Fálkinn


Fálkinn - 05.02.1960, Qupperneq 3

Fálkinn - 05.02.1960, Qupperneq 3
FALKINN 3 I* j<»ðlcilt li ú sið: Kardemoramubærinn Höf: Thorbjörn Egner. Þýðandi Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Þau eru ófá börnin, sem þekkja söguna um þá Karíus og Baktus, sem kom út í íslenzkri þýðingu fyr- ir nokkrum árum og ef til vill kann- ast ennþá fleiri krakkar við söguna um fólk og ræningja í Karde- mommubæ, sem var framhaldssaga barnanna í útvarpinu, en það er ein- mitt sami maðurinn, sem samdi þær báðar: Thorbjörn Egner. Og nú sýnir Þjóðleikhúsið Kardemommu- bæinn, sem er auðvitað gert eftir sögunni. Já og þar er nú líf í tusk- unum. Annars er þetta ósköp lítill og skemmtilegur bær, fullur með lífsfjör og elskusemi, enda er sjálf- ur bæjarfógetinn Bastian sérdeilis góður maður, sem öllu vill snúa til betra vegar með vasabókinni sinni. Og svo á bærinn líka sinn veðurvita, hann Tobba gamla og auðvitað rak- ara, sem er alveg eins liðugur í fót- unum og höndunum, en rakarinn er einnig aðal tónlistarmaðurinn í bænum, þarna er og gustmikil frænka, hún Soffía og pylsugerðar- maður, bakari, sporvagnsstjóri, kaupmaður, asni og úlfaldi, köttur og hundar og hestur að ógleymdu ljóninu og páfagauknum. En í þessum góða bæ búa líka aðrir karlar: ræningjarnir þrír, þeir Kasper, Jesper og Jónatan. Og þar gefur aldeilis á að líta. Þarna eru þeir úti að ræna á nóttunni en sofa á daginn, og svo slungnir eru þeir, að þeir hreinlega ræna Soffíu frænku sofandi, en þeir sáu nú mik- ið eftir því, en það er önnur saga. Framh. á bls. 15. Ræningjarnir Ævar, Baldvin, og Bessi; Sörensen, Helgi Skúlason; Bastian, Róbert Arnfinnsson og frú Bastian, Anna Guðmundsdóttir. inu, þar sem birt var ávarp frá stjórn sambandsins, er þess getið meðal annars að bankablaðinu sé ætlað að tengja saman í eina sam- huga heild, alla bankamenn á ís- landi. Blaðinu var ætlað að eiga verulegan þátt í því að gera hinu unga sambandi fært að ná tilgangi sínum. Innan vébanda sambandsins eru 518 starfandi bankamenn á ölluland- inu. Ýmsir sjóðir eru starfræktir á vegum sambandsins til þess að greiða og hjálpa fyrir bankamönn- um, svo sem eftirlaunasjóður, sem veitir lán til húsbygginga banka- manna, kynnisferðasjóður, sem styrkir eldri bankamenn til utan- fara og er nú svo öflugur orðinn, að árlega njóta styrks úr honum sex bankamenn. Þá er námssjóður bankamanna í tveim bönkum og veitir hann árlega stuðning ungu bankafólki, sem fer utan til náms. Bankablaðið hefur komið út allt frá stofnun sambandsins. Fyrst framan af var starfandi sérstök rit- nefnd, síðan tók Adolf Björnsson við ritstjórn blaðsins, en núverandi ritstjóri er Bjarni Magnússon og hefur hann verið það frá 1947. Bankamannasambandið hefur tekið í sínar hendur að semja um kaup og kjör allra bankamanna og náðist sá áfangi 1956, þegar settar voru samhljóða reglugerðir um launakjör starfsmanna allra fjög- urr^ aðalbanka landsins. Þá hefur undanfarið verið unnið að endur- skoðun og samræmingu eftirlauna- reglugerðar bankastarfsmanna og hefur sambandsstjórnin átt hlut að því máli. Einnig hefur Samband ís- lenzkra bankamanna stuðlað að námsferðum til útlanda, þátttöku í hinum alþjóðlegu sumarnámskeið- um fyrir bankamenn og þátttöku í norræna bankamannasambandinu. Þegar litið er yfir 25 ára starf Sambands islenzkra bankamanna, verður ekki annað sagt en að það hafi mörgu góðu til leiðar komið, sem til hagsældar hefur horft fyrir stéttina. Samband bankamanna 25 ára Úr Landsbankanum. í síðustu viku voru liðin 25 ár frá stofnun sambands íslenzkra bankamanna, en það eru heildar- samtök starfmanna í bönkum lands- ins og öllum stærstu sparisjóðum. Það voru starfsmenn Landsbanka íslands og Útvegsbankans, sem stóðu að þessari stofnun, en í báðum bönkunum höfðu verið starfs- mannafélög. Stofnfundurinn var haldinn 30. janúar 1935. Aðaltil- gangur sambandsins var að vinna að skipulegri félagsstarfsemi banka- manna og að gæta hagsmuna þeirra í hvívetna og að hafa á hendi for- ustu í þeim málum er snerta starf og kjör sambandsfélaga almennt. í fyrstu sambandsstjórn áttu sæti Haraldur Johannessen, forseti, Franz A. Andersen, Baldur Sveins- son, Einvarður Hallvarðsson og Elías Halldórsson. Eru allir þessir menn að Franz undanskildum enn starfandi bankamenn. Eitt af fyrstu verkefnum sam- bandsstjórnarinnar var að hefja út- gáfu bankablaðsins og kom það út í júlímánuði sama ár. í fyrsta blað-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.