Fálkinn - 10.10.1958, Side 11
FÁLKINN
11
★ Tískumgndir ★
HNÉSÍÐUR OG MITTISLAUS. — Nú hefir ítalska hausttískan ákveðið
að kjólarnir nái aðeins niður á hné og poki á bakinu en falskt belti
niður á maga gerir þeim sem ekki eru mjög grannar illfært að nota svona
kjól. Kjóllinn er úr léttu, bláu ullarefni, með hálflöngum ermum og
drengjakraga. Hann er frá Max Mara.
LITLA SAGAN.
R U Z I C K A :
Stórfenðlegt fyrirtœhi
Willie Brown bankastjóri stal úr
sjájlfs síns bendi niilljón dollurum
frá bankanum. Hann lagði seðlaböggl-
ana ofan í skjalatöskuna sína, ók i
bíl á brautarstöðina og náði i nætur-
lestina, sem átti að skila honum suður
á bóginn. Hann bló ánægjulega er
hann steig inn í vagninn, sem skyldi
flytja hann út i víða veröld. En i lest-
inni bárust honum skilaboð, sem ollu
jiví að brosið breyttist i angist.
„Ég þarf að fá rúm í svefnvagni.
Hafið þér svefnpláss handa mér?“
spurðí hann vagnvörðinn. Hann kink-
aði kolli og vísaði honum á anðan
svefnklefa. Brown liagræddi sér sem
best liann gat og bjóst til að fara að
hátta. Þegar hann liafði þvegið sér
og tók handklæðið hrökk hann við
eins og naðra hefði bitið liann. Hand-
klæðið datt á gólfið og með þvi seð-
ill, sem skrifað var á með stórum
stöfum: „Þvoið þér yður um hend-
urnar i næði. Bráðum er sá timi lið-
inn, að þér fáið að þvo yður um
hendurnar sem frjáls maður. Þvi að
bráðum lokast handjárnin um úlnlið-
ina.“ Brown fleygði sér i rúmið,
skelifngu lostinn og ætlaði að breiða
ábreiðuna upp yfir höfuð er hann
sá nýja áletrun á koddanum: „Þér
getið sofið rólegur, en viðskiptavinir
yðar í bankanum geta ekki leyft yður
slikt óhóf.“ Brown spratt upp og er
hann tók skjálfandi böndum í lakið
sá liann nýjan Jobspóst: „Njótið nú
mjúku undirsængurinnar i siðasta
sinn! Það verður harðara, sem þér
liggið á í tukthúsinu."
Morguninn eftir reikaði Brown
svefnlaus og öskugrár í framan inn
i matarvagninn. Þjónninn rétti hon-
um matseðilinn. Efst stóð skrifað með
rauðu bleki: „Þetta er síðasta máltið
yðar sem frjáls manns. Þér hafið
þekkst fyrir löngu og það yerður
höfð gát á yður. Þýðingarlaust að
reyna að flýja. Þér eruð ofurseldur.“
Brown bað um bolla af svörtu kaffi.
Á bakkanum lá miði: „Skömm og
skaða hafið þér gert varnarlausri
fjölskyldu yðar. Lögregluauglýsing
um yður er komin um allar götur.“
Brown spratt upp án þcss að dreypa
á kaffinu og bað um reikninginn.
Þjónnin kom með hann. Þar stóð
stimplað: „Svona farið þér með ann-
arra manna fé.“
Brown ranglaði inn í klefa sinn
aftur, milli heims og helju. Bráðum
nemur lestin staðar á stöð. Brown
kaupir sér reyfara til að reyna að
gleyma raunum sínum. Á kápuna er
limdur miði: „Góða ánægju! En
bvers vegna kaupið þér ekki heldur
hegningarlögin?" Brown flýr inn i
klcfann aftur. Vagnvörðurinn athugar
farmiðann hans. Brown starir á
stimpil aftan á farmiðanum: „Ferðin
til vítis ... Á næstu stöð tekur lög-
reglan á móti yður!“
Brown stekkur af lestinni meðan
liún hægir á sér i beygju. Hann flýr
inn í skóginn. Þar er stór auglýsing:
„Bíðið þér hægur. Lögreglan finnur
yður hérna líka.“ í öngum sínum af-
ræður Brown að klifra upp í tré. En
þar er ný auglj’feing: „Haldið þér
bara áfram að klifra. Greinarnar eru
sterkar. Bráðum hangið þér á einni
þeirra.“
Þá lét Brown sig detta og hljóp
sem fætur toguðu í fjórtán daga og
fjórtán nætur uns hann komst i
bankann. Lét stolnu milljónina í pen-
ingaskápinn og settist við skrifborð-
ið ...
Nokkrum vikum síðar var fyrsti að-
alfundur lialdinn í félaginu til vernd-
ar innstæðueigendum í bönkum. For-
maðurinn bað um orðið:
„Herrar mínir og frúr,“ sagði hann.
„Mér er ánægja að því að geta flutt
ykkur góða skýrslu. Eftir fárra mán-
aða starf hefir fyrirtæki okkar borið
undraverðan árangur. Siðustu fjórar
vikurnar liefir ekki orðið cin einasta
sjóðþurrð í bönkunum i Bandaríkj-
unum, en áður skiptu þær hundruðum
á hverjum degi. Þessi ágæti árangur
er fyrst og fremst að þakka okkar frá-
bæra félaga James Woolton, sein með
stuðningi járnbrautarfélagaíina hefir
komið upp auglýsingum á öllum hugs-
anlegum stöðum til þess að vekja ugg
hjá glæpamönnunum er þeir reyna
að flýja. Með þcssu einfalda bragði
hefir tilganginum verið náð: að út-
rýma óráðvendninni. Nú getum við
óhræddir trúað bönkunum fyrir fjár-
munum okkar. Að endingu vil ég biðja
James Woolton að gera grein fyrir
fjárhag félagsins. Við eigum kringum
milljón dollara í félagssjóði.“
Vitið þér...?
voís-2
að til eru upphitaðir knattspyrnu-
vellir?
I Englandi hefir eitt knattspyrnu-
félagið látið lcggja rafhitunarleiðslur
En James Woolton fannst livergi.
Á stólnum hans stóð féhirsla fé-
lagsins.
En hún var tóm. Þar var ekki ann-
að en einn miði. Á honum stóð: „Und-
anlekningin staðfestir regluna. Þess-
um sjóð liefir verið stolið.
Eigum við alltaf að líkjast litlu syst-
ir? — Síðast liðið vor kom frá París
skrítin eftirlíking af fatnaði smá-
telpna, en þó ætluð fullorðnum, og
var kölluð „Baby-doll“. Nú kemur
hún aftur á þessum haustfrakka. Það
á að vera kögur á endanum á trefl-
inum og mundum við kjósa að hann
væri nokkrum cm. lengri en það hefir
Madeleine Casaline ekki kært sig um.
undir allan völlinn sinn. Þegar straum
er hleypt i leiðslurnar hitnar völlur-
inn svo mikið að is eða snjór bráðnar
og völlurinn þornar hæfilega. Á þess-
um velli má því keppa allan veturinn.
VO w-B
að fyrsta atómknúða kaupfar
heimsins fer að sigla árið 1960?
Þetta skip er i smíðum í Banda-
ríkjunum núna; það verður 300 feta
langt og lestar 9.500 lestir. Það verð-
ur kallað N/S „Savannali“ (N táknar
nuclear = kjarna) og á að rúma 00
farþega auk farmsins. — N/S „Sav-
annah“ á að geta siglt i þrjú ár án
þess að bæta á sig orkugjafa. Atóm-
reaktorinn framleiðir 20.000 hestöfl
og skipið á að komast 20 sjómilur
á vöku.