Fálkinn - 10.10.1958, Side 12
12
F Á L KI N N
★...-......................★
Eldnr áitarinnar
*4r ——————— Ástarsaga frá Portúgal. - 18. ———-
Hann pírði augunum. — Það mundi aldrei
ske, Melanie, sagði hann. — Ef ég hefði fest-
ina, mundi ég segja, að þú hefðir gefið mér
hana.
— Þú játar þá að þú hafir náð i hana!
hrópaði hún.
— Mér er líklega nauðugur einn kostur,
sagði hann kuldalega. — Eg vildi ógjarna
komast í klærnar á lögreglunni — það væri
ekki góð auglýsing fyrir mig. Hann gekk að
skrifborði og dró út skúffu. Hún sá gljáann
á safírunum og leit með skelfingu af festinni
og á Tony. Hann stóð þegjandi og glotti. Hon-
um datt ekki í hug að skammast sín og hann
bar ekki við að afsaka sig. Hvernig gat mað-
urinn verið svona forhertur?
1 þögninni heyrðist i bil úti á veginum. Svo
hvarf hljóðið allt í einu. Og Tony sagði: —
Ætlarðu ekki að hirða festina þína, elskan
mín? Þarna er hún. Eg vissi að þú mundir
koma og sækja hana.
— Vissir þú það?
— Já, gullið mitt, sagði Tony smeðjulega.
— Ég gerði ráð fyrir því. En hvað heldur þú
að Brett Featherstone segi þegar hann fréttir
að þú hafir verið alein hjá mér hérna, um
miðja nótt? Hann þagnaði og leit til dyranna
og hún elti augnaráð hans náföl. Brett stóð
í dyrunum. Og Olivia bak við hann.
BRETT LÆTUR TIL SKARAR SKRlÐA.
— Brett .. . varir hennar reyndu að mynda
orðið, en hún gat ekki komið upp neinu hljóði.
— Melanie, hvað ert þú að gera hérna?
spurði hann og kom inn í stofuna. — Goring
getur kannske sagt mér það.
— Já, það get ég. Tony fór ekkert hjá sér
þegar hann snéri sér að Brett. — Þér eruð
einkennilega laginn á að birtast þegar síst
skyldi — viljið þér ekki fallast á það?
Brett tók eftir hve föl Melanie var. Ef hún
hefði séð sjálfa sig mundi hún hafa skilið,
að hann misskildi þögn hennar og hélt að hún
væri sek. En samt var henni ómögulegt að
koma upp nokkru orði. Hún horfði bænar-
augum til Oliviu, sem hafði sest á stól og
horfði á það sem fram fór, eins og það væri
henni algerlega óviðkomandi. .
— Melanie, sagði Brett. — Ég ætlast til að
fá skýringu.
— Eg ... Hún benti á skrifborðið. Tony
hélt áfram að tala:
— Það er best að ég útskýri hvernig í þessu
liggur. Melanie kom til að sækja safírafestina
sína. Hérna er hún . ..
— Hvernig stóð á að hún komst hingað?
Brett tók hana upp og leit á Melanie aftur.
— Vissir þú að Goring hafði tekið festina
þína, Melanie? Viltu gera svo vel að svara
mér?
— Já, auðvitað vissi hún það, sagði Tony
rólega. — Hún gaf mér hana. En svo iðraðist
hún eftir það og kom til að sækja hana.
Loks gat Melanie komið upp orði.
— Þetta er ekki satt! Þetta er svívirðileg
lygi, Brett! Hún gekk til hans og tók í hand-
legginn á honum. — Ég get svarið að ég gaf
honum ekki festina. Eg hlýt að hafa misst
hana og hann fundið hana. Olivia veit þetta.
Það var hún, sem ráðlagði mér að fara hing-
að í nótt, er það ekki satt, Olivia? Viltu gera
svo vel að segja Brett allan sannleikann!
Brett virtist forviða. Hann leit á Oliviu. —
Er þetta satt? Eftir því sem mér skildist ...
— Ég held varla að ég hafi vitað hvað ég
sagði, tók hún fram í óðamála. — En nú fer
ég að verða leið á öllum þessum lygasögum.
Það er alveg satt að ég gat ekki stöðvað Mel-
anie, þegar hún vildi komast hingað . ..
— Olivia! Melanie starði á hana skelfingu
lostin. — Það varst þú, sem ráðlagðir mér
að fara hingað. Þegar ég ætlaði að vekja Brett
og segja honum hvernig komið var ...
Olivia snerist á hæli og tók fram í fyrir
henni, reið: — Hefi ég ekki sagt að ég er orð-
in leið á þessum lygasögum? Ég vil ekki draga
þinn taum. En ég get aðeins fullvissað þig
um það, Brett, að það er eitthvað til í því
sem Goring segir — það er að minnsta kosti
samhljóða því, sem hann sagði mér í kvöld,
og því sem Melanie meðgekk hálft í hvoru
áður en hún fór hingað. Að því er ég best
veit hafði Melanie aftalað að hitta Tony í
veislunni hjá donu Inez, af því að hún vissi
að hann var kominn í vandræði. Eg vona að
ekki sé þörf á að rifja það allt upp aftur.
— Er þetta satt, Melanie? spurði Brett. —
Gafstu Goring safírana? Og hvers vegna gerð-
ir þú það?
— Ég gerði það ekki ... Hún fann sjálf
hve litt sannfærandi orð henanr voru, en nú
var hún enn einu sinni yfirbuguð af þeirri
tilfinningu að hún væri að stangast við grjót-
garð. Gerræði Oliviu hafði bætst ofan á allt
annað. Hún var svo ringluð af þessari ákomu,
að hún gat ekki gert sér grein fyrir hvers
vegna hún ætti að þola allt þetta. Þarna stóðu
tvær manneskjur reiðubúnar til að vinna
rangan eið í eigin hagsmunaskyni. Olivia hafði
tælt hana í giidru, og ef Brett tryði þessari
sögu þá var úti um allt. Hún hafði engan
mátt til að verja sig.
— Hvers vegna? endurtók Brett byrstur.
— Ég hefi sagt yður það, sagði Tony. —
Hún vissi að ég þurfti á peningum að halda.
Hún hafði enga peninga til að lána mér, en
svo hugkvæmdist henni að gefa mér festina,
svo að ég gæti náð mér í peninga út á hana.
Eg hefi sagt yður að hún kom hingað til að
sækja festina, en — það er kannske ekki fylli-
lega satt. Við hefðum kannske verið komin
á leið til Englands eða Ameríku á morgun,
ef ...
— Hann lýgur ... Melanie þagnaði. Hvað
stoðaði að endurtaka sömu orðin upp aftur
og aftur eins og páfagaukur.
— Þetta er nóg, sagði Brett og röddin var
hörð eins og granít. — Við getum talað bet-
ur um þetta heima hjá mér. Hann leit á fest-
ina sem hann hélt á í hendinni, og stakk henni
í vasann. — Komdu, sagði hann og sýndi á sér
fararsnið. Það var skipun. Melanie ætlaði út
á eftir honum, en Tony lokaði hurðinni fyrir
nefinu á henni og hélt um húninn.
— Aðeins augnablik, sagði hann skipandi.
— Það var eitt, sem ég þarf að minnast á.
Segjum að þetta kæmist í hámæli — það
mundi gerspilla mannorði skjólstæðings yðar,
herra Featherstone, er það ekki? Ef það frétt-
ist til dæmis, að þér hefðuð orðið að elta
hana hingað og komið að okkur þar sem við
vorum að búa okkur undir að flýja. Það væri
dálaglegt góðgæti handa blöðunum: „Strang-
ur fjárhaldsmaður eltir rómantískan erf-
ingja“ — ég á kunningja í blaðamannahóp,
sem mundu taka þessari sögu fegins hendi ...
Brett hafði hlustað á hann þegjandi. —
Það væri óheppilegt, sagði hann. — Hafið
þér nokkra tillögu?
— Haldið þér ekki að þúsund sterlingspund
væru hæfileg fundarlaun handa þeim, sem
finnur annað eins verðmæti? spurði Tony. —
En ef þér kjósið það heldur þá er ég fús til að
giftast henni . ..
— Ég er samála um að þér hafið unnið
til fundarlauna, sagði Brett. — Eg skal borga
yður þau sjálfur. Hann reiddi hnefann og sló
Tony bylmingshögg beint á nefið.
Tony lyppaðist niður á gólfið eins og klessa,
án þess að nokkur stuna heyrðist í honum.
Brett steig yfir hann og opnaði hurðina.
Olivia lagðist á hnén við hliðina á Tony,
en þegar Melanie gerði ósjálfrátt hreyfingu
í sömu áttina, fann hún hönd Bretts eins og
skrúfstykki um úlnliðinn á sér.
— Þú kemur heim, sagði hann og dró hana
með sér út í bílinn án þess að virða hin tvö
viðlits.
EG VIL EKKI VERA HÉRNA LENGUR!
Aldrei um ævina mundi hún gleyma þessari
ferð í bílnum heim. Það var stutt leið, en
henni fannst hún vera óendanlega löng. Brett
sat við hliðina á henni með hendurnar á stýr-
inu og starði fram á veginn og beit á jaxlinn.
I herberginu, sem þau höfðu verið að skilja
við, settist Tony upp og hélt um munninn og
það blæddi mikið úr honum.
— Það er best að þú farir og þvoir þér úr
köldu vatni, sagði Olivia, sem ekki virtist
vorkenna honum neitt. — Mikill bjálfi ertu,
að vita ekki hvenær þú átt að halda þér
saman.
Olivia horfði á eftir honum er hann gekk
út úr herberginu. Svo settist hún og kveikti
sér í vindlingi. 1 kvöld hafði hún spilað tromp-
unum sínum — nú mundi allt ganga vel. Hún
mundi að minnsta losna við Melanie.
Hún skammaðist sín ekkert fyrir fram-
ferði sitt. Hún hugsaði bara. Dæmalaus kjáni
gat þetta verið, að láta sér detta í hug, að
hún hjálpaði henni!
Tony kom inn aftur eftir nokkra stund.
Vörin var bólgin og andlitið náfölt.
— Þetta skal Featherstone fá borgað,
sagði hann fokreiður. — Þessi saga skal fá
að berast víða.
— Enga flónsku, sagði Olivia. — Þú fékkst
ekki meira en það sem þú áttir skilið. Hver
heldurðu eiginlega að Brett sé? Að láta sér
detta í hug að ætla að þvinga af honum pen-
inga með þessu móti. Og þú, auminginn, sem
átt að heita kominn af góðu fólki.
— Æ, vertu ekki að reyna að vera fyndin,
sagði hann.