Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1958, Blaðsíða 12

Fálkinn - 16.05.1958, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN 11 K * K * A * rt ERFIÐIR KOSTIR FRAMHALDSSAGA % * % y Js y K *Þí)£*h)g*Þí)g*>í)&*>í)£* Nr. 22 *^#^#^*^*^* '•— Antonía! Hvað ert þú að gera hér? Hún leit við, sinnulaus. Þarna stóð Martin! „ERT ÞÍJ HONUM NOKKURS VIRÐI, ANTONÍA?“ — Martin! hrópaði Antonía og endurtók svo, eins og hún tryði ekki sínum eigin augum: — Martin! Hvað ert þú að gera hingað, á skrifstofu Santocks? Ég hélt að þú værir ein- hvers staðar í austurlöndum. — Nei, ekki austar en í París. Ég á að fara á eftir húsbónda mínum, sir Wililam eftir nokkrar vikur. En það skiptir ekki máli. Eg verð að tala við þig, Antonía. Nú tóku þau eftir því að lyftudrengurinn hlýddi á þau með athygli. — Heyrðu ... Martin fór inn í lyftuna aft- ur. — Þetta samtal við Santock getur biðið. Ég verð að tala við þig. — Alla leið niður? spurði lyftustrákurinn. — Já. Þegar þau komu út á götuna tók Martin fast í handlegginn á henni. — Við verðum að fara á einhvern stað, þar sem við getum tal- að saman. Það hlýtur að vera kaffihús hérna nærri. — Það er ennþá betra í garðinum. Við skulum fara þangað. Þau gengu áfram, og á leiðinni sagði hún aftur: — Ég skil þetta ekki. Eg sem hélt að þú værir mörg þúsund mílur í burtu. — Það er engin furða. En ég varð eftir í París og sir William hélt áfram. Það var ýmislegt sem þurfti að ganga frá, því að þessi ferð bar svo brátt að. Og eins og ég sagði á ég að fara austur bráðum. — En hvers vegna komstu aftur, Martin? Þau höfðu fundið sér bekk á afviknum stað i garðinum, sem heita mátti mannlaus, og einu hræðurnar er þau sáu voru nokkur börn, er voru að leika sér og virtust alls ekki taka eftir þeim. — Shardon skrifaði eftir mér. — Skrifaði Shardon! Það er ómögulegt. Hann er í — ó, en hann hefir skrifað áður en það gerðist. Hvernig vissi hann heimilis- fangið þitt? — Það veit ég ekki, Antonía. Líklega hefir hann spurst fyrir í ráðuneytinu. Að minnsta ‘kosti fékk ég bréf frá honum í gær — í flug- pósti. Og ég kom undir eins. — En ég skil ekki hvers vegna hann gerði boð eftir þér. — Skilurðu það ekki. Hann sagði að þú mundir skýra allt fyrir mér og að ég mundi geta náð í þig fyrir milligöngu Santocks málaflutningsmanns. Hann sagði að það væri uppspuni, að nokkuð væri á milli ykkar. Ef ég elskaði þig í raun og veru mundi ég koma heim og heyra hvað þú hefðir að segja — og að ég mundi jafnan iðrast eftir ef ég gerði það ekki. — Skrifaði hann þér? Hann hefir ekki verið með öllum mjalla! — Hvers vegna? Er þetta ekki satt? Er einhver fótur fyrir að þið séuð elskendur? Skelfing finnst mér þetta undarlegt. Ert þú honum einhvers virði eða ertu það ekki? — Vitanlega er ég það ekki. Hún bandaði frá sér. — Það er ekki það, sem er mergur- inn málsins. Heyrðu Martin, ef lögreglan fell- ir grun á einhvern, rannsakar hún þá póst- bréfin hans líka? — Hvernig á ég að vita það. Martin var eins og spurningarmerki. — Og hvað kemur það þessu máli við? — Það veltur allt á því. Æ, Martin, held- urðu að lögreglan geri það? Lesi bréf fólks sem það grunar? — Ef um eitthvað alvarlegt væri að ræða — og ef lögreglan hefði grun — mundi hún líklega gera það. En hvers vegna erum við ananrs að tala um lögregluna. Mig varðar ekkert um iögregluna. Ég vil fá að vita allt um þig og Shardon. — Æ, en þetta er um Max. Veistu ekki að hann hefir verið settur í varðhald vegna þess að konan hans var myrt. Og ég er sú eina ... — Hvað segirðu? Martin varð sem steini lostinn, — Shardon? — Já. Þetta er vitanlega ekki annað en hræðilegur misskilningur. En hún fannst skammt frá Banstead og það var skammbyss- an hans, sem hún var skotin með, og hann var þarna niður frá og ég var eina manneskjan, sem var í húsinu. — Varst þú. Hvar kemur þú til sögunnar? — Það er það sem ég er að segja þér. Hann og ég vorum alein i húsinu. Vinnufólk- ið sefur ekki í 'húsinu og þess vegna er ég sú eina, sem get vottað að ... — Er það þetta sem þú kaliar að „skýra allt?“ greip Martin fram í og svipinn sem kom á hann hafði hún séð aðeins einu sinni áður. — Hvernig á maður að skilja þetta, að þú hafir verið ein í húsinu með Shardon? Og hvar kemur þetta með konuna hans inn í söguna? Og hvernig stendur á að þú ert í loðkápu, sem kostar þúsund sterlingspund? bætti hann við, ofsareiður. — Ó, Martin ... Hún baðaði út höndunum í öngum sínum, — ég verð að byrja á byrj- uninni. — Það er kannske ekki sem vitlausast, svaraði hann snúðugt. — Það gerir ekkert til þó að ég segi þér það núna. Hann hefir eyðilagt það allt. Því skyldi hann líka hafa verið svo fáránlega göf- ugmannlegur? — Segðu mér nú alla söguna, sagði Martin. MARTIN FÆR AÐ VITA SANNLEIKANN. Börnin hlupu fram og aftur og híuðu og hæuðu og grátittlingarnir vöppuðu við fæt- ur þeirra til að leita að brauðmylsnu, meðan Antonía var að segja frá öllu því, sem við hafði borið síðustu mánuðina. Nú var henni það engin hugraun að segja honum sannleik- ann um föður sinn — og svo fannst henni líka, að þeir hlutir tilheyrðu annarri tilveru. Hann varð ókyrr meðan hún var að segja frá er hún hafði hnuplað skjalinu úr pen- ingaskápnum og frá samningnum, sem hún hafði gert við Shardon, og þegar hún kom að uppistandinu, sem orðið hafði milli þeirra, muldraði hann: — Mikið flón var ég að festa trúnað á þennan þvætting. Nú fór að verða erfiðara að segja frá ýmsu því sem gerst hafði, og þegar hún kom að laugardagsmorgninum, er hún hafði heimtað að verða kyrr eftir að þau fréttu um morð- ið, tók hann fram í: — Og þú ert að tala um að hann sé göfuglyndur. Aldrei hefi ég heyrt aðra eins fásinnu! Og þetta gerðirðu fyrir mann, sem hafði leikið þig jafn grátt og hann gerði, og mann sem þér stóð alveg á sama um. — En, Martin — mér stóð ekki á sama um hann og stendur ekki á sama um hann. — Varstu ekki að segja að þetta ástar- ævintýr væri uppspuni? — Það var líka uppspuni. En nú er það breytt. — Þá það. Haltu áfram. Og svo hélt hún áfram allt fram að sam- talinu, sem hún hafði átt við Santock mála- flutningsmann í mox’gun, og hann gat þess að skýrslan sem hún gaf, kynni að verða dregin í efa. — En hvar kemur loðkápan til sögunnar? spurði Martin. — Loðkápan? — Já, þessi fjársjóður sem þú ert í. Hvers vegna þurfti hann að móðga þig með því að gefa þér hana? — Hann móðgaði mig ekki! Hann langaði bara til að gefa mér hana. — Mér finnst hann hefði getað hummað það fram af sér! Veit hann ekki að maður hagar sér ekki þannig við heiðarlegar stúlkur? — Það stóð alveg sérstaklega á um þetta. Martin virtist tregur til að sannfærast um það, og nú varð dálítil þögn. Loksins sagði hann: — Þú elskar hann, er það ekki? — Jú. Mér þykir þetta leitt, Martin — að þú skyldir koma alla leið frá París til að hlusta á það. — Allt í lagi. Mér þykir vænt um að ég skyldi koma. Það var ómaksins vert. Ég vildi óska að þetta hefði allt verið öðruvísi, en það er ekki smáræði að fá að vita, að þú ert í raun og veru sú, sem ég hélt þig vera. Að missa trúna á þig var nærri því verra en að missa þig sjálfa. Mér fannst veröldin um- hverfast.. — Já, það fannst mér líka, þegar ... hún þagnaði. — Hvenær? — Þegar hún mamma sagði mér að Max væri eins konar glæpamannaforingi. Martin brosti allt í einu útundir eyru. Hún móðir þín er nú ekki lambið að leika sér við, þegar hún byrjar að Ijúga. Antonía brosti veikt. — Nei, það er nokk- uð til í því. Heyrðu Martin, hélt hún áfram, — Max veit ekkert um tilfinningar mínar — ég vil að þú vitir það, meina ég. — Að þú elskir hann? Svo varð ný þögn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.