Fálkinn


Fálkinn - 11.03.1960, Qupperneq 12

Fálkinn - 11.03.1960, Qupperneq 12
12 FALKINN FRAMHALDSSAGA HvehkatarihH * * * 15 Hann opnaði dyrnar að stóru herbergi með dýr- indis húsgögnum og daufri birtu. í einu horninu var rúm og tjaldhlíf fyrir framan. Hjúkrunar- kona las upphátt fyrir sjúklinginn og stóð upp þegar læknarnir komu inn. „Jæja, hérna komum við, lafði Milsdon,“ sagði Chilcombe mjúkur í máli .... Nú hef ég náð í einn bezta skurðlækninn í London. Ég er viss um að honum tekst að gera yður albata.“ MacDonald brosti og gekk að rúminu. Þetta var ljóshærð dama, rúmlega þrítug. Hún virtist vera mjög þungt haldin og mörgum koddum var hlaðið undir herðarnar á henni. Hún mændi á nýja lækninn. En hann stóð um stund eins og hann væri límdur við gólfið. Nú vissi hann hvers vegna honum hafði fundizt hann kannast við Milsdon-nafnið. Það var nafn Clare, eftir að hún giftist — þessi kona var sú sama, sem hafði svikið hann fyrir fimmtán árum. Hvernig hafði hann getað gleymt nýja nafninu hennar? Að lafði Milsdon hafði þekkt hann aftur, gat hann séð á roðanum, sem kom á fölt, veiklulegt andlitið. En hin óbifanlega skapró, sem hafði hjálpað henni yfir svo margar torfærur, brást henni ekki núna heldur. „Ó, Philip,“ sagði hún og rétti fram máttlausa höndina, „ hvað það var gaman að sjá þig aftur eftir öll þessi ár.“ Philip stillti sig eins og hann gat og hneigði sig. „Já, það eru einkennilegir samfundir. En leið- inlegt að það skuli vera undir svona kringum- stæðum.“ „Þú gefur mér bráðlega heilsuna aftur, Philip? Ég verð að geta tekið þátt í því skemmtilegasta, sem fer fram hérna í London, meðan ég stend við.“ MacDonald tók eftir hinum geigvænlega kvíða, sem hún reyndi að fela undir gamanseminni. Grönn hönd greip krampataki um höndina á hon- um. „Vitanlega,“ sagði hann með kaldhæðni sem lafði Milsdon ein gat skilið. „Þú leggur bráðlega alla London fyrir fætur þér, eins og forðum Edinburgh.“ Er hann hafði rannsakað hana ýtarlega sá hann að Chilcombe hafði sízt gert of mikið úr sjúk- dómnum. Konan var aðeins hársbreidd frá dauð- anum. Og uppskurður mátti alls ekki bíða. „Þú skerð vitanlega,“ sagði Clare Milsdon og röddin var skipandi og og svipurinn eins og títt er á síngjörnum konum. MacDonald hristi höfuðið hugsandi. Úr andliti Chilcombes læknis mátti lesa undrun og von- brigði. „Ég er hræddur um, að ég geti ekki tekið þennan uppskurð að mér.“ Clare æpti og hörðu augun urðu eins og gler, af skelfingu. „Jú, jú, þú verður að gera það, Philip! Ég dey ef einhver ahnar sker mig.“ „Ég skal tala við MacDonald yfirlækni undir fjögur augu, lafði Milsdon,“ sagði Chilcombe. Hann hafði jafnað sig aftur og klappaði henni á höndina. „Okkur MacDonald yfirlækni semur áreiðanlega um þetta.“ Læknarnir tveir fóru út á ganginn. „Heyrið þér, MacDonald,“ sagði Chilcombe. „Þér megið ekki bregðast mér. Hún er móður- sjúk og alvarlega veik, og hún verður að fá sínu framgengt. Hvers vegna viljið þér ekki taka þetta að yður? Hún er rík. Mjög kunn í samkvæmislífinu. Meðmæli frá henni mundu fylla stofuna yðar af ríkum sjúklingum. Eða — hann tók málhvíld og horfði spekingslega á hann — er tilfellið of erfitt fyrir yður?“ Köld augun í MacDonald leiftruðu. „Þér vitið vel að það er ekki of erfitt fyrir mig, Chilcombe,“ sagði hann stutt. „Ég hef per- sónulega ástæðu til þess að vilja ekki taka þennan uppskurð að mér. En af því að hér er um líf og dauða að tefla, skal ég gera það — með einu skilyrði: Það -verður þegar í stað að flytja lafði Milsdon á sjúkrahúsið mitt, þar sem mitt eigið starfsfólk getur h(júkrað henni.“ „Hvers vegna, ef mér leyfist að spyrja?“ sagði Chilcombe læknir, og togaði ólundarlega í skegg- ið á sér. „Sjúkrahælið mitt er með öllum full- komnustu tækjum.“ MacDonald starði beint framundan sér um stund áður en hann svaraði. Hann gat ekki sagt þessari höfðingjasleikju, að tilhugsunin ein um að eiga að skera Clare Milsdon væri honum svo ógeðfelld, að hann gæti hvergi gert það nema á sinni eigin skurðstofu og við þær aðstæður, sem hann var vanur. Honum gæti kannske tekist að gleyma hver sjúklingurinn væri og hafa allan hugann við verkið, ef hann hefði Sonju Harrison og Elsie Smith til að hjálpa sér. „Ég set þetta skilyrði, Chilcombe læknir,“ sagði hann fálega. „Annað hvort verðið þér að ganga að því eða ég kem ekki nærri þessu.“ Chilcombe brosti eins og flón. „Æ, þið þessir sérfræðingar. Þið eruð svo þrá- ir. Þið viljið hafa allt öðruvísi en aðrir. En ég sé að ég verð að láta undan. Ég vona eigi að síður að lafði Milsdon verði flutt hingað aftur undir eins og hún er orðin nógu hraust til að þola það.“ „Ég hef ekkert við það að athuga,“ svaraði MacDonald. „Mig langar ekkert til að hafa sjúkl- inginn mínútu lengur en nauðsynlegt er.“ Fjárþvingun. „Æ, hef ég ekki meiri peninga en þetta?“ Djúp hrukka kom í létt ennið á Elsie Smith meðan hún var að leita í handtöskunni. Það kom á daginn, að allt sem hún átti til að sjá sér borg- — . . . . hjartans þakkir fyrir fallega lampann, sem þér senduð okkur í brúðkaupsgjöf . . . ið til næsta kaupgreiðsludags var fjórir shill- ingar og 7% pence. Hvernig átti hún að kaupa sér ný föt úr því að fjárhagurinn var svona? Og eitthvað nýtt utan á sig varð hún að fá. Það gat ekki þýtt nema eitt, að MacDonald hafði kynnt hana fyrir móður sinni. Hann var orðinn alvarlega ástfanginn af henni. Hingað til hafði Elsie Smith ekki verið viss um hvar hún hefði yfirlæknirinn. Það var ekki takandi mark á þó að þau litu hýru auga hvórt til annars á sjúkra- húsinu, en þetta boð heim til hans hlaut að þýða allt annað. Hún sá í anda hátíðlegt höfðingja- brúðkaup, sá sig í hásæti í Harley Street sem konu frægs manns. Philip mundi vafalaust hljóta aðalstign fyrr eða síðar. Og „lafði MacDonald“ var fallegt frúarheiti. En til þess að öðlast þetta varð hún að halda áhug hans vakandi sí og æ, og þetta gat orðið erfitt, nema mikið vaéri lagt í klæðaburðinn, því að allar stúlkur sem hann umgekkst voru auðvitað miklu glæsilegar klædd- ar en hún. En hvar átti hún að taka peningana til þessa? Hún gat alls ekki fengið neitt lánað í tízkuverzlununum lengur, og engar hinar hjúkrunarkonurnar höfðu eyri afgangs til að lána henni. Allt í einn sá hún í huganum mynd af háum, laglegum ungum manni, sem var að opna meðalaskáp í lyfjabúðinni. Hann hellti ein- hverju í glas. Óupplitsdjörf ung hjúkrunarkona stóð við hliðina á honum. Hún þreif glasið og saup það sem í því var í einum teig. „Nú þarftu ekki að vera hrædd lengur, Kath- een,“ hafði ungi maðurinn sagt og klappað henni á öxlina. Elsie hafði horft á þetta litla atvik gegnum glerhurðina daginn áður en Kathleen O’Hara veiktist. Fyrst hafði húu verið einráðin í að segja Mary yfirhjúkrunarkonunni frá því, en þegar MacDonald yfirlæknir hafði sagt frá, að hann hefði sett Sonju Harrison af, því að hann grun- aði hana um að hafa afhent hættulega lyfið, af- réð Elsie að þegja. Max Brentford hafði gefið Kathleen forboðna lyfið til þess að geta gifst Sonju. Líklega mundi hann tilleiðanlegur til að borga talsvert mikið fyrir að þetta færi ekki lengra. Því ekki að láta hann borga. Elsie sár- vantaði peninga. Hún snpraðist fram úr rúminu eftir þessa tveggja tíma hvíld, sem hjúkrunarkonurnar fá á hverjum degi. Smeygði sér í bláu kápuna yfir hjúkrunarbúninginn og fór út. Þegar brytinn heima hjá Max sá stúlkuna í hjúkrunarbúningn- um varð hann mjög forviða. , „Eruð þér viss um, að þér séuð ekki að vill- ast?“ spurði hann hæversklega. „Það er enginn veikur hérna.“ „Ég kem úr St. Cuthberts-sjúkrahúsinu, þar sem herra Brentford hefur starfað,“ svaraði Elsie með yfirlæti. „Erindið er áríðandi.“ Brytinn fylgdi henni inn í litlu stofuna, sem Sonja og Max höfðu svo oft.setið í. Augun tútnuðu í henni, er hún sá allt dýra kínverska postulínið og alla dýru dúkana, og hún afréð að hækka kröfu sína upp í að minnsta kosti tuttugu pund. Max kom inn í stofuna. Andlitið var fölt og honum var órótt. „Hvað er að, systir?“ spurði hann. „Það er von- andi ekkert að ungfrú Harrison?“ „Nei, en systir Kathleen er aumingi ennþá,“ svaraði hún. „Systir Kathleen? Hvað kemur það mér við?“ „Talsvert mikið, því að það voruð þér en ekki ungfrú Harrison, sem gáfuð henni lyfið.“ „Það er lygi!“ öskraði hann. „Dirfist þér að bera þetta upp á mig?“ „Já, ég sá það með mínum eigin augum, að þér gáfuð henni það.“ „Nú — og hvað svo meira?“ „Mér datt í hug að ungfrú Harrison hefði gam- an af að vita sannleikann. Hún gæti fengið stöðu sína hjá MacDonald yfirlækni aftur, ef hún yrði hreinsuð af gruninum, sem á hana hefur fallið.“ „Hún veit nú þegar að það var ég,“ sgði Max sigri hrósandi. „Yður er enginn ,akkur í að fara að segja henni það.“ Elsie Smith beit á vörina. Hún var ekki viðbúin þessu. „Hvers vegna hefur hún ekki minnzt á það við yfirlækninn?“ Max roðnaði. Það var auðmýkjandi fyrir karl-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.