Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1958, Blaðsíða 8

Fálkinn - 02.05.1958, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Elizabeth þorði ekki að líta á Adam, en hún fann að hann horfði á hana . . . Fom ást - og ný Aðeins einu sinni áður liafði Eliza- betli Crane orðið ástfangin, og þá stóð ln'in á tvítugu. Þetta stóð eitt ár, en þegar hún og Harohl Scott loks- ins gengu saman inn kirkjugólfið var hún ekki brúður hans heldur brúðar- mey i brúðkaupinu hans. Ög á eftir stóð hún í gestahópnum og kastaði konfetti yfir brúðhjónin, og svo ók Harold á burt með Miriam, bestu vin- stúlknnni hennar. Elizaiietli hafði tekið sér þetta ósköp nærri, og hún sat i sorgum heilt missiri. En svo einsetti hún sér að hrista þetta af sér og drekkja sorg- um sinum í vinnunni. Nú var hún orðin 26. Hún hafði fengið sjálfstæða stöðu hjá starfs- fólksumsjóninni í stærsta verzlunar- fyrirtækinu í Hartford. Hún hafði tamið sér að vera fremur þur á marin- inn og fálát eins og fólki hæfði, sem var i hcnnar stöðu. Elizabeth hafði rúmgóða íbúð á besta stað í bænum og allt sem hún hafði kringum sig voru urvalsgripir. Hún ias nýju bækurnar, sein út konm, og kom svo oft til London, að hún gat fylgst með öilum nýjungum í tísk- unni. Og hún sá líká nýju leikritin, sem leikhúsin sýndu. í vinalióp og kunningja var hún talin skemmtileg og ræðin, en nokkuð kaldlynd. Það kom fyrir að hjartað í henni brá venju og sló hratt. Til dæmis þegar litill angi i barnavagni fleygði bangsanum sinum á gólfið í leik- fangadeildinni, eða þegar hún sá ný- gift hjón vera að kaupa sér i búið. En þegar slíkt kom fyrir lokaði hún augunum og hugsaði til Harolds, sem hafði sært hana svo mjög. Og svo hugsaði hún til þess hve blessanlega trygga og rólega ævi hún ætti núna. Einn morguninn kom skrifstofu- stúlkan inn og sagði: — Herra Booth vill tala við yðurl — Látið þér hann koma inn, sagði Elizabeth og hélt áfram að skrifa bréfið, sem lá fyrir framan hana. Eft- ir dálitla stund tók hún eftir að dyrn- ar voru opnaðar og lokað aftur. — Góðan daginn, sagði liún og leit upp. Og samstundis tók hjartað í henni kipp. En hún lét ekki á neinu bera. — Get ég gert nokkuð fyrir yður? sagði hún rólega. — Mér var sagt að snúa mér til yð- ar, sagði Adam Booth brosandi. Hann var hár vexti, slóðalega til fara, aug- un syfjuleg en þó glettnisleg um leið. — Ég hefi verið ráðinn til að sjá um gluggasýningarnar. Morgan forstjóri vildi að ég talaði við yður áður en ég byrjaði. Elizabeth brosti hæversk: — Gerið svo vel að fá yður sæti. Hann tók stól og settist við hliðina á herini i stað þess að setjast á móti Iienni við skrifborðið, þar sem fólk sat vanalega þegar það talaði við hana. Hún tók spjald og fór að skrifa upplýsingarnar, sem liann gaf henni. Adam Booth var 29 ára, hafði fengið góða menntun og gengið í listskóla. Þetta langt var hún komin þegar vindlingahylki úr silfri var opnað við nefið á henni: — Má bjóða yður vindl- ing? Elizabeth hikaði, en hún leit ekki á hann meðan hann var að kveikja i hjá henni. — Þökk fyrir, sagði hún og beygði sig svo aftur yfir spjaldið. — Viljið þér verða meðlimur í eftir- launasjóðnum hérna? Nú varð þögn. Elizabeth horfði spyrjandi á hann og hann brosti: — Eruð þér meðlimur? spurði hann. — Ég? sagði Elizabeth og deplaði augunum, hissa. — Já, ég er það. — Þá er best að ég verði það líka. Þó að hann væri ekki eldri en þetta, þóttist Elizabeth sjá á dráttunum kringum munninn á honum, að hann hefði reynt sitt af hverju um ævina. Hún lauk við að ganga frá spjaldinu, stimplaði það og lagði það til hliðar. — Þá var það ekki annað, sagði liún svo og leit á hann, en flýtti sér að líta af honum aftur. — Þér finnið allt sem til sýninganna þarf í kjallaranum. Hann stóð upp og nú skein glettn- in úr augunum: — Ég fæ vonandi að sjá yður við og við, ungfrú? Elizabeth fór að raða saman blöð- unum kringmn sig. — Ég kem oft inn í verslunardeildirnar, sagði hún stutt. Það var ekki að sjá að hann væri að flýta sér. — Það var aðeins eitt, sem ég vildi minnast á, sagði hann. — Nú? Hann laut fram og benti á spjaldið, sem hún liafði verið að skrifa. — Þér hafið skrifað nafnið mitt skakkt, sagði hann. Elizabeth leit á spjaldið. Hún hafði skrifað Harald Scott í stað Adam Booth. — Hvaða flónska er þetta? sagði hún. Og hana hitaði í kinn- arnar. Hún tók sjálfblekungirin og leið- rétti villuna. Þegar hún leit upp var Adam Booth farinn. NÆSTA mánuðinn fannst Elizabeth hún sjá gluggaskreytarann óþarflega oft. Henni fannst hún rekast á hann i hvert skipti sem hún kom út fyrir skrifstofudyrnar. Hann brosti alltaf kurteislega til hennar, og stundum heilsaði hann kunnuglega. Það er hættulegt að venjast mönn- um á þennan hátt, hugsaði Elizabeth með sér. Þess vegna fór hún að loka augunum og hugsa um Harolds hven- ær sem hún mætti Booth. En það var bara þetta, að hún átti erfitt með að muna andlitið á Harold. Skelfingar vitlcysa er þetta, hugs- aði hún með sér einn morguninn er hún sá Adam framrni í versluninni, hann er ekki nema ofurlítið meira en venjulegur maður, og lítur alltaf á mig þegar liann sér mig. Hann lítur eflaust alveg eins mikið á liinar stúlk- urnar hérna í versluninni. Og svo er hann vafalaust giftur. Þá heyrði hún rödd bak við sig: — Ég þarf að spyrja yður að dálitlum hlut, ungfrú Crane. Hún leit við og þar stóð Adam með gullfiskaskál i höndunum. — Það var viðvíkjandi þessum gullfiskum, sagði hann. — Eiga þeir að vera í eftir- launasjóðnum? Hún gat ekki stillt sig um að brosa. — Ég skal skrifa spjald fyrir þá, sagði liún. Adam studdi öxlinni að þilinu. Hann virtist ekki vera að flýta sér. — Viljið þér borða með mér i kvöld? Þetta kom flatt upp á Elizabeth. — Ég veit ekki. Hún fann að Adam horfði á hana. — Jú, ég held að ég geti það. Hann brosti aftur. — Ágætt. Ég kem og sæki yður klukkan 7. — Ég á lieima í ... — Ég veit það. ‘ Það stendur i símaskránni. Svo lyfti hann fiska- kerinu hærra upp á bringuna og hvarf inn í ganginn. Eyrst nú fann Eliza- beth hve greiðlega hún hafði fallist á að fara út með honum. Hún reyndi aftur að hugsa um Harold, en sá ekkert nema brosandi andlitið á Ad- am. Hún flýtti sér inn i skrifstofuna sína og náði í spjald Adams. Hann var ógiftur. Klukkan rétt fyrir sjö var hringt hjá henni. Þar stóð Adam. — Ég skal verða tilbúin undir eins, sagði hún og lét hann fara fram hjá sér inn í stofuna. Hún fór inn í svefnherbergið. Þar stóð hún tals- vert lengi fyrir framan spegilinn. Þeg- ar hann gekk framhjá henni úti i ganginum liafði hún séð bregða fyrir rósum með löngum legg, sem hann hélt fyrir aftan balc. Hún hafði líka séð hrifninguna í augunum á honum. Hún tók samkvæmistöskuna og káp- una og fór inn í stofuna. Adam stóð á miðju gólfi, eins og dómari, fannst henni. Hann hafði lagt rósirnar á lít- ið borð. — Þær eru fallegar, sagði liún og leit á blómin, — en þér hefðuð ekki átt að eyða svona miklum peningum i þetta. — Þetta var bara afgangur úr glugga, sem ég var að skreyta. — Nú, einmitt? Röddin varð allt í einu flatneskjuleg. Hún fór fram i eldhús til að ná í glas undir blómin. Meðan hún var að koma þeim fyrir í vatn gekk Adam um stofuna og skoð- aði bækurnar og málverkin hennar. — Ég kann vel við þessa stofu, Eliza- betli, sagði hann — hér er allt svo kyrfilegt og öllu vel niður raðað. Augun voru i ertnislegra lagi. — Er það? spurði hún á báðum áttum. Svo breikkaði á honum brosið. — Alveg eins og þér sjálf. Ekki citt hár, sem eklti er á rétlum stað. Hún forðaðist að líta á hann og smeygði sér í kápuna áður en hann komst til að hjálpa henni. Þegar hann opnaði dyrnar sagði hann* eins og í trúnaði: — Getum við ekki þúast. Og kallaðu mig Adam. Það gera allir. Adam var einkar vel lagið að segja hlutina eðlilega, hugsaði Elizabeth með sér þegar þau voru komin fram í ganginn. Þau höfðu ekki talað mikið saman, en samt liafði honum tekist

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.