Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1958, Blaðsíða 12

Fálkinn - 28.11.1958, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ÁI5TIR í feluleiU 4. FRAMHALDSSAGA £■■ «~ -— —■—■— ——■—•—' -—- -—-— þreyttust ekki á að hlusta á fréttirnar. Klukk- an var yfir hálf sex þá loksins þær kvöddu og fóru. ALLT ER UNDIRBÚIÐ. Elisabeth hafði afráðið að vera í Ijósgræn- um kokkteilkjól um kvöldið, en Amy fór í axlahaldalausan hvitan kjól, sem náði henni niður á ökla. Hún var líka í rauðum boleró. Elisabeth saup hveljur af aðdáun. Amy var altaf töfrandi sýnum, í hverju sem hún var, og hún vissi vel hvað henni fór best. Svo langt' sem Elisabeth mundi aftur í tímann hafði Amy gert sér ljóst að hvíti liturinn fór henni best við gullna hörundslitinn, með ofur- litlum viðauka einhvers sterks litar — há- rauðs, græns eða blás. I kvöld hafði hún sleppt að setja á sig demantcifestina, sem faðir henn- ar hafði sent henni í afmælisgjöf þegar hún varð tuttugu og eins árs fyrir nokkrum mán- uðum. — En það gerir ekkert til, sagði hún létt. — Það er meira virði að leika hlutverk ung- frú Mayne, og ég fæ eflaust ýms tækifæri til að nota festina eftir að pabbi kemur heim. Hún virti Elisabeth fyrir sér frá hvirfli til ilja og sagði í viðurkenningartón: — Þér fer svo vel græni liturinn, Elisabeth. Það er vafa- laust einhver hérna í Mueng, sem verður bál skotinn í þér í dag. — Ég vildi óska að þú gætir hætt að tala um ’karlmenn, sagði Elisabeth. — Við eigum nóg með Julian Stanville, eins og stendur. Amy smellti fingrunum. — Hann er vél — ekki karlmaður. Komdu nú, við skulum fara niður. Á leiðinni niður stigann spurði hún: — Heldurðu að þú vildir giftast og setjast að í Bolani? Ekki vildi ég það. Mér fellur að vísu vel hitinn ,en mér þykir líka vænt um kalda daga, þegar maður getur legið í stóru, hlýju rúmi og lesið skáldsögur hálfan daginn, og drekka te og borða bollur við arininn og fara í lei'khús á kvöldin, vafin í mjúkan minka- feld. Ég þoli ekki leiðindi. Eg er hrædd um að mér hundleiðist hérna eftir að ég hefi verið hérna stuttan tíma. — Sá dagur getur komið að þig langi til að giftast og að þú róist. — Giftist, já, sagði Amy glaðlega. — En ekki að ég róist — mér finnst leiðindakeimur að þvi. Ég held að ég vilji giftast einhverjum ríkum ungum manni, sem ekki þarf að hafa neitt fyrir stafni — nema að skemmta sér. — En setjum nú svo að þú verðir ástfangin af manni, sem er alvörugefinn og vill helst vera sístarfandi? Amy baðaði út höndunum. — Nei, það kem- ur ekki til mála. I fyrsta lagi gæti ég ekki sætt mig við að maðurinn skipti sér milli mín og starfsins, og í öðru lagi gæti ég ómögulega elskað mann sem ætti glæsílega framtíð! Hún sagði síðustu orðin með skýlausri fyrirlitn- ingu. — Ég var einu sinni skotin í metnaðar- gjörnum peyja, sem hafði ætlað sér að kom- ast í stöðu í nýlendunum, en svo lenti hann einhvers staðar sem hornreka, og nú man ég ekki einu sinni hvernig hann leit út. En það munaði minnstu að ég hengi á honum. Elisabeth hló og stúlkurnar fóru inn í minni stofuna. Julian var kominn og beið eftir þeim. Hann var í góðum hvítum fötum og gljáði á svart hárið í lampaljósinu — það glitraði í hvítar tennurnar er hann brosti ertnisbrosinu vanalega og hneigði sig. — Gott kvöld, ungfrúr mínar. Hann leit á þær með velþóknun. — Það liggur við að það sé ekki réttlátt að tvær ungfrúr skuli eiga svona mikla fegurð sameiginlega og halda einstaklingseðli sínu samt. Hvernig farið þið að því? Amy svaraði um hæl: — Allt ungt fólk er frísklegt og fallegt, Julian, en munurinn á Amy og mér er sá að hún er greind, en ég ekki nema í lakara lagi að vitsmunum. Mér gerir það ekkert til. Það getur verið hagur að því stundum að vera haldinn heimskur — það er oft hægt að hafa gaman af öðrum með því móti. — Hvernig hefir ykkur liðið í dag? spurði hann. — Féll ykkur vel við frú Coombs og frú Mclver? — Þær eru einstaklega viðkunnanlegar, svaraði Elisabeth. — Við töluðum saman meira en klukkutíma. Hverjir koma fleiri í kvöld? Þau settust hvert á sinn damaskstólinn og hann sagði: — Auk þessara tveggja hjóna kemur Sands og konan hans, skóiaforinginn og hans kona og myndarlegur ungur kapteinn úr setuliðinu. Hann brosti til Amy og bætti við: — Mér datt í hug að ungfrú Mayne hefði kannske gaman af að sjá liðsforingja í hópnum. — Þetta er alveg rétt hjá yður. Glettnin skein úr dökkum augunum á Amy er hún leit útundan sér til Elisabeth, og þetta varð lesið úr þeim: Þarna sérðu. Hann hefir hugsað sér þig! Svo hélt hún áfram: — Ég elska liðs- foringjabúninga. Jafnvel tuskulegustu menn verða eins og hetjur þegar þeir eru í þeim. — Því miður er ég hræddur um að Cran- wood kapteinn verði ekki í herklæðum í kvöld, en hann er riddari fram í fingurgómana og besti píanóleikari hérna á staðnum. Það var auðséð að hann hafði hugsað sér að Cranwood yrði sá fyrsti, sem Amy töfraði þarna i Mueng, hugsaði Elisabeth með sér. Hann var séður og fljótur að snúa sér við, þessi Julian Stanville. Á þeim stutta tima sem hún hafði þekkt hann hafði hann myndað sér skoðun á Amy og getið hárrétt til. Hafði hann verið jafn skarpskyggn á hana sjálfa? hugsaði hún með sér. — Ég talaði sem snöggvast við Kosi áður en þið komuð niður, sagði hann. — Miðdegis- verðurinn verður borinn fram tíu mínútum eftir að síðasti gesturinn er kominn. Við kus- um að nota kringlótt borð til þess að ekki þyrfti að skera úr hver ætti að sitja við borðs- endann. Ég held að við ættum að nota kringl- ótta borðið þangað til sir Henry kemur heim — þegar gestir eru, meina ég. — Já, sjálfsagt, sagði Elisabeth. Hann leit spyrjandi á hana. — Hafið þér nokkuð á móti því að ég ber fram þessar til- lögur? spurði hann. — Nei, því þá það. Þér eruð staðgengill sir Henrys. Þér sögðuð í gær að þér hefðuð gert áætlun fyrir okkur. Megum við fá að heyra eitthvað úr þessari áætlun? Hann horfði enn íhugandi augum á hana, eins og hann væri staðráðinn í að finna á- stæðuna til þess að hún var svo stutt í spuna. — I fyrramálið fáið þið tækifæri til að synda í lóninu með fólki úr stjórnarskrifstof- unum. Það er venjan árdegis á laugardögum. Allir fara heim og hvíla sig tvo tíma eftir hádegisverðinn, og klukkan f jögur daglega er tennis og badminton, en polo tvisvar í viku. Þið fáið fjölda af miðdegisheimboðum og kvenfólkið gengst fyrir skemmtiferðum. Ann- að kvöld eruð þið boðnar í miðdegisverð hjá mér og á sunnudaginn hefi ég hugsað mér að fara með ykkur í ferðalag um eyjuna. Mánu- dag er afmælisveisla og þriðjudag ætla ég að velja nokkrar kvikmyndir og hafa sýningu á þeim. — Og þá ættum við að verða orðnar svo hagvanar að við gætum bjargað okkur upp á eigin spýtur, sagði Amy barnalega. Á GÖNGU MEÐ JULIAN. Nú fóru fyrstu gestirnir að koma. Karl- mennirnir voru I hvítum eða ljósrauðum föt- um og kvenfólkið , léttum kjólum úr silki eða georgette. Frúrnar fjórar voru allar milli fer- tugs og fimmtugs. Frú Sands var rengluleg og smáskitsleg og hæfði litla mynduga mann- inum sínum, sem hún dáði auðsjáanlega mik- ið. Frú Elliot, kona skólastjórans, var dökk- hærð og hlédræg — ein af þeim sem fetar ævibrautina án þess að láta fólk verða of nær- göngult við sig. Cranwood kapteinn var nærri því eins hár og Julian, en virtist yngri, og faldi mest af andlitsfríðleik sínum bak við gróskumikið yfirskegg. Hjartað í Elisabeth seig dýpra og dýpra meðan Julian var að kynna gestina. Það var áreynsla að þykjast vera annar en maður var, til lengdar, og þessu fólki var svo umhugað um að vera alúðlegt við dóttur landstjórans og vinstúlku hennar, að Elisabeth óskaði að hún nyti sömu alúðar sjálfrar sín vegna síðar. Fáeinum mínútum áður en Kosi kom til að tilkynna að maturinn væri til reiðu, tók Sands hana afsíðis og sagði: — Ég hefi verið að reyna fyrir mér, ungfrú Penlan. Eg hugsa að mér takist að koma hundinum til dýra- læknisins. — Það var gaman að heyra. Þakka yður innilega fyrir, sagði hún. Þetta varð skemmtilegt borðhald. Allt þetta fólk var tíðir gestir í landstjórabústaðnum og eins og heima hjá sér. Elisabeth gat hvílst og gætt sér á steikta fiskinum og kjúklingunum, sem Kosi hafði framleitt. Hún tók eftir hve auðvelt Julian veittist að halda uppi samræð- unum og fara úr einu í annað, og hvernig gestirnir ósjálfrátt sneru sér til hans þegar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.