Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1958, Blaðsíða 6

Fálkinn - 16.05.1958, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN 2. grein Rossellini og ástamálin SPÁKONAN. ViÖ vöknuöum ekki fyrr en seint morguninn eftir. Enda var ekkert sérstakt, sem við áttum að hafa fyrir stafni þann daginn. — Roberto, sagði ég er við vorum að drekka kaffið — þú ert svo viðutan i dag. Rossellini beit á jaxlinn, það var líkast og hann væri að reyna að vakna af dásvefni, og brosti. — Ég fékk bréf frá Ingrid, sagði bann. — Hún skrifar aðallega um börnin. Þú veist hve mikið ég sakna þeirra. Hann liélt áfram að tala um Ingrid og Rómaborg og fjölskyldu sina, en það tal var ekki eðlilegt. Það var ]ík- ast og hann væri að, þvinga sig til að tala um þetta, til þess að hanu gæti nninað eftir þvi. Meðan hann var að tala fann ég að hann var sér þess meðvitandi sjálfur að hætta var yfirvofandi. Hann var gagntekinn af Sonali Das Gupta. Hann vildi hitta hana aftur. Og nú var hann að reyna að bæla þá löngun niðri. í þrjá daga talaði hann ekki um annað en Róm. Eftir það fór hann að- verða líkari sjálfum sér aftur. Svo fór hann í samkvæmi. Þar var hin venjulega klíka kvikmyndafólks, indversks og frá Evrópu. Þetta var merkilegt samkvæmi, glitrandi, ann- arlegt, og eins og dularhjúpur yfir því. 1 einu horninu í salnum sat gömul, hrukkótt indversk kona, í mislitum sari. Hún var eins og höggmynd, eng- inn vöðvi bærðist i andliti hennar. En augun brunnu eins og eldur. — Hver er þetta? spurði Rossellini forvitinn. — Það er gömul og fjölvís spákona, sagði einn forstjórinn. — Hún er mjög fræg. — Ég ætla að láta liana spá fyrir mér, sagði Rossellini. — Núna straxl Hann fór og settist hjá spákonunni og hún starði lengi á hann. Hún sagðði: — Þér eruð ástríðu- hcitur maður. Þér hafið elskað marg- ar. — En ég get sagt yður, að þér eruð kominn til Indlands til þess að kynnast þeirri, sem þér elskið heit- ast um ævina. Og þér getið ekki kom- ist hjá því. Enginn flýr sitt skapa- dægur. Rossellini var fölur sem nár. Mér sýndist ætla að líða yfir yfir hann. Hann stóð upp og gekk út að vín- borðinu til að fá sér glas. Hann starði á mig en sagði ekki neitt. Það kann að virðast skrítið, að vel- menntaður, greindur og duglegur leik- stjóri og snjall listamaður skuli vera hjátrúafullur. En Roberto Rossellini var það. , Það hefir verið sagt að zigaunablóð sé i æðum hans. Ég veit ekkert um það. En alla þá tíð sem ég hefi þekkt hann, hefir liann látið spár hafa áhrif á sig. ROSSELLINI APNEITAR SONALI. Þegar við fórum úr samkvæminu vissi ég að ég var með hræddum manni. Rossellini sagði ekkert á leið-. inni heim í bílnum. En þegar við komum í gistihúsið muldraði hann: — Ég verð að hitta einhverja aðra spákonu. Við unnum ekkert i heila viku. Ég var að dytta að ljósmyndavélunum, en fjölda spámanna og spákvenna sá ég fara inn i stofuna til Rossellinis. í lok vikunar sagði liann mæðulega: — Þau segja öll, að ég miini upplifa mína heitustu ást í Indlandi. Á gamlaárskvöld vorum við boðnir lil indversks rithöfundar í Rombay. Þar voru kringum sextiu manns — meðal þeirra var Sonali. Roberto nam staðar er hann sá hana. En hann sagði ekki orð. Og innan skamms höfðum við verið um- kringdir af mörgum öðrum fögrum konum. Sonali hreyfði sig ekki. Hún sat þar sem hún var komin, og starði stórum, ljómandi augunum út í blá- inn. Hari Das Gupta lék á als oddi. Hann var alltaf að klappa á öxlina á Ross- ellini. Svo lét hljómsveitin til sin heyra og við fórum að dansa. Rossellini dansaði við kornunga stúlku, sem var ensk i aðra ætt en indversk i hina. Hann lét sem liann sæi ekki Sonali. En hún sat kyr og horfði á hann. Ég og margir aðrir kunnu þessu illa og loks fór ég til hennar og sett- ist hjá heiini. — Hvernig skemmtið þér yður, Sonali? spurði ég. — Ég skemmti mér alls ekki, sagði lnin. — Ef satt skal segja þá skenimti ég mér aldrei í samkvæmum. Við fórum tíu mínútum síðar. Son- ali sat enn á sama stað og horfði á eftir okkur. Ég kvaddi hana. Roberto sagði ekkert. ,.ÉG SKAL GERA LEIKKONU ÚR HENNI“. Við minntumst ekkert á Sonali. Nú leið og beið en loks fór Rossellini að láta hendur standa fram úr ermum. Hann átti tal við Nehru og bað hann um aðstoð. Nehru sýndi honum umhverfi Bombayborgar. Hann spurði mcira að segja hvort við vildum ekki ferðast eitthvað um i einkaflugvél hans. Nú var Rossellini ólmur af fjöri. Það var eins og hann hefði ráðið for- sætisráðherrann sem fylgdarmann sinn. Og Nehru lofaði honum bæði fjárliagslegri og tæknilegri aðstoð. Þegar við konium aftur til Bombay bauð Rossellini mér í miðdegisverð og sagði: — Við búum til tólf kvik- myndir ... og ég hefi frábæra mann- eskju i aðalhlutverkin — Sonali Das Gupta. Ég varð agndofa af undrun. — En ekki er hún leikkona, svo ég viti, sagði ég. — Hún verður það, sagði Rossell- ini. — Ég skal gera fræga leiklconu úr henni. Rossellini sendi eftir Hari Das Gupta og sagði við liann: — Konan yðar getur orðið ágæt leikkona. Ég vil láta hana leika unga ekkju. Indverjinn horfði á hann og sagði ofur rólega: — En konan mín er engin leikkona. — Ég veit það, ég veit það, svaraði Rossellini um hæl. — En bún verður það, með miuni bjálp. — Nei! sagði Hari. Sonali Das Gupta, hin indverka frú, 29 ára, sem gcrði Rossellini svo ást- fanginn að hann gleymdi Ingrid og börnunum sínum. Þeir störðu hvor á annan eins og mannýg naut. Svo leit Rossellini und- an og sagði: — En lmn er leikrita- höfundur. Ég ræð hana til að semja kvikmyndahandrit. — Já, sagði Hari. — Það getur hún vel. — Ágætt! sagði Rossellini lirifinn. — Hún semur kvikmyndahandrit handa mér og engum öðrum. Ég ræð hana hér með. Við skulum fara til hennar og segja lienni þessar góðu fréttir. Eftir þetta vann Sonali með Ross- ellini í herbergjum hans í Taj Mahal- gistihúsinu. Aldo Tonti ljósmyndari, höfundur greinanna. Hari kom oft þangað. — Það er fengur fyrir hana að fá að vinna með jafn gáfuðum leikstjóra, sagði hann. — Sannast að segja liefi ég ekki mikið af henrii að segja, en þetta er skemmti- legasta verikð sem hú nhefir nokk- urn tíma haft. Og svo hefir liún líka mikið upp úr því. Ég var atvinnulaus allan þennan tima. Og ljósmyndarar mínir liöfðu ekkert að gera. Ég lagði að Rossellini að liann lofaði mér að fá að lesa handritið. —- Þú skilur ckki eitt orð af þvi, sagði liann. — Það er á ensku, Loks sættumst við á að fara til Mysore til að taka landslagsmyndir. — Sonali kemur líka, sagði Ross- ellini. — Nei, það gerir hún ekki, sagði Hari Das Gupta er hann heyrði uppá- stungu Rossellinis. — Ef Rossellini fer til Mysore þá verður liann að fara einn, bætti hann við. Og honum var alvara. Framhald í næsta blaði. —O— ÖSKUBUSKA VORRA DAGA. Spánska telpan Cipri Vaquera varð móðurlaus 3 ára og varð að vinna fyr- ir sér frá blautu barnsbeini og lærði hvorki að lesa né skrifa. Nítján ára fékk hún nýrnaveiki, og borgarstjór- inn í bænum gaf henni peninga fyrir meðulum. En hún fór til Madrid og fékk þar vist, og jafnframt tilsögn í lestji og skrift. Síðan fékk hún vist hjá amerískum hjónum; maðurinn var í Bernard Shaw-klúbb, sem árlega velur unga stúlku og gefur henni tækifæri til að byrja lífið á nýjan leik, eins og Eliza Doolittle í leiknum „Pygmalion“. — Hér sést öskubuskan við matarpottinn. —0—

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.