Fálkinn


Fálkinn - 06.05.1960, Síða 8

Fálkinn - 06.05.1960, Síða 8
8 FALKINN ★ BRIDIE lét þvottaduftið renna ómælt ofan í balann. Hún starði viðutan út um gluggann, en hún sá hvorki húsin né garðana þarna í kring um sig í heldri manna götunni í London. Hún var að hugsa um heimahagana — hana dreymdi heim. Hún hrökk við er hún heyrði glamra í stiga, sem var reistur upp að glugganum, og eftir stutta stund sá hún brosandi andlit á rúðunni — það var gluggafágarinn, sem horfði á hana jafn bláum augum og voru í henni sjálfri. Maður með svona augu og svona hár gat aðeins verið úr einum stað — írlandi. — Sælar verið þér — Rory O’Brien heiti ég, sagði hann. — Sælir, sagði hún og hitnaði um hjartaræturnar þegar hún heyrði mállýgkuna, sem hún kann- aðist svo vel við. — Hvar er mað- urinn, sem þvær gluggana hérna venjulega... . ég vona að hann hafi ekki hálsbrotnað? — Nei. . . . því miður. Því að mér finnst á mér, að ég mundi kunna vel við að hreinsa gluggana hérna í þessu hverfi. — Nú, einmitt? svaraði hún og fór allt í einu hjá sér. — Hafið þér ekki hugsað yður að segja mér hvað þér heitið? spurði hann ertandi. — Bridie.... Bridie O’Donell. Ég er frá Grænadal, og vinn hérna hjá Mason.... nema miðviku- og föstudagskvöld og annanhvern laugardag' og sunnudag. — Er það öll æfisagan sem þér getið sagt mér, sagði hann. — Ég fægi silfurborðbúnaðinn á mánudögum og þvæ allar stofurnar hátt og lágt á þriðjudögum, sagði hún. Hann fór að nudda bletti á rúð- unum. — Ég er eiginlega forvitn- astur um hvað þér hafið fyrir stafni þessi miðvikudags- og föstudags- kvöld. Hún leit glettnislega til hans. — Einmitt það? — í dag er miðvikudagur, sagði hann hugsandi. — Ég er bundinn í kvöld.... hvernig væri á föstu- dagskvöldið? Undir klukkunni á Victoria Station. Fólk er vant að hafa stefnumót þar, er ekki svo? Og þetta er ekki langt að fara, fyrir yður. — Ég lofa engu, sagði hún. — Ég skal vera þar — klukkan átta, sagði hann að skilnaði um leið og hann lauk við gluggann og gekk aftur á bak niður stigann. Bridie fór að raula gamla ásta- vísu að heimann. Henni fannst London miklu skemmtilegri bær eftir að hún sá Rory O’Brien. Um kvöldið þegar hún smeygði sér í smaragðgrænu úlpuna sína og vafði treflinum með gullnu hörp- unum ísaumuðum um hálsinn, ósk- aði hún innilega að þetta væri föstudagskvöld en ekki miðviku- dagskvöld. Hún fót' í strætisvagni frá Victor- ia til Westminster og labbaði svo endilangt Thames Embankment. — Henni fannst töfrandi að horfa á Rory O’Brien — þá væri gaman að lifa, hugsaði hún með sér. Þegar sólin hneig bak við hús- þökin og fuglarnir hættu að kvaka, sneri hún heimleiðis til Lademan Square. Þegar hún kom að eld- húsdyrunum fór hún að leita að lyklinum sínum í töskunni. Allt í einu varð henni svo einkennilega órótt innanbrjósts. . . . henni fannst einhver horfa á sig. Hún leit kringum sig og nú sá hún unga gluggafágarann, sem stóð hljóður eins og mús uppi á kola- geysmlunni. Hann hélt auðsjáan- lega að enginn sæi sig. Hún varð hrædd. — Fyrir hverjum eruð þér að fela yður? spurði hún hvasst. — Ég hélt að það væri fjölskyld- an, sem væri að koma heim. .. . og . . . .henni mundi líklega ekki geðj- ast að því, að ég væri að slóra hérna í kringum og bíða eftir yður. — Eruð þér viss um að þér hafið ekki haft neitt illt í huga? — Hvernig dettur yður í hug að segja þetta? — Fólk er ekki vant að fela sig II . G. .J/JtfAiX: uppi á kolaskúrum, þar sem auð- velt er að komast inn um glugga, nema þeir hafi eitthvað illt í huga ... . ’ sérstaklega þegar þeir vita að húsið er mannlaust. Ég hugsa að það hafi verið heppilegt að ég kom. Hann hoppaði niður til hennar. — Þú hefur kannske rétt fyrir þér Bridie, gullið mitt. Þú hefur bjarg- að mér frá mínum verra manni. — Ef ég hef bjargað þér frá því að gera einhverja flónsku, Rory O’Brien, þá máttu vera þakklátur mér fyrir það. — Þakklátur er rétta orðið, Bridie, það er áreiðanlegt. Hann tók varlega í handlegginn á henni. — Ég þarf stúlku eins og þig. . . . þarfnast hennar meir en þig grun- ar. Þú gætir hjálpað mér á rétta braut.... það er alveg víst. Allt í einu var kveikt á lampa í eldhúsinu. — Þau eru þá heima! sagði hún ósjálfrátt. Rory hélt enn í handlegginn á henni. — Þú verður að lofa mér að þetta breyti engu um það, sem við afréðum — með föstudaginn, hvísl- aði hann biðjandi. — Ég skal athuga það, svaraði hún og um leið var dyrunum lokið upp. Það var Mason sjálfur. — Hvað er um að vera, Bridie? spurði hann. Hún hikaði. — Hann er.. er. . . . kunningi minn. — Jæja, einmitt það, sagði hann hugsandi. — Ef kunningjar fylgja yður heim væri réttara, held ég, að bjóða þeim inn í eldhúsið, svo ég og konan mín geti séð þá. — Já, herra Mason. — Ætli það sé ekki best að ég fari, tautaði Rory. — Ég vonast eftir þér á föstudaginn. Hún hélt að hjónin mundi fara að tala um Rory þegar hún kæmi inn, en þau gerðu það ekki, líklega helst vegna þess, að þeim hafði orð- ið erfitt að ná í stúlku síðast, þegar Bridie svaraði loks auglýsingunni þeirra. Rory O’Brien var kominn undir klukkuna á Victorie Station þegar Bridie kom þangað föstudags- kvöldið. Þau gengu meðfram Buckingham Palace og gegnum garðinn. Bridie settist við tjörnina og heimtaði að þau töluðu alvarlega saman. Því að ef hún ætti að hitta hann oftar vildi hún vera viss um, að ekki væri neitt athugavert við hann. — Ég ábyrgist það — og legg við drengskap minn, sagði hann. Hún fékk kökk í hálsinn, því Rory var svo trúverðugur þegar hann sagði þetta. Rory O’Brien. hugsaði hún með sér, hvers vegna verður maður svona undarlegur þegar maður er nærri þér? Þegar þau komu aftur í Lade- mann Square bauð hún honum inn í eldhús og þau fengu sér matar- bita. Þrjár næstu vikur hitti hún hann ekki aðeins miðvikudags- og föstu- dagskvöld heldur líka annanhvorn laugardag og sunnudag. Það var einn sunnudaginn sem þau fóru á báti upp Thames til Runnymede og settust í grasið á bakkanum og horfðu á bátana, sem fóru hjá og svanina, sem syntu á ánni. — Þú verður að lofa mér að borga minn part af góðgerðunum áðan, sagði Bridie og tók upp punds-seðil. — Ekki til að nefna! Rory hrist.i höfuðið og fór að leita að pening- um í vasa sínum. Svo kom annar svipur á hann. — Kannske ég þiggi það samt, sagði hann.... ég hef ekki haft nóg með mér. Viltu lána mér seðilinn þangað til að við sjámust næst? Hún kinkaði kolli og hann fór að handleika seðilinn. — Það er nærri því synd að borga með honum, hann er svo nýr og fallegur.... Bridie kinkað kolli. — Mér er alltaf borgað með nýjum seðlum, sagði hún. — Herra Mason. ... — Fékstu þennan hjá honum? — Já, og ég hef unnið fyrir hon- um. Þegar þau skildu um kvöldið, faðmaði Rory hana að sér og kyssti hana. — Ég elska þig, Bridie, hvíslaði hann. — Þú treystir mér þrátt fyrir allt, er það ekki? — Þrátt fyrir allt! endurtók hún í hljóði og var sæl.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.