Fálkinn


Fálkinn - 03.06.1960, Page 4

Fálkinn - 03.06.1960, Page 4
4 FALKINN Sænski blaðamaðurinn og ljósmyndarmn Sven Gillsater hefur gert sér ferð til Java til að athuga fuglalífið. Og á eyj- unni Pulau Dua hefur hann fundið „Paradís fuglanna“, sem hann segir frá í þessari grein. KÓRALLAEYJAN Pulau Dua sést varla á landabréfum, og fæstir munu hafa heyrthana nefnda. Pulau Dua þýðir ekki annað en „eyja nr. 2“. Hún er tveggja tíma siglingu frá Batanvík á Vestur-Java. En þó hún sé ekki stór, hafast yfir 50.000 fuglar þar við. Þeir byggja hreiður og unga út afkvæmum í hinum lágu, krónubreiðu trjám á eyjunni, sem mynda samanhangandi flækju í 2—3 metra hæð yfir jörð, og æti sitt finna þessir háfættu fugl- ar í mýrunum. Eyjan er aðeins tíu hektarar og hæsti bletturinn á henni er aðeins þrjá metra yfir sjó. Þar mun þétt- býlasta fuglabyggð á hnettinum og flestar fuglategundir samankomnir á jafnlitlum stað. Þegar sólin var að setjast bak við eldfjallið Gunung Karang, inni á meginlandinu, réru átta menn í skrautlega máluðum bát fram hjá hollenzku korvettunni, sem japansk- ir ofurhugar sökktu á stríðsárun- um. Bjöllur hringluðu í siglutoppin- um og hópar af hegrum og ibis flugu oddaflug yfir okkur, með fullan sarp af góðgæti handa soltnum ungun- um í hreiðrinu. Sumir voru einir síns liðs. Það voru fuglar, sem lík- lega höfðu verið að safna bygging- DUA - PARADIS FUGLANNA arefni í hreiður inni á meginland- inu og höfðu ginið yfir of miklu. Græna trjákrónuhettan yfir Pulau Dua leit út eins og snjóað hefði á hana, þegar við lögðum að landi við hólmann. Það voru bringurnar á fuglinum, sem sköpuðu hvíta lit- inn. Við urðum fyrir aðsúg af alls- konar hegrum á leiðinni upp í kof- ann, sem er á eyjunni; fyrir hvert skref sem við stigum, flugu hundr- Skeiðnefs-storkurinn er göfugasti íbúi fuglaparadísarinnar. uð fugla upp, en ungarnir teygðu hausinn upp úr hreiðrunum. Kofann hefur náttúrufriðunarfélagið byggt — eyjan er alfriðuð — og hann ei ekki stærri en svo, að það varð þröngt um okkur, þegar allir voru komnir inn með sitt hafurtask. Við höfðum nóg að gera næstu daga, að athuga allar þessar vað- fuglategundir, sem maður hefur les- ið um í dýrafræði og fuglabókum. Þarna er turn, sem maður fer upp í til þess að fá yfirsýn yfir þetta fuglaríki, sem í mörgum greinum svipar til mannlegs þjóðfélags. Líklega verður maður að telja skeiðarnefstorkinn konung þarna á Pulau Dua. Við sáum ekki nema ein hjón af þessari tegund, og þau áttu hreiður inni í stórri breiðu af hreiðrum hvítra íbisfugla, og virt- ust hafa óþægindi af þeim. Kven- fuglinn — eða drottningin — var sí og æ að sperra fjaðraskúfinn, sem hún hefur í hnakkanum, og hún hjó nefinu í sífellu á bága bóga, til þess að stugga nágrönnunum frá. Tantalus-storkurinn mun mega teljast aðals-stéttin þarna í hólman- um. Af honum voru að minnsta kosti hundrað pör, á víð og dreif. Þessir óðalshegrar stóðu stundum tíu saman í sömu stellingum, eins og þeir væru að halda vörð, og langa nefið, gult og rautt, vissi alltaf í áttina til unganna, sem voru í hreiðrinu, tveir eða þrír. Tantalus- storkurinn er svipaður marabu- storki, en ekki eins ljótur. Næst kemur borgarastéttin: Purp- urahegrinn, sem er svo hálslangur og mjór, að maður hlýtur að vor- kenna honum það. Og gráhegri og silfurhegri, alltaf með hvíta bringu og sómasamlega til fara. í þessum flokki er líklega rétt að telja hvíta í trjákrónunum sem hvíti íbisinn heldur sig i, er þröngt um íbúana, og það er furðulegt,að foreldrarnir skuli þekkja ungana sína. — T. h.: Þarna á myndinni eru svartur íbis, kúhegri, nátthegri (lengst t. h.) og silfur- hegri í sömu trjákrónunni, auk fjölda af smáfuglum, sem ekki sjást á myndinni. Þetta er purpurahegri. Sá ætti bágt ef fiskbein stœði þversum í háls- inum á honum. íbisfuglinn, þó að hann sé alls ekki eins háttvís og hegrarnir. Þessi teg- und er fjölmenn — skiptir þúsund- um — og fuglarnir eru í húsnæðis- vandræðum og verpa hver í ann- arra hreiður. Og íbísinn er sóði, hann er með matarleifar á löngu, svörtu nefinu, og hálsinn er skít- ugur. Og hann vílar ekki fyrir sér að nota „hús“ nágrannans. Hann hugsar vel um sín afkvæmi, en er vondur við unga nágranna sinna. Kannske hefði verið réttara að nefna prestastéttina á undan borg- arastéttinni. Prestarnir eru skarf- arnir, og þeir hafa stofnað klaustur í þéttustu trjákrónunum. Þeir eru í gljáandi, blásvörtum hempum og eru iðnir við að dorga eftir fiski, og setjast svo upp á greinarnar á eftir og sólbaka sig og melta matinn. Bændastéttin er bæði stórbændur, hjáleigubændur og húsmenn. Þar skal fyrst telja svartbláan íbis, sem efnir til hópferða á morgnana. Nokkrir fuglar fljúga um hólmann og kalla á þátttakendur, og þegar allir eru mættir, flýgur hópurinn í fylkingu til meginlandsins til þess að ná sér í æti. Til bændastéttarinnar verður litli silfurhegrinn einnig að teljast, og kúhegrinn með gula nefið og jörpu

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.