Fálkinn


Fálkinn - 06.05.1960, Page 3

Fálkinn - 06.05.1960, Page 3
FALKINN 3 : ■ ' ■: :: : 1111118 ' ::; :,:::: :i;::.':': •;•■• Hér sjáið bið sjúkra- flugvél Björns Páls- sonar þar sem hún hefir lent á skíðuni á Siglufirði. — Það undrar sjálfsagt engan þótt snjór sjáist á Siglufirði, þó snjólétt liafi ver- ið þar síðastliðinn vetur — en það er komið sumar, þegar myndin er tekin 22. apríl s.I. Já, það er einkennilegt tíðar- farið hér á landi. — Sjúkraflug Björns Pálssonar ÞAÐ munu fáir menn hér á landi njóta meiri vinsælda og álits á sínu sviði en Björn Pálsson, flugmaður. Enginn maður hefir lent flugvél á jafnmörgum stöðum hérlendis, og þau munu fá byggðarlögin þar sem Björn hefir ekki lent einhverntima, á sléttu túni, mel, fjörusandi, ísilögðu vatni eða þá hjarnbreiðu. Þau eru örugglega ekki fá mannslífin, sem Björn Pálsson hefur bjargað með sjúkraflugi sínu, svo marga fársjúka menn hefir hann flutt í sjúkrahús, menn, sem urðu að komast strax undir læknishendi. Það er ekki lítið öryggi fyrir afskekktar byggðir að vita um þann mögu- leika að sjúklingi sé hægt að koma á áfangastað þótt snóar og annað hefti för bíia og annarra algengra farartækja. Þá eru og margir sjúkling- arnir þannig á sig komnir að þeir þola ekki hnjask. S/i ú t it *tutj u r Það er engum blöðum um það að fletta að skátafélagsskapurinn er einhver hollustu félags- samtök hér á landi. Hann beinir huga unglinganna inn á réttar brautir bæði í starfi og leik. Veitir sízt af því að gefa æskufólki kost á skemmtunum við sitt hæfi svo mikið af öðru er á boðstólum. Fyrsta sunnudag í sumri efndu skátafélögin hér í Reykjavík til svonefnds skátadags, sem ætlunin er að framhald verði á einu sinni á ári. Kynna þau þá að nokkru starfsemi sína. í sambandi við hann var kveiktur varðeldur fyrir framan Austurbæjar- barnaskólann. Þar var sungið og ýmis skemmti- atriði fóru fram, en það var þó greinilegt að varð- eldurinn naut sín ekki þarna. Bæði var fjölmenni of mikið og umhverfið þarf að vera annað. (Myndin er frá varðeldinum). Allir foreldrar ættu að leyfa börnum sínum að kynnast skátahreyfingunni. Það sér enginn eftir því. Mikil gifta hefir fylgt þessu starfi Björns Pálssonar. Honum hefir aldrei hlekkst á þótt oft hafi aðstæður verið erfiðar og stundum eflaust verið teflt á tæpasta vað — en hvað gera menn ekki, þegar mannslíf er annars vegar. En Björn Pálsson hefur ekki einungis flutt sjúklinga. Hann hefir einnig flogið með aðra farþega til staða, sem ekki eiga við reglulegar flugsamgöngur að búa. Hefir slíkt verið mörg- um til hins mesta hagræðis.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.