Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1958, Page 3

Fálkinn - 10.10.1958, Page 3
FALKINN 3 1. október s.l. var liðin hálf öld frá því að tvær merkar menntastofnanir tóku til starfa. Þann dag 1808 liófst lagakennsla hér ó landi og þá tók Kennaraskólinn einnig til starfa. Jón Magnússon flutli frumvarp á Alþingi 1903 um stofnun lagaskóla, en þá hafði lagaskólamálið verið flutt á flestum þingum á ofanverðri 19. öld, Tvær menntastofnanir hálfrar aldar Núverandi lagaprófessorar við Háskóla íslands, talið frá vinstri: Magnús Torfason, Ólafur Jóhannesson, Theo- dór Líndal og Ármann Snævarr. c en ekki náð fram að ganga vegna andspyrnu danska konungsvaldsins. Frumvarp Jóns var samþykkt á Al- þingi og náði staðfestingu konungs 1904. Nokkur bið varð þó á þvi að skólinn tæki til starfa og varð það ekki fyrr en 1. okt. 1908. Lárus H. Bjarnason var skipaður fyrsti forstöðumaður skólans og Ein- ar Arnórsson kennari við hann. Á öðru ári bættist svo Jón Kristjánsson við. Skólinn var til húsa í Þingliolts- stræti 28 (Hússtjórn), sem brann á s.l. vetri. Sex slúdentar stunduðu nám í skólanum fyrsta veturinn. Lagaskólinn starfaði aðeins í þrjú ár, eða til 1911, er hann ásamt hinum embættismannaskólunum, Prestaskól- anum og Læknaskólanum var lagður niður og Háskóli íslands stofnaður. Tók þá lagadeild Háskólans við af Lagaskólanum og urðu kennarar Lagaskólans fyrstu prófessorar laga- deildarinnar. Vegna þcss hve skamm- ur aldur Lagaskólans varð, braut- skráði hann aldrei ncina kandidata. Fyrstu lögfræðingarnir, sem luku em- bættisprófi hér á landi, voru braut- skráðir frá Háskólanum 1912, cn alls hafa verið brautskráðir hér 405 lög- fræðingar. Prófessorar við lagadeild Háskól- ans hafa verið þessir: Lárus H. Bjarnason 1911—1919, Einar Arnórs- son 1911—1915 og 1917—1932, Jón Iíristjánsson 1911—1918, Ólafur Lár- usson 1915—1917 og 1918—1955, Magn- ús Jónsson 1919—1933, Bjarni Bene- diktsson 1932—1940, Þórður Eyjóifs- son 1933—1936, ísleifur Árnason 1936—1948, Gunnar Thoroddsen 1940 —1947, Ólafur Jóliannesson 1947 og er enn, Ármann Snævarr 1948 og er cnn, Theodór Lindal 1954 og er enn og Magnús Torfason 1955 og er enn. Fyrsti skólastjóri Kennaraskólans var sr. Magnús Helgason og gegndi hann þvi starfi til 1929 og tók þá nú- verandi skólastjóri, Freysteinn Gunn- arsson, við. Fyrstu árin voru kennar- ar skólans 10, en eru nú 27. Af fyrstu kennurum skólans er nú aðeins einn á lífi, Matthias Þórðarson, fyrrver- andi þjóðminjavörður. Á þessari hálfu öld hafa 1640 nem- endur innritast í skólann og af þeim hafa 1383 verið brautskráðir með kennaraprófi 'i einhverri mynd. Kennaraskólinn býr nú við alltof þröngan húsakost, þar sem gamla skólahúsið rúmar ekki nálægt þvi alla starfsemi hans. Er nú liafin bygging nýs kenaraskóla, sem á að leysa það vandamál i framtíðinni. Frá lystigarðinum á Akureyri. (Ljósm.: E. U.). JPyrsii íslciiski í Lystigarðinum á Akureyri liefir íiú verið komið upp grasgarði ])ar sem er að finna mesta safn íslcnskra plantna, sem til er á einum stað. Eru tegundirnar nú komnar þar á 4. bundrað, en samkvæmt Flóru íslands eru taldar 427 plöntutegundir liér á landi. Allar eru jurtirnar greinilega merktar og þrífast vel í garðinum. Gefur að skilja að þarna er að finna hinn mesta fróðleik um islenskt jurtalíf. Hefir það kostað mikið starf að safna plöntum til garðsins. Jón Rögnvaldsson, garðyrkjuráðu- nautur Akureyjarbæjar, á mestan veg og vanda af grasgarðinum, en hann ^i'iis^arðiiriiin hefir þó notið góðrar aðstoðar Ingi- mars Óskarssonar, grasafræðings, sem starfaði með honum i sumar. Grasgarðurinn er yngsti hluti I.ysti- garðsins á Akureyri, sem alls er tíu dagsláttur og hin mesta bæjarprýði, enda mikið sóttur bæði af heima- mönnum og ferðamönnum. Lystigarð- urinn var í upphafi stofnaður af kon- um á Akureyri og annaðist frú Margrét Schiöth hann þar til fyrir fimm ár- um, að Jón Rögnvaldsson tók við. Mun láta nærri að í garðinum séu um eitt þúsund erlendar trjá- og plöntuteg- undir auk hinna íslensku. Jón og Kristján Itögnvaldsson að vi nnu við íslenska grasgarðinn.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.