Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1958, Blaðsíða 5

Fálkinn - 02.05.1958, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Þe&si drengur erfingi að fjöl- mennasta ríkja- sambandi heims- ins. Charles Breta- krónprins verður tíu ára í haust, en samt er farið að taia um hver eigi að verða konan hans. um hann. En árið eftir varð þjóðar- sorg, er Ástríður drottning hans fórst i bifreiðarslysi, er þau hjónin dvöldu i Sviss. Konungur hafði sjálfur verið við stýrið, og því meira varð áfallið fyrir hann. Þetta var eins og fyrirboði þess að fleiri ógæfur ættu að lienda kon- ungsættina. Á næstu fimm árum náði Hitler æ meiri völdum og nágrennið varð óþægilegra fyrir Belga með hverju árinu. Og 10. maí 1940 ruddist þýskur her inn í landið. Orusturnar stóðu aðeins 18 daga, þá gaf Leopold konungur skipun um að gefast upp, og það bakaði honum óvinsældir. Hann varð sjálfur fangi Þjóðverja, fyrst í Laeken-höll og siðar í Þýska- landi. Það var í Laeken sem hann gerði næstu kórvilluna — frá belg- isku sjónarmiði: að giftast Marie Lilliane Baels. Flestum þótti þetta móðgun við minningu hinnar ástsælu drottningar, Ástríðar, aðrir töldu að Lilliane hefði of mikil áhrif á hinn veikgeðja konung. Af þessum ástæð- um varð þjóðin fráhverf Leopold en fylkti sér um Charles bróður hans. Eftir að konungur varð fangi Þjóð- verja gerðist Charles forstjóri hinnar belgisku andstöðuhreyfingar. Hann varð einnig ríkisstjóri eftir að stríð- inu lauk og margir bjuggust við að hann yrði tekinn til konungs. Lá við borgarastyrjöld í Belgíu út af Leo- pold. Hann kom heim — með konuna — en tókst ekki að ná fylgi. Og þegar í þann veginn var að sjóða upp úr lagði hann niður völd og Baudoin sonur hans, sem þá var tvítugur, var tekinn til konungs, 16. júlí 1951. Þá var Charles úr sögunni, og Leopold var bönnuð landvist í Belgíu. Það er talið líklegt, að allt þetta 'hafi haft áhrif á Baudoin og gert Iiann að hugsandi áhyggjumanni fyrir aldur fram. Það er sjaldan sem hann sést brosa. En þessir atburðir hafa eflaust þroskað hann. Nú biður þjóð- in þess með eftirvæntingu að hann fái sér konu og eignist erfingja. Marg- ar hafa verið nefndar, þ. ú. m. norska prinsessan Ástríður, en líklegra þyk- ir þó, að Isabella prinsessa, elsta dótt- ir greifans af París, sem gerir kröfu til Frakklandskórónu, verði Belgiu- drottning. „ÞAÐ VARÐ STRÁKUR!“ Þetta fagnaðaróp heyrðist um endi- langt England þegar Elizabeth þáver- andi prinsessa en nú Bretadrottning eignaðist fyrsta barnið, sunnudaginn 14. nóv. 1948. Samkvæmt breskri venju voru engin vándræði með titla lil að klína á hann i fæðingunni: hann varð sjálfkrafa hertogi af Cornwall, hertogi af Rothesay, jarl af Carrick og barón Renfrew, „lord of the Isles“ og „Prince and Great Steward of Scotland. Okkur finnst þetta titlatog ómerkilegt eða hlægilegt, en enginn sannur Breti lætur sér detta í hug að brosa að því. Þann 15. desember var liann svo skírður Charles — i vatni úr ánni Jordan! Hirðsiðirnir bresku hafa óhjá- kvæmilega haft áhrif á uppeldi prins- ins. En þau systkin, hann og Anne, hafa þó fengið að leika sér eins og menskra manna börn. Fyrrum fór öll kennsla enskra kóngabarna fram í höllinni, en enski ríkiserfinginn er nú í heimavistarskólanum Cheam, og 9. afmælið sitt hélt hann þar, án þess að sérstakt stáss væri gert að honum. íþróttir fær hann að iðka. Hann er hrifinn af knattspyrnu og iðkar tals- vert leikfimi, ennfremur kann hann að sitja á hesti og hefir lært að synda. HESTAR OG EIMREIÐAR. Systkinin eru bæði miklir dýra- vinir. Þau eiga sinn hestinn hvort, William og Greensleeves, sem þeim þykir mjög vænt um. Og svo eiga þau Framhald á bls. 14. MAÐURMIV, SEAI Jór Jyrstor yfir Atlantsbafið einn síns liós. a) Þegar Bandarikjamenn minntust 100 ára afmælis sins sem sjálfstæð þjóð, kom sjó- manni frá Gloucester í Massachusetts til hug- ar að fara einn á litlum báti yfir Atlantshaf- ið. Hann hét Alfred Joliansen og hafði flutst búferlum frá Tanderup á Fjóni i Danmörku. Hann byggði sjálfur 3 tonna seglbát, 18 feta langan og 5% feta breiðan, og sagði: „í þess- um báti ætla ég að fara yfir Atlantshafið." h) Hinn 15. júni 1876 lagði hann af stað frá Gloucester og ætlaði til Liverpool. Þegar hann sigldi um Nýfundnalandsmiðin, gerðu fiskimennirnir gys að honum, fyrir að ætla sér að bjóða Atlantshafinu byrginn á bátkænu. c) Annar dagur úgústmánaðar var versti dagur ferðarinnar. Þá var fárviðri. Hann byrgði sig undir segli, en Centennial livolfdi, er iiann fékk sjó á sig. Alfred komst ú kjöl og hékk þar alla nótlina, en tókst að rétta fred varð að verjast með hnifi, sem bundinn verið 67 daga á leiðinni og varð fyrstur manna bátinn daginn eftir. var á ári. til að fara einsamall yfir Atlantshafið. Banda- d) Olíuofninum hafði skolað fyrir borð, e) Níunda ágúst mætti hann seglskipinu rikjamenn kölluðu hann „Centennial .Tohn- og vatn og vistir liöfðu spillst mjög. I þokka- Prince Lombard og 21. ágúst varpaði liann son“ eftir þetta. bót var gráðugur hákarl i kjölfarinu, sem Al- akkerum á höfninni i Liverpool. Hann hafði \

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.