Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1958, Page 12

Fálkinn - 13.06.1958, Page 12
12 FÁLKINN Eldur á§tarinnar Ástarsaga frá Portúgal. - 3. hefði siði landsins í heiðri. Melanie sagði við sjálfa sig, að hann mundi verða fyrir von brigðum, ef hann reyndi að fá hana til að semja sig að landsvenjunum. Hún ætlaði að byrja á sama hátt og hún hafði hugsað sér að halda áfram, og fjárhaldsmaður hennar skyldi ekki fá að verða varðhundur hennar. Hún hafði fengið nóg af svo góðu. Þegar hún hugsaði um það núna, skildi hún, að ef hún hefði notið meira frjálsræðis, og hefði getað umgengist fólk á sínu reki eins og aðrar ungar stúlkur, mundi hún ekki hafa gefið fyrsta manninum sem hún kynntist hjarta sitt. Þá hefði hún verið glöggskyggn- ari á það, sem fólst bak við töfra og glæsi- mennsku Tony Gorings. Hún gat ekki varist að hugsa til Tonys, þegar hún hafði fengið vitneskju um hinar nýju ástæður sínar. Hún hugsaði með sér: Ef hann frétti þetta mundi hann koma til mín aftur'. Þá þyrftum við ekki að bíða nema tvö ár til að geta gifst. En hún vissi líka, að þótt hún hefði vitað núverandi heimilisfang hans, mundi hún ekki hafa reynt að ná fundi hans. Ást þeirra hafði aðeins verið draumur, og þann draum hafði Tony rofið, og um framhald á honum gat aldrei orðið að ræða. Tony hafði slitið allar hennar vonir upp með rótum og sýnt henni, að maðurinn, sem hún elskaði, hafði í raun- inn aldrei verið til. Nú var ekkert eftir nema kvölin, og Melanie fannst eitthvað hafa verið slitið úr hjartanu á sér. — Gyrðið beltin, við förum að lenda, sagði flugfreyjan. Melanie kipptist við þegar hún sá að vélin var komin yfir flugvöllinn. Hún hafði ekki einu sinni tekið eftir að hún var komin yfir land. Stóra vélin lækkaði flugið og Melanie sá landið nálgast, eins og það væri að koma á móti henni. Hún var komin yfir landamæri gamla og nýja lífsins. Og hún var að byrja nýtt líf. EIN I ÓKUNNU LANDI. Nokkrum mínútum síðar stóð hún í þrengsl- unum á flugstöðinni og var að búast við að einhver úr fjöldanum, sem þarna kom til að taka á móti kunningjum, mundi ávarpa sig. En hún stóð enn ein þegar fjöldinn fór að dreifast, og þó hafði Studholme málaflutnings- maður fuilvissað hana um, að einhver mundi verði látinn taka á móti henni og að hún mundi ekki lenda í vandræðunum hjá toll- þjónunum. Þótt hún hefði átt annríkt áður en hún fór, hafði hún samt lært nokkrar portúgalskar setningar — hún var lagin á að læra mál. En er hún heyrði skvaldrið í fólkinu kringum sig, varð hún sannfærð um að hún gæti ekki borið eitt einasta orð rétt fram. Hún hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af þessu. Burðarkarl hafði komið til hennar og spurt „English?“ og hafði fylgt henni í toll- afgreiðsluna, og þar komst hún að raun um, að hún gat notað sitt eigið mál. Þegar hún hafði lokið erindum sínum í toll- afgreiðslunni sneri hún sér til eins flugstöðv- arumsjónarmannsins og sagði honum hvernig ástatt væri fyrir sér. Hún spurði hann hvort hægt væri að fá bíl til að flytja sig heim í einkaíbúð Featherstones. Nafnið hafði sömu áhrif og töfrasproti. Bíll ók fram þegar í stað, og flugvallarstjórinn harmaði mjög þennan misgáning, það hlyti að vera einhverjum mis- skilningi að kenna, að enginn skyldi vera þarna til að taka á móti henni. Hús Feather- stones, „Quinta Azeitonas“ væri um tuttugu kílómetra fyrir utan borgina, og hún mætti ekki fara þangað ein síns liðs. Hann vildi síma til Featherstones en hún þvertók fyrir að hann gerði það. Svo fylgdi hann henni út að bíln- um með miklum beygingum og fyrirbænum, og hún ók af stað. Þá stundina var henni alveg sama um hvort langt væri eða skammt á ákvörðunarstað- inn. Hún hefði viljað gefa hvað sem var til þess að mega snúa aftur til London. Það var auðséð að Brett Featherstone gilti alveg einu um hana, annars hefði hann sent einhvern til að taka á móti henni. En þrátt fyrir þessa leiðinlegu byrjun gat hún ekki varist að láta hækka á sér brún- ina er hún ók um hina fögru borg. Þetta var allt svo gerólíkt því, sem hún hafði áður séð. Svörtu og hvítu tíglarnir á gangstéttunum, Ijósrauð, gul og hvít húsin með grænum kop- arþökum, sem glóðu í sólskininu. Henni fannst það hlyti að vera gaman að fara kynnisferðir um þessa heillandi borg og gera kaup í verslununum í hliðargötunum, sem ’hún sá bregða fyrir er hún ók framhjá. En það var blár himininn og skæra sól- skinið og tært og hreint loftið, sem henni fannst mest til um. Þegar hún fór frá London hafði borgin verið hjúpuð þoku, en hér sást hvergi móta fyrir skýi eða þykkni, aðeins blár himinn og sól í ’heiði. Nú komu þau út fyrir borgina. Þar voru húsin í felum bak við blóm og runna og múr- veggirnir alþaktir vafningsjurtum með gulum og ljósrauðum blómum. Bílstjórinn, sem tal- aði ágæta ensku og sagði henni að hann hefði verið í þjónustu enskrar fjölskyldu í mörg ár, benti henni á húsin, sem ýms stórmenni bjuggu í. Hann sagði henni að húseign Featherstones væri með þeim veglegustu á þessum slóðum. Senor Featherstone mundi verða mjög, mjög reiður er hann frétti að enginn hefði verið til að taka á móti henni á flugvellinum. Bíl- stjórinn bætti því við, að hann hefði heyrt að mjög erfitt væri að umgangast Senor þeg- ar hann reiddist. Þegar þau höfðu ekið svo sem þrjú kortér benti hann framundan sér. Heimreiðin að „Quinta Azeitonas" var lokuð með sterkum grindum úr smíðajárni, og þegar bílstjórinn hringdi bjöllu opnaðist lúka við hliðið. Og eftir stutt samtal við vörðinn var hliðið opnað. Brosandi og brúneyg kona dyravarðarins heilsaði Melanie með miklum orðaflaumi, sem hún skildi ekki, en bílstjórinn túlkaði fyrir hana. Senoritan var velkomin. En þetta voru hræðileg mistök, hvílík vandræði. Hvað mundi húsbóndinn segja? Þetta stafaði af mis- skilningi — þau höfðu ekki búist við henni svona snemma. Þetta var í miðri miðdegishvíldinni og eng- ir aðrir þjónar viðstaddir. Catarina fór og vakti manninn sinn, en á meðan bar bílstjór- inn farangurinn úr bílnum, og sagði Melanie að bílstöðin mundi senda Senor reikninginn. Hann þakkaði fyrir vikaskildinginn sem hún rétti honum og var ekinn á burt þegar Cat- arina kom aftur. Catarina fylgdi henni upp að húsinu, en fallegra hús hafði Melanie aldrei séð. Rauðir múrveggirnir voru alþaktir vafningsviði með ljósrauðum og dreyrrauðum blómum. Möndlu- trén voru í fullum blóma og dökk og grönn kyprustrén skáru úr við blómskrúðið með- fram húsveggnum. En það voru bláu blómin á jacarandatrjánum, sem mestan fögnuð vöktu hjá henni. Hún stóð grafkyr og horfði á þau eins og í leiðslu, en Catarina fór inn til að láta vita að hún væri komin. FYRSTU SAMFUNDIRNIR. 1 allri þessari fegurð gleymdi hún alveg raunahugleiðingunum, sem hún hafði verið í. Hún horfði kringum sig með innilegri gleði en nú heyrði hún fótatak bak við sig, og er hún leit við sá hún mann koma fyrir hús- hornið. Hún hafði ofbirtu í augunum af sól- inni svo að hún sá manninn aðeins óljóst þangað til hann kom inn í skuggann. Þetta var hár maður, dökkur í framan af sólbruna, með ljósgrá augu, sem horfðu spyrjandi á hana. Fyrst hugsaði hún með sér: Dæmalaust er þetta fallegur maður! Hárið var hrafnsvart, andlitsdrættirnir regulegir og munnurinn við- kvæmur. Maðurinn lyfti brúnunum og sagði: — Af- sakið þér, voruð þér að biða eftir einhverjum? — Já. Hún hikaði og fór allt í einu hjá sér. — Er herra Featherstone heima? — Já. Hann brosti innilega. — Ég heiti Featherstone. Hún starði á hann. — Ég hugsa að þér sé- uð ekki sá Featherstone sem ég þarf að hitta. Það — það er Brett Featherstona. Hann á von á mér. Hún sá að svipur hans breyttist, en ekki gat hún lesið hugsanir hans. Svo heyrði hún djúpu röddina aftur: — Ég er Brett Feather- stone. Melanie starði á hann og gat ekki komið upp nokkru orði. Það getur ekki verið rétt, hugsaði hún með sér agndofa. Þessi maður var svo gerólíkur manninum, sem hún hafði búist við að hitta. Það var óhugsandi að hann væri meira en íósklega þrítugur. Ekki ungur í samanburði við Melanie, en hins vegar enginn Metúsalem. — E-en ... Hún þagði og sótroðnaði þegar hún fann að hann horfði á hana. Svo harkaði hún af sér og sagði eins virðulega og hún gat: — Ég er Melanie Stafford. — Ha? Hann horfði enn á hana og hnyklaði brúnirnar.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.