Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1958, Qupperneq 9

Fálkinn - 13.06.1958, Qupperneq 9
FÁLKINN 9 — liann skal verða hestur, sem allir geta setið. Þó svo ég ætti að hálsbrjóta mig ... Nú kom á hann svipur, sem hún mundi vel frá fornu fari. Einu sinni þegar hann hafði klifrað upp á kirkju- þakið til að laga hellu á þakinu. Ef hellan hefði runnið mundi hann hafa runnið ofan af þakinu líka. Þá var þessi neisti í auganu á honum. Þá hafði hún sagt: — Frcderick, þú mátt ekki ... og nú komu þau orð aftur. — Fred, þú mátt ekki ... 1 Hann kinkaði kolli til hennar. — Það er orðið iangt siðan þú hefur kall- að mig Fred, Anna. En ... Þú hlýtur að skilja, að ég get ekki látið hestinn ráða . Nú ætla ég að láta liann vera i friði í tvo daga, en á laugardaginn reyni ég hann aftur, með hundum og lúðrum og öllu tilheyrandi,og fer vel að honum, og þá skulum við sjá til ... Hann gekk að hestinum og klapp- aði honum á hálsinn. — Við skulum verði vinir, sagði hann. Og það gladdi ihana. Hann beitti ekki liörðu, svo að honn hlaut að vera góðmenni ennþá, eins og hann var í gamla daga. En ... í dag var miðvikudagur. Eft- ir þrjá daga, eftir þrjá daga ... Hún varð að segja honum sannleikann, en ekki núna. Þau höfðu verið svo góðir kunningjar fyrrum, þrátt fyrir öll barnabrek og rifrildi, og þegar hann fengi að vita þetta — um svikin, sem gátu kostað hann lífið, þá mundi hann . .. Allt í einu fannst henni að kannske væri hann ekki aðeins kunningi, en eitthvað meira, að eitthvað hefði kom- ið fyrir — jafn fljótt og þegar blóm springur út. Henni hafði ekki verið það ljóst áður. Og nú ... ef hún segði honum ... Nei, lnin liafði ekki þrek tíl að bera fyrirlitningu hans. Hún heyrði rödd hans, og það var líkast og hún kæmi úr fjarska. — En citt er þó allajafna víst, Anna, að þú situr vel á hesti. — Ef ég bið þig, Frederick! Hann liafði farið úr jakkanum og reyndi að hrista úr honuní vætuna. — Frederick, þvi þá það? Fyrir stuttu kallaðir þú mig Fred. — Viltu ekki selja mér hann Gamm? Viltu það ekki, Fred? Hann hló. — Ertu frá þér, góða min! Æ, góða, en ég tala eins og fyrr- um. Selja aftur ... Hvernig mundi það Ííta út. Gefast upp fyrir hesti? Hann tók gróft handklæði upp úr hnakk- töskunni og meðan hann var að þurrka svitann af tryllingnum sínum útmál- aði liann fyrir Önnu hvernig hann ætlaði að fara að þvi að gera Gamm jafn eftirlátan og hamingjusaman brúðguma. En Anna andvarpaði. Hún var þeirrar skoðunar að hræðslan í hest- inum væri jafn varanleg og ör eftir hólusetningu. Ailan þennan dag var hún að brjóta heilann um hvað hún ætti að gera til að afstýra hinu yfirvofandi slysi. Hún talaði um þetta við Tom gamla, en Iiann kunni ekki heldur nein ráð, þótt hann væri gamalreyndur hestamað- ur. Það var skritið hve ólikir hestar gátu verið, sagði hann. Gammur og Svalur voru sammæðra og samfeðra. F.ngan mun var liægt að sjá á útlitinu, en innrætið ... Gammur var trylltur en Svala auðsveip. Og það var þetta, sem að lokum gaf Önnu hugmyndina. Hún kom yfir hana cr hún lá i rúmi sínu um kvöld- ið, og hún varð svo glöð að hún gat ckki sofnað. Að ytra útliti voru þeir eins og tvö bláber, Gammur og Sval- ur — á þvi ætlaði hún að bjarga sér. Þetta rnundi kosta allmikla peninga, og luin hafði ekki of mikið af þeim, en peningar skiptu engu máli í því sambandi. Ef hún uppgötvaðist ... Nei, hún varð að liaga því þannig, að enginn fengi neinn grun um þetta, jafnvel ekki Peter Nash. En hún varð að fara til Eastern Lodge til að kynnast stað- háttunum og njósna. Fred mátti leggja hvaða merkingu i það sem hann vildi. Iíún gæti rekið þar inn nefið, eins og af hendingu, og gert sér til crindis að spyrja um Gamm. Eftir hádegi fór hún með braut- arlestinni til Lingfield, sem var hálf- tím leið, og var svo heppin að hitta Peter Nasli heima. Hún vék formála- laust að erindinu. Hún vildi kaupa Sval, og hún vildi fá hann strax — helst í dag. Hún gerði sér ljóst að verðið mundi ekki verða neitt smá- ræði, en hún var undir það búin að borga. Þrjú hundruð pund. Nash tók um hökuna. Ekki svo að skilja að þrjú hundruð pund væri ekki sæmilegt verð fyrir ekki meiri hest en Sval, og ungfrú Mitchell væri viðfelidin ung stúlka en ... þegar hún var svona áfram um þetta ... Hann strauk báðar kinnarnar. — Þrjú. Nei, ekki get ég gengið r.ð þvi. En ef við segjum þrjú hundr- uð og fimmtíu ... — Tvö hundruð og fimmtiu og Gamm í kaupbæti, sagði hún. — Nú, svoleiðis. Hann hugsaði sig um. — Ég gæti vitanlega selt ein- hverjum veðreiðamanninum hann, en þá yrði ég að segja honum frá göll- unum, og verðið mundi fara eftir þvi. Ilann hugsaði málið betur. — Tvö hundruð og fimmtiu, og svo Gamrii fyrir hann Sval, sem ég gerði mér ckki von um að fá meira en tvö hundruð fyrir. Góð verslun. Ágæt verslun ... — Jæja, af því að þér eigið í hlut, ungfrú Mitchell. En þér getið ekki fengið hestinn fyrr en á morgun, fiistudag. Eigum við að segja síðdegis á morgun. Hún hugsaði sig um. — Ef við segj- um annað kvöld, þá skal ég hafa ávís- unina með mér. En hann Gamm fáið þér ekki fyrr cn á laugardagsmorgun, herra Nash. Og þessi verslun okkar verður að fara leynt. Þér verðið að gefa mér drengskaparheit um það. Hann pírði á hana augunum. Þcssi stúlka vissi hvað hún gerði. Hver veit nema hún gerði sér gróðabragð úr þessu. Kannske hafði liann verið flón. Ilann hefði eins vel getað sagt fjög- ur hundruð. En töluð orð urðu ekki aftur tékin. Og hún var svo ... ja, svo töfrandi að eiginlega unni hann henni þess að græða á þcssu. Ljóm- andi myndarleg stúlka ... Anna brosti ekki á móti og Nash setti upp kaupmannssvipinn aftur. — Eins og þér viljið, ungfrú. Upp á drengskap minn. Það var föstudagskvöld og klukk- an orðin nær tíu þegar Anna kom frá Lingifield og stöðvaði nýkeypta hest- inn sinn við hlöðuna bak við hest- húsið á Easton Lodge. Hún fór af baki og teymdi héstinn variega upp að hesthúsinu. Ráðagerð hennar var ofur einföld. Hún ætlaði að fara ofur varlega og var undir það búin að vaka alla nóttina, ef þörf gerðist,- Hún þekkti hestluisið á Easton Lodge því að hún hafði með mestu varfærni spurt Tom Cavan um h vernig tilhög- unin væri á því, og um h áttalag vin 11111- mann anna . .. Og Fred, sem átti sér einsk ís ills von, hafði sjálfur sýnt henni i hvar lykillinn hékk. Hún var komin að markinu. tók lykili nn og opnaði. I fyr ramálið m látti Fred prófa gæðinginn sinn eins og liann vildi. Hú n klappaði Sval ; á lendina og hann fór inn i tóman b ás. Sköminu siðar hafði hún sett múl á Garnrn og hélt í tauminn á honum. En í sömu svifum skelltist hesthús- hurðin aftur með svo háum smelli að luin fékk hjartlsátt. Vasaljósið ... hvar var vasaljósið? Hún rataði ekki út að dyrunum í myrkrinu. Hafði hún lagt það af sér þegar hún var að leysa liestinn? Hún hlustaði. Bara að eng- inn hefði heyrt skellinn í hesthús- hurðinni! Þarna ... þarna sá hún loks móta fyrir dyrunum. En það var erf- ilt að opna. Og Gammur var farinn að krafsa og stappa. Nú varð hún lika að sctja Sval inn á rétta básinn. Það var ekki vandalaust að vera svikari! En svo voru það dyrnar. Loksins tókst henni að opna og nú kom hún með hestinn undir bert loft. Bara að hann Framhald á bls. 11. Arabiski sheikinn sem á 39 konur, en hefir beðið frú Roosevélt, Anitu Ek- berg og Piper Laurie. Höfðingi Taiyah-beduína, Sul- eiman A1 Huzail vill eignast vest- ræna konu. Hann er 72 ára, en vill ekki heyra á það minnst að hann sé orðinn gamall. Enda hefir hann aldrei orðið veikur. í gamla daga var hann mikill bardaga- maður, og segist liafa lagt 200 manns að velli sjálfur, í bardög um við nágranna sína. Hann á 39 konur, en segir að það sé ckki nóg. Hann vill eignast ameríska konu, hann hefir séð þær marg- ar á kvikmynd og lýst vel á þær. Þó að Eleanor Roosevelt hafi aldrei þótt fríð hefir hann samt bcðið hennar. En sú fyrsta vest- ræna sem hann sá berum augum var kona blaðamanns, sem var á ferð þar eystra og gisti sheikinn. Hinn aldni höfðingi 17.000 Bedú- ína bauð mjög hátt verð fyrir konuna og lofaði að byggja höll handa henni, en blaðamaðurinn sagði að konan væri ekki til sölu. Suleiman gafst upp, en blaða- maðurinn lofaði að hjálpa hon- um, að koma auglýsingu i Ame- rikublöðin: „Ríkur Araba-sheik óskar eftir stúlku, yngri en 22 ára, sem 40. konu sinni. Lysthaf- endur sendi ljósmynd og æfi- ágirp. Öll þægindi. Sheikinn borg- ar fcrðakostnað stúlkunnar og þernu hennar ... o. s. frv.“ En engin gaf sig fram. Þá skrifaði Suleiman þremur kvikmyndadísum í Hollywood. Einhver vestrænn gestur liafði skilið cftir hjá honum kvik- myndablað, og þar voru myndir af Anitu Ekberg, Kim Növak og Pipcr Laurie. SuJeiman skrifaði þeim öllum bónorðsbréf. Hann þóttist viss um að þær tæki allar giftingartilboðinu feg- ins hendi, því að ekki létu þær afmynda sig í blaði nema til þess að reyna að ná sér í mann. Og ekki gátu þær fengið betri mann en Suleiman A1 Huzail. Hann var lengi að átta sig á því, að engin þessara þriggja þáði boðið. Hann skilur aldrei hve vit- lausar þær gátu vcrið. Þó var einn Ijós blettur í þess- um sorta. Það var Suzan Cumm- ings, sem einu sinni hafði sýnt afskræmdan arabadans; lnin bauðst til að koma austur. En hún heimtaði milljón dollara borgun út i hönd áður en hún færi af stað, og áskildi sér rétt til að fara lieim aftur eftir eitt ár, ef sér semdi ekki við Sullei- man. Þessu tilboði svaraði Suleiman með arabisku orði, sem á islensku þýðir „svei“! Og nú er hann fok reiður amerisku blöðunum, sem eru að skopast að þessum göfuga pótentáta. En Iivernig er nú tilveran lijá þessum syni eyðimerkurinnar? Fcrðast hann á úlföldum? Er hann klæddur eins og betlari? Nei. Hann ferðaðist um eyði- mörkina í siðustu gerð af Crysler- bil, með gullflúri. Og hann hefir jafnan vopnaðan lífvörð í för með sér. Sjálfur cr hann með rýting við beltið og stundum sverð. Hann gengur daglega ofur blátt áfram til fara, en við hátiðleg tækifæri hefir hann nóg af spari- fötum, svo sem 241 skikkju, al- settar gimsteinum. Þær kosta frá 50 til 100 þúsund krónur hver. Og árstekjur hans munu nema 35—40 milljón krónum. En það kostar líka mikið að hafa 39 kon- ur ó fóðrum og auk þess þau 140 börn, sem hann hefir gengist við faðerni að. Eftir arabiskum mælikvarða fer vel um konur hans — en varla eftir amerískum. Arabisku kon- urnar eru fæstar góðu vanar í æsku og þykjast vera á grænni grein hjá Suleiman. Hann býðst til að byggja yfir amerisku kon- una, ef hún fæst. Og hann ætlast ekki til að fá hana gefins, harin vill borga 500 þúsund dollara fyr- ir hana, ef lnin er gallalaus. Hún fær þessa peninga ])egar ég leyfi henni að fara úr kvennabúrinu alfarinni,“ segir liann. Eyðimörkin sem Suleiman hefst við i, er innan landamæra ísra- els, en af því að hann er Arabi fær hann að lifa i fjölkvæni. Hann segist ráða yfir 50 öðrum ætt- stofnum, en ekki hafa þau völd fengist viðurkennd. Lætur liann þá deilu liggja í láginni um sinn, þvi að hann sinnir engu öðru núna, en að ná sér í konu frá Bandarikjunum. Hann hitti Jam- es Roosevelt fyrir nokkru, og bað hann þá fyrir skilaboð til móður sinnar: hvort hún vildi ekki koma til sin og verða konan sín. Hann lofaði að fara vel með hana. •3 s Vy' Í 'ó r ó

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.