Fálkinn


Fálkinn - 06.05.1960, Page 4

Fálkinn - 06.05.1960, Page 4
4 FALKINN ia^íi Jeatt - samkvæmisfiörildi og fátækrastoö Á kröldin dansar hún í glitklœSum í hefðarfólks-samkvœm- unum. En á daginn gengur hún um fátœkrahverfin og hjálpar börnunum, sem elska hana. — Þessi manneskja er lady Jean Vane-Tempest, systir lord Londonderry og náfrœnka drottn ingarinnar. end. í Eastend etur fólk brauð og smjörlíki og „fisj and chips“ úr pappírsumbúðum. í Westend etur fólk kavíar og drekkur kampavín. Eastend er lírukassamaðurinn enn á götuhorninu og lífgar upp um- hverfið. í Westend kostar það hátt upp í sterlingspund að heyra góða hljómsveit. Þegar Rudyard Kipling, hið mikla skáld, sagði að „austur væri austur og vestur vestur, og aldrei munu þau mætast,“ hefði hann gjarnan mátt hugsa til lady Jean, því að hún er austur og vestur í sömu persónu. Á kvöldin glitrandi fiðráldi, sem flögrar milli samkvæmanna. Á daginn Florence Nightingale vorra daga og líknarengill, sem liðsinnir fátækum. Börnin í skuggahverfun- um elska hana. Eftir uppreisnina í Ungverjalandi haustið 1956 kom flóttafólkið í stór- hópum til Wien. Þá var lady Jean að vinna í skuggahverfunum í Lon- don — hjálpa gamalmennum og börnum. Hún las um hörmungar flóttafólksins. — Ég fann að ég varð að reyna að hjálpa, segir hún. En eins og vant var starfaði hún í kyrr- þei og vildi hvergi láta nafns síns getið. Hún safnaði peningum hjá vinum og kunningjum og keypti meðul, mat og fatnað fyrir. Síðan komst hún yfir gamlan vörubíl. — Hann gekk þó, svarðaði lady Jean þegar hún var spurð um hve gam- all bíllinn væri. Hann hafði þó að minnsta kosti lifað stríðsárin. Svo ók lady Jean með hlaðinn bílinn og öll skilríkd upp á vasann austur Frakkland og Þýzkaland til Wien og afhenti Rauða krossi Aust- urríkis hinn dýrmæta farm. Anna- bel Birley systir hennar fór með henni. En hún lét ekki þar við sitja. Þegar hún frétti í Wien að hundruð Ungverja hættu sér fram hjá byssu- kjöftum Rússa á hverri nóttu, til þess að komast inn í Austurríki, vildi hún reyna að hjálpa þeim. — Ég frétti að þarna væru börn líka, sagði hún, — og þá varð ég auðvitað að fara austur að landa- mærunum og hjálpa þeim til að komast til Wien. Hún ók að landamærunum strax fyrsta kvöldið, beið þangað til dimmt var orðið og laumaðist svo austur yfir landamærin, í svörtum buxum og svartri peysu. — Þá er erfiðara að sjá mann í myrkrinu, sagði hún. Þessi mynd, sem náðist af lafði Jean í Chelsea-klúbbnum, þótti góður blaðamatur, og varla furða þó ýms ar sögur yrðu út af henni. Lafði Jean Vane-Tempest-Stuart í kjólnum, sem hún var í sem heið- ursvörður við krýningu Elizabethar drottningar. Ekki verður betur séð, en það sé karlmannskápa, sem hún ber á öxlunum. Áður en hún fann nokkurt barnið hrasaðist hún og steyptist ofan í fjögra feta djúpan skurð og lá þar um stund. Þá heyrði hún í bryn- reið, sem henni fannst vera beint yfir sér. Svo skreið hún upp úr og læddist inn í kjarr. Þar hitti hún fyrir konu, sem kúrði þar með 18 mánaða barn í fanginu. Barnið org- aði mikið. Lady Jean þreif barnið og þrýsti því að sér til að reyna að fá það til að hætta að gráta. Og barnið þagnaði strax. Það var eins og það finndi að þarna var vinur á ferð . . . Brynreiðin með hermennina var komin spölkorn fram hjá þeim. Þeg- ar hún var komin í hvarf lagði hún barnið hjá sér og stakk upp í það súkkulaðibita, svo að það skyldi þegja meðan hún var að hjálpa móð- ur þess. Hún var í yfirliði, eftir sult og þreytu á flóttanum með barnið. En hún raknaði við og fór að tala á ungversku, sem lady Jean skildi ekki eitt orð í. Hún tók barnið á handlegginn og studdi konuna og nú hófst hættu- ferðin að landamærunum, sem voru 3 km. undan. Oft urðu þær að fela sig 1 kjarri og skurðum, fyrir varð- mönnunum. Þegar lady Jean hafði komið kon- unni og barninu fyrir á öruggum stað í Wien gekk hún í sjálfboða- liðssveit kvenna, sem gekkst fyrir að hjálpa flóttafólkinu. Þessi rauð- hærða stúlka, alin upp við alls- nægtir og þægindi, hlífði sér ekki. Hún þvoði gólfið í flóttafólks- bröggunum. Hún sótthreinsaði, þvoði börnin og gaf þeim mat, og hjúkraði sjúklingunum. Hún kom ekki til London aftur fyrr en eftir margar vikur. Þegar vinkonur hennar, sem vissu ekki þÓ að Bretland sé talið fyrirmynd- arríki, er Eastend í London — ennþá svaðþæli, hrörleg og skitin hús með urmul af berfættum og fölum börnum í húsasundunum. Glæpir og uppþot eru daglegir við- burðir í þessum hluta stærstu borg-. ar heimsins. Þetta er staðurinn, sem William Booth stofnandi hjálpræð- ishersins sagði einhvern tíma að guð hefði gleymt. Og á þessum stað hitti ég umtöluðstu konu Eng- lands, lady Jean. í Eastend getur maður gert allt sem manni dettur í hug nema tvennt. Maður má ekki segja lög- reglunni frá, því að það kostar hnífsstungu. Og maður má ekki tala niðrandi um lady Jean. — Engin kona er vinsælli og elsk- aðri hér um slóðir, sagði miðaldra kona, Annie Matthews við mig. — í okkar augum er hún ekki aðals- kona með bláu blóði. Hún er ein af oss. Westend er bein andstæða East-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.