Fálkinn


Fálkinn - 06.05.1960, Qupperneq 7

Fálkinn - 06.05.1960, Qupperneq 7
FALKINN 7 við henni mundi hann undir eins vekja grun, og það þýddi að allt mundi enda með skefingu. Hann kipraði saman varirnar og starði á framrétta höndina með sprautunni. Og hásetarnir gutu augunum til hans. Lin tókst að brosa: — Það er réttast að fá hana hérna í lærið, sagði hann. ■— Upphandleggurinn er orðinn svo viðkvæmur. Hann tók við sprautunni, bylti sér á hliðina og lét sem hann not- aði sprautuna undir væðarvoðinni. en lét innihaldið úr henni fara of- an í hálmdýnuna. — Þökk fyrir, umlaði hann og rétti sprautuna frá sér aftur. Svo hallaði hann sér aftur og lokaði augunum. Hann var skraufþurr í kverkunum. Þetta var mesta sálar- þrautin, sem hann hafði orðið fyrir á æfinni. Nokkrum dögum síðar, er þeir voru staddir um 40 sjómílur út af Chibaströnd í Japan mættu þeir ALVEG I * hissa i ÞÁ VEIT MAÐUR ÞAÐ! Hópur kanadiskra „vísinda- manna“, sem lengi hafa starfað að rannsóknum á mannlegum venjum, hefur komist að þeirri niðurstöðu, að nær allir karlmenn sem raka sig, raki hægri kjammann fyrst. HAGGLÖF sendiherra Svía í London keypti fyrir jólin númer að sænskum góð- gerðarbazar í London. Hann fékk stærsta vinninginn: Flugfar heim til Svíþjóðar! * ROY G. JACOBSEN, 28 ára stúdent við Columbia-há- skólann, fékk lægri einkunn en lág- mark í fjórum greinum af fimm, sem hann tók próf í. Nú hefur hann stefnt háskólanum og krefst 8.065 dollara skaðabóta fyrir að „skólinn hafi ekki kennt sér rétt.“ * SÍAMSTVÍBURA-KÁPA heitir plagg eitt, sem fataverzlun í New York hefur sent á markað- inn. Þetta er regnkápa fyrir elsk- endur, nýgift fólk og mæður með barn, segir í auglýsingunni. Kápan er svo víð að tveir rúmast í henni. A henni eru fjórar ermar og tvær hettur, en bolurinn er „tvíbreiður“. * JULIO LOBO heitir milljónamæringur á Cuba, sem hefpr þá tómstundaiðju að safna dóti, sem Napoleon mikli hefur átt. Hefur hann nú komist yfir 200 gripi. Nýlega náði hann í tannbursta, sem Nablajón kvað hafa notað, og þótti svo mikils vert um gripinn að hann hélt veizlu til heiðurs tannburstanum. stórum haffærum pramma. Lin Hui hallaði sér út á box-ðstokkinn og stai’ði á átta Japana, sem komu róandi og lögðu upp að skipinu hans. Hann reyndi að festa sér í minni andlitin á þeim, en nú gekk einn þeirra til hans og sagði: — Heyrðu, þú þarna! Lin Hui hafði aldi'ei séð mann- inn áður, og hann sagði undrandi: — Ér það ég, sem þú átt við? Japaninn kom nær honum. — Hvar hef ég séð þig áður? urraði hann, tók í háiáð á Lin og kippti hausnum á honum aftur á bak og starði í augun á honum? — Varst það ekki þú, sem ég hitti í Singa- pore með ....... Hann nefndi al- þekkt nafn úr eiturlögreglunni þar í borginni, og það var rétt, að Lin hafði verið samvei'kamaður þessa manns þar. En Lin Hui stóð kyrr og horfði á manninn með sama furðusvipn- um: — Hvaða náungi var það? spurði hann. En Japaninn sagði hi'yssingslega: — Hann er lögreglunjósnari Lin Hui glotti: — Heldurðu að ég hafi verið með lögi-eglunjósnara, segirðu það? Hann glotti áfram og fletti upp ei'minni sinni og sýndi allar stungurnar á handleggnum — það kom vessasull út úr sumum þeirra, en kringum sumar var hi'úð- ur. Japaninn gretti sig af viðbjóði. — Afsakaðu, tautaði hann. — Þetta er mér að kenna .... Svo sneri hann frá og hjálpaði hinum- til að bera heróínbögglana og skammbyssukassann niður í bátinn. „ÓPIUM KONUNGUR“ f SHANGHAI. Viku síðar var Lin Hui í Yoko- hama og var að blaða í myndabók- um af kunnum eituiiyfjasmyglur- um. Hann þekkti yfir tuttugu þeirra — jafnaði séð þá sem skips- menn á smyglai’askipunum eða sem aðstoðarmenn í höfnunum, sem hann hafði verið í á leiðinni. Þai'nn voru upplýsingar, sem komu yfir- völdunum að góðu gagni, en þó var enn meira virði upplýsingarnar, sem hann gat gefið um sölustarf- semi kommúnistanna í öðrum lönd- um. — Forstöðumaður þessarar skipu lögðu og árangursríku starfsemi, skrifaði hann — heitir Chan Lao San, og er forstjóri hinnar svo- nefndu „Ópíusbanns-skrifstofu“, sem nær til þriggja svæða kringum Shanghai. Hann er helsti ópíums- sali kommúnista, og þeir sem við stai'fsemi hans eru í'iðnir kalla hann aldrei annað en „Konung Ópíum“. Hann hefur tvo háttsetta sam- verkamenn í Tokíó og Kobe. Og al- veg nýlega hafa sjö kínverskir kommúnistar lagt fram fimm mill- jón yen til að kaupa skip, sem á að staifa í þjónustu hans. — í Japan stai'far öflug kín- versk neðanjarðarhreyfing, sem safnar vopnum og fé á ólöglegri eituxiyfjaverzlun. Hún græðir of fjár á eiturverzluninni, en komm- únistar fá að auki hundraðsgjald af þeim, sem reka þessa verzlun utan Kínaveldis. Eitrið frá Kína er auðkennt vörumerkinu „Rauða ljónið“ auk efnagerðarmerkis, sem sýnir upprunann. Ópíumsambands- skrifstofan hefur það hlutverk að halda uppi sambandi milli ópíums- ræktenda og kaupendanna eiiendis. Skxifstofan er í sambandi við „People’s Bank of China“, sem lán- ar ópíuframleiðendum í’ekstui'slán. — Heróin er framleitt á öllu svæðinu frá Tsingtao til Tientisin (þar sem ópíumsvalmúan „Rauða ljónið“ er aðallega íækuð), og alla leið suður til Kanton. Að því er mér hefur skilist gera þeir sem reka eiturlyfjaverzlun utan Kínaveldis sér von um eitthvað ki’ingum 70 milljón amerískra dollara hagnað á ári. Nálægt helmingur af þessari upphæð rennur í vasa Kínverja — hinn helmingui’inn fer í einkaþarfir eða til ái'óðurs fyrir kommúnista- stefnuna í öðrum löndum Asíu. Skýrsla Lin Hui reyndist rétt í öllum aðalatiiðum. Amerískir njósnarar í Austurlöndum hafa staðfest hana, og meir en það. Sak- irnar, sem bornar hafa verið á 1463. Það skal hafa átt að ske hér í landi eftirskrifaður tilbui’ður á áðui’nefndu ári (að sumir hafa ski’ifað), að prestur nokkur hafi veiið í Möðrudal á Fjalli, er bróður hafi átt í sveitum niðri, hver um- boð hafi haft yfir jörð prestsins honum nálægri og fært svo prestin- um á hverju hausti afgjald af jörð- unni. Eitt haust (sumir segja þessa ái's hausti) eftir vana kemur hann með þetta afgjald til bróður síns að Möðrudal. Var prestur þá einn eft- ir, en allt heimilisfólkið horfið (máske í bólunni) eða dautt. Prest- ur býður bróður sínum til kirkju um kvöldið, og sitja þeir þar báðir lengi áfram. Fylgir hann honum síðan til baðstofu og skipar honum þar sæti. Þá heyrir hann í myrkr- inu, að fjölgar fólki í baðstofunni. Mælti þá prestur, að það skyldi skemrpta eftir vana. Tekur það þá til að fi’emja dansleika og kvæðind- isskip og er nú komumanni lítið um þetta gaman, þar hann skelfur og titrar af ótta og hræðslu í bekknum. Þegar fólk þetta hafði nú lengi eftir sinni vild dansað, þá bið- ur prestur ljós að kveikja og hætta þessum dansleikum. Svo var það gjört sem hann skipar. Var ljós á borð boi’ið og fæða fram reidd, en hann sér þó öngvan mann. Neytir hann með presti mjög lítils, en drekkur þó hálfu minna. Þá var Ijós eftir máltíð undan þeim til hvílu borið. Vísar þá prestur hon- um til rúms. Fann þá komumaður af sér dregna sokka og skó. Prest- ur fer- þá líka að hvílast. Eftir hendur kínversku kommúnista- stjói’ninni ei-u svo alvai’legar, að þær verða ekki kveðnar niður með eintómum skammaryrðum, eins og Pegingstjórnin leggur í vana sinn. Harry Anslinger, fulltrúi Sam- einuðu þjóðanna — sem kommún- istar hata af hug og hjarta — hef- ur hvað eftir annað flett ofan af eitui'lyfjaverzlun Kínverja í skýrsl- um sínum. Njósnarar hans hafa uppgötvað eiturlyfjasmyglara á vestui’strönd Ameríku, sem stóðu í beinu sambandi við Kina. En hvíta eitrið heldur áfram að flæða yfir Bandaríkin samt sem áður. En svo lengi sem einhverjir eru til, sem líkjast Lin Hui, verða þó einhverjar stíflur eftir í flóðgarð- inum gegn hvíta voðanum, sem þessi ái'in gerspillir ýmsum æsku- lýð Bandaríkjanna og Evrópu. þetta koma tvær ungar og leik- fullar stelpur að rúmi hans (hvað honum var þó fyrst dulið) og vildu leika sér við hann, tóku til að kyssa hann og klappa honum. Varð honum mjög flemt við. Síðan tóku þær til að rífa ofan af honum föt- in, svo nú tekur til að versna gam- anið. Þá varð prestsbróðir svo hræddur, að hann vissi varla, hvar hann var, og sagði einhver veitti sér ónæði, hann hefði hvorki frið né ró í rúminu. Prestur hrópaði af mesta megni, sagði þær arma- dubbur og hrakstelpur skyldu sjá manninn í friði og leyfa honum að hafa hvíld og náðir. Þá heyrði hann, að fólk háttaði í hvei'ju rúmi. Ekki vildi honum verða svefnsamt um nóttina, því strax sem dagaði, pakkaði hann sig á fætur með mesta flýti og út að kirkjudyrum, gengur þar um gólf, þar til prestur kemur þar til hans og segir hann muni litlar náðir í nótt hafa haft, þar hann sé svo árla á fótum. Hinn kvað það satt vera, segir sér þyki nokkuð óeiginlegt og dauflegu þar að vera. Býður hann þá klei'ki í byggð með sér að reisa, hvað hann ei þekkjast vill, segir sér þyki hér nógu skemmtilegt og gott að vera, en hinn þakkaði guði gjöfina, að hann slapp og komst lífs af, skildi svo við bróður sinn og reið sinn veg, sem hraðast hann kunni heim til síns heimilis. Eftir það þegar til Möðrudals var aftur vitjað, var bæx’inn í eyði, og sást enginn mað- ur. Þá var og klerkur líka horfinn og hefur ekki síðan til hans spurzt. NÆST: Eitursmyglun á Atlantshafi. /I/r anná/um Setbergsannáll

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.