— Trúið þér mér nú? spurði Tom Scott.
Hún kinkaði kolli. — Já, sagði hún. — Nú
trúi ég yður.
— Það er gott. Hann brosti. — Við erum
að lenda, svo að við verðum að hætta þessu
skemmtilega samtali. Ég geri ráð fyrir að
þér kæruð yður ekki um að láta sjá yður
með mér, þegar við komum í land. Það var
ieiðinlegt að við höfðum svona lítinn tíma.
Allt í einu hvarf brosið af honum. — Jæja,
þér munuð vilja hafa frest til að hugsa um
það sem ég hefi sagt? Hver veit nema þér
finnið ráð til þess að ná í peningana líka. Ég
er ekki kröfufrekur. Eg heimta ekki meira
en blöðin mundu borga mér fyrir þessar upp-
lýsingar. Þau eru sólgin í þess háttar fréttir,
sjáið þér. Sögur úr daglega lífinu, ævi hvíts
manns í fangelsi innfæddra á Papua, það er
dágott efni, finnst yður það ekki? En það
væri leiðinlegra fyrir yður ef þær væru
prentaðar. Leiðinlegt fyrir herra Renton
líka, haldið þér það ekki ? Hann horfði ígrund-
andi á hana.
— Getið þér ekki sagt mér hvort ... Rödd-
in brast, og hún hélt áfram hvíslandi: — ...
hvort Geoffrey er lifandi eða dauður?
Tom Scott stóð upp um leið og ferjan snerti
bryggjuna. Andlitið var svipþungt og svipur-
inn tvíræður og hann leit ekki á hana meðan
hann svaraði: — Æ, hættið þér þessu, frú
Beresford. Dettur yður í hug að þér getið
veitt mig í gildru. Það er nfl. þessi upplýs-
ing, sem ég vildi fá peninga fyrir. Ég býð
yður sannanir — öruggar sannanir. Þér skul-
uð fá þær fyrir þúsund pund — út í hönd!
— Þ-þúsund pund? Caroline varð felmtruð.
— Éruð þér brjálaður, maður? Ég á engin
þúsund pund.
— Nei, en David Renton á þau, sagði
Scott drumbslega. Henni féllst hugur. Mög-
ur, afskræmd höndin þreif í handlegginn á
henni. — Ég hefi annan kaupanda, ef þér
kærið yður ekki um þetta.
— Annan? Hún starði á hann.
— Það getur verið að herra Lomax vilji
gjarnan ná í þetta, haldið þér það ekki? Ég
talaði við dóttur hans í símanum í morgun.
Hún virtist vera mjág forvitin — bæði um
mig og um yður og um Geoffrey. En ég
læt yöur sitja fyrir, af því að ég ... nú, jæja,
við getum sagt af vorkunnsemi. Geoffrey var
húsbóndi minn og hann fór vel með mig.
Hvenær sem hann græddi peningafúlgu, lét
hann mig fá slatta. Því ætla ég ekki að
gleyma.
— Ekki það? Röddin var beisk. Ferjan iá
við bryggjuna og Scott gaut augunum kvið-
inn til farþeganna, sem ætluðu í land.
— Nei, sagði hann hátíðlega. Hann dró
hana lengra inn í skuggann. — Við Ge(offrey
vorum félagar. Þess vegna gef ég yður sól-
arhrings umhugsunarfrest. Ég skal hafa tal
af yður annað kvöld. Væri ég í yðar sporum
mundi ég ekki fara til lögreglunnar. 1 fyrsta
lagi getið þér ekki sannað að ég hafi sagt
neitt, sem hægt er að hafa á, og í öðru lagi
er erfitt að finna mig, ef ég kæri mig ekki
um að láta finna mig. Hann sleppti hand-
leggnum á henni og færði sig út á hlið nær
landganginum.
CAROLINE elti hann í öngum sínum. —
Bíðið þér! kallaði hún. — Bíðið þér! Hafið
þér ekki lesið blöðin? Hafið þér ekki lesið
um trúboðann, sem fann flakið úr flugvél-
inni?
— Ég hefi lesið blöðin. Hann sneri sér að
henni og hvessti á hana augun. — Ef þér
haldið að þessi trúboði geti sannað nokkurn
skapaaðn hlut, þá er yður best að gefast upp
undir eins. Hann getur ekkert sannað!
Scott virtist sannfærandi og öruggur um
sinn málstað. Caroline gat varla náð andan-
um. — En trúboðinn, pater Duggan, sagði
að það væri óhugsandi að nokkur hefði kom-
ist lífs af úr flugvélinni. Hún brann til ösku.
Tom Scott glotti út undir eyru. — Já, það
er alveg rétt. Það lifði enginn af flugslysið.
— En þér sögðuð ungfrú Lomax að þér ...
— Ég veit hvað ég sagði henni, tók hann
fram í. — Ég var í flugvélinni þegar hún
lagði upp. Og það var Geoffrey lika. Og hvor-
ugur okkar var í vélinni þegar hún rakst á.
Og það get ég lika sannað! Góða nótt, frú
Beresford. Við sjáumst aftur.
Hún rétti fram höndina til að stöðva hann,
en hann smaug burt og hvarf inn í mann-
fjöldann. Caroline reyndi árangurslaust að
elta hann uppi, en hún barst með þvögunni,
og þegar hún var loksins komin upp á bryggj-
una og fór að átta sig, var hann horfinn.
Hún gekk hægt upp að sporvagnabiðstöð-
inni. Tom Scott virtist hafa öll trompin á
hendinni. Hún gat ekkert — nema biðið
átekta og reynt að ná fundi hans aftur.
David símaði morguninn eftir. Hún reyndi
að tala rólega og æðrulaust, og fullvissaði
hann um að hún væri fullfrísk og gæti kom-
ið gangandi til vinnunnar.
— Ég kem og sæki þig eftir tuttugu mín-
útur, sagði hann.
— Það er einber óþarfi, David. Hún hafði
afsökun á reiðum höndum í þetta skipti. —
Það vekur bara umtal og pískur ef við kom-
um saman.
— Skiptir það nokkru máli? Við ætlum
að giftast, er ekki svo?
— Ó, David, ég veit það ekki.
— Caroline! Það var eftirvænting í rödd-
inni. — Hvað gengur að þér? Þér hefir ekki
snúist hugur? Iðrastu eftir að hafa sagt já?
— Nei, góði, vitanlega ekki. Hún mátti ekki
láta hann halda það, og hún vissi að hún yrði
fyrr eða seinna að segja honum frá viðtali
sínu við Tom Scott. En ekki núna — ekki
ennþá.
— Hvað er þá að, Caroline? sagði hann
áhyggjufullur. — Geturðu ekki sagt mér
hvað er að?
— Nei, ég get það ekki. Ekki í símanum.
Ég skal útskýra það allt fyrir þér, David. En
ekki núna. Gefðu mér frest.
— Ég kem til þín, sagði David einbeittur.
— Eg kem eins fljótt og ég get. Gerðu svo vel
og biddu eftir mér.
— Ég hefi pantað bíl ... byrjaði Caroline,
en hann tók fram í önugur: — Afþakkaðu
hann. Það er eitthvað að þér, ég heyri það
á röddinni í þér. Góða, besta, ég elska þig,
skilurðu það ekki? Það er rangt af þér að
reyna að bera áhyggjur þínar ein. Ég geri
ráð fyrir að þessi náungi, Scott, hafi gert þér
ónæði?
— Já.
— En því máttu ekki þegja yfir, sagði
David alvarlegur. — Ég kem til þín eftir tíu
mínútur.
Hann sleit sambandinu og Caroline horfði
á símatækið, eins og í þoku. Nú varð hún að
Framhald í næsta btaði.
FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDBM. — Af-
greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12
og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.'
Svavar Hjaltested. — Sími 12210.
HERBERTSprent.
ADAMSON
Of mikil freisting.