Fálkinn


Fálkinn - 06.05.1960, Page 6

Fálkinn - 06.05.1960, Page 6
6 FALKINN HVITA EITRIÐ J. .. ?$! Eitursmyglarar Austurlanda í Austur-Asíu er ápíuwnstnygí- unin þjáður- böl.En Interpal hefur unnið gott sturf þar súðustu tírin. AÐ DREPA EÐA VERÐA DREPINN. Daginn eftir var áhöfninni til- kynnt að skipið ætti að sigla uxn kvöldið, og að hún gæti fengið stutt landleyfi þangað til. Og hásetarnir þrömmuðu í land í besta skapi. En Lin Hui fór ekki í land. Hann kvartaði undan magaverk og sagð- ist vera með velgju, en gæti ekki kastað upp. Einn félagi hans gaf honum oln- bogaskot: — Þú ættir ekki að vera svona sólginn á drákoninn, kunn- ingi. Lin kinkaði kolli og velti sér upp í rekkjuna og lá þar heilan klukku- tíma án þess að hreyfa sig. Líklega voru einhverjir yfirmenn um borð, en þeir sátu líklega inni í „messan- um“ eða lágu fyrir og hvíldu sig eftir útstáelsið í landi. Loksins læddist Lin eins og mús fram í L-lúkuna. Hún var ekki skálkuð, og hann var ekki nema augnablik að lyfta einum hlemmn- um svo, að hann gæti skotist undir hann og komist niður í lestina. Það var óþægilega heitt þarna, og hann fékk velgju af þefnum, sem var þar. Hann notaði vasaljósið og fann brátt kassana, sem honum lék hug- ur á að athuga. Hann færði sig nær. Og það sem hann sá fyllti hann andstyggð og viðbjóði, því að kass- arnir voru áritaðir til Kyushu- og Hirshima-deildar japanska kom- múnistaflokksins! — Hann var að velta því fyrir sér hvort hann ætti að slíta einn merkiseðalinn af og geyma hann, þegar hann heyrði að lúkuhlemmnum var lyft aftur. Það fór hrollur um hann. Einhver mannvera tróð sér niður um rif- una, með vasaljós í hendinni. Hann var auðsjáanlega húsum kunnugri þarna en Lin Hui, því að hann þreifaði með fætinum eftir stálstig- anum. Njósnarinn beygði sig bak við kassa og þreifaði eftir hnífnum sín- um. Ef hann finndist þarna var að- eins um eitt að gera: dauðann. Og nann gæti hrósað happi ef það gengi fljótt. Sennilegt var að hann yrði seigdrepinn og reynt að pína hann til sagna. En hver svo sem þessi maður var þá hafði hann undir- skrifað sinn dauðadóm, ef hann kæmi bak við kassann, þangað sem Lin Hui lá. Það var annaðhvort eða: deyja eða verða drepinn. Fyrir neðan stigann lét maður- inn vasaljósið falla á stafla af eit- urkössum, sem voru fyrir honum. Lin Hui fannst hann þekkja vang- ann á manninum þarna í birtunni. Það gat verið einn af félögum hans, en hann var ekki viss um það. Lin gat ekki stillt sig um að brosa, þeg- ar hann sá að maðurinn tók fram kúbein og opnaði einn kassann. Þá var þetta einn af eiturþrælunum, sem fýsnin hafði kvalið til að stela eitri — hann var að stela og ekkert annað. Lin beið nokkrar mínútur eftir að þjófurinn var farinn upp aftur. Svo fór hann sömu leið. Þetta hafði orðið árangursrík ferð. AMERÍSKIR VÖRUBÍLAR. Heimferðin til Japan gekk tíð- indalaust. Numið staðar fyrir utan Hiroda-eyju, fyrir utan Nagasaki — þar kom lítill bátur að skipinu eftir að dimmt var orðið og sótti tíu kassa af eiturlyfjum og skamm- byssum. Síðan var siglt norður Japanshaf til Hokkaido; þar átti skipið að hitta togara, sem tók við öðrum tíu kössum. Næsti viðtak- andi var Kóreubúi í Matsushima, skammt frá Sendal. Hann fékk ekki nema tvo kassa. Síðan var haldið til Yokohama. Þar komu menn um borð, og þeim var afhent skírteini fyrir vörum. Einn yfirmaðurinn glotti er hann kom frá því að kveðja gestina, og Lin horfði spyrjandi á hann. — Já, þeir eru sniðugir, sagði stýrimað- urinn. — Þegar þeir koma í land standa þar bílar frá ameríska hern- um til að flytja dótið í felustaðinn. Yankáarnir mundu verða bálvond- ir, ef þeir vissu að við höfum náð í bílana þeirra.... Lin Hui tókst enn einu sinni að komast í land og senda aðalstöðinni tilkynningu. En smámsaman fóru allar sprauturnar, sem hann fékk, og þessi feluleikur sem hann lék, að hafa áhrif á hann. Hann var orðinn slappur og svefnlaus. Það var stungið upp á að hann skyldi taka sér hvíld — hann átti það skil- ið eftir allar upplýsingarnar, sem hann hafði náð í, í þessum tveim ferðum. En Lin Hui vildi fara eina ferð enn. — Ég er sannfærður um að það verður síðasta ferðin mín, sagði hann. Og það reyndist rétt — þó ekki á þann hátt, sem hann hélt sjálfur. Smyglaraskipið fór frá Japan tveim dögum síðar. í lestinni voru 500 bílabarðar, 100 kassar af öli og SMÐARI HLUTI 100 kassar af whisky. Viku síðar hafði skipið komið víða við á Kína- hafi og fór svo til Sjanghai. Legupláss hafði verið losað við hafnarbakkann og kommúnista- hermenn komu um borð til að sjá umfermingu og affermingu. Yfir- maður þeirra stóð við um stund í skipstjóraklefanum, og Lin Hui sá, að skifst var á ýmsum skjölum. Skipið fór úr höfn aftur á næsta flóði og undir eins og komið var út í rúmsjó kallaði stýrimaðurinn skipshöfnina á fund: — Takið þig nú vel eftir, félagar. Það kemur ekki ykkur við þó skipstjórinn haldi næsta viðkomustað skipsins leyndum. Það eina, sem ég get sagt ykkur, er að við eigum að sækja vörur, og flytja þær hingað til Shanghai aftur. Áður en við kom- um í höfn verða allir að fara undir þiljur, og mega ekki láta sjá sig fyrr en skipið er farið af stað aft- ur...... Það var helzt að sjá, að skipið færi í suður, en hvorki Lin Hiu eða aðrir áhafnarinnar vissu hvaða hafnar haldið var til — en þeir vissu aðeins, að mikið var af vör- um um borð. Þegar komið var til Shanghai aftur var mörgum köss- um skipað í land, en um borð voru allir á einu máli um, að mikið eit- urlyfjamagn hefði komið um borð í skipið, í þessari höfn, sem engin vissi hver var — nema yfirmenn- irnir á skipinu. Næsti viðkomustaðurinn var Dairen. Þar var skilað þrjátíu kössum af eiturlyfjum og skamm- byssum, og síðan haldið til Vladi- vostock. Mjög strangur vörður var hafður um skipið í þessari rúss- nesku höfn. Engu skipað út né inn, en níu Japanar sem Lin Hui hélt að hefðu verið ráðnir á skipið ný- lega, fengu að fara af skipinu. Þeim var ekið burt í herbíl, sem stóð á hafnarbakkanum. VANDAST MÁLIÐ. Undir eins og þeir voru komnir af skipsfjöl var látið í haf aftur. Og nú var haldið til Japan — og þá fyrst fór að vandast málið hjá Lin Hui. Annan daginn á sjónum átti hann frívakt og lá í bælinu. Einn háset- anna kom til hans og klappaði á öxlina á honum. Þessi maður hafði alltaf verið einstaklega alúðlegur við hann: — Svolitla hressingu, kunningi? spurði hann. Hásetinn þóttist hissa en Lin leit á hann. — Ekki átt þú það? Bíddu þangað til seinna. Hásetinn horfði forviða á hann: — En þú átt ekki neitt! Lin Hui reis upp við dogg og horfði á þá, sem voru þarna í kring: — Á ég ekkert, segirðu? Hvað áttu við? Hásetinn vissi ekki hvað hann átti að segja: — Ég var að athuga dótið þitt í gær, til að leita að skeið. Ég sá ekkert að gagni þar. Lin Hui svaraði, án þess að hugsa sig um: — Jæja, ég hef þá verið búinn með það. Ég verð að reyna að vera án þess, úr því að svo er. Hásetinn beygði sig nær honum. — Nei, sagði hann, — þú þarft þess ekki. Ég fann dálítið í lestinni, í fyrri ferðinni. Nú skildi Lin Hui allt: Þetta var sami maðurinn sem hann hafði séð stelast niður í lestina. En áður en hann gat svarað hvarf hásetinn og kom aftur með fulla sprautu. Tveir aðrir hásetar stóðu hjá og fylgdust með því sem gerðist. — Líttu á, og taktu nú við! sagði hásetinn. Hann otaði sprautunni að Lin Hui. Og ef hann neitaði að taka I þessari kistu sem er úr kamfórutré, fann lögreglan 584 gr. af hreinu heróíni, í einu stóra farþegaskipinu, sem ganga milli Hongkong og San Francisco.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.